Þjóðviljinn - 06.12.1988, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.12.1988, Síða 5
FRETTIR Handbolti Naflaskoðun nauðsynleg Þrírþjálfararfengu að líta rauð spjöld í leikjum vikunnar. Guðjón Guðmundsson: Dómgœslan í góðu lagi í viðkomandi leikjum aráttan í 1. deild íslandsmóts- ins í handknattleik hefur vafa- lítið verið meiri að undanförnu en gengur og gerist í íþróttinni og hafa dómarar aldrei fengið á sig aðra eins gagnrýni og það sem af er vetrar. Fyrir vikið hafa þjálf- arar og leikmenn liðanna misst stjórn á sér í hita leiksins og fengu þrír þjálfarar að líta rauða spjaldið í vikunni sem er meira en góðu hófi gegnir. Leikirnir sem um ræðir eru leikur Víkings og Vals á miðviku- dag og leikur KR og FH daginn eftir. Stanislav Modrowski, þjálf- ari Vals, var rekinn úr húsi fyrir slæman munnsöfnuð og þeir Jó- hann Ingi Gunnarsson, KR, og Viggó Sigurðsson, FH fengu báð- ir rautt í seinni leiknum. Eru menn nú farnir að spyrja sig hvort það sé ekki eitthvað mikið að, annað hvort hjá dómurum ell- egar leikmönnum og þjálfurum, nema hvorum hjá tveggja sé. Óvenjumikill hamagangur „Þetta er nú óvenju mikill hamagangur í þessari viku,“ sagði Guðjón Guðmundsson, ein- hver mesti handboltaspekúlant hérlendis er Þjóðviljinn bar þetta undir hann. „Menn hafa alltaf fengið rauð spjöld öðru hvoru svo það þarf ekki að vera neitt alvarlegt en ég legg áherslu á að báðir þessir leikir voru mjög vel dæmdir. Ég hef skoðað þá á myndbandi og er leikur Vals og Víkings t.a.m. skólabókardæmi um vel dæmdan leik. Ég er líka þess fullviss að dómgæsla hér- lendis er engu lakari en annars staðar í heiminum. Hins vegar er handboltaíþróttin einfaldlega það dramatísk og heillandi að fyrir vikið geta menn átt erfitt með að halda stillingu sinni. En menn verða engu að síður að kunna orðbragði sínu takmörk og sumt sem heyrst hefur á ekkert skylt við íþróttina. Það sem vant- ar er einfaldlega alsherjar nafla- skoðun, hjá þjálfurum, leik- mönnum og dómurum." Dómgæslan ekki verri Modrowski, þjálfari Vals, ku hafa sagt dómara að stinga gula spjaldi sínu upp í afturendann á sér og efast eflaust enginn um réttmætti þeirrar brottvikningar, en mikla athygli vakti á fimmtudagskvöldið er þjálfarar beggja fengu rautt. „Ég fékk rauða spjaldið vegna þess að ég fór yfir miðlínu en ekki vegna kjaftbrúks," sagði Viggó Sigurðs- son í gær. „Ég hafði fengið á- minningu og fór tvívegis yfir mið- línu og því sætti ég mig fullkom- lega við þennan dóm. Mér fannst dómgæslan ekki verri nú en gengur, dómararnir gerðu fullt af mistökum en hvorugt liðið hagn- aðist sérstaklega á því, nema kannski í lokin þegar við hefðum átt að fá vítakast“. Viggó hefur einnig verið sak- aður um að slá stúlku sem var á vappi nálægt varamannabekk FH-inga í leikslok. „Mér finnst alltof mikið gert úr þessu máli því hér var um algert óviljaverk að ræða og stúlkan meiddist ekki neitt. Mér finnst mjög leiðinlegt að þetta skuli hafa átt sér stað en ég var að sveifla bók og í sama mund hljóp stúlkan fyrir mig,“ sagði Viggó ennfremur. Erfitt er að alhæfa um atvik mála í þessum mikla hitaleik en það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni hvort ekki þurfi strangari gæslu en nú er í Laugar- dalshöllinni. Þetta er örugglega eina íþóttahúsið á landinu þar sem krakkar geta verið á vappi nálægt varamannabekk leik- manna. En það er vonandi að.all- ir leggist eitt með að bæta það sem afvega fer í núverandi þjóar- íþrótt landans. Annars gæti farið svo að ársins 1988 verði minnst sem svarts árs í handboltasögu ís- lendinga! -þóm Síld Eyjólfur að braggast Norsk - íslenski síldarstofninn að rétta úr kútnum. Veiðanlegur hérlendis eftir 5-10 ár Q vo gæti farið eftir 5-10 ár að með að hann sé um 1,4 miljón O veiðar geti hafist á ný úr norsk-íslenska síldarstofninum hér við land. I sumar lögðu Sovét- menn fram gögn sem sýndu að sfld úr þessum stofni hefði fundist miklu vestar og norð-vestar við Noreg en gerst hefur í áraraðir. Hér er um að ræða þann síldar- stofn sem veiddur var fyrir Norð- urlandi hér á árum áður og lagði grunninn undir síldarævintýri þess tíma. Þegar hann var hvað sterkastur var hann um 10 milj- ónir tonna en í dag er reiknað tonn og uppistaða hans er árgang- urinn frá 1983. Að sögn Jakobs Jakobssonar forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar benda upplýsingar Sovét- manna til að miklar líkur séu á að stofninn sé orðinn það sterkur að hann leiti vestur yfir Atlantshafs- ála og hingað til lands eftir 5 -10 ár. Verði það að veruleika má allt eins búast við að sagan endurtaki sig í einhverjum mæli norður í landi og þar verði á nýjan leik veidd síld og söltuð. -grh DAGVIST BARIVA Forstöðumaður Staöa forstöðumanns á skóladagheimitinu Völvukoti er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. Einar Guðmundsson formaður félags eldri íbúa í Garðabæ t.h. á myndinni, tók fyrstu skóflutstunguna að íbúðunum en séra Bragi Friðriksson flutti bæn. Mynd-þs. Garðabœr Ibúðir fyrir eldri borgara Fyrsta skóflustungan að íbúð- um fyrir eldri borgara í Garðabæ var tekin um helgina, en það er Byggingafélag eldri íbúa í bænum sem stendur fyrir framkvæmdunum en félagið var stofnað fyrr í haust. Alls verða íbúðirnar 45 talsins en þær eru staðsettar í Hofsstað- atúni, norðan Vífilsstaðavegar, ofan við nýja miðbæinn. Byggt verður í þremur áföngum og eru 16 íbúðir í fyrsta áfanga sem framkvæmdir hófust á um helg- ina. Framkvæmdir við annan áfanga hefjast í vor og við þriðja áfanga um önnur áramót. íbúðirnar sem verða í sjátfs- eign, verða allar afhentar full- búnar ásamt sameign og lóð. Þjónustumiðstöð aldraðra og fatlaðra í Garðabæ er í Safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli sem er í næsta nágrenni við nýbygging- arnar. BOKAKLUBBUR ásknfenda Þjóðviljans Tilboð vikuna 6.-12. desember Tilboð okkar að þessu sinni er bókin Sjómenn og sauðabændur eftir Tryggva Emils- son, sem nýlega er komin út hjá Máli og menningu. Tryggvi Emilsson er fæddur árið 1902. Hann er einn þeirra manna sem hafa með miklum ágætum sýnt og sannað hve mik- ils megnugur sá arfur er og hefur verið sem kenndur er við ís- lenska alþýðumenningu. Tryggvi vann um langan aldur að reisn síns fólks með virkri þátttöku í verklýðshreyfingu og baráttu ís- lenskra sósíalista. En hann hafði jafnframt hugann við þá fýsn til fróðleiks og skrifta sem hefur orðið svo mörgum „langra kvelda jólaeldur". Hann orti kvæði af góðum hagleik og gaf út á bækur. En sinn góða sigur sem rithöf- undur vann hann með æviminn- ingum sínum, þriggja binda verki sem hófst með „Fátækt fólk“ og sameinar eftirminnilega þroska- sögu merkilegri vitneskju um það samfélag sem hefur verið í mótun á okkar öld. Bókinni „Sjómenn og sauða- bændur" er lýst á þessa leið í kynningu forlagsins: „Bók þessi er í senn ættarskrá og aldarspegill. Höfundur rekur þær ættir sem að honum standa og segir sögu forfeðra sinna allt að þrjár aldir aftur í tímann. Flestir voru þeir sjómenn og sauða- bændur og fær lesandinn hér merka innsýn í lífshætti alþýðu- fólks fyrr á tímum....Ættarskráin er þannig skrifuð að jafnframt mannanöfnum og ártölum er sagt frá landsháttum og öðru því er snertir daglegt líf fólksins, svo sem ýmsum fyrirbærum af völd- um náttúrunnar og ráðstöfunum valdsmanna.“ Bókin er 432 bls Okkar verö kr. 2.500 — Venjulegt verö kr. 2.875.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.