Þjóðviljinn - 06.12.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 06.12.1988, Qupperneq 1
Þriðjudagur 6. desember 1988 262. tölublað 53. árgangur Útvarpsnefnd Jafnréttisráð Kæmr aldrei fleiri Á þessu ári hefur Jafnréttisráð fjallað um 15 kærur vegna brota á jafnréttislögum, og hafa kærur aldrei áður verið jafn margar á einu ári. Flestar kærurnar eða 9 talsins eru vegna mismununar atvinnu- rekenda á starfsfólki eftir kyn- ferði. Eru þetta þrisvar sinnum fleiri kærur af þessu tagi en ráð- inu barst á sl. ári. Búið er að afgreiða 6 af þessum 9 kærum og telur ráðið að um brot á jafnréttislögum sé að ræða í tveimur tilvikum. Happdrœtti Þjóðviljans Númerin á morgun Nú hafa skil borist frá umboðs- mönnum Happdrættis Pjóðvilj- ans, víðs vegar um landið. Vinningsnúmerin sem dregin voru út 10. nóv. sl. verða birt á morgun, í miðvikudagsblaðinu. Ríkisútvaipið á barnii gjaldþrots Skuldar hálfan miljarð og á í erfiðleikum með að standa við skuldbindingar sínar. Útvarpsnefndmenntamálaráðherraskilartillögumtil lausnar bráðavandanum í dag „Ríkisútvarpið skuldar um hálfan miljarð og það er alvarlega farið að nálgast að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar,“ sagði Ögmundur Jónasson, for- maður Útvarpsnefndar þeirrar sem menntamálaráðherra skip- aði til að leita lausna á hinum bráða fjárhagslega vanda ríkisút- varpsins. Mun nefndin skila til- lögum sínum til menntamálaráð- herra um fjárhagsvandann í dag en Ögmundur vildi ekki tjá sig um efni þeirra tillagna fyrr en þær hefðu verið afhentar ráðherra. Sagði Ögmundur að núverandi tekjustofnar ríkisútvarpsins, auglýsingatekjur og áskriftagjöld hrykkju ekki til. „Þaö hefur verið mikill hallarekstur á stofnuninni síðustu árin vegna þess að stjórnvöld hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar, auk þess sem áskriftagjöld hafa ekki feng- ist hækkuð. Stofnunin er að kom- ast í þrot og því skipaði ráðherra þessa nefnd til að leita ráða á þessu vandamáli. Auk þess á nefndin að líta til lengri tíma og skoða mál varðandi fjármögnun ríkisútvarpsins og þá reksturinn í varpsins," sagði Ögmundur Jón- ljósi breyttra aðstæðna í fjölmiðl- asson. un almennt á íslandi. Nefndin í nefndinni sitja auk Ögmund- þarf að leita svara við spurning- ar sem er formaður, Eiður unni hvert sé hlutverk ríkisút- Guðnason, Arnþrúður Karls- dóttir, Erna Indriðadóttir, Þór- hallur Arasaon frá fjármálaráðu- neytinu og Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri ríkisútvarpsins. - phh Utvarpsnefndin skilar fyrstu til- lögum sínum í dag. Staðan er svo slæm að RÚV getur nú vart staðið við skuldbindingar sínar. Eru auóir stólar bað sem blasir viö? Ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar fundar um tekjuöflun ríkissjóðs við forystukonur Kvennalistans ífjármála ráðuneytinu í gærkvöldi. Mynd - Jim Fjáröflunarfrumvörp Samstarf við stjomarandstöðu Fjármálaráðherra lagðifram þrjúfjáróflunarfrumvörp ígœr. Fulltrúar stjórnarflokkanna rœða við fulltrúa stjórnarandstöðunnar Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, kölluðu stjórnarand- stöðuna á sinn fund í fjármála- ráðuneytinu í gærkvöldi, þar sem þeir kynntu fyrir þeim þau fjár- öflunarfrumvörp sem ríkisstjórn- in hefur þegar lagt fram á Al- þingi, og þau frumvörp sem lögð verða fram á næstu dögum. Ólfur segir þetta vera tilraun til að þróa ný vinnubrögð á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, í ætt við það sem þekkist í nágranjialöndunum þar sem minnihlutástjórnir eða stjórnir með tæpan meirihluta, hafa náið samstarf við stjórnar- andstöðu. Þessi vinnubrögð eru nýlunda hér á landi. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gengu fyrst á fund ráð- herranna, sfðan fulltrúar Kvennalista og loks fulltrúar Borgaraflokks. Með þessu er tal- ið að ráðherrarnir vilji reyna að afla fjáröflunarfrumvörpum stjórnarinnar fylgis hjá stjórnar- andstöðunni og jafnvel semja við hana um einstaka liði þeirra. í gær lagði fjármálaráðherra fram þrjú fjáröflunarfrumvörp á Al- þingi. Fimm af fjáröflunarfrum- vörpun stjórnarinnar eru þá komin fram en tvö eru ókomin. Það eru frumvörp um tekjuskatt og sérstakan skatt á happdrætti. Frumvörpin þrjú eiga að tryggja ríkissjóði tæpa 2 miljarða í tekjur á næsta ári. Frumvarp um vöru- gjald vegur þyngst af þessum frumvörpum. Er áætlað að vöru- gjaldið skili ríkissjóði 2,7 milj- örðum í tekjur á næsta ári. Vöru- gjald verði í þremur flokkum, 25% á sælgæti,öli oggosdrykkj- um, 20% af heimilistækjum og byggingarvörum, sem áður báru 14% vörugjald, og 10% af timbri og sementi, ýmsum byggingar- vörum, húsgögnum og innréttingum. Hin tvö frumvörpin sem lögð voru fram í gær eiga að tryggja ríkissjóði um 350 miljónir í tekj- ur. Frumvarp um skattskyldu innlánsstofnana felur í sér að fjáröflunarsjóðir og veðdeildir verða skattskyldar að sama skapi og bankar. En fjármálaráðherra segir tekjur þessara aðila hafa verið 1 miljarð í fyrra. Þriðja frumvarpið framlengir skatt á lántökum erlendis með þeirri undantekningu, að lán sem tekin eru til björgunaraðgerða útflutn- ingsgreinanna verða ekki skatt- skyld: Þetta sagði Ólafur að ætti ekki bara að tryggja ríkissjóði tekjur, heldur draga úr erlendum lántökum og minnka um leið þenslu. -hmp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.