Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.11.1988, Blaðsíða 6
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun nema á vorönn 1989 Innritun stendur nú yfir og henni lýkur 5. desemb- er. Þetta nám er í boði: I. Dagnám 1. Samningsbundið iðnnám 2. Grunndeild í málmiðnum 3. Grunndeild í tréiðnum 4. Grunndeild í rafiðnum 5. Framhaldsdeild í rafvirkjun/rafvélavirkjun 6. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun 7. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði 8. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun 9. Framhaldsdeild í bókiðnum (3. og 5. önn) 10. Framhaldsdeild í hárgreiðslu II. Framhaldsdeild í húsasmíði 12. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði 13. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði 14. Fornám 15. Almennt nám 16. Tækniteiknun 17. Rafsuða 18. Tölvubraut 19. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi) 11. Meistaranám III. Öldungadeild: 1. Grunndeild í rafiðnum 2. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun Fyrri umsóknir, sem ekki hafa verið staðfestar með skólagjöldum, þarf að endurnýja. Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu skólans. Innritun í einstakar deildir er með fyrirvara um næga þátttöku. Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 09.30 - 15.00, sími 26240. Iðnskólinn í Reykjavík ífrS' Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Ellimáldadeild Yf i rf élagsráðg jaf i Staða yfirfélagsráðgjafa (100%) í Ellimáladeild er laus frá 1. jan. 1989. Starfið felst í almennri stjórnun í deildinni, skipu- lagningu, félagsráðgjöf og meðferðarmálum. Nauðsynleg er menntun í félagsráðgjöf og á- kveðin reynsla. Umsóknarfrestur er til 4. desember n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 4. hæð. Upplýsingar gefa Anna S. Gunnarsdóttir og Þórir S. Guðbergsson í síma 25500. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Ellimáladeild Félagsráðgjafi Staða félagsráðgjafa (75%) í Ellimáladeild er laus nú þegar. Starfið er fólgið í almennum félagsráðgjafastörf- um í deildinni. Umsóknarfrestur er til 4. desember n.k. 'Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 4 hæð. Upplýsingar gefur Anna S. Gunnarsdóttir og Þór- ir Guðbergsson í síma 25500. SKÁK Ólympíuskákmótið Allt í jámum Jóhann hefur ívið lakari biðskák. Haldi hann jöfnu hafa íslendingar borið sigurorð af Kólombíumönnum AU góðar horfur eru á því að íslenska skáksveitin sigri þá kóiombísku á ólympíumótinu í hinni nafntoguðu borg Þessalón- íku. Þrem viðureignum lauk í gær og fóru leikar þannig að mör- landinn hreppti tvo vinninga en Karíbaninn einn. Skák Jóhanns og Zapata fór í bið. Að sögn Jóns L. Árnasonar á „okkar maður“ undir högg að sækja þótt liðsmunur sé enginn, báðir hafi á að skipa riddara og þrem peðum. Viðureign þessi verður til lykta leidd á dag og þá kemur í ljós hvort íslendingar hafa sigur eður ei. Jón L. stýrði svartstökkum í orrustu við Bageiro nokkurn. Hann lét það hvergi aftra sér frá því að sigra. Vörnin var bógóind- versk. Margeir Pétursson og García stigu léttan darraðardans á hvít- um reitum og svörtum. Kól- umbíumaðurinn þá drottningar- biskupspeð fjanda síns og fór því allt í bál og brand. Helgi Ólafsson lék svörtu liði gegn Adelo og fór halloka. Þeir tefldu svonefnt vængtafl. Kasparovslausir Sovétmenn urðu að láta sér lynda 4 jafntefli gegn Timmanslausum Hollend- ingum. Þrátt fyrir það bera þeir enn ægishjálm yfir aðra þátttak- endur. Könnun Kvennalistafólk með stjóminni Borgarar og kratar blendnir ítrúnni, Allaball- ar miklir stjórnarsinnar Meirihluti stuðningsmanna Kvennalistans er meðmælt- ur ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar þegar miðað er við þá sem afstöðu taka. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem birt hefur verið í pörtum í Morgun- blaðinu nú í vikunni. Ríkisstjórnin hefur þar meiri- hlutastuðning þeirra sem afstöðu taka einsog í öðrum könnunum undanfarið - 56%, þótt saman- Iagt fylgi stjórnarflokkanna sé aðeins 44,5%. í könnuninni er stjórnarstuðn- ingur sýndur í fylgishópi hvers flokks fyrir sig, og virðist stuðn- ingur við stjórnina mestur meðal Alþýðubandalagsmanna. 85% þeirra styðja stjórnina, 5% eru á móti og 9% taka ekki afstöðu. Framsóknarmenn fylgja sínum foringjum einnig þétt eftir, þar eru stuðningsmenn stjórnarinnar 79%, andstæðingar 8%, afstöðu- lausir 13%. Kratar virðast ekki standa eins fast að baki ráðherrum sínum, 68% styðja, nær þriðjungur, 31%, er andvígur, og 28% sitja hjá. Það sem á skortir hjá krötum bætist stjórninni hinsvegar upp í fylgishópi Kvennalista. Þar taka 39% ekki afstöðu, og af hinum eru stuðningsmenn mun sterkari, 35 gegn 26%. Borgaraflokks- menn eru stjórnarandstæðingar uppá 55%, en fimmtungur þeirra styður stjórnina -20%- og 25% taka ekki afstöðu. Meðal Sjálfstæðismanna eru línur skýrari, -74% þeirra segjast vera í stjórnarandstöðu. Heil 18% segjast þó óákveðin, og 9%, - hérumbil einn af hverjum tíu fylgismönnum Sjálfstæðisflokks- ins - styðja ríkisstjórn Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Samtaka um jafnrétti og félagshyggju. -m Englendingar og Bandaríkja- menn fetuðu í fótspor ofan- nefndra og sömdu um skiptan hlut á öllum borðum. Hinsvegar sigruðu Ungverjar Júgóslava og sitja því enn í þriðja sæti, næst á eftir þegnum Grétu og Betu. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: G. García Drottningarbragð þegið 1. d4-d5 2. c4-dxc4 3. Rf3-Rf6 4. Rc3-e6 5. e4-Bb4 6. Bg5-b5 7. a4-c6 8. e5-h6 9. exf6-hxg5 10. fxg7-Hg8 11. h4-g4 12. Re5-Hxg7 13. Be2-c5 14. dxc5-Df6 15. Rxg4-Bxc3+ 16. bxc3-Dxc3+ 17. Kfl-Hh7 18. BD-f5 19. Hcl-Db2 20. Hbl-Dc3 21. Bxa8-Hd7 22. Del-Dd3+ 23. Kgl-fxg4 24. Dxe6+-Kf8 25. Hel-Dd4 26. De8+-Kg7 27. h5-Hf7 28. h6+gefið. Ég er afi minn á sunnudag Á dagskrá til minningar um Magnús Jónsson kvikmyndalcik- stjóra, sem flutt er í tengslum við sýningu Kjuregej í Ásmundarsal, verður á sunnudag cndurflutt leikrit Magnúsar, Eg er afi minn. Þessi einþáttungur, í senn af ætt pólitískrar ádrepu og fárán- leika, var fyrst fluttur fyrir röskum 20 árum í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Hún hefur saman stefnt til leiklesturs öllum þeim sömu leikendum og þá fluttu verkið. Fyrri flutningur verksins var um síðustu helgi og dró furðulangt frá leiklestri til raunverulegrar sýningar. Ás- mundarsalur var þá troðfullur og leiknum mjög vel tekið. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN AFMÆLI___________ 80 ára Eiríkur Guðjónsson Hann afi varð 80 ára í gær! Það er svaka mikið. Hann er sko bú- inn að eiga oft afmæli. En afa finnst það ekkert merkilegt. Hann ætlaði bara að fara í vinn- una eins og hann er vanur í íshús- inu á ísafirði. Hann segist hvort sem er koma suður um jólin og þá verði bara afmælisveisla. Það skemmtilegasta við afa er að hann er aldrei fúll við okkur. Hann er alltaf í góðu skapi og skellihlær þegar við „ljónumst". (Það þýðir að slást.) Afa finnst meira gaman að fara á gömlu dansana en í þrjúbíó. Samt fer hann með okkur og þá kaupir hann alls konar gott, segir bara: Hvað viljið þið, vinir? Þá segir maður kannski ópal því það er ekkert dýrt en þá kaupir afi ópal, súkkulaði og popp og það þarf ekki að skipta á milli. Þetta er alveg satt. En afi er stundum reiður þegar hann er að tala um pólitík. Hann vill að allir hafi jafnt, ekki sumir ríkir og allir hinir blankir. Það heitir að vera sósíalisti, segir afi. Einu sinni var afi að lesa Mogg- ann. Þá segir einn kall við hann: Ertu að lesa Moggann, Eiríkur, þú komminn? Þá sagði afi bara: Ég þvæ mér vel á eftir. Til hamingju með afmælið, elsku afi. Eyjólfur og Þórólfur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.