Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 8
MENNING Priscilla Baskerville Michael Lofton Sinfóníuhlj ómsveitin Tónlist úr söngleikjum Tveir fi í kvöld kl. 20.30, heldur Sin- fóníuhljómsveit íslands tónleika, utan áskriftar, í Háskólabíói. Á efnisskrá verður tónlist úr þekkt- um og vinsælum söngleikjum ald- arinnar. Leikin verður tónlist úr Birt- ingi (Candide) og Sinfónískir dansar úr West Side Story, eftir Leonard Bernstein, lög úr söng- leiknum Cats eftir Andrew Loyd Webber og að lokum sönglög úr Porgy og Bess eftir George Gershwin. Lögin syngja tveir Egir blökkusöngvarar bandarískir blökkusöngvarar, Priscilla Baskerville sópransöng- kona og Michael Lofton barit- onsöngvari. Hljómsveitarstjóri er Murry Sidlin. Priscilla Baskerville er talin ein efnilegasta sópransöngkona Vesturlanda. Hún kom fyrst fram í Metropolitan-óperunni í New- York. Síðan var henni boðið að syngja valin lög eftir Gershwin í Hvíta húsinu í Washington. Hún hefur sungið í ýmsum óperum og kvikmyndum og farið í söng- ferðalög til Evrópu. á sviðinu Michael Lofton er mjög frægur orðinn þótt ungur sé. Hann kom fyrst fram í óperuhlutverki í Metropolitan með 15 mínútna fyrirvara í skyndilegum forföllum ráðins söngvara. Vakti þá óskipta athygli og síðan hefur frama- brautin verið samfelld. Hefur sungið víða um heim. J Hljómsveitarstjórinn Murry Sidlin stjórnaði tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar í síðustu viku, við frábærar undirtektir. -mhg Tónlist Rauði þráðurinn hjá Herði Tónleikar Harðar Torfasonar á tvískífu. Tónleikar í næstu viku. Hörður Torfa hefur sent frá sér tvöfalt albúm sem nefnist „Rauði þráðurinn" og inniheldur tón- leikahansfrá þvííhaust. Parnaer að finna flest þekktustu lög Harð- ar og spanna þau feril hans sem trúbadúrs, en hann er sem kunn- ugt er brauðryðjandi á því sviði hérlendis. Gefa þessar tvær plötur góða • yfirsýn yfir efnisval Harðar og boðskap þann sem hann leggur áherslu á auk þess sem hæfileikar hans sem flytjanda og lagahöf- undar koma greinilega í ljós. Heildarflutningur er tæplega 95 mínútur. AIIs eru þetta 18 lög og meðal þeirra má nefna „Ég leitaði blárra blóma“, „Kveðið eftir vin minn“, „Dé Lappé (Da- gurinn kemur)“, „Jósep smiður“ og „Barnamorðinginn María Farrar", en það lag hefur Hörður ekki gefið út á plötu áður. Eftir tónleikana var ákveðið að auka margbreytileika laganna og bæta nokkrum hljóðfærum inná sum þeirra. Til þess verks voru eftirtaldir hljóðfæraleikarar vald- ir: Jakob Smári Magnússon á strengjalausan bassa, Rafn Jóns- son á ásláttarhljóðfæri, Jón Ól- afsson á orgel og Haukur F. Hannesson á selló. Upptöku og hljóðblöndun stjórnaði Ólafur Halldórsson frá upptökuverinu Glaðheimum. Með „Rauði þráðurinn" fylgir fjórblöðungur þar sem Hörður flytur okkur skemmtilegt ávarp trúbadúrsins og segir síðan frá til- urð listar trúbadúranna sem hófst á miðöldum. Er það ansi fróðleg og skemmtileg lesning enda fáir jafn vel að sér um þessi mál hér- lendis og einmitt Hörður. Hörður heldur tónleika í tilefni útgáfunnar á Hótel Borg, fimmtudagskvöldið 8. des. kl. 21.00. Nýjar bækur — Nýjar bækur —I Nýjar bækur - BERGSVEJN N SKÚLASON Þjóölegur f róð- leikur frá Hildi Bárusog eftir Bergsvein Skúla- son heitir bók sem komin er út hjá Hildi. Eins og í fyrri bókum Bergsveins er í þessari bók að finna fjölbreyttan fróðleik um líf og störf þess fólks sem byggði eyjar og strendur Breiðafjarðar á liðinni tíð. í bókinni leitar hinn aldni sagnamaður, sem nú er nær níræður að aldri, víða fanga og með þeim hætti sem kærkomið er öllum þeim sem unna þjóðlegum fróðleik. Þá gefur Hildur út bókina Syndir feðranna, III bindi. Þetta er nýjasta bindið í þessu safni um ýmsar misgerðir og mannlega breyskleika genginna kynslóða. Gunnar Þorleifsson hefur séð um útgáfu þessa bindis eins og hinna fyrri. Hér segir m. a. frá Arnesi útilegumanni, Eiríki í Vogsósum, herfilegum atvikum frá einokunartímanum og fleiru. Fjölfræðibók um steinaríkið Vaka-Helgafell hefur hafið út- gáfu á flokki fjölfræðibóka sem hlotið hefur nafnið Heimur í hnotskurn. Fyrsta bókin er ný- komin út og heitir Steinaríkið. Bókin Steinaríkið er unnin í samvinnu við Náttúrugripasafnið í London og kemur nú samtímis út í allmörgum Evrópulöndum. íslensku útgáfuna hafa jarðfræð- ingarnir Ari Trausti Guðmunds- son og Halldór Kjartansson þýtt og staðfært. í bókinni er fjallað um steina- ríkið á nýstárlegan og áhugaverð- an hátt og birtur fjöldi litmynda af berg- og steintegundum, steingervingum, eðalmálmum, kristöllum, gimsteinum og steinum utan úr geimnum. Bókin hefst á yfirliti um innviði jarðar og er þá útskýrt hvernig steintegundir eru flokkaðar. Síð- an er því lýst hvernig berg mynd- ast, hvernig landslag verður til, hvernig jarðeldurinn markar ásýnd jarðar, hvernig neðanjarð- arhellar myndast og sjávarsetið verður til. Að lokum er fjallað um það hvar málmar, jarðefni önnur og gimsteinar eru unnir í námum. Erindi KristínarÁ. Ólafsdóttur borgarfulltrúa á heilbrigðisráðstefnu Alþýðubandalagsins í október Á atvinnusíðum Morgunblaðs- ins síðasta sunnudag auglýsa 5 stofnanir eftir hjúkrunarfræðing- um, ótilgreindum fjölda, og oft- ast er tekið fram að ráðið skuli í stöðurnar nú þegar eða sem fyrst. Á sömu síðum eru tvær stöður lækna auglýstar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. nóvem- ber og önnur þeirra veitist frá 1. janúar nk. Búast má við fleiri en einni umsókn um hvort læknis- starfið ef að líkum lætur, en vafa- samara er að takist að fá fólk í allar hjúkrunarfræðingastöð- urnar. Þessar auglýsingasíður eru eitt birtingarformið á þeirri stað- reynd, að skortur er í ákveðnum starfsstéttum heilbrigzisþjónust- unnar en offramboð í öðrum. Þetta jafnvægisleysi veldur því að kraftar og aðstaða heilbrigðis- þjónustunnar nýtist ekki sem skyldi. Sjúkrarúm standa auð vegna skorts á hjúkrunarfólki. Sumarlokun deilda sjúkrahúsa er orðin árviss nauðsyn og allt að því viðurkennd, og auk þess skortir víða á fulla rúmanýtingu í annan tíma. f starfsmannaskorti verður álag á hjúkrunarfólk, sem og aðra undirmannaða starfshópa óeðlilega mikið. Veikindaforföll má sjálfsagt oft rekja til vinnu- álagsins og það segir sig sjálft, að þreytt fólk undir miklu álagi skilar verri vinnu en ef það byggi við eðlilegar kringumstæður. Álagið á sinn þátt í því að fólk gefst upp í starfi. Sem dæmi um mikla starfsmannahreyfingu nefni ég Borgarspítalann, en í ársskýrslu fyrir 1986 kemur í ljós, að á milli 30 og 40% hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða spítalans hættu störfum það ár, og hlutfall- ið var mun hærra meðal ófag- lærða starfsfólksins. Vitaskuld veikir svo mikil hreyfing á fólki alla starfsemi, þjónustan verður verri, álagið á þá sem fyrir eru meira og stjórnunarstörf ekki eins markviss og verið gæti. Stór hluti af tíma stjórnenda fer í að bjarga vöktum frá degi til dags og setja nýtt fólk inní störfin. Lækna skortir ekki í heilbrigð- isþjónustu okkar. Yfirleitt má velja á milli nokkurra umsækj- enda þegar ráðið er í stöður. En læknar halda ekki áfram að skera og skera, eða gegna öðrum lækn- isverkum ef ekki er fólk til þess að hjúkra og þjóna sjúklingun- um. Rangar áherslur í þjónustunni Enn eitt birtingarformið á jafnvægisleysinu er það, að fyrir- byggjandi heilsugæslu er ekki sinnt sem skyldi. Tökum heilsu- gæslu í grunnskólum Reykjavík- ur sem dæmi. Henni hefur ekki verið hægt að sinna að fullu síð- ustu árin. Skólalæknana hefur ekki vantað heldur hjúkrunar- fræðinga, en á þeim hvílir fyrst og fremst heilsuvernd barnanna. Annað dæmi: Hjá Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur hefur verið heimild fyrir stöðum tann- fræðinga í nokkur ár. Enginn fæst ráðinn í stöðurnar. Ástæðan: Lág laun. Þó efast fæstir um mikilvægi fræðslu og forvarna gegn tann- skemmdum, en til slíkra hlutaeru tannfræðingar einmitt menntað- ir. Þeir sem nú sjá um tannvernd skólabarna í Reykjavík eru auk tannlæknanna nokkrar konur, sem fara á milli skóla og annast flúorskolun. Mánaðargreiðslur borgarinnar fyrir hverja konu í fullu starfi voru í fyrra tæpar 48 þúsund krónur að jafnaði. Sú greiðsla innifelur laun, launa- tengd gjöld og aksturskostnað. Laun tannlækna, sem starfa hjá skólatannlækningum Reykja- víkur voru hins vegar á síðasta ári 153.000 kr. mánaðarlega fyrir 50% starf - fyrir hálft starf. Þess ber að geta, að með tannlæknunum eru ekki greidd hefðbundin launatengd gjöld, svo sem orlof, í lífeyrissjóði og þess háttar. En munurinn á þess- um hálfu tannlæknalaunum og greiðslunum til flúorkvennanna er gífurlegur og að mínum dómi fjarri því að vera eðlilegur. Þess utan er í hæsta máta óskynsamlegt að skera við nögl kostnað við fyrirbyggjandi tannverndarstarf, eins og t.d. laun tannfræðinga. Tannverndin skilar sér síðar í minnkandi við- gerðarkostnaði, auk þess sem tannfræðingar geta annast tann- „Ég tel það enga tilviljun að skorturinn á starfsfólki er í hefðbundnum kvennagreinum." Hjúkrunarkona við hjartalínurit á Landspítala. „Viðhorfið til lækna hefur hins vegar löngum verið það að þeir hefðu líf og limi fólks í höndum sér, nálguðust guðdóminn að vissu leyti... Ég tel að angi af þessu viðhorfi svífi enn yfir vötnum þegar samið er um launagreiðslur til lækna.“ Frá augnaðgerð á Landakotspítala. skoðun barnanna, sem nú er unn- in á dýrum tannlæknatöxtum. Tannþjónusta við reykvíska grunnskólanemendur kostaði rúmar 136 miljónir króna á síð- asta ári. Af þessum 136 miljónum fóru tæpar 4 miljónir í það sem flokkast undir fyrirbyggjandi starf. í Reykjavík veldur skortur á heimilishjálp fyrir aldraða og sjúka því, að erfitt reynist að út- skrifa fólk af sjúkrastofnunum, eða þá að fólk, sem gæti verið heima ef heimaþjónusta fengist þarf að vistast á stofnunum. Skorturinn á fólki í láglaunastörf heimilisþjónustunnar veldur því að velja þarf dýrari og í mörgum tilfellum óæskilegri úrræði. Ég hika ekki við að fullyrða, að misgengið innan heilbrigðisþjón- ustunnar, þ.e. starfsmanna- skortur annars vegar og offram- boð hins vegar orsakast fyrst og fremst af geysilegum launamun. Launamunur vegna mismikillar menntunar er viðurkenndur í samfélagi okkar, þótt auðvitað sé umdeilanlegt hvort svo skuli vera eða að hversu miklu marki. Menntunin skýrir því hluta af þeim mun sem er á launum ein- stakra starfsstétta heilbrigðis- þjónustunnar. En menntunin ein er ekki viðhlítandi skýring, og því síður réttlæting á því, að sumir starfsmenn bera margfalt meira úr býtum en aðrir. Gömul viöhorf Ég tel það enga tilviljun, að skorturinn á starfsfólki er í hefð- bundnum kvennagreinuin. Nú benda eflaust einhverjir á, að konum fjölgar óðfluga í lækna- stétt, en ég minni á, að til skamms tíma voru þær sjaldséðar meðal lækna. Hins vegar mætti með kaldhæðni álykta sem svo, að með áframhaldandi fjölgun kvenna í stéttinni heyri há lækna- laun sögunni til innan tíðar. Það á við um mörg hefðbundin kvennastörf innan heilbrigðis- þjónustunnar sem og víðar, t.d. uppeldisstörf, að þau eiga rætur að rekja inn á heimilin, þar sem konur önnuðust börn, sjúka og gamalmenni, - og svo sem heilbrigða á besta aldri líka án þess að þiggja fyrir sérstök laun. Þótt gífurlegar samfélags- breytingar hafi orðið, sem m.a. færðu þessi störf út á vinnumark- að og útheimtu tiltekna menntun til þess að sinna þeim, er eins og verðmætamatið sé bundið gamla tímanum, þegar kemur að launasamningum. Þessi störf unnu konur áður fyrir umbunina sem fólst í hrósi fyrir göfugleika og fórnarlund, eða einfaldlega vegna þess að þeim var talin trú um að þannig þjónuðu þær best sínu kvenlega eðli. Viðhorfið til lækna hefur hins vegar löngum verið það, að þeir hefðu líf og limi fólks í höndum sér, nálguðust guðdóminn að vissu leyti, byggju yfir valdi og þekkingu sem væri fjarri öllu venjulegu fólki. Ég tel að angi af þessu viðhorfi svífi enn yfir vötnum þegar samið er um, og fjallað er um launagreiðslur til lækna. Það eru ekki einungis grunn- laun lækna annars vegar og ann- arra stétta liins vegar sem eru ólík, ýmií|.^amningsbundin rétt- indi svo sem viðbótarnám og ferðalög eru það líka. Auk þess vinna sérfræðingar utan sjúkra- húsa og heimilislæknar eftir akk- orðskerfi sem ekki gildir fyrir aðrar stéttir heilbrigðis- þjónustunnar. Hvers vegna er ástæða til þess að vantreysta læknum frekar en öðrum starfs- hópum til þess að afkasta eðli- legum störfum án þess að vera í afkastahvetjandi launakerfi? Hver er rökstuðningurinn fyrir því að greiða sérstaklega fyrir unnið læknisverk en ekki til dæm- is fyrir unnið hjúkrunar-, sjúkraliða- eða ræstingarverk- efni? Ákvöröun um launajöfnun Upplýsingar um heildarlaun lækna eru ekki aðgengilegar hjá opinberum stofnunum, þótt þau séu svo til öll greidd með opin- beru fé. Mánaðarlaun einstakra lækna uppá fleiri hundruð þús- und, jafnvel hátt í miljón, heyrast nefnd, og eru eflaust til. Auðvit- að er þar ekki um meðallaun stéttarinnar að ræða og e.t.v. eru aðeins örfáir læknar með 300 eða 500 þúsund króna launin. En fólk ætti að geta verið sammála um það, að full ástæða er til þess að endurskoða skiptingu launak- ökunnar í heilbrigðisþjónust- unni. Á nú að fara að öfundast útí þá sem hafa almennileg laun, og skera þau niður - spyr e.t.v. ein- hver í hneykslunartóni. Og auðvitað væri vinsælla að láta þau eiga sig en leggja frekar til að allir heilbrigðisstarfsmenn fengju 150-200 þúsund króna mánaðar- laun. Én varla teldist það skynsamlegt, nema ætlunin væri að skera niður við trog aðra opin- bera þjónustu og framkvæmdir. Það stendur ekki til. Kostnað við heilbrigðisþjón- ustuna getum við ekki þanið út endalaust. Launajöfnuður er meðal þess sem þarf að koma til, svo fjármunir og starfsfólk nýtist betur. Hluti af sérfræðingatöxt- um væri betur kominn til ófag- lærða starfsfólksins, sem hefur u.þ.b. 50 þúsund króna grunn- laun við fullan starfsaldur - til hjúkrunarfræðinganna, sem í al- mennum störfum hafa 55-70 þús- und króna grunnlaun eftir starfs- aldri og til annarra hópa með 40- 70 þúsund króna mánaðarlaun. í drögum að stefnu Alþýðu- bandalagsins í heilbrigðismálum er ákvarðanataka um launa- jöfnun innan heilbrigðiskerfisins nefnd sem ein af nauðsynlegum aðgerðum. Sem liðir í þeirri við- leitni er lagt til að heilsugæslu- læknar og heilsugæslutannlæknar verði fastlaunaðir starfsmenn ríkis eða sveitarfélaga án sér- stakra greiðslna fyrir unnin lækn- isverk. Fleiri leiðir til launajöfn- unar eru auðvitað nauðsynlegar, og þar eiga leik á borði samninga- menn ríkis, sveitarfélaga, sjúkra- samlaga og Tryggingastofnunar ríkisins. Ef ekki verður tekið á ríkjandi launamun innan heilbrigðiskerf- isins er hætt við því, að starfs- mannaskortur haldi áfram að lama þjónustuna. Áframhald- andi misgengi milli starfsstétta hindrar skynsamlegar áherslur á fyrirbyggjandi heilsuvernd og heimaþjónustu, sem léttir byrð- um af kostnaðarsamri stofnana- vistun um leið og komið er til móts við óskir fólks. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 24. nóvember 1988 Fimmudagur 24. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.