Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 4
þl ÓÐVIUIN N Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Gjaldþrota svertarfélög Ýmiss konar uppákomur í samfélaginu hafa tekið mikið rúm í fjölmiðlum undanfarna daga og því hefur fjárþröng Hofsóshrepps vakið undarlega litla athygli. Þeir, sem gerst fylgjast með sveitarstjórnarmálum, telja þó flestir að hér sé ekki um neitt einsdæmi að ræða og að fyrr en varir verði allmargar sveitarstjórnir að feta þá erfiðu slóð, sem hrepps- nefndin á Hofsósi hefur nauðug hrakist inn á, og tilkynna um fjárhagslegt hrun sveitarsjóðs til félagsmálaráðuneytisins. Hvað veldur því að mörg sveitarfélög standa illa fjárhags- lega? Þeim, sem daglega vasast í fjármálastjórn fyrir sveitarsjóði, verður mörgum fyrst að nefna einhver tilvik sem hafa haft afgerandi áhrif á veltufjárstöðuna; vonir um að selja skuldabréf vegna gatnagerðargjalda hafa brugðist, skil á útsvari í nýju staðgreiðslukerfi eru miðuð við rangar forsendur, eðlileg fyrirgreiðsla hefur ekki fengist í banka- kerfinu. í flpstum tilfellum er þó orsakanna fyrir varanlegri fjárþröng að lefta í þeirri einföldu staðreynd að heildarskuldir viðkomandi sveitarfélags eru allt of miklar miðað við tekjur. Hávaxtafárið, sem síðustu ríkisstjórnir hafa ekki viljað gera tilraunir til að hefta, hefur leikið sveitarfélög grátt. En nú er svo komið að fjárhagserfiðleikum skuldugustu sveitarfél- aganna verður ekki aflétt með því einu að lækka vexti. Staðan er víða svo erfið að helmingslækkun raunvaxta dygði ekki til að koma fjárhagnum á réttan kjöl. Samkvæmt rekstrarreikningum fyrir síðasta ár er það ekki einsdæmi að yfir þriðjungur af tekjum sveitarsjóða fari í fjármagns- kostnað. Þótt þessi gífurlegi fjármagnskostnaður gjaldfalli á lengri tíma en einu ári, er staðan vægast sagt hrikaleg. Þegar um gjaldþrot er að ræða, er almenningur oft fljótur að fella þann dóm að fjármálastjórnendur hafi staðið illa að verki. Oft er þá spurt hvers vegna menn hafi ekki hætt vonlausum rekstri áður en allt var komið í óefni. Sé um heilt sveitarfélag að ræða, er slík spurning ekki gild því að þau geta ekki lagt niður lögbundna þjónustu við íbúana. Margar sveitarstjórnir líta svo á að viðkomandi byggðarlögum hljóti að hnigna sjálfkrafa, sé ekki komið bundnu slitlagi á göturn- ar, byggt íþróttahús, rekið barnaheimili eða unnið að fegrun og snyrtingu, þótt þar sé ekki um lögbundna kvöð að ræða. Þeir hafa rétt fyrir sér en reynslan sýnir að fjölmörg sveitarfé- lög hafa ekki efni á að ráðast í slíkar framkvæmdir. Samkvæmt tæplega þriggja ára gömlum sveitarstjórnar- lögum ber að tilkynna fjármálaráðuneytinu ef sveitarfélag kemst í fjárþröng. Lögin kveða svo á að veita megi sveitarfé- lagi sérstakan styrk eða lán úr Jöfnunarsjóði, ef það getur ekki með eðlilegum rekstri staðið straum af lögboðnum útgjöldum. Verði þessu ákvæði beitt, mun það án efa vekja kurr hjá þeim sveitarstjórnarmönnum sem telja sig hafa gætt hófsemi í fjárfestingum, vitandi að sú afstaða yki ekki sjálfkrafa vinsældir í næstu kosningum. En menn óttast að lán eða styrkir úr vanmegna Jöfnunar- sjóði dugi ekki til að rétta við fjárhag þeirra sveitarfélaga sem verst eru stödd. Talið er að til þess muni óhjákvæmilega koma að félagsmálaráðuneytið verði að beita því ákvæði í lögunum að svipta sveitarfélög fjárforræði og skipa þeim sérstakar fjárhaldsstjórnir. Margir velta því fyrir sér hvort félagsmálaráðuneytið ætti ekki að grípa í taumana áður en allt er í óefni komið. Þær vangaveltur snúast annars vegar um sjálfstæði sveitarfé- laga en hins vegar um ábyrgð ríkissjóðs. Enn þá fleiri spyrja hvað valdi því að fjárhagur margra sveitarfélaga er í rúst. Svarið við þeirri spurningu gæti leitt til uppstokkunar á allri opinberri stjórnsýslu og meðvitaðrar ákvörðunar stjórnvalda um það hvernig byggðin á að dreifast um landið. ÓP Af skoðanakönnunum Skoðanakannanir eru orðnar það tíðar að ekkert er líklegra en menn gefist brátt upp á því að taka eftir þeim. En því fer svo fjarri að senn komi að því að fjölmiðlar hætti að leggja út af skoðanakönnunum, enda eru þeir ekkert ofhaldnir af tilefnum til slíkrar iðju. Og vissulega eru þær spurning- ar margar sem skoðanakannanir síðustu daga vekja upp. Til dæm- is að taka hvílíkur feiknamunur er á könnun þeirri sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir Morgun- blaðið og þeirri sem birtist í DV á dögunum. Þar munar einna mestu um útkomu Alþýðuflokks- ins: Engu líkara reyndar en að fylgi hans geti rokið upp eða nið- ur um helming á fáum dögum. Og þá er að spyrja: Er þetta vegna þess að Félagsvísindastofnun sé miklu áreiðanlegri en DV? Eða stafar þessi mikli munur af því að fylgi flokka er orðið svo losara- legt, að það nægi að flokkur kræki sér í jákvætt fjölmið- laumtal eina helgi (t.d. í sam- bandi við flokksþing) til að slatti af stuðningsmönnum gefi sig upp sem annars sagði pass? Ánægjan og óánægjan Það sem þessum Klippara hér finnst merkilegast þegar skoðað- ar eru skoðanakannanir, eru svör manna við því hvort ræður meira um fylgi við flokk ánægja með hann eða óánægja með aðra. Það vekur til dæmis alveg sérstaka at- hygli að Kvennalistinn verður lægstur á blaði þegar skoðað er, hve mikill hluti væntanlegs fylgis velur flokk vegna „ánægjp með eigin flokk“. Aðeins 31% af fylgi Kvennalistans segist ætla að kjósa þann lista vegna slíkrar ánægju - en 47% segja það ráða mestu um valið að þeir séu óá- nægðir með aðra flokka. Hið síðarnefnda kemur ekki mjög á óvart: allir vita að ný hreyfing og óflekkuð af mála- miðlunum stjónarsamstarfs á sér mikla möguleika hjá þeim sem af einni eða annarri ástæðu eru þreyttir á „gömlum“ flokkum eða vilja refsa sínum flokki fyrir eitthvað það sem miður gott þyk- ir. Hitt er undarlegra, hve tala hinna ÁNÆGÐU er lág í dæmi Kvennalistans - vegna þess að sú hreyfing er tiltölulega ný, eins og margtuggið er, og hefur notið góðs af nýjabrumi og svo skini hinna mjúku mála sem svo heita og allsherjarfylgi (í orði að minnsta kosti) við málstað jafnréttis. Stjórnarandstaða með stjórn En í skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar er reyndar að finna ein svör sem bjóða upp á amk. hlutaskýringu á óánægju Kvennalistafylgismanna með V- Iistann. Þegar spurt er um það, hvort atkvæðið styðji þá ríkis- stjórn sem nú situr þá bregður svo við að 35 % Kvennalistaat- kvæða svara því játandi, meðan aðeins liðlega fjórðungur fylgis þessa stjórnarandstöðuflokks tel- ur sig stjórnarandstæðinga. Það hefur reyndar áður komið fram í skoðanakönnunum að það er vaxandi misræmi milli fylgis við flokka og fylgis við ríkisstjómir - svo virðist sem allstór hópur manna hafi einhverja sálræna þörf fyrir að halla sér að ríkis- stjórn, hverju nafni sem hún nefnist - eins þótt pólitískt hug- arfar þeirra sé utan stjórnarmyn- sturs. En það er samt einsdæmi að stærri hluti af fylgi stjórnar- andstöðuflokks séu stjórnarsinn- ar en fjandmenn stjórnar eins og í þessu dæmi hér. Og vísar það reyndar til þess að tilvistarvandi Kvennalistans sé mjög mikill: þar eru bersýnilega fleiri á því að nýta beri fylgi hans til þess að núver- andi ríkisstjórn rísi undir nafni félagshyggjustjórnar heldur en þær og þeir eru, sem vilja forðast það að „öðruvísi" hreyfing spillist af því að ganga inní kerfið eins og það heitir. Skemmtileg frétt Eins og við vitum eru fréttir í fjölmiðlum yfirleitt vondar frétt- ir. Fréttir eru fyrst og fremst sagðar af óáran, slysum, ham- förum og manndrápum. Ein- hverju sinni meðan bresk blöð sátu í Fleet Street var búin til ein- hver formúla fyrir fréttnæmi sem mun hafa verið á þessa leið: Einn Englendingur (dauður) er frétt, fimm Frakkar, tíu ítalir, þúsund Indverjar. I Chile gerist aldrei neitt (formúlan var náttúrlega rifjuð upp einmitt þegar Allende forseti var myrtur og Chile komst loksins á fréttakortið). Að vísu eru nokkur tilefni til jákvæðra frétta sem viðurkennd eru - svosem íþróttasigur, þrí- burafæðing, metafli eða Norður- landaráðsverðlaun. En þesssi til- efni eru venjulega svo fá að þau drukkna með öllu í neikvæðinu skelfilega. En svo eru það kyndugu frétt- irnar, þessar sem láta eitthvað uppi um fáránleika heimsins og eru að því leyti jákvæðar að þær glotta herfilega að hátíðleika hans. Ein slík kom í Morgunblað- inu í gær. Hún segir frá þeim merku tíðindum, að austurþýskt fyrirtæki var fengið til að byggja varaflugskýli fyrir Nató í Dan- mörku „og eru þau ætluð flugsveitum annarra Natóríkja sem koma munu Dönum til hjálpar, verði landinu ógnað“. Skýlin áttu að vera sprengjuheld og meir en sjötíu talsins. Ástæðan fyrir þessari upp- ákomu virðist hafa verið sú að landafræðiþekkingu sýnist fara hrakandi meðal Dana á minnis- lausrí sjónvarpsöld: Einhver ruglaði saman „austurrískur“ og „austurþýskur“ - og því fór sem fór. En skemmtilegast af öllu kann það þó að vera að ef til vill er Evrópa að þokast inní það ástand nú um stundir, að það skipti ekki lengur máli hver reisir flugskýli fyrir hvern - eða hvort þau rísa yfir höfuð. Fleiri stuðningsmenn Kvennalista HHmeð ríkisstjórn en á móti flH Austur-Þjóðverjar áttu Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm.Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiöslu-og afgreiðsiustjóri: Björn IngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.