Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 5
ASÍ-þingið Uppstokkun í sambandsstjóm Tillögur kjörnefndar samþykktar. Rúmlega helmingur fulltrúa ekki setið áður í stjórninni. Konumfœkkar Allar tillögur kjörnefdnar um aðal- og varamenn í sambands- stjórn Alþýðusambandsins, sem skipuð eru 18 aðalmönnum, en tillögur komu fram um 11 aðra aðalmenn. 10 nýir fulltrúar voru kjörnir í aðalstjórn, en sam- bandsstjórnin ásamt miðstjórn fer með æðsta vald hreyfingar- innar á milli þinga. Þá fækkaði konum um eina og eru nú aðeins 5 konur í aðalstjórninni. Þeir sem voru kjörnir nýir í sambandsstjórn eru: Björn Snæ- björnsson, Einingu, Geir Jóns- son, Mjólkurfæröingafélaginu, Hafþór Rósmundsson, Vöku, Hallsteinn Friðþjófsson, Fram, Hjördís Baldursdóttir, félagi starfsfólks í veitingahúsum, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súganda, Snær Karlsson Bygginar- mannafélaginu Árvakri, Sverrir Garðarsson, Félagi ísl. hljóm- listarmanna, Vilborg Þor- steinsdóttir, Snót og Þóra Halls- dóttir, Verslunarmannafélagi Bolungarvíkur. Aðrir sem sæti eiga í sam- bandsstjórn eru: Einar Karlsson, Stykkishólmi, Grétar Þorleifs- son, Félagi byggingariðn.manna Hafnarf., Hákon Hákonarson, Félagi málmiðn.m. Akureyri, Jón Karlsson, Fram, Pétur Sig- urðsson, Baldri, Sigrún B. Elías- dóttir, Verkalýðsf. Borgarness, Sigfinnur Karlsson, Nesk- aupsstað og Þorsteinn Þorsteins- son, Félagi rafiðnaðarmanna á Suðurlandi. -Ig. 36. ÞING ASI Lífeyrismálin Nýtt fmmvarp verði þegar afgreitt Frumvarp um lífeyrismálin verði lagtfram á Alþingi og afgreitt hiðfyrsta Lífeyrissjóðamálin var eitt af stærstu umræðuefnunum á þingi ASÍ, sem og á síðustu þingum sambandsins. Sambandið gerir kröfu um að fjármálaráðherra leggi nú þegar fram á Alþingi það frumvarp til laga um starfsemi líf- eyrissjóða sem endurskoðunar- nefnd lífeyriskerfisins skilaði til fyrri ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar í júní árið 1987. Þetta frumvarp felur í sér til- lögu um framtíðarskipan lífeyris- sjóðakerfisins, en þar eru hins vegar ekki gerðar tillögur um hvernig leysa beri aðsteðjandi vanda sjóðanna vegna rýrnunar á gjaldþoli margra þeirra, einkum óverðtryggðra greiðslna í þá síð- ustu áratugi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lágmarksiðgjald til sjóðanna verði 10% af atvinnutekjum eins og aðilar vinnumarkaðarins hafa þegarsamiðumsínímilli. Verka- lýðshreyfingin vill gjarnan að í næstu kjarasamningum verði samið um 2% hækkun á iðgjald-, inu úró% í 8% og jafnframt verði ellilífeyrisaldurinn lækkaður. Þá vill verkalýðshreyfingin að samhliða samþykkt frumvarpsins fari fram uppgjör á sjóðunum sjálfum og stjórnvöld tryggi þá stöðu þeirra lífeyrisþega sem verst eru settir, með sérstökum framlögum úr ríkissjóði. Einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á að almannatrygginga- lögunum verði breytt á þann veg að hækkað verði verulega það þak sem er á lágmarkstekjum sem fólk má hafa frá lífeyrisjóð- um án þess að tekjutrygging skerðist. - Þetta frumvarp hefur nú legið í skúffu hjá fjármálaráðherra síð- an í júní á sl. ári. Fulltrúar sam- takanna, sem að samningu þess stóðu, hafa ítrekað farið þess á leit við þrjá fjármálaráðherra sem síðan hafa setið í því emb- ætti, að frumvarpið verði lagt fram og afgreitt á Alþingi og við munum herða enn á í þeim efn- um, segir Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingar- manna sem jafnframt er stjórn- arformaður Sambands almennra lífeyrissjóða og framsögumaður lífeyrisnefndar ASÍ-þingsins. -«g Konur hafa ekki stóraukið hlut sinn í stjórn og forystu Alþýðusambandsins á þessu þingi eins og margir áttu von á, en haldið nokkuð vel hlut sínum frá síðasta þingi 1984, en þá bættu þær stöðu sína verulega í forystusveitinni. Mynd Jim. Lagabreytingar Flestar breytingatillögur felldar Naumur meirihluti á móti því aðflytja Alþýðusambandsþingin fram á vorið. Deilur um fjölda þingfulltrúa settar í nefnd Fæstar af þeim fjölmörgu breytingatillögum á lögum ASÍ sem lagðar voru fram fyrir yfirstandandi þing, hlutu náð fyrir augum þingfulltrúa í gær. Flestar tillögur voru felldar með miklum meirihluta en þó munaði minnstu að tillaga um að næsta þing ASÍ verði haldið vorið 1992 en ekki þá um haustið, yrði sam- þykkt. 159 þingfulltrúar voru samþykkir þessari breytingu en 178 á móti. Breytingartillögur Kristbjarn- ar Árnasonar um kynjakvóta í stjórnum ASÍ, hámarkstíma á setu í stjórnum og á forsetastóli og takmörkun á setu forystu- manna hreyfingarinnar í stjórn- um almennra fyrirtækja voru felldar. Þó tók laganefndin kynj- akvótann í sína tillögu þess efnis að við kjör í miðstjórn og sam- bandsstjórn verði leitast við að kjósa fulltrúa ólíkra atvinnu- greina og að hlutdeild karla og kvenna verði sem jöfnust. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. Þá var nýrri tillögu þeirra Kristbjarnar og Hrafnkels A. Jónassonar þess efnis að þeir sem væru í trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna hefðu ekki tekjur af atvinnurekstri, vísað til umfjöllunar í allherjarnefnd. Þingið samþykkti hinsvegar að fjölga í stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu úr 5 mönnum í 7. Einnig samþykkti þingið tillögu miðstjórnar um skipan sérstakrar útskurðarnefndar sem á að fjalla um ágreiningsmál einstakra fé- laga. Eru úrskurðir nefndarinnar bindandi nema Alþýðusamb- andsþing breyti þeim. Þá var samþykkt að fela miðstjórn að endurbæta reglur um allsherjar- atkvæðagreiðslur verkalýðsfé- laga, þannig að skýrari ákvæði verði varðandi framkvæmd þeirra. Að síðustu samþykkti þing- heimur að beina þeim tilmælum til miðstjórnar að skipa fljótlega nefnd, sem hafi það hlutverk að yfirfara lagareglur um fjölda þingfulltrúa á þingum sambands- ins, en mjög skiptar skoðanir voru í laganefnd um hvort fækka bæri þingfulltrúum. -lg MFA Karl Steinar marði það Fjölgað hefur verið í stjórn MFA, Menningar- og fræðslu- sambands Alþýðu, úr 5 fulltrúum í 7. Uppástungur komu um 10 og ekki mátti miklu muna að Karl SteinarGuðnason, alþingismaður og varaformaður Verkamanna- sambandsins, féll í kosningum til stjórnarinnar. í stjómina voru kjörin: 1. Hildur Kjartansdóttir (52.725 atkv.), 2. Guðmundur Hilmarsson (48.925), 3. Svava Halldórsdóttir (47.700), 4. Pétur A. Maack (47.150), 5. Guð- mundur Gunnarsson (44.075), 6. Þorbjörn Guðmundsson (43.775) og Karl Steinar Guðnason (35.700). Aðrir, sem atkvæði fengu, voru: Stefanía Þorgrímsdóttir (22.950), Sigurður Bessason (22.925) og Elínborg Magnús- dóttir (19.600). Frá ryksugurokki að sunnuaagsrúnti Þeir eru léttir á laugardögum, skemmtilegir á sunnudögum og þykir fátt eftirsóknarverðara en að skemmta öðrum. Ykkar menn á Stjörnunni um helgar eru Jón Axel og Gulli Helga. Tónlist, skop og fréttir hafa tekið völdin á Stjörnunni <2^ '' ^ FM 102,2 & 104 ... ennþá betri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.