Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 3
Besta tónlistin er á Stjömunni Bjarni Haukur, Gyða, Gulli Helga, Þorgeir, Siggi Hlöðvers, Jón Axel og Helgi Rúnar leika skemmtilegustu, þœgilegustu, líflegustu, Ijúfustu, viðkunnanlegustu . . . já, bestu tónlistina sem heyrist í útvarpinu. ^ Tónlist, skop og fréttir hafa tekið völdin á Stjörnunni. FRÉTTIR Alþýðusambandsþing Engar aðgerðir Vilji til baráttu, en aðstœður erfiðar. Asmund- ur Stefánsson: Fólkið stendur ekki á bak við okkur. Flokkarnirgefa skít ísamningsréttinn. Raunvextir verði lœkkaðir þegar með handafli settir í gildi. Þá er miöstjórn falið að skapa breiða samstöðu allra heildarsamtaka launafólks til að endurheimta samningsréttinn og Prátt fyrir eggjan og brýningar margra fulltrúa á ASÍ- þinginu, um að verkalýðshreyf- ingin grípi þegar í stað til harðra aðgerða til að ná aftur samnings- réttinum, voru flestir þingfulltrú- ar á þeirri skoðun, að nú væri hvorki staða né möguleiki til bar- áttu gegn stjórnvöldum. - Við höfum ekki fólkið á bak við okkur til að fara í aðgerðir. Þannig er staðan því miður. Það er m.a. vegna þess að það er yfir- lýst stefna pólitísku flokkanna að svona skuli farið að. Þeir hafa all- ir nema einn gefið skít í samn- ingsréttinn og þess vegna er fólk- ið ekki með okkur, sagði As- mundur Stefánsson forseti ASÍ, ma. í umræðum um afgreiðslu kjaramálaályktunar 36. þings sambandsins sem lauk í gær. í kjaramálasamþykkt þingsins er aðför stjórnvalda að launafólki harðlega fordæmd og þess krafist að samningsréttur verði þegar gefinn frjáls og samningarnir fyrirbyggja frekari árásir á launa- fólk. Þá er ítrekað að kjarasamning- ar stéttarfélaga séu ekki orsök þess efnahagsvanda sem nú þjak- ar þjóðina. Það séu ekki laun heldur óbærilegur vaxtaköstn- aður sem sé mesti bölvaldurinn í efnahagslífinu. Raunvextir verði að lækka og skorað er á stjórnvöld að beita handafli til að ná fram vaxtalækkunum nú þeg- ar. Þingið leggur áherslu á sam- stöðu stéttarfélaga og sambanda í komandi samningum, lægstu laun verði hækkuð og dregið úr launamun. Þá er lýst áhyggjum yfir óhóflega löngum vinnutíma verkafólks og lögð áhersla á að verðtryggingu launa verði komið á í næstu kjarasamningum. -•g- Unnið að laufabrauðs gerðí bakaríi Myllunnar. Mynd ÞÓM J ólaundirbúningur Laufabrauð sunnan heiða Við ætlum okkur að reyna núna að seija tilbúið laufabrauðs- deig í sem flestum kjörbúðum, við höfum framleitt laufabrauðs- deig og selt í okkar bakaríum í rúm 20 ár, sagði Jón Albert Krist- insson hjá brauðgerðinni Myllu- nni en þar hófst framleiðsla á laufabrauðsdeigi í vikunni, en eins og landsmenn vita eru engin jól norður í landi án laufabrauðs. Við erum stoltir af því að þessi siður okkar Norðlendinga skuli vera að festa rætur þarna fyrir sunnan, sagði Ingólfur Gíslason bakari hjá brauðgerð KEA, en þar hefur verið framleitt laufbrauð svo lengi sem sögur fara af. Ingólfur sagði að laufa- brauðsvertíðin stæði yfir frá 20. nóvember til 20. desember. Að sögn Maríu Stefánsdóttur fram- leiða þau hjá KEA eftir pöntun- um, hún sagði að algengast væri að fólk pantaði svona 100-150 kökur en það færi upp í allt að 300. Ekki vildi hún giska á hvað margar kökur væru framleiddar hjá þeim en sagði að þær skiptu vafalaust tugþúsundum. -sg Efnahagsástandið Bankamir draga lappimar Fjármálaráðherra: Auglýsingabrella hjápeningafyrirtœkjum að skuldabréf atvinnutryggingasjóðs beri mikil afföll. Vextir lækki afdráttarlaust um mánaðamótin Ríkisstjórnin hélt langan vinn- ufund í gær þar sem farið var yfir stöðuna í atvinnumálum. ÓlaJ'ur Hagnur Grírnssan fj;» i málaráðherra segir nauðsynlegt að bankakerfið lækki vexti af- dráttarlaust um mánaðamótin. Það hafl verið fljótt að hækka vexti í hækkandi verðbólgu, en dragi nú lappirnar þegar verð- bólga fer lækkandi. Ef þessu haldi áfram verði að taka bankakerfið mun harðari tökum en hingað til. Fjármálaráðherra, forsætisráð- herra og viðskiptaráðherra munu eiga fund á mánudag þar sem lögð verða drög að tillögugerð, í ljósi þeirra upplýsinga sem lágu fyrir ríkisstjórn í gær. Því hefur verið haldið fram að skuldabréf þau sem atvinnu- tryggingasjóður kemur til með að gefa út, muni ganga kaupum og sölum með allt að 30% afföllum. Ólafur Ragnar sagði Þjóðviljan- um í gær að þetta væri auglýsinga- lierferö fyrirtcekja á peningu- markaði, til að reyna að skapa sjálfum sér betri viðskiptaað- stöðu. Þau vildu græða meira á þessum bréfum og það yrði að skoða málið í því samhengi. Ríkisstjórnin ræddi á fundi sín- um í gær hvernig mætti koma vöxtum, sérstaklega raunvöxt- um, niður. Ólafur sagði það ein- dregna kröfu ríkisstjórnarinnar að afdráttarlaust skref verði stig- ið til vaxtalækkunar. Bankakerf- ið yrði að gera sér grein fyrir því að það ætti að vera þátttakandi í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar. Síðasta ákvörðun banka- kerfisins í vaxtamálum hefði stór- aukið vaxtamuninn, sem hefði þó verið ærinn fyrir. Umframkostn- aðurinn við bankakerfið væri um 2 miljarðar sem væri fjórum sinn- um hærri upphæð en sameiginleg skulcl útflutniiigsfyriitækja Við sveitarfélögin í landinu. „Það er tími til kominn að bankakerfið fari að skera þennan kostnað nið- ur,“ sagði Ólafur. Fjármálaráðherra sagði að sú staðreynd að bankakerfið drægi nú lappirnar í vaxtalækkunum, þegar verðbólga færi minnkandi, sannaði þá kenningu efna- hagsráðunautar fjármálaráð- herra, að hér á landi gilti lögmál fákeppninnar en ekki frjáls pen- ingaúiarkaöUi. l’íið væii bara blekking og goðsögn að hann væri hér til staðar og hægt væri að beita honum í okkar litla landi. „Við erum hér með nokkrar banka- og peningastofnanir sem lúta lögmálum fákeppninnar,“ sagði Ólafur. Rannsóknir í hag- fræði sýndu að í slíkri stöðu þyrfti hið opinbera að hafa margvísleg afskipti til að stýra vöxtum niður á við. Þær upplýsingar sem ríkis- StjÖrnin skoðaði í gær sýna «*ö staða fiskvinnslu og útgerðar er mjög mismunandi eftir fyrirtækj- um og landshlutum. Að sögn Ólafs kallar þetta á ýmsar sér- tækar aðferðir við lausn vanda út- flutningsgreinanna. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.