Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 13
Menntaskólanum liðu líkt og hjá öðrum unglingum á þeim tíma. Við reikuðum um í rómantískri leiðslu í sólarlagsgöngur út í Eyju eða suður með Tjörn og trúðum hvor annarri fyrir, ef síðasta „svermeríið“ hafði sent okkur augnskot. Og ef hann hafði brugðist vonum okkar tókum við innilega þátt í því hvor hjá ann- arri. Fyrr en varði var komið að gagnfræðaprófinu. Við lásum saman undir prófið og þá gerðist það sem skipti sköpum. Munda hafði alltaf haft slæma sjón, þoldi ekki lesturinn og að læknisráði hætti hún í prófinu og lagði ekki í frekari skólagöngu. Hun lauk að vísu prófinu seinna og hafði rétt til framhaldssetu, en trúði lækn- inum og lagði ekki í það, þó að hún næði nógu hárri einkunn. Alla tíð var þetta mikið sorgar- efni. Hana dreymdi ófá skipti að hún væri að taka stúdentspróf. Hún fór að vinna, fyrst í bakaríi Jóns Símonarsonar og síðan á lögfræðiskrifstofu Ólafs Þor- grímssonar. Það fyrntist ekki yfir vináttu okkar þó að við gengjum ekki sömu braut. Við héldum áfram að hittast, fara saman út að skemmta okkur eða í smáferða- lög. Bráðlega var alvara lífsins komin til sögunnar. Við stofnuð- um heimili og eignuðumst fyrstu böm okkar um svipað leyti. Báð- ar eignuðumst við sjö börn. Það var því ýmislegt sem tengdi okk- ur. Nokkur sumur fórum við saman í sumarbústað, fyrst með tvö börn hvor og eitt sumarið vor- um við með átta börn við fremur lélegar aðstæður. Aldrei varð okkur sundurorða út af börnun- um eða nokkrum hlut, enda hafði Munda einstakt skap. Bömin uxu úr grasi en við héld- um áfram að hittast; glöddumst saman þegar vel gekk en sóttum styrk hvor til annarrar þegar á móti blés. Þá var Munda fremur veitandinn en ég þiggjandinn. Við fórum saman í leikhús og á tónleika og nú síðast í sumar í ógleymanlega ferð til Sorrento og Rómar. Guðmunda Þorgeirsdóttir var fædd 8. júní 1918. Hún varð því sjötíu ára í vor og hélt þá vinum sínum og skyldfólki veglega veislu. Vinnuþrek hennar var með afbrigðum gott og hélt hún áfram vinnu sinni í Alþingi, en þar hafði hún unnið síðastliðin tuttugu ár sem aðstoðarbóka- vörður og húsvörður. Alltaf var fullt hús af börnum hennar og barnabörnum á Öldu- götunni og lét hún sig ekki muna um að hafa þau öll í mat ef svo bar undir. Samheldnari fjölskyldu er vart að finna. Hún hafði yndi af leiklist og yfirleitt allri list og sagði mjög vel frá, þó að mér fyndist hún stundum færa nokk- uð mikið í stílinn. Viðmót hennar var lj úft og stutt í brosið. Hún var mjög persónufróð og fylgdist vel með mönnum og málefnum og hafði góða dómgreind á hvort- tveggja. Hún vildi hvers manns vandræði leysa, ef hún gat og sérhlífni eða leti var ekki að finna í skaphöfn hennar. Hún giftist manni sínum Gunn- ari Péturssyni málara vorið 1941, góðum og grandvörum dreng. Hann lést árið 1983. Þau eignuð- ust sjö börn eins og áður segir. Þau eru: Þórdís, starfsstúlka hjá O. Johnson og Kaaber; Gunnar Birgir bifreiðasmiður að Arnar- stöðum í Flóa, giftur Guðríði Valgeirsdóttur; Pétur Gunnars- son rithöfundur, giftur Hrafn- hildi Ragnarsdóttur; Sigrún bankastarfsmaður, gift Bjarna Bjarnasyni; Þorgeir kvikmynda- gerðarmaður á Stöð 2; Ásdís bankastarfsmaður, gift Guðlaugi Hermannssyni; Sigurjón leik- myndasmiður, giftur Eddu Kjart- ansdóttur. Barnabörnin eru fjórtán. Öll sjáum við á bak mikilhæfri konu. Engin vandalaus mann- eskja hefur staðið mér nær. Gerður Magnúsdóttir ERLENDAR FRETTIR Armenar flýja Aserbædsjan Tveir drepnir íóeirðum íArmeníu Af fréttum að dæma virðist so- véskum hersveitum hafa tek- ist að koma á kyrrð í Sovét- Aserbædsjan, en nú er vitað að í Armeníu kom til óeirða í fyrra- dag. Voru tveir menn þá drepnir í . illindum milli Armena og Asera í borgunum Gorís og Kalínín, sinn af hvorri þjóð. Útgöngubann cr í gildi í Bakú, höfuðborg Sovét- Aserbædsjans, og í Kírovabad og Nakhítsjevan, tveimur öðruin borgum þarlendis, sem og í Ére- van, höfuðborg Armeníu, enda þótt ekki muni hafa komið til óeirða þar. Hinsvegar flýja Armenar As- erbædsjan nú unnvörpunt. Að sögn talsmanns armensku frétt- astofunnar Armenpress eru nú um 1700 armenskir flóttamenn komnir til Armeníu frá Aserbæd- sjan og aðstoðuðu sovéskir her- menn marga þeirra við flóttann. Talsmaðurinn sagði einnig, að í Kírovabad, þar sem óeirðirnar í Aserbædsjan virðast hafa orðið mestar, hefði aserskur múgur brennt um 60 íbúðarhús Armena. Hinsvegar kvað talsmaðurinn orðróm um að margir Armenar hefðu verið drepnir þar ekki hafa við rök að styðjast. Reuter/-dþ. Armenar á fjöldafundi í Stepanakert, höfuðborg Fjalla-Karabakh, krefjast sameiningar héraðsins við Armeníu. Út af því máli risu yfir- standandi illdeilur Armena og Asera, en í þeim hefur ofbeldið fyrst og fremst verið af hálfu þeirra síðarnefndu. Júgóslavía: Verkfallsréttur í stjómarskrá Örvað til einkareksturs og dregið úr völdum verkamannaráða Sambandsdeild júgóslavneska þingsins hefur samþykkt víð- tækar breytingar á stjórnarskrá landsins og er aðaltilgangurinn með breytingunum að ráða að einhverju marki bót á efnahags- vanda Júgóslavíu, sem er ærinn. Verðbólga er þar nú 236% og skuldir erlendis nema 21 miljarði dollara. Hið slæma efnahagsástand hef- ur haft í för með sér versnandi lífskjör, sem hafa átt drjúgan þátt í að koma af stað iHindum milli þjóða landsins. Gert er ráð fyrir að breytingarnar verði markaðs- öflum til örvunar og greiði götu erlendra fyrirtækja til fjárfest- inga í landinu. Réttur til einka- eignar er rýmkaður og bankar og fyrirtæki eru viðurkennd sem óháðar einingar, reknar með gróða fyrir augum. Síðasttalda atriðið hefur aldrei verið í stjórnarskrá landsins frá því í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Ennfremur þýða breytingarnar að dregið verður úr völdum verkamannaráða, sem hafa ráðið miklu um stjórn fyrirtækja. Hins- vegar er verkfallsréttur nú tryggðurístjórnarskránni. Þáeru gerðar ráðstafanir til aðskilnaðar kommúnistaflokks og ríkis, þannig má formaður flokksins ekki lengur eiga sæti í forsetaráði ríkisins. Sambandsþingið fær rétt til að setja forsetaráðið af. Reuter/-dþ. Tyrkland Verkamenn í vígahug Hyggjast hnekkja launastefnu stjórnarinnar og leysa verkalýðs- hreyfinguna úr fjötrum Það er alkunna að tyrkneskir herforingjar rifu völdin í sínar hendur árið 1980 undir því yfirskini að „styrka stjórn“ þyrfti til þess að binda endi á pólitíska hryðjuverkastarfsemi. Eitt af forgangsverkefnum dátanna var að hneppa verkalýðsforingja í varðhald. Borgaraleg ríkisstjórn Turguts Ozals lét forkólfana lausa en létti ekki margvíslegunt hömlum af starfi stéttafélaga. Tyrkneskir verkamenn eru orðnir lang- þreyttir ,á réttleysi sínu og hugsa sér til hreyfings. Þeir hyggjast drepa verkalýðsfélögin úr drónta og einnig leggja til atlögu við og freista þess að hnekkja launa- stefnu ríkisstjórnarinnar. Hún er í stuttu máli sú að kaup hækki ekki nokkurn skapaðan hlut þrátt fyrir 86,4 prósent verðbólgu. 15 þúsund verkamenn hafa lagt niður vinnu og aðrir boða verk- föll. Sem er afar óheppilegt fyrir Ozal nú þegar byggðastjórna- kosningar fara í hönd og hann reynir allt hvað af tekur að fá inngöngu í Evrópubandalagið. Verkalýðsforingjar staðhæfa að næstum 650 þúsund verka- menn muni brátt leggja hendur í skaut og halda kyrru fyrir heima. Sjái ríkisstjórnin ekki villu síns vegar og fallist á 260 prósent kauphækkun. Orhan Balaban er forseti Al- þýðusambands Tyrklands. „Það er af og frá að við séum orðnir afhuga baráttu fyrir pólitískum rétti verkamanna og því setjum við enn á oddinn kröfur um laga- bætur sem rýmka samtakafrelsi þeirra. Engu að síður leggjum við höfuðáherslu á kröfur urn launa- hækkanir.“ Reuter/-ks. Vetkföll í Peni Námumenn hafna efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar Oflugasta samband perúanskra námumanna hefur hafnað efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar, er ætlað er að draga úr óðaverðbólgunni þar- lendis, sem er yfir 1000%. Afráð- stöfununum má nefna 50% geng- isfellingu á gjaldmiðli landsins, inti, og verðhækkanir á mat- vörum og olíu. Stjórnin hyggst einnig hækka lágmarkslaun um 60 af hundraði, úr um 1350 krónunt á mánuði í um 2165 kr. Námumannasam- bandið krefst um 14.800 kr. lág- markslauna á mánuði og endur- skoðunar launasamninga á þriggja mánaða fresti til að mæta verðbólgunni. Námumenn hafa verið í verkfalli síðan 17. okt. með þeim afleiðingum að nám á kopar, silfri og gulli hefur legið niðri allan þann tíma. Hefur Perú vegna þessa misst af erlendum gjaldeyri upp á um 700 miljónir dollara. Ökumenn, starfsmenn dómstóla og verkamenn í vefnað- ariðnaði og á sykurekrum eru einnig í verkfalli og krefjast hærri launa til að mæta verðbólgunni, sem gengur hart að lífskjörum al- mennings. í gær bættust banka- starfsmenn í raðir verkfalls- manna. Reuter/-dþ. Kostaríka og Níkaragva semja Stjórnir Kostaríku og Níkara- gva hafa gert með sér samning um aukið eftirlit á landamærum ríkj- anna, í þeim tilgangi að stöðva árásir kontraskæruliða inn í Ník- aragva frá kostarísku landi, flóttamannastraum frá Níkara- gva til Kostaríku og smygl yfir landamærin. Kostaríkustjórn lofar því sér- staklega að reyna að hafa upp á og loka leynilegri útvarpsstöð kontra í Kostaríku. Reuter/-dþ. Perú Harðnandi bardagar Mannskæðasti bardaginn til þessa í viðureign Perúhers og skæruliða maóistahreyfingarinn- ar Sendero Luminoso (Ljómandi stígur) var á þriðjudag háður í frumskógi í Alto Huallaga-héraði austanvert í landinu. Fréttir af slagnum hafa aðeins borist frá stjórnartalsmönnum, sem gera mikið úr framgöngu sinna manna, viðurkenna að vísu að þeir hafi látið 22 menn fallna en halda því fram að um 100 hafi fallið af skæruliðum. Átökin milli stjórnarliðsins og Sendero Lumi- noso, sem staðið hafa yfir í átta ár, virðast nú harðna samfara víðtækum verkföllum í landinu. Reuter/-dþ. T Aukinn kominnflutningur Sovétmanna Vesturevrópskir kornkaup- sýslumenn telja, að Sovét- menn muni á komandi vetri kaupa meira af korni erlendis frá en nokkru sinni síðan veturinn 1984-85, er uppskeran í Sovét- ríkjunum var með versta móti. Uppskeran í ár er fremur léleg og giska téðir kaupsýslumenn á að næsta vetur muni sovéskir 'flytja inn allt að 35 miljónum smálesta korns. Innflutningur Sovétmanna á korni til skepnu- fóðurs hefur undanfarið aukist mjög miðað við annan korninn- flutning þeirra, og stendur það í sambandi við aukna kjötneyslu þarlendis. Mest af innfluttu korni sínu kaupa Sovétmenn frá Bandaríkjunum og þar næst frá Vestur-Evrópu. Reuter/-dþ. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.