Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 11
Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð og til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla 1. Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla- náms í Svíþjóð námsárið 1988-89. Styrkfjárhæöin er4.160 s.kr. á mánuði í 8 mánuði. - Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á sama háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. - Ennfremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á að sækja um styrki þá, er sænsk stjórnvöld bjóða fram í löndum þeim sem aðild eiga að Evrópuráðinu en þeir styrkir eru eingöngu ætlaðir til framhalds- náms við háskóla. 2. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1989-90. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut islendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. - Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- og menningarmála. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið 23. nóvember 1988 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Aö Fósturskóla fslands vantar stundakennara í næringarfræði til að kenna 6 tima á viku og í framsögn 12 tíma á viku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólastjóra Fósturskóla (slands v/Laugalæk, 105 Reykjavík, fyrir 5. desember nk. Menntamálaráðuneytið Laus staða í íslenskri málstöð er laus til umsóknar staða fulltrúa, sem hafi m.a. umsjón með skrifstofu, reikningshaldi og skjalavörslu. Umsækjandi um sföðuna þarf að hafa góða almenna menntun (háskólapróf æskilegt), gott vald á íslensku máli og vera fær um að leiðbeina öðrum um einföld málfarsatriði. Umsækjandi þarf auk þess að vera fær í Norðurlandamálum og ensku. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. Menntamálaráðuneytið 23. nóvember 1988 Lögfræðingur Umsóknarfrestur um stööu lögfræðings hjá Fangelsismálastofnun ríkisins er framlengdur til 2. desember 1988. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. nóvem- ber1988 Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu Jónínu Salvarar Helgadóttur sem lést á öldrunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. nóvem- ber, verður gerð frá Bústaðakirkju, mánudaginn 28. nóvem- ber kl. 13.30. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna. Ernst Fridolf Backman Móðir okkar og tengdamóðir Guðmunda Þorgeirsdóttir Öldugötu 25a Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 25. nóvem- Guðríður Valgeirsdóttir Hrafnhildur Ragnarsdóttir Bjarni G. Bjarnason Guðlaugur Hermannsson Edda Kjartansdóttir Þórdís Gunnarsdóttir Guiíriar B. Gunnarsson Pétur Gunnarsson Sigf,ún Gunnarsdóttir Ásdfs Gunnarsdóttir Þortjfeir Gunnarsson SigQrjón Gunnarsson - Nýjar bækur - Endurminningar Skúla á Laxalóni Út er komin „Baráttusaga at- hafnamanns - endurminningar Skúla Pálssonar á Laxalóni," skráð af Eðvarði Ingólfssyni rit- höfundi. Skúli er einn af framsýnum at- hafnamönnum þjóðarinnar á þessari öld, harðduglegur, brautryðjandi nýrra atvinnu- greina. f bókinni lýsir hann viðburðar- íkri ævi sinni, uppvaxtarárum á Vestfjörðum, minnistæðu fólki og margs konar umsvifum í at- vinnulífinu. Hann stofnaði fyrstu veiðarfæragerðina hérlendis, undirbjó jarðveg fyrir veiðar og verkun humars - en þjóðfrægur varð hann fyrir frumkvæði í fi- skeldi og áratugabaráttu, sem hann háði við yfirvöld, vegna ræktunar regnbogasilungs. Skúli talar tæpitungulaust og skefur ekki utan af hlutunum. „Framkoma valdastofnana í minn garð er eitt mesta hneyksli í atvinnusögu þjóðarinnar," segir hann. Bókin er 190 bls. Útgefandi er Æskan. Úr djúpum Suðurríkjanna Skjaldborg hefur gefið út bók- ina Saman komin í mínu nafni eftir Maya Angelou. Þýðandi er Gissur O. Erlingsson. í fyrstu bók sinni „Ég veit af- hverju fuglinn í búrinu syngur" segir Maya frá æsku sinni í suður- ríkjum Bandaríkjanna, fátækt og misrétti. Nú hefur Maya eignast son. Atvinnulaus og einangruð lendir hún í stuttum og tilgangslausum ástarsamböndum. Hún stundar stopula vinnu í verslunum, veitingahúsum og næturklúbb- um. Erfið staða leiðir hana út í vændi og eiturlyf. En þrátt fyrir mótlætið tekst henni að finna fót- festu sem á eftir að færa henni betra líf. Maya Angelou hefur með skrifum sínum öðlast virðingar- sess meðal bandarískra rithöf- unda. Hún segir hispurslaust frá viðburðaríkri ævi sinni og gefur lesandanum innsýn í þá veröld sem fæstir vilja vita um. FLÓAMARKAÐURINN Atvinna óskast 16 ára stelpu vantar vinnu strax. Upplýsingar í síma 41347. Svefnbekkur með 2 skúffum til sölu. Verð kr. 3.500. Upplýsingar í síma 41410 eftir kl. 17.30. Til sölu glæsilegur, nýlegur æfingabekkur, „Competition" með 52 æfingum. Bekkur fyrir alla vöðva líkamans. Leiðbeiningar og prógramm fylgja. Verð aðeins 32.000 krónur. Upp- lýsingar í síma 621657. Stórt og fallegt furusófaborð til sölu, 80x140 sm. Verð kr. 5.000. Upplýsingar i síma 75707. Til sölu Rafha eldavél, tágastóll og fótan- uddtæki. Upplýsingar í síma 18614. Óska eftir regnhlífakerru Upplýsingar í síma 18681. Vantar lítinn isskáp ódýrt eða gefins. Hef til sölu stóran ísskáp (Indesit) á kr. 1.500. Upplýs- ingar í síma 28940, Gunnar. Óska eftir eldavél í góðu standi fyrir lítinn pen- ing. Hafið samband í síma 611675 eftir kl. 17.00, Sirrý. Leðurtaska Lítið notuð leðurtaska til sölu. Upp- lögð í stutt ferðalög eða sem skóla- taska. Upplýsingar í síma 622888 eftir klukkan fimm á daginn, Sigrún. Pennavinur 18 ára, þýsk stúlka óskar eftir penn- avini á Islandi, helst 16 ára strák. Hef áhuga á íslandi og vill gjarnan koma og hitta pennavininn og jafnvel ferðast um landið. Skrifið til: Ursula Kirsch, Kirschstrasse 19, D-6551 Húffelsheim Deutschland. Gítar - magnari Iwama rafmagnsgítar og Marshall 12 watta gítarmagnari til sölu. Selj- ast saman eða sitt í hvoru lagi. Upp- lýsingar í síma 75983. Kattavinir Af sérstökum ástæðum fæst ársgömul, svört læða af blönduðu síamskyni gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 11287. AEG Turnamat Til sölu nýleg AEG Turnamat þvott- avél. Upplýsingar í síma 31805. Sófi óskast Mig vantar gamlan sófa ókeypis. Get sótt hann. Hringið í síma 12063. Húsnæði óskast Myndlistarkona sem er að koma heim frá námi óskar eftir 2-4ra her- bergja íbúð frá 15. des. eða ára- mótum. Upplýsingar í síma 43180 á kvöldin. Sjóðsvél (búðarkassi) óskast Upplýsingar í síma 21784 á kvöldin. Ritsöfn til sölu Ritsafn Þórbergs Þórðarsonar (15 bindi) til sölu. Satnið er nýtt og að- eins ein bók hefur verið lesin. Selst á góðu verði gegn staðgreiðslu. Einnig ritsafn Gunnars Gunnars- sonar á mjög góðu verði og loks Guðmundur Kamban allt ritsafnið á mjög góðu verði. Upplýsingar í síma681310eða681331 ádaginn. Óskast keypt mjög ódýrt eða gefins 2-3ja sæta sófi og eldunartæki með 2 hellum. Upplýsingar í síma 686254. Flóamarkaður Rússneskar vörur í miklu úrvali, m. a. tehettur, babúskur, vasaúr og ullarsjöl. Póstkröfuþjónusta. Upplýsingar í síma 19239. Ertu að henda úr gamia eldhusinu? Eg er einstæð 3 barna móðir og eldavélin mín varð sér úti um ein- hvern lasleika svo ég get ekki bakað fyrir jólin. Er ekki einhver sem þari að losna við gömlu elda- vélina? Ég þigg hana með þökkum ef hún er ekki breiðari en 50-52 sm og nothæf. Vinsamlegast hringið í síma 681310 eða 681331 ádaginn. Tveggja sæta svefnsófi til sölu á kr. 9.000. Upplýsingar í síma 39137 eftir kl. 18.00. Ökukennsla Kenni á Lada Samara '89. Valur Haraldsson, sími 28852. Rúm til sölu Upplýsingar í síma 23886. Til sölu Peugeot 205 árg. '87, ekinn 15.000 km. Góður bíll, í toppstandi, vetrar- dekk fylgja. Uppl. í síma 29819. íbúð óskast Barnlaust par óskar ettir 2 her- bergja íbúð. Góð umgengni og skil- vísar greiðslur. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 681310 á daginn og 641425 á kvöldin. Vatnsrúm Til sölu nýlegt vatnsrúm 160x200 sm, hvítt að lit með hitara, 95% dempun og hlífðardýna. Verð 45.000 kr. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17. Á einhver gamlan sófa sem hann vill losna við? Mig vantar einn slíkan. Þarf ekki að vera fínn. Vinsamlegast hringið í síma 12063. Rafmagnsþjónustan - dyrasímaþjónustan Allar nýlagnir, breytingar og viðhald á raflögnum. Uppsetningar á dyra- símum og sjónvarpsímum svo og lagfæringar á eldri kerfum. Tilboð, kostnaðaráætlanir, ráðgjöf, Margra ára reynsla. Kristján Sveinbjörns- son rafvirkjameistari, stmi 44430. Pfaff saumavél til sölu á góðu verði. Atomic skíði, 150 sm löng og skíðaskór stærð 36 til sölu á sama stað. Upplýsingar í síma 76796 á kvöldin. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- marka&ur SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Ung og upprennandi söngkona óskar eftir að leigja ódýrt iðnaðarhúsnæði til æfinga í mið- bænum eftir áramót. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „Söngkona" fyrir 1. desemb- er. Ertu að henda úr gamla eldhúsinu? Ég er einstæð 3 barna móðir og eldavélin mín varð sér úti um ein- hvern lasleika svo ég get ekki bakað fyrir jólin. Er ekki einhver sem þarí að losna við gömlu elda- vélina? Ég þigg hana með þökkum ef hún er ekki breiðari en 55-57 sm og nothæf. Vinsamlegast hringið í síma681310eða681331 ádaginn. Til sölu Mazda árg. '80 á kr. 30.000 og Volvo '74 á kr. 10.000. Upplýsingar í síma 51902 kl. 17-19. íbúð í New York Stór, tveggja herbergja íbúð, sem námsmenn Ieigja í New York, er til leigu með húsgögnum frá 22. des- ember og út janúar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 16034. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuö 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síöasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viöbótar fyrir hvern byrjaðan mánuö, taliö frá og - meö 16. desember. Fjármálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.