Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 1
Axarfíörður Olía - eða þingeyskt gas? Olíuvonir eftir að orkustofnun finnur lífrœnt gas í borholu í Öxarfirði. Ólafur Flóvenz: Frekari rannsóknir nauðsynlegar Örlítill vottur af lífrænu gasi hefur fundist í borholu í Axarfirði sem Orkustofnun boraði í sam- ráði við heimamenn sl. haust. Það gefur vísbendingu um að olíu geti verið að finna í setlögum í fírðinum. Að sögn Ólafs Flóvenz jarð- eðlisfræðings hjá Orkustofnun kom þessi niðurstaða vísinda- mönnum Orkustofnunar á óvart því fæstir höfðu búist við að finna lífrænt gas úr þessari holu, sér- staklega eftir árangurslausar bor- anir í Flatey á Skjálfanda. Ólafur sagði að ekki mætti búast við að hægt yrði að vinna olíu úr jörðu í firðinum þrátt fyrir þennan fund. Hann sagði að þarna væru samt sem áður Iífræn setlög sem gætu brotnað niður en það væri for- senda þess að þarna gæti verið olía. Ólafur sagði allt óljóst um framhaldið í þessu máli en fleiri sýni verða væntanlega send til Englands til frekari rannsókna. Þegar hafa verið boraðar 6 - 7 holur í Axarfirði fyrir fisk- og eldisfyrirtækið Silfurstjörnuna og hafa borið góðan árangur. Enda vonast heimamenn eftir að fisk- eldið verði framtíðaratvinnu- grein heimamanna í ljósi þeirra miklu erfiðleika sem hefðbund- inn landbúnaður í sveitinni á við að etja og sjávarútvegur á Kópa- skeri. -grh Skátar Viðbúnir í dósimar Söfnun á einnota drykkjarumbúðum. íslendingar tœma um 50 miljónir umbúða á nœsta ári - Þetta er mikið þjóðþrifamál, og ég vona að stjórnvöld taki sér tak, sagði Tryggvi Páll Friðriks- son formaður Landssambands hjálparsveita skáta, þegar skáta- hreyfingin kynnti í gær hugmynd- ir sínar um að taka að sér söfnun á einnota umbúðum um land allt. Áætlað er að á næsta ári tæmi íslendingar allt að 50 miljónir einnota umbúðir fyrir öl og gos- drykki árlega. Þetta kemur fram í greinargerð sem skátar hafa sent frá sér vegna þessa máls. Þar kemur einnig fram að skátar vilja fá uppí söfnunarkostnað með gjaldi á allar einnota umbúðir. -sg Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi og leikari er hér ásamt nokkrum öðrum skátum að koma áldósum í sérstaka vél sem pressar þær saman þannig að hentugt er að senda þær utan til endurvinnslu. (Mynd Jim Smart.) Uppruni tegundanna Naut hakkað úr svínunum Verðlagsstofnun: Dœmi um svínakjöt og kindakjöt í nautahakki. Lítil tengsl á milli verðs og gœða Komið hefur á daginn að nautahakk er stundum ekki nautahakk heldur blanda úr ýms- um kjöttegundum, úr svínum, kindum og nautum, og sem Verð- lagsstofnunarmenn segja ekkert annað en vörusvik. Þá eru lítil tengsl á milli verðs og gæða. Þetta eru niðurstöður könnun- ar sem Verðlagsstofnun gerði í nóvember um verð á nautahakki í 32 verslunum og hjá 7 kjötiðnað- arstöðvum. Keypt voru sýni og send til greiningar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og þar kom í ljós að í mörgum tilfellum var ekki um að ræða hreint nautahakk heldur blöndu úr margvíslegum tegundum. Þá reyndist vera lítið samband á milli fituinnihalds og verðs. Dýr- asta hakkið sem kostaði 630 krónur kílóið frá Kjörmarkaði KEA var feitast með 12% fitu. Ódýrast var það hinsvegar hjá Vogaveri eða 420 krónur kílóið með 7,5% fitu. Þeir sem hafa ástundað þessi vörusvik og upp komst f um í könnun Verðlagsstofnunar voru kjötvinnslan Goði og verslanirn- ar Arnarhraun og Kostakaup sem blönduðu nautahakkið með svínakjöti. Aftur á móti blönduðu eftirtaldir aðilar nauta- hakkið með kindakjöti: Kaupfé- lag Hafnarfjarðar, Miðvangur, Kjötbúr Péturs, Kjötvinnsla Dúdda Akureyri og Kjörmark- aður KEA á Akureyri. í framhaldi af niðurstöðum þessarar könnunar telur Verð- lagsstofnun að setja þurfi á- kveðna framleiðslustaðla fyrir vörur eins og nautahakk til að fyrirbyggja vörusvik á nauta- hakki í framtíðinni. -grh Risaveldin Gorbatsjov vestra Míkhaíl Gorbatsjov, Raísa kona hans, Shevardnadze utan- ríkisráðherra og fleira sovéskt stórmenni flaug til Bandaríkj- anna í gær. í dag verður aðalritarinn og forsetinn einkar önnum kafinn maður. Fyrst mun hann ávarpa Alsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna og er búist við undrum og stórmerkjum. Að því loknu fer hann á fund þeirra fóstbræðra og „forseta- feðga“ Georges Bush og Rónalds Reagans. Þar verður margt skraf- að drjúga stund. Forsetahjónin gersku halda til í New York á meðan á heimsókn- inni stendur og gista í híbýlum sendinefndar Sovétmanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Sjá síðu 13. Bindindismenn Fríðindi verði afnumin / andstöðu við heilbrigðisstefnu Samvinnunefnd bindindis- manna hefur beint þeim tilmæl- um til stjórnvalda að afnumin verði öll fríðindi einstaklinga og stofnana varðandi áfengiskaup. Telja bindindismenn að með slíkum fríðindum sé í raun verið að stýra framboði og ýta undir áfengisneyslu, en það sé vandséð að áfengar veitingar á vegum ríkisins séu heiliavænlegar í bráð eða lengd. Því beri ríkinu að vinna að því að boðnar séu óá- fengar veitingar. Áfengisfríðindi samræmist ekki jöfnuði í skattlagningu á neysluvöru og „eru í beinni and- stöðu við þá heilbrigðisstefnu sem miðar að því að draga úr á- fengisneyslu um fjórðung til alda- móta,“ eins og segir í fréttatil- kynningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.