Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. nóvember 256. tölublað 53. órgangur Hœstiréttur Hef góðar geymslur Magnús ThoroddsenforsetiHœstaréttar segir afsér vegna „opinberrar umrœðu". Dómariáfram. VíniÖáfram í kjallaranum. Telur áfengiskaupin hvorki siðferðilega né lagalega ámœlisverð. Keypti 1440flöskur afvodka og viskíi fyrir „handhafa-launin" „Vínið er í minni vörslu, ég hef góðar geymslur," sagði Magnús Thoroddsen við Þjóðviljann í gær nokkrum tímum áður en hann sagði af sér embætti forseta Hæst- aréttar um kvöldmatarleytið. Magnús lagði fram uppsagnar- beiðni „vegna hinnar opinberu umræðu sem um hann hafi orðið" á fundi dómara Hæstaréttar, sem boðað var til í skyndi síðdegis í gær. Við forsetaembættinu tekur Guömundur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar sem hefði að öðru óbreyttu tekið við embætti for- seta um áramótin. Áfengismál forseta Hæstarétt- ar voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og var þar ákveðið að fela dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra framhald máls- ins. Halldór Ásgrímsson dóms- málaráðherra ræddi síðan við Magnús í gær, og sagði eftir þann fund að málinu væri ekki lokið, og er beðið greinargerðar Magn- úsar um ástæður kaupanna. Magnús er enn dómari við Hæst- arétt svo líta verður þannig á að sú staða hans kunni að vera óviss. Magnús virðist hafa tekið sinnaskiptum í gær því þegar Þjóðviljinn ræddi við hann fyrir fundinn með Halldóri sagði Magnús að ekki hvarflaði að sér að segja af sér sem forseti Hæst- aréttar: „Mér verður ekki vikið úr starfi nema með dómi." Sagðist Magnús þá ekki sjá neitt siðferðilega né lagalega rangt við áfengiskaupin, en hann haft það sem þumalfingursreglu að kaupa áfengi fyrir þau laun sem honum hafi verið greidd sem handhafa forsetavalds hverju sinni. Þessu hafi hann skýrt Steingrími Hermannssyni, forset- isráðherra frá þegar þeir voru á leið út á Keflavíkurflugvöll að taka á móti forseta íslands 19. nóvember. Steingrímur hefði ekki gert neinar athugasemdir af þessu tilefni. Magnús greiddi um 230 þúsund fyrir 1000 flöskur af rússneskum vodka og 400 hundruð flöskur af viskíi. Sami skammtur hefði kost- að venjulegan íslending rúmlega 2 miljónir króna. Leitun er að viðskiptum sem vakið hafa jafnmikla athygli hér- lendis á jafnskömmum tíma, og fréttir af hraustlegum áfengis- kaupum forseta Hæstaréttar flugu um heimsbyggðina í gær í skeytum Reuters-fréttastofunn- ar. Phh Sjá síðu 2 Afvopnun Guðlastað á Natófundi IngiBjörn Albertsson lýsti stuðningi við kjarnavopnabann áNatófundi. Natómenn: Erþetta kommúnisti? í ræðu á þingmannasamkomu Nató í Hamborg fyrir rúmri viku lýsti Ingi Björn Albertsson þing- maður Borgaraflokks því yfir að stefna ætti að algeru banni við bæði efnavopnum og kjarnorku- vopnum. Umræðuefni fundarins var hvernig Natómenn ættu að bregðast við frumkvæði Gorbat- sjovs í afvopnunarmálum og öðr- um sambúðarmálum austurs og vesturs, og töluðu þarna meðal annars Kohl kanslari í Bonn og hinn nýi framkvæmdastjóri hern- aðarbandalagsins, Manfred Wörner, og varð þeim félögum tíðrætt um efnavopn og æskilegt bann við þeim. Ingi Björn sagði í sinni ræðu að fyrir sér væri það mótsögn að vilja banna efnavopn en styðja hervæðingu með kjarnavopnum, sem væru helsta ógnin við tilvist mannkyns. „Lokatakmark okkar á að vera bann við báðum tegundum slíkra vopna," sagði þingmaðurinn. „Slíkt bann er ef til vill ekki tíma- bært nú um stundir, en Nató ætti þrátt fyrir það að lýsa þeim skoð- unum. Á þann hátt gætum við svarað Gorbatsjov." Þá lagði Ingi Björn áherslu á að ísland væri og yrði kjarnorku- vopnalaust svæði („a nuclear free zone"), og styðst þar við sam- þykkt alþingis frá '85 og yfirlýs- ingar ráðherra síðan. Borgara- flokkurinn tók strax upp aðra tóna en gamli íhaldsflokkurinn í afvopnunarmálum og öðrum utanríkismálum, og hefur meðal annars lýst stuðningi við kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Sem kunnugt er hefur Nató þá stefnu að eingöngu öflugt kjarn- orkuvopnabúr geti tryggt valda- jafnvægið með svokallaðri fæl- ingu, og í herbúðum Nató hljóm- ar allt tal um kjarnorkuvopnalaus svæði einsog guðlast í dómkirkju. Enda fylgir sögu af ræðu Inga Björns að brúnaþungir áheyr- endur hefðu komið að máli við viðstadda íslendinga og spurt af- hverju kommúnisti væri hafður með í sendinefndinni. ASI-þingið Ráðhenaboði hafnað Engar veislur meðan hreyfingin erhlekkjuð Nær allir fulltrúar á 36. þingi Alþýðusambandins höfnuðu í gær boði félagsmálaráðherra um móttöku eftir þingslit. í ályktun sem fjölmargir for- ystumenn í verkalýðshreyfing- unni úr öllum fíokkum, lögðu fram er ráðherra þakkað boðið sem sýni góðan hug til þingsins. „Því miður geta þingfulltrúar ekki þegið þetta góða boð. Á- stæðurnar eru þær, að forysta verkalýðshreyfingarinnar getur ekki sótt boð stjórnvalda á með- an í gildi eru lög, sem svipta ís- lenska verkalýðshreyfingu samn- ingsrétti." Þessi ályktun var samþykkt nær einróma, en athygli vakti að forystumenn Verkamannasam- bandsins greiddu atkvæði gegn henni. Ráðherraboðið sem átti að vera í Fóstbræðraheimilinu varð því aldrei. -is-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.