Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 7
FRETTIR
Stjarnbylgja?
Stendur
ekki til
- Þessi saga hefur komið upp
alltaf öðru hvcrju en hún á ekki
við rök að styðjast. Það eru engar
þreifingar í gangi, sagði Páll Þor-
steinsson, útvarpsstjóri Bylgj-
unnar, er hann var spurður hvort
samcining Bylgjunnar og Stjörn-
unnar stæði fyrir dyrum, en slíkt
hefur flogið fyrir.
Ólafur Hauksson, kollega hans
á Stjörnunni, sagði að stöðvarnar
tvær hefðu haft sívaxandi sam-
starf um ýmis hagsmunamál, og
að oftar en einu sinni hefði mögu-
leikinn á sameiningu skotið upp
kollinum, og fólk þá vegið og
metið kosti og galla. Hinsvegar
hefði ekkert það komið út úr slík-
um vangaveltum sem gæfi tilefni
til að ætla að af sameiningu yrði.
HS
sland í sænskum blöðum. Sænski sendiherrann afhenti Landsbókasafninu nýlega að gjöf
safn sænskra blaðagreina um íslensk efni frá 1931-37, og er gefandinn tryggingafélagið
Scandia í Stokkhólmi. Sem betur er þekkt undir nafni Thule: Þetta eru viðtöl við Islendinga og
frásagnir af þeim, elst viðtal við Guðjón Samúelsson og yngst við Guðlaug Rósinkrans. Greina-
safnið verður til sýnis næstu daga í anddyri safnsins við Hverfisgötu. Á myndinni eru Per Olof
Forsell sendiherra, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörðurog Grímur Helgason deildarstjóri
á safninu.
Skoðanakönnun
Alþýðubandalag og
Framsókn sækja
Sjálfstœðisflokkur undir30%-mörkunum, Kvennalistinn tapar, en
heldur fimmtungi
Margrét Steingrímur
Steingrímur J. Sigfússon og Margrét S. Frímannsdóttir aiþm. verða á
opnum fundi í Aratungu, fimmtudaginn 24. nóv. kl. 8.30. Allir velkomnir.
Leiðrétting við Magnusardagskra
í frétt af sýningu Kjuregej í
Ásmundarsal og dagskrá til
minningar um Magnús Jónsson,
sem birtist i blaðinu í gær, var
rangt með dagsetningar farið. í
dag, fimmtudag verður upplestr-
ardagur - góðir gestir lesa sögur
og ljóð kl. 14, kl. 16 og kl. 18-en
áður var því fram haldið að þessi
dagskrá yrði á föstudag en heim-
sókn Brúðuleikhúss í dag. Eru
allir hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
AB Suðurlandi
Fundur í
Aratungu
Alþvðubandalagið og Fram-
sóKnarflokkurinn koma best
útúr nýrri fylgiskönnun Félags-
vísindastofnunar sem Morgun-
blaðið birti í gær. Frá síðustu
könnun stofnunarinnar í júní
hafa Allaballar bætt við sig 3,5%
og Frammarar 4,2%, en í þeirri
könnun voru báðir flokkar nokk-
uð neðarlega miðað við aðrar
kannanir.
Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki
30%-markinu í nýju könnuninni,
fær 29,6% (+1,3% frá júní-
könnun), Kvennalisti er enn
sterkur þráttfyrir fylgishnignun
frá ævintýrum sumarsins, fær nú
21,3% (- 7,1% frá júní). Fram-
sókn fær 23,3%, Alþýðubanda-
lag 10,6%, Alþýðuflokkur
10,5% (- 1,5% frá júní), Borg-
araflokkur 3% (- 0,4 frá júní).
Síðan nýja stjórnin tók við í
septemberlok hafa þrisvar verið
gerðar fylgiskannanir (Félagsvís-
indastofnun, Skáís, DV) og sé
hver þeirra borin saman við
næstu könnun sama fyrirtækis á
undan sést að Alþýðubandalgaið
hefur bætt við sig talsverðu fylgi í
öllum þremur, en Kvennalisti
tapað í öllum þremur, meðan
aðrir flokkar sveiflast upp og nið-
ur.
Þessi fylgishneigð kemur líka í
ljós ef tekið er meðalfylgi flokk-
anna í könnunununr eftir
stjórnarskipti og borið saman við
meðaltal kannana frá fjórum
sumarmánuðunum áður. Slík
talnaleikfimi segir Alþýðuflokk
jafnan og lágan (nú 10,5% en
10,6 í sumar), sýnir lítilsháttar
fylgisaukningu Framsóknar, sem
raunar var sterk fyrir (21,6 eftir
stjórnarskipti, 20,9 í sumar),
eykur lauslega naumt Borgara-
fylgi (3,7 nú, 2,5 í sumar), segir
Sjálfstæðisflokk staðnaðan við 30
prósentin (nú 30,0, áður 30,1),
sýnir hnignun hjá Kvennalista
(nú 21,8, í sumar 25,0) og
aukningu hjá Alþýðubandalagi
(nú 11,1, áður 9,2).
Rúmlega einn af hverjum
fimm taka ekki afstöðu til flokk-
anna í könnuninni, og fylgi ann-
arra en þingflokkanna sex er
hverfandi, mest 0,5% hjá Þjóðar-
flokki og Flokki mannsins. _nl
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Þorlákshöfn
Alþýöubandalagið i uppsveitum Árnessýslu
Byggt í atvinnuleysinu
Byggingarfulltrúinn: íbyggingu eru 7 raðhús, 8 íbúðirfyrir aldraða,
íþróttahús auk heilsugœslustöðvar. Sunnlenskir iðnaðarmenn snúa
heimfrá höfuðborgarsvœðinu
Mikil þensla er í byggingariðn-
aðinum í Þorlákshöfn þrátt
fyrir að tugir manna séu á
atvinnuleysisskrá. Meitillinn hf.
hefur þegar hætt starfsemi og
Glettingi hf. verður lokað í næsta
mánuði.
þorpinu en að undanförnu hefði
umsóknum um byggingarlóðir þó
fækkað frá því sem var.
í fyrra var ómögulegt að fá iðn-
aðarmenn til starfa og þá sérstak-
lega smiði frá Selfossi vegna
þenslunnar í byggingariðnaðin-
um í Reykjavík. Nú virðist sem
ekki sé jafn mikið að gera á höf-
uðborgarsvæðinu og því hafa
sunnlenskir iðnaðarmenn snúið
aftur heim í hérað, sem hefur
komið byggingariðnaðinum í
Þorlákshöfn til góða. -grh
Hólaskóli
Stúdentar í Hóla
Teknir ískólann um nœstu áramót
Að sögn Sverris Sigurjóns-
sonar byggingarfulltrúa Ölfus-
hrepps eru 7 raðhús í byggingu, 8
íbúðir fyrir aldraða, íþróttahús
auk heilsugæslustöðvar. Sverrir
sagði að þar fyrir utan væri mikil
uppsveifla í byggingu fiskeldis-
stöðva í Ölfusi til viðbótar við
þau fjölmörgu fiskeldisfyrirtæki
sem þegar hafa haslað sér völl í
héraðinu. Hann sagði það ekkert
nýtt að Meitillinn hf. ætti í erfið-
leikum. Fyrirtækið hefði verið
lokað eða opið á víxl frá því hann
kom til Þorlákshafnar 1961.
Það eru byggingaraðilar í hér-
aði sem sjá um þær framkvæmdir
sem unnið er að og sagði Sverrir
að þeir byggðu íbúðirnar og seldu
og gengi það vel. Hann sagði
mikla þörf vera á íbúðarhúsnæði í
Þeir stúdentar, sem þess óska,
eiga nú kost á að hefja nám við
Bændaskólann á Hólum um
næstu áramót og ganga þá beint
inn á aðra námsbraut, að því er
Jón Bjarnason skólastjóri tjáði
blaðinu.
Á Hólum eru nemendur í
tveggja ára starfsnámi. í kennslu
í almennri búfræði er megin
áhersla lögð á nautgripa- og
sauðfjárrækt. Fiskeldið er nú
orðið sjálfstæð námsbraut.
Hrossaræktin er einnig stór
námsbraut og vaxandi. Skólinn
leggur áherslu á að vera leiðandi í
fiskeldi, loðdýra- og hrossarækt.
Aðsókn að skólanum hefur
verið yfirdrifin undanfarin ár.
Nemendur skólans hafa verið eft-
irsóttir til starfa og gengið mjög
vel að afla sér atvinnu að námi
loknu.
-mhg
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Kjördæmisráð
Ráðstefna með stjórnum félaganna verður haldin í Rein laugardaginn 3.
desember n.k. kl. 14.00.
Dagskrá: 1) Flokksstarfið í vetur. 2) Útgáfumál. Allir félagar velkomnir.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði ABH, verður haldinn mánudaginn 28. nóvember kl.
20.30 í Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá: 1) Undirbúningur að gerð næstu fjárhagsáætlunar. Magnús Jón
Árnason bæjarfulltrúi hefur framsögu. 2) Önnur mál.
Áríöandi að allir fulltrúar í nefndum mæti á þennan fund.
Form.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin
Fulltrúaráðsfundur
Fulltrúaráðsfundur verður hjá Æskulýðsfylkingunni 3. desember nk. kl.
14 að Hverfisgötu 105.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Starfsáætlun vetrarins. 3.
Stjórnmálaviðhorfið. 4. Kosning í nefndir og í framkvæmdastjórn. 5. Önnur
mál.
Stjórnin.
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
Framhaldsfundur
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík heldur framhaldsfund, þriðjudaginn 29. nóv-
ember nk. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105, 4. hæð.
Dagskrá: 1) Kosning stjórnar. 2) Önnur mál. Fjölmennið.
Stjórnin
Fimmudagur 24. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7