Þjóðviljinn - 06.12.1988, Page 7
VIÐHORF
Burt með guðlastið
- Breytum 125. grein
hegningariaga
er skringilegt fyrirbrigði í lýðræðisríki á ofanverðri tuttugustu öld að banna
skoðanir með lögum.“ Úr myndinni Síðasta freisting Krists sem trúar-
hópar hérlendis kröfðust að bannað yrði að sýna.
Ég var satt að segja næstum
búinn að gleyma því að guðlast er
bannað samkvæmt íslenzkum
lögum, þegar lærðir guðsmenn
kröfðust þess nýlega að fslend-
ingum yrði meinað að horfa á
bíómynd sem ekki samrýmdist
viðteicnum trúarkenningum. Þeir
vísuðu í hegningarlögin og Bibl-
íuna á víxl og sögðu að tilteknar
skoðanir og útlistanir í myndinni
gengju gegn ákvæðum laganna.
Þeir áttu gott fordæmi í Speg-
ilmálinu, þegar rnaður var dæmd-
ur fyrir guðlast á prenti.
Þetta er skringilegt fyrirbrigði í
lýðræðisríki á ofanverðri tuttug-
ustu öld, að banna tilteknar skoð-
anir með lögum. Þó þykjumst við
aðhyllast skoðanafrelsi og tján-
ingarfrelsi. í þágu almennra
framfara og menningar í samfé-
laginu. Gott ef ekki er eitthvað
minnzt á það í stjórnarskránni.
baki þessu liggur skynsamleg
hugsun, enda getur réttur manna
til þess háttar friðhelgi verið mik-
ilvægari en tjáningar- og athafn-
afrelsi, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum.
Þetta er hins vegar ákaflega
vandmeðfarin hugsun - hún er
jafnhættuleg og hún er skyn-
samleg. Hættan er vitanlega sú
sem var nefnd að ofan, að tiltekn-
ar skoðanir og athafnir séu bann-
aðar vegna þess að þær ganga í
berhögg við skoðanir annarra í
samfélaginu. 125. grein hegning-
arlaganna tekur ekki að fullu
Ieyti tillit til þessarar hættu.
Sjálfsagt er að hlífa fólki við
meiðingum og svívirðingum um
það sem því er kært, að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum.
Hins vegar verður ekki í fljótu
bragði séð hvað réttlætir að þar
séu trúarbrögð nefnd öðru frem-
ur. Allir borgararnir hljóta að
eiga rétt á jafnmikilli vernd,
hvort sem þeir aðhyllast trúar-
brögð eða ekki. Til eru þeir sem
aðhyllast engin trúarbrögð, en er
þó margt ákaflega kært. Þeir sem
trúa því t.d. að tilvera mannsins
sé hluti af langri þróunarsögu
geta móðgast illa þegar kristnir
menn kalla þær kenningar hlægi-
legar og heimskulegar. Svipað
má segja um fleiri. skoðanir og
aðra sannfæringu, sem þó er ekki
vernduð lögum samkvæmt. Þetta
er fyrsti gallinn á 125. grein hegn-
ingarlaganna.
1 öðru lagi má ekki í lagagrein
sem þessari gera upp á milli trúar-
bragða eins og þar er gert. Lög-
gjafinn á ekki að taka að sér að
skilgreina hverjir eru þess virði
að vera verndaðir. Þeir, sem að-
hyllast önnur trúarbrögð en þau
sem „lögleg“ eru, eru væntanlega
jafnviðkvæmir fyrir svívirðingum
um þau og hinir, sem hafa fengið
uppáskrift hjá löggjafanum.
Að hæðast
opinberlega
Lykilatriði í 125. grein hegn-
ingarlaga er að smánin og dár-
skapurinn verður að fara fram
opinberlega. Að öðrum kosti
telst athæfið ekki varða við lög.
Einn galli á þessu er sá, að ekki er
sagt nákvæmlega hvað orðið ,(op-
inberlega" merkir. Þess vegna
hefur reynst vandasamara en ella
að framfylgja þessum lögum.
Það má leggja ýmsar merking-
ar íþetta orð. I mestu alræðisríkj-
um er mönnum hegnt fyrir um-
mæli í einkasamtölum. A íslandi
hefur prentað mál þótt vera opin-
bert. Annars staðar nýtur fólk
meira tjáningarfrelsis. Ég hygg
að hin íslenzka skilgreining á
„opinber", eins og hún birtist í
réttarkefinu, sé of þröng til þess
að standast nánari skoðun.
Hverjar þær skorður sem lög-
gjafinn setur tjáningarfrelsi
þarfnast rökstuðnings. Ef vernda
á fólk fyrir svívirðingum um heil-
agar og kærar kenningar verður
a.m.k. að gera þá kröfu að athæf-
ið fari þannig fram að sá særði
hafi ekki átt þess kost að forða sér
undan því án mikillar fyrirhafnar.
Dæmi: Gefinn er út bæklingur í
örfáum eintökum og honum
dreift rneðal skoðanabræðra,
vina og vandamanna. Þeir sem
særast vegna innihaldsins hafa
einungis heyrt af því af afspurn og
það er þeim ekki til neinna óþæg-
inda. Ékki verður í þessu dærni
fundin réttlæting þess að refsa út-
gefandanum fyrir innihaldið og
útgáfuna. Að öðrum kosti liggur
beint við að refsa fyrir það sem
skrifað er fyrir enn færra fólk,
t.d. sendibréf. Og fara þá að
óskýrast mörkin milli opinbers
lífs og einkalífs.
Ríkisvaldið verður því að fara
varlega þegar það vill vernda fólk
gegn skoðunum annarra á trú
þess. Ef hinn særði á auðvelt með
að komast hjá því að kynnast
þessum skoðunum er vandséð
hvers vegna þær ættu að vera
refsiverðar. Annað dæmi: Bók
eða blað sem ligur á hillu er varla
rnikil svívirðing við þann sem
ekki sér það. Skoðanir í bíómynd
í Laugarásbíói geta ekki sært þá
sem ekki horfa á hana. í öðrum
tilfellum verður vafinn nteiri.
Auglýsingar í sjónvarpi og stór
auglýsingaspjöld á Lækjartorgi
eru líklega ekki þess eðlis að
auðvelt sé að komast hjá þeim án
nokkurrar fyrirhafnar.
Þetta gildir auðvitað ef til-
gangur laganna er að vernda fólk
fyrir meiðandi skoðunum, en
ekki ef tilgangurinn er að koma í
veg fyrir að skoðanir berist þeim
sem ekki særast vitund eða eru
þeim e.t.v. sammála.
125. grein hegningarlaganna
ætti að breyta í þá veru að skiljist
Guðlast í lö
Það er 125. grein hegningarlag-
anna sem bannar guðlast. Sam-
kvæmt henni er refsivert að draga
dár að eða smána opinberlega
„trúarkenningar eða guðsdýrkun
löglegs trúarbragðafélags“.
Þessari lagagrein þarf að
breyta. Vandinn við að löggjaf-
inn setji lög á borð við þessi ætti
að vera augljós. Enn standa alda-
gamlar deilur um kórrétt innihald
og réttmæti ýmissa „trúarkenn-
inga“ og „guðsdýrkunar" - þær
eru enn óútkljáðar meðal fræði-
manna og ekki séð fyrir endann á
því. Með fullri virðingu fyrir lút-
erskum, kaþólskum, vottum Je-
hóva og mormónum geta allir
þessir hópar ekki haft rétt fyrir
sér í einu og þess vegna hljóta
trúarkenningar þeirra einfald-
lega að skilgreinast sem skoðanir
þar til sýnt er fram á annað. Og
það samrýmist ekki hugmyndum
okkar um skoðanafrelsi og tján-
ingarfrelsi að mönnum sé bannað
að draga dár að eða smána skoð-
anir, jafnvel þótt margir aðhyllist
þær.
Þeir sem segja annað eru að
segja að öllum sé frjálst að tjá sig
um lífið og tilveruna, að því til-
skildu að það stangist ekki á við
ákveðnar trúarkenningar sem
ríkið hefur tekið að sér að fram-
fylgja. Það kallast að búa við lög-
regluríki.
Vemdumfólk-
ekki skoðanir
Guðlast er eflaust bannað sam-
kvæmt íslenskum lögum til þess
að hlífa trúuðu fólki við svívirð-
ingum og fúkyrðum í garð þess
sem því er óendanlega kært. Að
þriðja degi
Karl
Birgisson
skrifar
„Hverjar þœr skorður sem
löggjafinn setur tjáningarfrelsi
þarfnast rökstuðnings. Ef
vernda áfólkfyrirsvívirðing-
um um heilagar og kœrar
kenningar verðura.m.k. að
gera þá kröfu að athœfiðfari
þannigfram að sá sœrði hafi
ekki átt þess kost aðforða sér
undan þvíán mikillarfyrir-
hafnar. Dœmi: Gefinn er út
hœklingur í örfáum eintökum
og honum dreift meðalskoð-
anabrœðra, vina og vanda-
manna. Þeirsem sœrast vegna
innihaldsins hafa einungis
heyrtafþvíafafspurn ogþað
erþeim ekki til neinna óþœg-
inda. Ekki verður íþessu
dæmifundin réttlœting þess að
refsa útgefandanum fyrir inni-
haldið og útgáfuna. Aðöðrum
kosti liggur beint við að refsa
fyrir það sem skrifað erfyrir
enn fœrrafólk, t.d. sendibréf.
Ogfara þá að óskýrastmörkin
milli opinbers lífs og einka-
lífs. “
hvað átt er við með orðinu „opin-
bert“. íslenskir dómstólar hafa
bannað tímarit með vísan til lag-
anna. Enn liggur ekki fyrir hvort
guðlast er bannað í bíómyndum.
Úr þessu þarf að bæta og skil-
greina nánar í lögunum hvað telj-
ast refsiverðar skoðanir og við
hvaða aðstæður.
Veit það nokkur?
Nú þykir e.t.v. einhverjum
mikið mál gert úr stappi um kvik-
mynd sem aldrei var bönnuð.
Þessar hugleiðingar tengjast
henni þó ekki nema óbeint, enda
er hún aukaatriði. Aðalatriðið er
að til eru lög á íslandi sem dóm-
stólar geta notað til að réttlæta
ritskoðun. Hægt er að banna að
tilteknar skoðanir berist til fólks,
t.d. með tímaritum. Skoðanir
sem væntanlegur lesandi er
kannske sammála.
Ríkissaksóknari ákvað að
höfða ekki mál út af nefndri bíó-
mynd. Það var skynsamlegt. At-
hyglisvert var þó að heyra rök-
stuðning saksóknarans fyrir
ákvörðun sinni. Þar var ekki
minnzt á tjáningarfrelsi, skoð-
anamiðlun eða náttúru kvik-
mynda sem miðils, heldur sagt að
innihald myndarinnar teldist ekki
guðlast samkvæmt lögum.
Ekki var síður athyglisvert að
enginn blaðamaður spurði sak-
sóknarann frekar út í. Enginn
fletti upp í lagasafni til að athuga
hvað bókstafurinn segði svo hægt
væri að upplýsa lesendur um
hvað má og hvað má ekki á ís-
landi. Og að líkindum veit það
enginn enn. Veigaminni rnálum
hefur verið gefinn meiri gaumur.
Karl Th. Birgisson
Þriðjudagur 6. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7