Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 12
SKAK ERLENDAR FRÉTTIR Ólympíumótið í skák Þjálfarinn hefndi harma sinna Jóhann tryggði að íslendingar báru sigurorð af Kínverjum ígœrmorg- un. Hinsvegar fór hann halloka fyrir Spasskíj í gœr íslenska skáksveitin laut í lægra haldi fyrir sendimönnum Frakklands á ólympíumótinu í Þessalóníku í gær. Helgi Ólafs- son, Jón L. Arnason og Margeir Pétursson sömdu allir um skiptan hlut en fyrstaborðsmaðurinn Jó- hann Hjartarson varð að játa sig sigraðan. Það var enginn annar en Borís Spasskíj, fyrrum heimsmeistari, sem bar sigurorð af Jóhanni. Einsog flestum mun kunnugt gekk hann að eiga franska konu fyrir rúmri áratylft og fluttist skömmu síðar búferlum frá æsk- uslóðunum, Leníngraðborg í So- vétríkjunum, til Frakklands. Hann hefur teflt fyrir nýju heima- hagana á umliðnum ólympíu- mótum. Þar er á allra vitorði að Jóhann bar hærra hlut úr viðureign þeirra félaga á Heimsbikarmóti Stór- meistarasambandsins sem fram fór hér í Reykjavík í fyrra mán- uði. Nokkur heppnisblær var á þeim sigri, Spasskíj fékk ívið betri stöðu en fór offari í kóngs- sókn. Að afloknu Heimsbikarmóti dvaldi Spasskíj um vikuskeið í „æfingabúðum“ með íslensku ól- ympíusveitinni. Að sögn kunn- ugra fór hann ekki ofaní saumana á skákfræðunum í það sinnið heldur miðlaði okkar mönnum af reynslu sinni af hinum sálfræði- lega þætti skákorrustunnar. Því hlýtur sú spurning að gerast áleitin í ljósi úrslita gærdagsins hvort Spasskíj hafi máski dáleitt hann Jóhann okkarn? Sovétmenn tróna enn á tindin- um þótt þeir hafi orðið að fallast á helmingafélag með Ungverjum í gær. Lajos Portisch, Zoltan Rí- blí, Gyula Sax og Janos Pinter deila nú fimmta sæti með Kín- verjum. Garríj Kasparov, Anatólíj Karpov, Arþúr Júsúpov, Alex- ander Beljavskíj, Jaan Ehlvest og Vassílíj Ivantsjúk eru komnir með gullglýju í augun, allir sem einn. Síst sætir það furðu þar eð þeir hafa lagt allar helstu hindr- anir, gljúfur og ása, að baki og eiga beinan og breiðan veg fram- undan. Keppnin um silfurfestarnar er spennandi. Til greina koma Eng- lendingar, Júgóslavar, Banda- ríkjamenn, Ungverjar, Kínverj- ar, Hollendingar, Búlgarir, Dan- ir, Austur-Þjóðverjar, Indverjar, Indónesar, Filippeyjamenn, Kú- banir, Svíar, Argentínumenn, Frakkar, ísraelsmenn, ítalir, Tyrkland Krókna flóttamennimir? Jóhann Hjartarson og Borís Spasskíj þreyttu með sér í gær og uppskar „gamli maðurinn" sigur. Perúbúar, Kólombíumenn og- ...íslendingar. Þessar þjóðir hafa á bilinu 23-25,5 vinninga hver og eru í 2.-22. sæti. Fjórum umferð- um er ólokið. -ks. Úrslit úr tíundu umferð (10 „helstu“ viðureignirnar): Ungverjaland England Bandaríkin Júgóslavía Danmörk Kína Holland Indónesía Indland Frakkland Sovétríkin 2 A.-Þýskaland 1 (1 í bið) 2 Filippseyjar 1 (1 í bið) 3 Svíþjóð 1 2 Búlgaría 2 3 Kúba 1 3 V.-Þýskaland 1 2,5 Tékkóslóvakía 1,5 2,5 Ítalía 1,5 2,5 ísland 1,5 15þúsund Kúrdarfrá írak búa við afar kröpp kjör. Evrópumenn lofuðu öllufögru en gengu á bak orða sinna ú gengur vetur í garð með miklum kuldum í fjallahér- uðum Tyrklands, þeim er liggja næst landamærunum að írak. Þar dvelja nú um 15 þúsund Kúrdar við kröpp kjör, fólk sem átti fótum fjör að launa þegar „sá armi Satan“ Saddam Hussein hófst handa við að úða sinn- epsgasi og blásýru yfir heimahaga þess í íraska Kúrdistan. Tyrkir eru fornir fjendur Kúrda. Engu að síður leituðu um 36 þúsund Kúrdar á náðir þeirra undan íraksher og fóru ekki bón- leiðir til búðar. Gestgjafarnir Kómení 20 miljóna her Ajatollah Kómení íransleiðtogi ítrekaði í gær þau áform að fá 20 miljónum manna vopn í hend- ur og kalla þá her. Persar eru 50 miljónir talsins. Kómení vék að þessu í ræðu- stúf sem hann hélt í minningu þess að 8 ár eru liðin frá stofnun herdeildarinnar „Virkjum hina kúguðu.“ Hann ýtti deild þessari úr vör forðum og hafði þá einmitt orð á því hið fyrra sinnið hver nauðsyn bæri til að koma sér upp 20 miljóna her. „Hvort heldur í stríði eða friði er það óðs manns æði að ímynda sér að heimsátvöglin, einkum Bandaríkjamenn og Sovétmenn, séu orðin afhuga því að kollvarpa okkur og okkar ástkæra íslam. Því segi ég enn og aftur: Látum við það undir höfuð leggjast að koma okkur upp 20 miljón manna her verðum við risaveld- unum auðveld bráð. 20 miljón manna þjóð verður að hafa 20 miljón vopnbæra menn. Æðstu menn íslamska lýð- veldisins munu brenna í eldi log- anda vítis vanræki þeir ykkur.“ Haft er fyrir satt að 60 þúsund VHK liðar hafi hnigið í gras í krossförinni gegn þeim illa Satan Hussein, skýrðum Saddam, ein- valdi í írak. Reuter/-ks. gátu hýst um 21 þúsund flótta- menn strax en 15 þúsund hafast enn við í tjöldum í Mardin búð- unum í suðausturhorni landsins. Ahmet Nevruz er maður nefndur, hann stýrir Mardin í umboði ríkisstjórnarinnar. „Það er hvergi hægt að hýsa þvílíkan fjölda hér í héraðinu.“ Hann viðurkennir að aðbúnaður manna sé afleitur, flest skorti sem kalla megi nauðsynjar. Þótt hungurvofan væri enn ekki farin á kreik þá kynni það að breytast skjótt í frosthörkum og fannfergi. En ungbarnadauði væri all mikill, nánast hver sem léti lífið í búðun- um væri yngri en hálfs árs. Forvígismenn Kúrda sjálfra hafa miklar áhyggjur af fram- vindu mála. Tyrkinn Nevruz kvað 37 Kúrda hafa látist í búð- unum en Kúrdinn AIi Pervooz segir aðra sögu; látnir skipti a.m.k. þrem hundruðum. En Pervooz sagði ennfremur að því færi fjarri að hann álasaði tyrkneskum embættismönnum. Ofremdarástandið væri ekki þeirra sök. „Þeir hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur. Við erum þeim afar þakklát.“ Sannleikurinn er sá að ríkis- stjórn Tyrklands og Rauðu hálf- máninn (íslamskur albróðir Rauða krossins) hafa staðið straum af öllum útgjöldum vegna flóttamannanna. Nevruz stað- hæfir að það eitt að fæða fólkið í búðum sínum kosti 10 þúsund dollara á degi hverjum. Ráðamenn í Danmörku og á Bretlandi, oddvitar Evrópuband- alagsins og Rauða krossins í Lúx- emborg, börðu sér á brjóst og hétu ríflegum fjárframlögum þegar helför íraka á hendur Kúrdum var á allra vörum fyrir þremur mánuðum. Alls um einni og hálfri miljón dollara. Eitthvað virðast efndirnar hafa farið í handaskolum. „Við höfum ekki fengið grænan eyri frá Evr- ópu,“ segir Kúrdinn Fayzeh Ahmed. Til áherslu sýnir hann Reutersmanni fataleppa sína sem eru saumaðir uppúr tyrkneskum vaðmálsteppum og veita skammgóðan vermi í bruna- gaddi. „í eftirvæntingu kveikjum við á útvarpstækjum okkar og Ieggjum við eyru og hlustum á orð, orð, orð...“ Reuter/-ks. Við landamæri íraks og Tyrklands fyrir þremur mánuðum. Kúrdar hlaða fátæklegum föggum sínum á vörubíla Tyrklandsstjórnar. Ferðinni er heitið í flóttamannabúðir. Kína Kínversk stjórnvöld kynntu í gær embættismönnum ríkis- ins í heyranda hljóði að þau legðu blátt bann við því að þeir þiggðu eða veittu stærri og smærri gjafir. Við lægi brottrekstur úr starfi. Voru forsíður helstu dagblaða Kínaveldis lagðar undir boðun þessa. Þetta er ekki fyrsta sinni að leiðtogar þessa fjölmennasta ríkis heims leggja uppí herferð gegn mútum og þykjast kunnugir fullvissir um að þær eigi eftir að Tja annars, nei takk, sama ogþegið! verða fleiri í fyllingu tímans. Hingað til hefur öll barátta gegn þessu „þjóðfélagsböli" runnið útí sandinn enda er það aldagömul kínversk siðvenja að gjalda gjöfum við greiða. Dagblað efnahagslífsins viður- kenndi í leiðara í gær að þessi vandi væri afar erfiður viðfangs og kæmi fyrir ekki þótt flokks- forkólfar legðu sig í líma við að temja fólki nýjan og betri þanka- gang. Spilling ykist óðfluga. Vestrænn viðskiptavinur Kín- verja segir sínar farir ekki sléttar. Svo ramt kveði að mútupestinni að við liggi að menn verði að „gefa gjafir" til þess að fá að fara ferða sinna. Sér hefði verið boðið í átveislu ríkisfyrirtækis nokkurs en sá böggull hefði fylgt skamm- rifi að sér hefði verið „boðið að hafa meðferðis smágjöf". Hann hefði hlýtt kalli og fært forráða- mönnum fyrirtækisins 50 skjala- töskur úr plasti. Þeir gerðu afar vel við hann. Reuter/-ks. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 24. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.