Þjóðviljinn - 06.12.1988, Side 8
ÍÞRÓTTIR
Karfa
Grindavík stefnir í úrslit
Valur steinláfyrir Grindavík að Hlíðarenda. Keflavík marði KR. Haukar unnu nauman sigur á ÍR.
Njarðvíkingar tóku því létt gegn Þór
Síðasta umferðin í íslandsmót-
inu í körfuknattleik fyrir jólafrí
var háð um helgina en næstu
leikir verða ekki fyrr en 15. janú-
ar. Mikilvægasti leikur umferð-
arinnar var tvímælalaust viður-
eign Vals og Grindavíkur í íþrótt-
ahúsi Vals að Hlíðarenda, en liðin
voru jöfn að stigum fyrir þennan
leik. Grindavík vann furðu
auðveldan sigur í leiknum og er í
öðru sæti riðilsins og stefnir því í
úrslitakeppnina.
A-riðill
Valur-Grindavík.......75-89
Grindvíkingar eru í miklum
ham um þessar mundir og eru
t.a.m. eina lið deildarinnar sem
tekist hefur að vinna Njarðvík-
inga. Þessi lið berjast af harðfylgi
um sæti í úrslitunum og gæti þessi
leikur hafa skipt sköpum um
hvort liðanna hreppir úrslitasæt-
ið.
Leikurinn var jafn fyrstu mín-
úturnar en síðan tóku Suður-
nesjamenn öll völd. Þegar fyrri
hálfleik var lokið höfðu þeir náð
tólf stiga forystu, 35-47, og staða
Valsmanna ekki góð. í síðari
hálfleik breikkaði bilið enn frek-
ar en Grindvíkingar þurftu að sjá
á eftir Guðmundi Bragasyni af
Ieikvelli og Valsmenn minnkuðu
muninn fyrir vikið. Þeir náðu þó
ekki að koma í veg fyrir 14 stiga
sigur Grindvíkinga, 75-89.
Guðmundur Bragason var að
vanda bestur Grindvíkinga með-
an hans naut við og skoraði hann
r
. MTJK pu
laugabpögum?
Vinningstölumar 3. desember 1988
Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.604.166.-
Fimm tölur réttar kr. 2.580.206,- skiptast á 2 vinn-
ingshafa, kr. 1.290.103,- á mann.
Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 448,162,- skipt-
ast á 13 vinningshafa, kr. 34.474,- á mann.
Fjórar tölur réttar kr. 772.920,- skiptast á 180 vinn-
ingshafa, kr. 4.294,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.802.878,- skiptast á 5.599
vinningshafa, kr. 322 á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
24 stig. Steinþór Helgason var
einnig seigur og skoraði hann 21
stig, Jón Páll Haraldsson skoraði
16 stig, Hjálmar Hallgrímsson
13, Rúnar Árnason 11, Ólafur
Jóhannsson 3 og Guðlaugur
Jónssson 1.
Valsmenn léku ekki nógu vel í
þessum leik og stóð enginn þeirra
upp úr. Tómas Holton og Einar
Ólafsson voru atkvæðamestir
með 15 stig hvor en Matthías
Mattíasson skoraði 14. Hreinn
Þorkelsson skoraði 12 stig, Arnar
Guðmundsson 10, Bárður
Eyþórsson 4, Ragnar Jónsson 3
og Hannes Haraldsson 2.
Þór-Njarðvík..........88-99
Njarðvíkingar tóku þennan
leik ekki sérlega alvarlega enda
var hann nánast unninn fyrir-
fram. Þeir náðu fljótlega 10 stiga
forystu og héldu henni nánast til
leiksloka.
Friðrik Rúnarsson skoraði
mest Njarðvíkinga, eða 19 stig,
Hreiðar Hreiðarsson 18 og fsak
Tómasson 17. í liði Þórs var
Björn Sveinsson stigahæstur með
25 stig en Guðmundur Björnsson
gerði 16, Jóhann Sigurðsson 15
og Konráð Óskarsson 14 stig.
B-riðill
Haukar-ÍR.............82-80
Haukarnir unnu þarna mjög
nauman sigur á ÍR-ingum en
bæði lið eiga enn fræðilegan
möguleika á að komast í úrslitin.
Liðin skiptu með sér forystunni í
leiknum fyrir leikhlé en þegar
fyrri hálfleikur var allur höfðu
Haukar fjögurra stiga forystu,
49-45. ÍR komst síðan yfir í síðari
hálfleik og hafði leiddi leikinn
lengst af. Haukar voru þó ekki af
baki dottnir og sigu framúr á lok-
akaflanum.
fvar Ásgrímsson og Jón Arnar
Ingvarsson voru bestir í liði ís-
landsmeistaranna en sá fyrr-
nefndi skoraði 22 stig en Jón
skoraði þremur stigum færra.
Pálmar Sigurðsson skoraði að-
eins 10 stig að þessu sinni og það
sama gerði Henning Hennings-
son. Eyþór Árnason skoraði 7
stig, Reynir Kristjánsson 6,
Tryggvi Jónsson 4, og þeir Ingim-
ar Jónsson og Ólafur Rafnsson 2
stig hvor.
Sturla Örlygsson var sem fyrr
stigahæstur fR-inga, með 28 stig,
en Karl Guðlaugsson skoraði 20
stig. Björn Steffensen skoraði 10
stig, Jóhannes Sveinsson 8, Jón
Örn Guðmundsson og Ragnar
Torfason 6 hvor og Bragi Reynis-
son 2 stig.
Keflavík-KR...........74-73
Keflvíkingar tróna á toppi rið-
ilsins eftir þennan sigur á KR sem
gat ekki tæpari verið. Leikurinn
var mjög jafn en KR-ingar leiddu
í hálfleik með sjö stigum, 37-44.
Keflvíkingar komust yfir fljót-
lega í síðari hálfleik en ávallt var
mjög mjótt á mununum. Heima-
menn voru þó sterkari á loka-
sprettinum og sigurinn varð
þeirra, 74-73.
Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 18,
Jón Kr. Gíslason 17, Sigurður
Ingimundarson 16, Axel Nikulás-
son 13, Nökkvi Jónsson 8 og Ein-
ar Einarsson 2.
Stig KR: Ólafur Guðmunds-
son 17, Matthías Einarsson 13,
Jóhannes Kristbjörnsson 11, Lár-
us Valgarðsson 8, Gauti Gunn-
arsson 7, ívar Webster 7, Birgir
Mikaelsson 6 og Lárus Árnason
4.
-þóm
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Guðmundur Bragason og félagar hans í liði Grindavíkur hafa leikið
mjög vel að undanförnu og stefna nú í úrslitakeppnina.
Handbolti
Jafnt í Höllinni
Fram og ÍBV skildu jöfn ífrestuðum
fallbaráttuslag
Einn leikur var í 1. deild hand-
boltans um helgina en það var
leikur Fram og ÍBV sem frestað
var á sínum tíma vegna veðurs.
Liðin eru bæði í fallbaráttu
deildarinnar og fór svo að lokum
að 40 mörk voru skoruð í
leiknum, sem skiptust bróðurlega
milli beggja liðanna.
Enda þótt Sigurður Gunnars-
son sæti á varamannabekk Eyja-
Staðan
A-riðill
Njarðvík 16 15 1 1428-1173 30
Grlndavík 17 10 7 1384-1275 20
Valur . 16 9 7 1346-1222 18
Þór . 16 2 14 1210-1497 4
ÍS . 16 1 15 1016-1510 2
B-riðill
Keflavík 16 13 3 1392-1152 26
KR . 17 12 5 1356-1263 24
Haukar.. . 15 7 8 1420-1340 16
ÍR . 16 8 7 1213-1212 16
Tindastóll 16 3 13 1278-1421 6
manna í fyrri hálfleik höfðu þeir
lengst af forystuna en skömmu
fyrir leikhlé náðu Framarar að
jafna, 11-11. í síðari hálfleik
snerist dæmið síðan við og Fram-
arar höfðu leikinn í sínum hönd-
um í lokin. Þeir höfðu tveggja
marka forystu, 19-17 og 20-18, en
Vestmannaeyingar jöfnuðu af
miklu harðfylgi 20-20.
Birgir Sigurðsson var bestur
Framara og þeirra markahæstur
með 6 mörk. Tryggvi Tryggvason
skoraði 5, Hermann Björnsson 3/
1, Júlíus Gunnarsson 3, Agnar
Sigurðsson 2 og Ragnar Hilmars-
son 1.
í liði Eyjamanna var Sigur-
björn Óskarsson atkvæðamestur
með 6/2 mörk en Tómas Ingi
Tómasson skoraði 4, Sigurður
Vignir Friðriksson 3, Sigurður
Friðriksson 2/1, Sigurður Gunn-
arsson 2, Þorsteinn Viktorsson 2
og Óskar Brynjólfsson 1.
-þóm