Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 13
Pakistan Frestur er á illu bestur Pakistansforseti hyggst bíða átekta og sjá hverju fram vindur í nokkra daga, taka Benazír Bhutto tali og koma að máli við svarna fjendur hennar, áður en hann útnefnir forsætisráðherra. Ghulam Ishaq Khan lét þetta boð út ganga í gær. Kvaðst hann hafa boðað frú Bhutto og helsta keppinaut hennar, Nawaz Sharif, ráðherra Punjabhéraðs, á sinn fund í dag. Sá síðarnefndi er oddviti íslamska lýðræðisbanda- lagsins. Alþýðuflokkur Bhuttos fékk sem kunnugt er flesta menn kjörna í þingkosningunum um daginn eða92. Hefði hann hreppt 17 þingsæti til viðbótar væri Bhutto nú leiðtogi þjóðar sinnar því alls skipa 217 menn löggjaf- arsamkunduna. fslamska lýðræðisfylkingin fékk 55 sæti í sinn hlut og hinir ýmsu smáflokkar trúaðra og van- trúaðra 68 sæti. Bæði Sharif og Bhutto þykjast vera vongóð um að geta klastrað saman ríkisstjórn. Sá fyrrnefndi sagði í gær að skynsamlegast væri fyrir Ishaq Khan að halda að sér höndum fram yfir þingsetningu. Kjör þingforseta yrði prófsteinn á styrkleika öndverðra fylkinga. Reuter/-ks. Sovétríkin Ákvæði lögð í bleyti Kremlverjar koma til móts við Eistlendinga, Letta og Litháa Sovésk þingnefnd hyggst breyta verulega drögum að afar umdeildum viðbótarákvæðum stjórnarskrár Sovétríkjanna. Þetta er bersýnilega gert í því augnamiði að lægja öldur reiði og óánægju í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Pravda birti í gær orðrétt hin nýju drög. Fréttamenn Reuters í Moskvu hófu lestur og á daginn kom að tvær afar umdeildar máls- greinar höfði verið „lagðar í bleyti", svo vitnað sé beint í frétt- askeytið. Þessar klásúlur kváðu á um aukna miðstýringu ríkisins, færa átti ýms mál sem nú heyra undir ráðstjórn lýðvelda beint í umsjá ráðstjórnarinnar í Moskvu. Þetta olli miklum mótmælum í Eystar- saltsríkjunum og kom fyrir ekki þótt Kremlverjar legðu áherslu á að lýðræði yrði aukið við val á fulltrúum á löggjafarsamkund- una. Ennfremur kom fram í Prövdu að ákvæði sem tryggja átti kommúnistaflokknum og útibú- um hans visst hlutfall þingsæta er horfið úr bálkinum. Ekki svo að skilja að forréttindi þessi hafi ver- ið rifin úr höndum flokksmanna. Nei, ónei. En hægara þykir að hafa klásúluna í kosningalögum fremur en stjórnskipunarlögum. Að sögn Prövdu kom þing- nefndin saman til fundar á laug- ardag og gekk frá téðum breytingum. Hún sætti ennfrem- ur færi og tók á dagskrá yfirlýs- ingar Eistlandsþings um að lög frá því væru æðri Sovétlögum. Var öllu slíku vísað til föðurhús- anna enda bryti það í bága við stjórnarskrána. Ekki er búist við öðru en að forsætisnefnd Æðsta ráðsins leggi blessun sína yfir þessi nýmæli en það kemur saman til fundar seinna í vikunni. Stjórnarskrár- breytingar og ný kosningalög koma þvínæst til kasta fullskipaðs Æðsta ráðs þann 29. nóvember. Reuter/-ks. ERLENDAR FRÉTTIR Tveir hlýðnir kassídasnáðar grípa fyrir ásjónu sér. Þeir sem „trúa réttu“ eru gyðingar, aðrir ekki. ✓ Israel! Bandaríkin Hvað er gyðingur? „Rétttrúaðir“ vilja nýja skilgreiningu sem útilokar flesta bandaríska Davíðsniðja Bandarískir gyðingar eru uppá kant við Yitzhak Shamir, leiðtoga Líkúdbandalagsins og forsætisráðherra Israels, sökum vissrar undanlátssemi hans gagnvart væntanlcgum rekkju- nautum í ríkisstjórn. Þorri bandarískra gyðinga (um 6 miljónir alls) heyrir til svonefndum Umbóta- og fhald- shreyfingum gyðingdómsins. í 40 ár hafa þeir verið Ísraelsríki traustur bakhjarl, stutt það með ráðum og dáð á alþjóðavettvangi og ennfremur séð til þess að það fengi á ári hverju væna fúlgu úr bandarískum sjóðum (um 3,2 miljarðar dollara í ár). En að skilningi „rétttrúnaðar- manna“ eru fæstir þessarra vel- gjörðarmanna af ætt og húsi Da- víðs. Hinum „rétttrúuðu" óx ás- megin í þingkjörinu sem fram fór í ísrael nýskeð. Og það sem meira er: Shamír hyggst freista þess að fá þá til samstarfs um rík- isstjórn, telur það fýsilegri kost en að eiga frekari samvinnu við „friðardúfurnar" í Verkamann- aflokknum. Og hinir „rétttrúuðu" setja honum ýmsa afarkosti. Þeir krefjast til að mynda breytinga á lögum þeim er skilgreina gyðing. Þar skuli standa að sá einn sé gyð- ingur er „trúi réttu". Nú er það svo, ef marka má flest sólarmerkja, að forsætisráð- herrann hefur fallist á að færa of- annefnda skilgreiningu í lög verði af myndun „rétttrúnaðarstjórn- ar“. Og segir með því við þorra bandarískra gyðinga: „Þið eruð ekki gyðingar lengur!“ Því gegnir síst furðu að banda- rískir gyðingar séu ævareiðir og hugleiði að snúa baki við ísra- elsríki samþykki þjóðþingið nýju lögin, lög sem geri þá snimm- hendis að „fyrrverandi" gyðing- um. Teddy Kollek, borgarstjóri í Jerúsalem, er nýkominn heim úr vesturför og sagðist hann aldrei hafa vitað bandaríska gyðinga jafn sára og móðgaða útí frændur sína og frænkur í ísrael. Reuter/-ks. ísrael! Egyptaland Snurða hlaupin á þráðinn Israelar harma „frumhlaup“ Egypta ogsegjaþað brotá Camp David samningnum. Arafatgengur áfundMubaraks Egypska stjórnin veitti nýstofn- uðu ríki Palestínumanna viðurkenningu og blessun sína í fyrradag. ísraelskir ráðamenn brugðust ókvæða við þessu í gær og sökuðu kollega sína í Kaíró um rof á Camp David samningnum. Jassír Arafat gladdist hinsvegar að vonum og sagði að sér byði í grun að egypska stjórnin myndi innan skamms taka höndun sam- an við PLO um að knýja fram ráðstefnuhald um frið í Austur- löndum nær. bága við málsgrein Camp David um að ástand skyldi vera óbreytt á herteknu svæðunum Gaza og vestan Jórdanar uns samningar hefðu tekist um nýskipan mála. Arafat kom í gær í heimsókn til Hosni Mubaraks Egyptalands- forseta. Kvaðst hann hafa í hyggju að kynna gestgjafanum ályktanir Þjóðarráðsins og ák- varðanir, viðurkenningu á álykt- un Sameinuðu þjóðanna númer 242 um tilverurétt Ísraelsríkis og stofnun ríkis Palestínumanna á herteknu svæðunum við ísrael. „Þvínæst munum við skegg- ræða stöðu mála og taka ákvarð- anir um aðgerðir sem þoka eiga okkur nær alþjóðlegri ráðstefnu um frið í Austurlöndum nær.“ Reuter/-ks. Júgóslavía Fimmti göngudagur Albana Vlasi ogJasari enn utan embœtta Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsríkja komu saman í Brússel um helgina og var Palest- ínuríkið efst á baugi. Þótt þeir hefðu ekki veitt því formíega viðurkenningu kváðu þeir á- kvarðanir Þjóðarráðsins hinar merkustu og geta stuðlað að samningagerð í álfunni. Nú hafa stjórnvöld í 35 löndum viðurkennt ríki Palestínumanna. Þorri þessara landa er byggður aröbum eða trúbræðrum þeirra í tignun guðsins Allahs og Mú- hameðs spámanns hans. Sem að ofan getur eru ísraelsk- ir valdhafar sárgramir Egyptum. í gær kvaddi Shimon Peres utan- ríkisráðherra egypska sendiher- rann á sinn fund. Hann harmaði gjörðir valdsherranna í Kaíró og sagði „frumhlaup“ þeirra síður en svo greiða götu friðarsinna. Flokksbróðir Peresar úr Verkó og keppinautur um leiðtogahlut- verk þar, Yitzhak Rabín varnar- málaráðherra, tók dýpra í árinni. Viðurkenning Egyptalands- stjórnar á „Palestínuríki" bryti í Júgóslavar af albönsku þjóð- erni héldu í gær áfram að mót- mæla brottvikningu tveggja for- ystumanna sinna úr störfum. Þrömmuðu þeir daglangt um göt- ur Pristínu, höfuðborgar Kosovo- héraðs, og hrópuðu slagorð gegn Serbum. Þeir hafa nú gengið í andófsskyni þessu fimm daga í röð. Fréttir herma að rúta fylgi rútu inní Pristínu frá degi til dags með fullfermi af Albönum úr sveita- þorpum. Til dæmis hafi um 12 þúsund manns frá bæjunum Ora- hovac og Klina arkað höfuðstað- inn þveran og endilangan í þágu fyrrnefndra tvímenninga. Þeir heita sem kunnugt er Kacusa Jas- ari og Azem Vlasi. Göngumenn sungu baráttu- söngva og hrópuðu slagorð. Luku þeir miklu lofsorði á Jósef Broz Tító, fyrrum þjóðhöfðing- ja, og fóru þess á leit við yfirvöld að þeir Vlasi og Jasari gengju til fundar við sig. En ráðamaðurinn Nebi Gazi kvað vera ógjörning að efna til fundar með þeim þar eð þeir væru fjarri góðu gamni. Hinsveg- ar reyndist eiginkona Vlasis, hin ljóshærða Nadira, nærhendis. Avarpaði hún viðstadda og sagð- ist vera himinlifandi yfir því ást- ríki sem þeir Vlasi og Jasari nytu meðal héraðsbúa. Hinsvegar væri þeim mestur sómi sýndur með því að menn héldu heim. Reuter/-ks. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Suðurlandi Fundur í Aratungu Steingrímur J. Sigfússon og Margrét S. Frímannsdóttir alþm. verða á opnum fundi í Aratungu, fimmtudaginn 24. nóv. kl. 8.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið í uppsveitum Árnessýslu Þriðjudagur 22. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.