Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN" Hvaö finnst þér um áfengiskaup forseta Hæstaréttar? Jóhann Kristins Mér Ifst engan veginn á þau. Það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt ef hann getur keypt áfengi til einkanota á þennan hátt. Jón Kjartansson Mér finnst þau mjög vafasöm, vafalaust á hann eftir að skýra það fyrir okkur almenning hvers vegna hann hefur keypt svona mikið magn. Guöbjörg Calmoy Mér finnst þetta ekki gott. Ég skil ekkert í manninum að gera þetta. Sigurður Waage Þetta sýnir bara sukkið hjá hinu opinbera, þetta dæmi sýnir bara lítið brot af því sem við- gengst. Eygló Jónasdóttir Mér finnst þetta mál ömurlegt og mikil skömm að þessu, mér finnst að hann ætti að segja af sér og það strax. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN eo4040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Bréfbátarigning Gyrðir: Ég er á móti reitskiptingu í bókmenntum. Mynd - ÞÓM. Gyrðir Elíasson: Ég læði ekki vofum inn í söguþráðinn til að vera þjóðlegur Gyrðir Elíasson leggur sitt af mörkum á jólamarkaðnum í ár. Mál og menning hefur gefið út eftir hann bókina Bréfbátarign- ingu, fjórar smásögur, sem allar tengjast á einhvern hátt. - Ég lít á þessa bók sem skrítna skáldsögu, segir hann. - Eða sem skáldsögu með töluverðu af eig- inleikum ljóðsins. Ég er alveg á móti þessari reitskiptingu í bók- menntum og held að það væri æskilegt að þessi form, ljóðið, skáldsagan og smásag'an, rynnu meira saman. Það er oft meira ljóð í skáldsögum en í ljóðabók- um, ef út í það er farið. Finnst þér enginn munur á að skrifa Ijóð eða skáldsögu? - Nei, ljóðið er ekki svo óskylt skáldsögunni. Fyrir mér er form- ið aukaatriði, ég sé ekki þennan mun sem alltaf er verið að tala um. Margir hafa furðulegar hug- myndir um form. Rétt eins og skáldsaga sé bara eitt ákveðið fyrirbæri og bók sé orðin að skáldsögu þegar hún er komin upp í ákveðinn blaðsíðufjölda. Mér finnst of lítið gert að því að líta á bókmenntir innan frá. Skoða uppsprettuna. Menn ein- blína á formið og sést yfir kjarn- ann. En það er sama hvaða form er valið, það eru alltaf lífsviðhorf höfundarins sem seytla inn í verk- ið, og það eru þau sem skipta máli þegar upp er staðið. Ég vil heldur líta á allt sem höfundur skrifar sem eina heild, sem hann rís sjálfur upp úr, hvert svo sem formið er. Stig af stigi Þú settist sem sagt ekki niður til að skrifa fjórar samtengdar smá- sögur? - Nei, ég vinn ekki meðvitað á þann hátt, þótt ég geri ekkert út í bláinn. En það sem ég geri er ekki fyrirfram ákveðið í smáat- riðum. Tengingin kom smám saman, ég hélt áfram með tvær persónur sem bregður fyrir í fyrstu sögunni (Tréfiski), og síð- an þróaðist þetta stig af stigi, ég fór að hafa eitthvað í hverri sögu sem tengdi hana við þá næstu. Nú eru þetta öðrum þræði mjög dularfullar sögur. Fullar af fyrirboðum, táknum og aftur- göngum. Var þetta ekkert skipu- Iagt fyrirfram? - Svona hlutir stökkvar bara inn í sögurnar hjá mér. Eru sam- ofnir mínu ímyndunarafli og þess vegna ekki endilega skipulagðir. Þetta er ekki neitt bók- menntatrikk, heldur hluti af minni hugsun. Svona lagað verð- ur að vera hluti af lífssýn höfund- ar til að vera sannfærandi. Ef dularfull fyrirbrigði eru hengd utan á sögur. verða þau eins og skröltandi niðursuðudós- ir. Ég skrifaði svona vegna þess að þannig fannst mér ég þurfa að gera það, ég læði ekki vofum inn í söguþráðinn til að vera þjóð- legur. Nú er Tréfiskur sú sagnanna þar sem dularfull fyrirbrigði eru hvað mest áberandi. Var endir- inn þá bara afleiðing þess sem þú varst búinn að skrifa, eða varstu búinn að ákveða hann? - Tréfiskur er kannski sú saga sem var mest skipulögð fyrir- fram, ég vissi hvað ég ætlaði að láta gerast, og fyrirbrigðin hlað- ast inn í söguþráðinn vegna þess- arar vitneskju minnar. Hvað með vængmanninn? - Ég vona að mér hafi tekist að negla hann nógu vel niður í hvers- dagsleikann svo hann virki líka raunsær. Verði ekki bara eins og einhver flugdreki. Hafi mér tek- ist það held ég að það séu meiri líkur til að það sitji eitthvað eftir hjá lesandanum. Það hefur mikið verið skrifað um alls konar flug- menn og vængjaða, svo ég tók þann pól í hæðina að gera hann allt öðruvísi, bæði mjög venju- legan og svo óvenjulegan. Hvað er raunveruleiki? - Ég held að þó að mikið af alls konar fyrirbrigðum komi fyrir í sögunum séu þær það mikið með fæturna á jörðinni að þær geti líka kallast raunsæjar. Ég vil helst rölta á þessari plankabrú á milli tveggja heima, þess „raunveru- lega“ og „óraunverulega“. Dregur þú skýr mörk þar á milli? - Það er auðvitað erfitt að draga mörkin. Og þegar eitt höfuð rúmar hvorttveggja hlýtur þetta að blandast saman. Það má líka spyrja sig hvað sé raunveru- leiki. Ég sætti mig ekki við hann eins gerilsneyddan og orðið raun- veruleiki virðist yfirleitt fela í sér. Svo þannig séð eru þessir heimar aðeins einn raunveruleiki sem ekki þarf að skipta niður. Þú sleppir alveg þræðinum með Friðrik sem allt í einu hefur eignast vængi. Var ekki freistandi að skrifa síðustu söguna um það? - Maðúr verður að gæta sín á að ofkeyra ekki hlutina, það er allt of auðvelt. Ég var með ýmsar hugmyndir að síðustu sögunni, og get ekki gert mér grein fyrir því hvers vegna Sumarhús þurfti endilega að vera sagan sem lok- aði bókinni. Kannski var það til- raun til að fá ákveðna fjarlægð á Friðrik, sýna hann á öðrum stað eftir langan tíma. Það getur líka verið að mér hafi fundist þessi heimur sagnanna orðinn of þröngur. En endir Sumarhúss kallast á við lok Tréfisks, og getur ef til vill skýrt eitthvað fyrir mönnum. lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.