Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 13
Einn af mörgum fjöldafundum í Riga undanfarið, þar sem krafist er sjálfstjórnar og fullveldis í raun. Á kröfuspjaldinu á miðri mynd stendur: „Frjálst Lettland í sameinaðri Evrópu." Lettlandsþing Óánægt með breytingar á stjómarskrá Kveðstþvíaðeins samþykkja breytingarnar að þær séu aðlagaðar sjónarmiðum Letta ðstaráð (þing) Lettlands felldi á þriðjudaginn frum- varp um að fara að dæmi eistneska þingsins í því að taka sér æðsta vald í löggjafarmálum landsins. Hinsvegar samþykkti lettneska æðstaráðið að það myndi því aðeins samþykkja fyr- irhugaðar breytingar á stjórnar- skrá Sovétríkjanna að æðstaráð þeirra aðlagaði þær sjónarmið- um Letta. í yfirlýsingu frá forsætisnefnd lettneska æðstaráðsins, undirrit- aðri af Anatolijs Gorbunovs, Lettlandsforseta, stendur að sumar fyrirhugaðra breytinga á sovésku stjórnarskránni séu í ó- samræmi við meginreglur um jafnrétti sovétþjóða og fullveldi sovétlýðvelda. Samkvæmt lett- neska blaðinu Sovétskaja Molo- dyozh sagði Gorbunovs við Vad- ím Medvedev, aðalhugmynda- fræðing sovéska kommúnista- flokksins, sem kom til Riga, höf- uðborgar Lettlands, 14. nóv. s.l., að frá sjónarmiði Letta hefði ekki nógu lýðræðislega verið staðið að verki við samningu breytingatil- lagnanna. En blaðið hefur einnig eftir Gorbunovs að ljóst megi vera að Lettar eigi þess ekki kost að hafna breytingatillögunum algerlega. í breytingatillögunum, sem lagðar verða fyrir æðstaráð So- vétríkjanna29. nóv. n.k., er m.a. gert ráð fyrir að verulegt vald verði flutt til forsetaembættis So- vétríkjanna og æðstaráðs þeirra, en vald þessara tveggja aðila hef- ur hingað til verið fyrst og fremst formlegt. En þar að auki er í breytingatillögunum ýmislegt, sem í baltnesku löndunum hefur vakið almennan ótta við að með samþykkt þeirra fái sovéska mið- stjórnin aukið stjórnarskrár- bundið vald á kostnað sovétlýð- veldanna. Samkvæmt fréttum frá Moskvu hafa ráðamenn þar þeg- ar gert á breytingatillögunum vissar breytingar, m.a. að því er virðist í þá átt að formlegt fullveldi sovétlýðvelda innan So- vétríkjanna verði ekki skert. En í baltnesku löndunum óttast menn að aðrar klausur í breytingatil- lögunum muni leiða til skertrar sjálfstjórnar í raun. Forsætisnefnd lettneska æðsta- ráðsins hefur lagt til, að hinar umdeildu greinar í breytingatil- lögunum verði einfaldlega felldar niður. Alþýðufylking Lettlands, grasrótarhreyfing sem hefur mikið fylgi bæði innan kommún- istaflokks landsins og utan hans, hafði hvatt þingið til að vísa breytingatillögunum á bug eins og þær legðu sig og lýsa yfir fullveldi landsins, eins og eistneska þingið gerði. Sajudis, hliðstæð hreyfingíLitháen, hefur sakað æðstaráð landsins um svik við Eisti, og er þá átt við þá sam- þykkt litháíska þingsins að fara ekki að dæmi eistneska þingsins um frávísun breytingatillagnanna og fullveldisyfirlýsingu. Reuter/-dþ. Bush útnefnir öryggisráðunaut George Bush, sem tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum eftir áramótin, útnefndi í gær Brent Scowcroft undirhershöfð- ingja þjóðaröryggisráðunaut Hvíta hússins. Scowcroft, 63 ára fyrrverandi undirhershöfðingi í flughernum, er kunnugur því starfi frá árunum 1975-76, er hann þjónaði Gerald Ford for- seta sem þjóðaröryggisráðunaut- ur. Pjóðaröryggisráðunauturinn heyrir beint undir forseta og gegnir þýðingarmiklu hlutverki sem málamiðlari milli ríkisvalds og varnarmálaráðuneytis. Reuter/-dþ. Réttarhalda krafist yfir Chun Chun Doo Hwan, tyrrum valdsmaður í Suður-Kóreu, hefur beðist afsökunar á misgerðum þeim ærnum, er hann stóð að meðan hann var við völd, og flust til afskekkts fjallaþorps, þar senr hann segist ætla að hafa hægt um sig og iðrast, það sem eftir sé ævinnar. Stjórnarandstæðingum finnst það ekki nóg og krefjast þess að Hwan svari til saka á þingi 48 viðurkenna Að minnsta kosti 48 ríki hafa nú viðurkennt Palestínuríkið, sem stofnað var fyrir rúmri viku, enda þótt tilvist þess sé fyrst og fremst táknræn. Meðal þessara ríkja eru flest Arabaríkin og mörg önnur íslömsk ríki, en auk þeirra m.a. Indland, Júgóslavía, Níkaragva, Kúba, Austur- eða fyrir rétti. Talið er að Roh Tae-woo, núverandi forseti og aðalvaldsmaður landsins, sem er aldavinur og félagi Chuns úr hernum, muni reyna að lægja óá- nægjuöldurnar með því að víkja úr embætti einhverjum þeim ráð- herra sinna, sem hvað verst orð hafa á sér senr fyrrverandi sam- starfsmenn Chuns. Reuter/-dþ. Palestínuríki Þýskaland, Víetnam, Senegal, Kína og Nígería. Af Sovétríkj- anna hálfu hefur verið tilkynnt að þau viðurkenni „yfirlýsinguna um stofnun palestínsks ríkis", en allt er í óvissu um hvort líta beri á það sem fulla viðurkenningu eður ei. Reuter/-dþ. Ungverjaleiðtogi vill fjölflokkakerfi Að sögn ríkisblaða Ungverja- lands er Karoly Grósz, helsti valdsmaður landsins, hlynntur því að þar sé tekið upp fjöíflokk- akerfi í stjórnmálum. Telur Grósz að innan ramma slíks kerf- is muni reynast auðveldara að greiða úr ýmsum þjóðfélagsvand- amálum en innan núverandi eins flokks kerfis. Fyrirhugað er að ræða þetta mál og taka í því á- kvarðanir á næsta þingi ungver- ska kommúnistaflokksins, sem haldið verður 1990. Grósz lætur í dag af embætti forsætisráðherra en hefur áfram á hendi embætti aðalritara kommúnistaflokksins, sem er hinu valdameira. Reuter/-dþ. Hægri hönd Stalíns á 33.000 kr. Safn ungversku verkalýðs- hreyfingarinnar í Búdapest hefur fest kaup á hægri hönd risavax- innar styttu af Stalín fyrir um 50.000 forintur (um 33.000 ísl. kr.). Líkneskja þessi, úr bronsi og 20 metra há, stóð á sínum tíma í Búdapest miðri, en var felld af stalli og moluð í Ungverjalands- uppreisninni 1956. Molar úr lík- neskjunni hafa síðan orðið eftir- sóttir minjagripir og gengið kaupum og sölum á háu verði. Höndina, sem er 80 kíló að ' þyngd, keypti safnið af konu nokkurri, sem hafði dröslað bronsflykki þessu heim til sín og notað það sem garðskraut. Reuter/-dþ. Sharpeville-sexmenningar Botha náðar Sovét-Aserbœdsjan logar í óeirðum Þrír hermenn drepnir Morðingjar hylltir á fjöldafundi Fjöldafundur sem haldinn var í Bakú, höfuðborg Sovét- Aserbædsjans, í fyrradag, snerist upp í óeirðir og ofsóknir Asera á hendur Armenum, eða svo er að heyra á fréttum frá Kákasus- löndum. í borginni Kírovabad í Aserbædsjan voru þrír hermenn drepnir á þriðjudaginn og sam- kvæmt tilkynningu frá utanríkis- ráðuneyti Aserbædsjans hafa á annað hundrað manns meiðst cða særst í óeirðunum. Að sögn tals- manns ráðuneytisins fór ástandið versnandi í gær og réðust óeirða- menn þá á opinberar byggingar. Hermennirnir sem létu lífið voru í liði sem sent var til að stilla til friðar milli Asera og Armena. Munu drápin á þeim vera einhver mesta ögrun, sem sovéskum stjórnarvöldum hefur verið sýnd í Kákasuslöndum, frá því að illindi hófust þar milli téðra tveggja þjóða. Hervörður hefur verið settur við heimili Armena í Bakú og víðar, þeim til verndar. Sam- kvæmt armenskum heimildum veifuðu fundarmenn í Bakú fán- um með íslömskum trúartáknum og lýstu yfir samstöðu með þrem- ur Aserum, sem hafa verið fyrir rétti í Moskvu, ákærðir um að hafa staðið fyrir og tekið þátt í morðum á Armenum í óeirðum í borginni Sumgait í febr. s.l. í þeirri borg, sem er í Aserbædsjan við Kaspíhaf, voru á fjórða tug manna drepnir í óeirðunum þá, flestir þeirra Armenar. Voru sumir þeirra brenndir lifandi. Einn hinna ákærðu, Akhmed Akhmedov nefndur, hefur verið dæmdur til dauða. Að sögn arm- ensks fréttamanns var á einum kröfuborðanna á fjöldafundinum í Bakú krafist „frelsis fyrir hetj- urnar frá Sumgait“. Illindin milli Armena og Asera hófust sem kunnugt er upphaf- lega út af héraðinu Nagorno- Karabak, sem heyrir undir Sovét- Aserbædsjan enda þótt héraðs- búar séu flestir armenskir. Krefj- ast Armenar þess að héraðið sé sameinað armenska sovétlýð- veldinu. Reuter/-dþ. PW. Botha, forseti Suður- ■ Afríku, náðaði í gær svo- kallaða Sharpeville- sexmenninga, sem dæmdir voru til dauða, eftir að hæstiréttur landsins hafði neitað að taka mál þeirra fyrir. Breytti forsetinn dauðadórnum mannanna sex í dóma upp á 18 til 25 ára fangelsi- svist. Eftir að hæstiréttur hafði vísað máli sexmenninganna frá var það á valdi forsetans eins að hindra að dauðadómunum yfir þeim væri framfylgt. Munu framámenn í Suður-Afríku gera sér vonir um, að náðunin verði þeim til álits- auka erlendis og leiða til þess að vestræn ríki dragi úr efnahags- legum refsiaðgerðum á hendur þeim. Botha náðaði um leið sjö aðra dauðadæmda menn, þeirra á meðal fjóra hvíta lögreglu- menn. Höfðu tveir þeirra verið dæmdir fyrir morð á fíkniefnasala sem var kynblendingur, en þar- lendis eru kynblendingar flokk- aðir sem sérstakur kynþáttur. Talið er að náðun lögreglumann- anna verði vinsæl meðal íhalds- samra manna hvítra. Sexmenningarnir voru dæmdir vegna morðs á svörtum borgar- Botha - vonast eftir álitsauka fyrir náðanir. stjórnarfulltrúa í Sharpeville í óeirðum 1984. Hafa dómarnir sætt mikilli gagnrýni erlendis frá, enda áttu mennirnir sex ekki hlut að morðinu. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa verið sama sinnis og morðingjarnir og dæmdir á þeim forsendum. Yfir 1000 dagar eru nú liðnir frá því að dauðadóm- arnir voru upp kveðnir yfir þeim. Aftaka þeirra hefur verið ákveð- in og henni frestað nokkrum sinnum frá því að þeir voru dæmdir. Reuter/-dþ. Fimmudagur 24. nóvember 1988 PJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.