Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Vaxtamál Bankamir Irti í eigin barm Jón Sigurðsson: Bankarnir leiti leiða svo þeirgeti lifað afminni vaxtamun. Búist við frekari vaxtalœkkun 1. desember Við settum bönkunum engin mörk í sambandi við vaxta- lækkun, en ég held að það hafi aliir verið sammála um að það hafi verið hálfgerð mistök hjá bönkunum að taka ekki stærri skref nú á mánudaginn, sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra þegar Þjóðviljinn innti hann eftir framgangi fundar hans, fjár- málaráðherra og forsætisráð- herra með „einstaklingum“ úr bankaráðum ríkisbankanna og Seðiabanka. Sagðist Jón vera vongóður um að bankarnir lækki vexti þann 1. desember. Jón sagði að bankarnir væru að vísu bundnir ákveðnum kvöðum í sambandi við hlutfall eiginfjár, en hann teldi að þeir ættu frekar. að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hvort þeir gætu ekki breytt einhverju í eigin búskap sem gerði þeim kleift að lifa af lægri vaxtamun en hingað til, en að líta á ytri skilyrði. Jón sagðist telja að þessi vaxta- munur hafi farið vaxandi síðustu vikurnar og það væri þróun sem ekki væri hægt að una við. Lækk- un verðbólgunnar hefði verið svo snögg og mikil að það þyrfti að taka mið af því. Framundan væri tímabil lítilla verðbreytinga og það hafi ekki staðið á bönkunum að hækka vextina þegar verðlag hafi síðast farið upp í vor og því yrði að gera kröfu til að vextir fylgdu lækkandi verðlagi einnig. Alþýðubandalag Vinnufundur Þessi fundur er fyrst og fremst vinnufundur, og þarna verða auk miðstjórnarinnar formenn félaga og formenn kjördæmisráða. Það verður fjallað um flokksstarfið og einnig verða lagðar fram skýrslur nokkurra starfshópa sem hafa unnið að stefnumótun í ýmsum máium, sagði Svanfríður Jónas- dóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins, en árlegur aðal- fundur miðstjórnar flokksin, verður haldinn nú um heigina. Fundurinn hefst á föstudags- kvöld með almennri stjórnmála- umræða, en á laugardag verður kynning á vinnu stefnunefnda. Síðdegis á laugadeginum verð- ur fjallað um Alþýðubandalagið í ríkisstjórn, en undir þe'im lið munu ráðherrar flokksins og for- maður þingflokksins flytja fram- sögu og sitja fyrir svörum. Starfshópar starfa á sunnudag- inn og verður einnig rætt um flokksstarfið. Fundurinn er opinn öllum fé- lögum í Alþýðubandalaginu. -sg Kópavogur Félag eldri borgara Að undanförnu hefur hópur eldri borgara í Kópavogi unnið að undirbúningi stofnunar hags- 'munafélags aldraðra, 60 ára og eldri. Stofnfundur félagsins er ákveðinn 26. nóvember nk. kl. 14.00 í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð. Þar mun undirbúnings- nefndin leggja fram tillögu að stofnun slíks félags og drög að samþykktum fyrir það. Hins vegar væri eflaust erfitt að sigrast á þeirri óvissu um verð- lagsþróun sem framtíðin bæri í skauti sínu, en það væri engu að síður nauðsynlegt. Fjármálaráð- herrann þyrfti að sannfæra þá sem hann væri að selja skulda- bréf, hvort sem það væri fyrir til- stilli banka og sparisjóða eða beint til lífeyrissjóða að það sé grundvöllur fyrir vaxtalækkun í þeirri stefnu sem nú væri boðuð. Um það hvort ríkisstjórinni tækist það markmið sem sett var, að ná raunvöxtum niður um 3% „á næstu vikum“, sagði Jón að sígandi lukka væri best og það þyrfti í því máli að taka mið af ýmsum hlutum svo sem sölu ríkis- skuldabréfa sem fjáröflunar- leiðar fyrir ríkissjóð. Stefán Valgeirsson formaður bankaráðs Búnaðarbankans sagðist hafa lagt áherslu á að bankarnir þyrftu að fá vexti af bindiskyldunni og hefði það verið rætt. Eins hefði verið mikill skiln- ingur hjá bankaráðsmönnum að lækka þyrfti vextina og ætti hann von á því að það yrði gert. phh Ráðherrar ásamt bankaráðsmönnum stjórnarflokkanna þar sem vaxtalækkun var rædd. Allir voru sam mála um að lítil vaxtalækkun sl. mánudag hafi verið mistök. Mynd: Þóm. Kvóti Togumm lagt vegna kvótaleysis Ögurvíkurtogararnir Freri og Vigri RE búnir með kvóta sína. Bundnir við bryggju og50sjómenn atvinnulausir. Veiðieftirlitið: Aldreifyrr verið um jafn miíclar kvótaþrengingar ogfleiri togarar í þann veginn að stoppa Frystitogarinn Freri RE 73 og ísfisktogarinn Vigri RE 71 sem Ögurvík hf. gerir út eru báð- ir búnir með kvóta sína og litlar líkur á að þeir fari meir á sjó það sem eftir er ársins. Um 50 sjó- menn eru því atvinnulausir á meðan. Að sögn Þórðar Jónssonar hjá Ögurvík hf. hefur gengið afar illa að kaupa viðbótarkvóta nema þá að kaupa heilu skipin eins og út- gerð aflaskipsins Guðbjargar ÍS 46 gerði nýlega og Útgerðarfélag Skagstrendinga. Þórður sagði að þrátt fyrir tímabundið atvinnu- leysi sjómanna hjá fyrirtækinu skiluðu þeir sér allir aftur um borð þegar kallið kæmi. Þeir hefðu ekki þurft að auglýsa eftir mannskap að undanförnu nema einu sinni eftir matsveini. Gangverðið í dag fyrir kílóið af óveiddum þorski er um 8 krónur og jafnvel hærra. Heyrst hefur um hærri tölur og allt upp í 10 -12 krónur kílóið en þær hafa ekki fengist staðfestar. Á sl. hausti höfðu útgerðir skipa keypt um 12 þúsund tonn af kvóta fyrir um 100 miljónir króna og hefur sú tala eflaust hækkað að mun síðustu vikur. Örn Traustason hjá veiðieftir- liti sjávarútvegsráðuneytisins sagði að nokkrir togarar væru langt komnir með sína kvóta og í þann veginn að stoppa gæti út- gerð þeirra ekki keypt viðbótar- kvóta. Hann sagðist ekki muna eftir öðrum eins kvótaþreng- ingum eins og nú frá því kvótinn var settur á. Skýringin á þessu ástandi nú væri fyrst og fremst vegna mikillar sóknar togaranna í sumar og haust. Vegna nýju kvótalaganna sem gengu í gildi í byrjun þessa árs gátu útgerðirnar ekki geymt kvóta sína frá síðasta ári og kom sér það illa fyrir marga. Fjöldi útgerða hafði treint sér kvótann fram eftir sl. ári en þá brást veiðin um haustið og um sl. áramót áttu margir vannýttan kvóta sem gagnaðist þeim ekki í ár vegna nýju kvótalagana. Þá var minna aflamagni úthlutað í ár en þar á undan. -grh Vegna kvótaleysis bendir margt til þess að Freri RE 73 fari ekki meira á sjóinn í ár. í síðasta túrnum kom hann með 100 tonn af frystum þorskflökum fyrir 17-18 miljónir króna. Mynd: ÞÓM. Fiskvinnslufólk Uppsagnir í jólagjöf Fiskvinnslufyrirtœki iðin við að segja upp fastlaunasamningumstarfs- fólks. Uppsagnirnar skipta hundruðum. Fiskvinnslufyrirtæki vítt og breitt um land allt hafa verið og eru að undirbúa sig fyrir lok- anir sem koma til framkvæmda um miðjan næsta mánuð eða í jól- avikunni og óvíst með öllu hve- nær þau opna aftur eftir ára- mótin. Hér um að ræða atvinnuöryggi fiskvinnslufólks sem skiptir hundruðum og ástæðan sem gefin er upp af atvinnurekendum er ýmist vegna hráefnisskorts, skip- ulagsbreytinga eða mikils tap- reksturs undanfarin misseri. Síð- ast í gær var öllum fastlauna- samningum starfsfólks Þormóðs ramma hf. á Siglufirði sagt upp vegna uppsetningar flæði- línukerfis í fiskvinnslunni og vegna þess að tveir af þremur tog- urum fyrirtækisins eru að verða búnir með sóknarmarksdaga sína og þessvegna sjálfstopp að öðru leyti. Þormóður rammi hf. er annað fyrirtækið á Siglufirði sSm segir upp samningum sínum við starfs- fólkið en áður hafði Sigló hf. gripið til sömu aðgerða. Þetta kemur sér að sjálfsögðu afar illa við fjöldann allan af verkafólki þar í bæ rétt fyrir dýrustu viku ársins, jólavikuna, að fá spark frá atvinnurekendum og þurfa að framfleyta sér á atvinnuleysisbót- um. Af öðrum sjávarplássum er vit- að um uppsagnir á fastlauna- samningum í Þorlákshöfn, Patr- eksfirði, Ólafsfirði, Stöðvarfirði og jafnvel víðar að ógleymdum þeim tug fiskvinnslufyrirtækja á Suðurnesjum sem hafa hætt starf- semi. -grh 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 24. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.