Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 1
SteingrímurHermannsson: Efbankarnir lœkka ekki vextifrekar munum við beita 9. grein Seðlabankalaga.
Jón Sigurðsson: Öll rök standa tilþess að vextir lœkki enn frekar. ÓlafurRagnar Grímsson: Eðlilegt og nauðsynlegt að
bankarnirbeitisérfyrirvaxtalœkkunnú. SverrirHermannsson: Óvissan í verðlagsþróun mikil
Þeir Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra og Jón Sig-
urðsson, viðskiptaráðherra, hafa
átt fundi með stjórn Seðlabank-
ans, þar sem þeir kröfðust þess að
Seðlabankinn beitti sér fyrir enn
frekari lækkun vaxta.
„Við höfum átt mjög ítarlegan
fund með stjórn Seðlabankans,
þar sem við fórum vandlega yfir
málin og lögðum okkar stefnu vel
fyrir,“ sagði Steingrímur við
Þjóðviljann í gær. „Við munum
gera þetta aftur og ef það gengur
ekki verður 9. grein Seðlabanka-
laga beitt, þannig að það verður
ekki slakað á því,“ sagði forsætis-
ráðherra einnig, en sú grein
heimilar Seðlabankanum að
ákvarða hámarksvexti.
Jón Sigurðsson sagðist ekki
ánægður með þær ákvarðanir
sem bankarnir tóku í gær um
vaxtalækkanir. „Ég tel að þeir
hefðu átt að lækka meira vegna
þess hvað verðbólgan hefur dott-
ið skart niður núna í október og
það sem af er nóvember. Mér
sýnist að bankarnir hefðu átt að
taka stærra skref og hef farið þess
á leit við Seðlabankann að hann
taki upp viðræður við þá að nýju
Fullveldið
Stórafmæli
í kyrrþey
Lítill viðbúnaður vegna
70 ára afmœlis
fullveldisins 1. desember.
Háskólanemar einir um
hituna?
„Fullvalda ísland í 70 ár“ verð-
ur yfirskrift dagskrár háskóla-
nema í Háskólabíói 1. desember
næstkomandi, en ekki er að sjá
að mikið verði um dýrðir að öðru
leyti í tilefni þessa merkisaf-
mælis.
Magnús Torfi Ólafsson, blaða-
fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði
að sér vitanlega stæði ekkert til. í
krafti síns embættis er Magnús
Torfi ritari á fundum ríkisstjórn-
arinnar, og sagði hann að á þeim
vettvangi hefði þessu máli ekki
verið hreyft. í sama streng tók
Guðmundur Benediktsson,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðu-
neytinu.
Ólafur Tómasson, póst- og
símamálastjóri, sagði aðspurður
að ekki yrði um frímerkjaútgáfu
að ræða í tilefni dagsins, enda
hefðu ekki borist nein tilmæli um
slíkt.
Árið 1968, þegar fullveldið
varð fimmtugt, gaf Seðlabankinn
út sérstakan fimmtíukall - heil-
mikinn hlunk - í þartilgerðri
öskju. Að sögn Stefáns Þórarins-
sonar, rekstarstjóra bankans, er
engin minnispeningaútgáfa í bí-
gerð að þessu sinni. Sagði Stefán
að útgáfa slíkra minnispeninga
væri í miklum öldudal um þessar
mundir vegna tregrar sölu.
HS
um frekari lækkun vaxta. Núna
standa öll rök til þess að vextir
lækki.“
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra er sama sinnis og
sagði að það væru engin efnisleg
rök fyrir því að vextir lækki ekki
nú. »Ég er eindregið þeirrar
skoðunar að það sé bæði eðlilegt
og nauðsynlegt að bankarnir beiti
sér fyrir lækkun vaxta nú, en við
leggjum mikla áherslu á að bæði
nafnvextir og raunvextir lækki.“
Mikil óvissa um skipan næstu
forystusveitar Alþýðusambands-
ins, setti mestan svip á þinghaldið
fyrsta dag 36. þings sambandsins
sem hófst í íþróttahúsi pigranes-
skóla í gærmorgun. Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ, hefur enn
ekki gefið formlega yfirlýsingu
um hvort hann ætlar að gefa kost
á sér áfram til forseta, en á fundi
með Alþýðubandalagsfélögum í
verkalýðshreyfingunni á sunnu-
dag, sagðist hann tilbúin í fram-
boð svo framarlega að ekkert
óvænt komi uppá.
Félagar og stuðningsmenn Ás-
mundar líta ekki á þetta sem
fullgilt svar. Búa menn sig jafnvel
undir að nýr forseti verði kjörinn
Ástæðan sem bankamenn bera
fyrir sig eru yfirlýsingar forsætis-
ráðherra um þjóðargjaldþrot og
að grundvöllur atvinnuveganna
verði kannaður á næstunni.
„Óvissan í verðlagsþróuninni
er mikil og ekki bætir það úr skák
þegar forráðamenn þjóðarinnar
eru með munninn fullan af
gengisfellingum,“ sagði Sverrir
Hermannsson, Landsbankastjóri
við Þjóðviljann í gær.
Hann sagði það rétt að vextir
á þinginu á miðvikudagsmorgun
og eru nöfn þeirra Grétars Þor-
steinssonar, formanns Trésmíð-
afélags Reykjavíkur og Guð-
mundur Þ. Jónssonar formanns
Iðju, einkum nefnd í því sam:
bandi.
Mikil kergja er í þingfulltrúum
vegna þeirrar spennu sem mynd-
ast hefur um skipan nýrrar foryst-
usveitar og að allt of mikill tími
þingsins fari í þessi mál. Páll Hall-
dórsson úr Dagsbrún skoraði á
Ásmund í gær að svara af eða á
um framboð, en því var í engu
svarað.
Flestir telja þó að Ásmundur
gefi kost á sér áfram en mun meiri
óvissa er um skipan 2 varafors-
væru háir miðað við verðlagsþró-
un að undanförnu, „en við viljum
vita hvað gerist eftir 1. febrúar."
„Það er alltaf hægt að segja að
það sé óvissa framundan. Hvers-
vegúa talar Sverrir ekki um
óvissu í júlí á næsta ári fyrst hann
er að tala um óvissu í mars?
Sverrir verður að átta sig á því að
hann er ekki lengur þingmaður
Sjálfstæðisflokksins heldur
starfsmaður banka sem er í þjóð-
areign,“ sagði Ólafur Ragnar.
eta. Karl Steinar Guðnason segist
ekki tilbúðinn í framboð en hann
var nefndur sem fulltrúi Alþýðu-
flokks í varaforsetastól. Er eink-
um talað um Magnús Geirsson og
Pétur Sigurðsson formann Al-
þýðusambands Vestfjarða sem
hugsalega frambjóðendur í stað
Karls Steinars. Jón segist ekki
ætla í framboð.
Þóra Hjaltadóttir formaður
Alþýðusambands Norðurlands
sem fékk einróma áskorun
kvenna á Landsfundi Framsókn-
arflokksins um heígina, að fara í
framboð, vildi í gær engu svara.
Vilborg Þorsteinsdóttir formaður
Snótar í Vestmannaeyjum hefur
hins vegar lýst áhuga á framboði.
Ljóst er að bankarnir munu
lækka vexti enn frekar 1. des-
ember og staðfesti Sverrir Her-
mannsson það í gær í samtali við
Þjóðviljann.
„Ég vil ekki setja neina tölu á
þá vaxtalækkun sem framundan
er,“ sagði Jón Sigurðsson í gær.
„Ég tel að mennirnir eigi að sjá
þetta sjálfir og meta þetta út frá
verðbólgustiginu nú og með hlið-
sjón af því að það er verðstöðvun
fram í febrúar á næsta ári.“
f stefnuræðu sinni við setningu
þingsins í gær gangrýndi As-
mundur Stefánsson stjórnvöld
harðlega fyrir síendurteknar
árásir á launþega og verkalýðs-
hreyfinguna. Hann sagði jafn-
framt að sú kreppa í efna-
hagsmálum sem nú væri skollin á
sýndi fyrst og fremst að kjara-
skerðingarleiðin sem fylgt hefði
verið undanfarin ár, væri orðin
gjaldþrota. Hún tryggði ekki
rekstur fyrirtækjanna og leysti
ekki efnahagsvandann.
-lg-
- ■ -—
Sjá nánar um ASÍ- þingið
bls. 5 og baksíðu
Sáf/hmp
Auk tæplega 500 þingfulltrúa sem sitja 36. þing ASI eru fjölmargirinnlendir og erlendirgestir, þar á meðal þessir heiðursmenn og fyrrver-
andi forsetar ASÍ. Frá v.: Helgi Hannesson, Hermann Guðmundsson og Snorri Jónsson. Auk þeirra þriggja var Hannibal Valdimarsson fyrrv.
forseti ASÍ viðstaddur þingsetninguna í gær. Mynd-Jim Smart.
ASÍ-þingið
Mikil óvissa um nýja foiystusveit
Ásmundur Stefánsson hefurenn ekki svaraðformlega um endurkjör. Tveir hugsanlegir eftirmenn
nefndir.KarlSteinar trúlega ekkiíframboð. Þóra svarar engu enn