Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 6
þJ ÓÐVI Ll IN N Malgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Þingmenn í prófi Hin knappa staða ríkisstjórnarinnar á þingi veldur því að næstu vikur verða mjög fróðlegar í íslenskri pólitík. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa meirihluta þingmanna og meirihluta þegar talin eru atkvæði að baki þingflokkum en skortir styrk til að koma frumvörpum hjálparlaust gegnum neðri deild. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru þrír, af mjög mis- jöfnum pólitískum toga. Ljóst er að þeir geta ekki fellt stjórnina þótt þeir leggi allir saman, hvorki með van- trausti né með því að standa í vegi fjárlaganna. Þeir geta hinsvegar lamað hana ef þeir beita sér allir í senn, - og huldumaðurinn líka - en jafnvel þótt þeim tækist að fella stjórnina á hnén hafa stjórnarandstöðuöfl á þinginu ekki styrk til að gefa út dánarvottorð ein og sér. Þetta er baksvið þeirra einstæðu viðburða að ráð- herrar sitja á fundum með forystumönnum úr hverjum stjórnarandstöðuflokkanna og leita leiða til samkomu- lags um þau lagafrumvörp sem skipta mestu máli. Sumum frumvarpanna hefur þegar verið tryggður nægilegur þingstuðningur, sennilegt að öðrum verði breytt til að tryggja þeim stuðning, einhver áform stjórnarliða ná líklega ekki fram vegna stuðningsleysis á þingi. Þessi gangur mála sætir tíðindum á íslandi, en er hinsvegar kunnugur þeim til dæmis sem fylgjast með fréttum af danska þinginu og því norska. Ef vel er á haldið getur þessi staða eflt mjög þingræði hérlendis. Hún getur komið til vegs nýjum vinnubrögðum í sam- skiptum stjórnarflokka og stjórnarandstöðuflokka. Þessi staða gæti líka eflt þá virðingu alþingis sem oft hefur farið fyrir lítið hjá þeim sem bæla ráðherrastóla og einatt litið á alþingi sem ómerkilega afgreiðslustofnun. Eitt af þeim skilyrðum sem sýnist sjálfsagt að stjórnar- andstæðingar setji fyrir hjálp sinni er einmitt að stjórn- arliðar virði að fullu jaann rétt og þá skyldu þingsins að kynna sér málin rækilega og ræða þau í góðum tíma og með fullum hvíldum, - þótt séraðstæður valdi því að ríkisstjórnin renni nú í gamla farið með maraþonfundi frammað jólum og hugsanlega milli jóla og nýjárs. Það er ekki við því að búast að Sjálfstæðisflokkurinn sé í standi til að leika annað hlutverk við þessar að- stæður en það að vera á móti öllu því sem frá stjórninni kann að koma, jafnvel því sem flokkurinn studdi þegar hann var sjálfur í stjórn fyrir nokkrum mánuðum. Mark- mið flokksins nú er að geta sleikt sárin meðan vinstri- stjórnin klúðri efnahagsmálunum, - síðan geti flokkur- inn aukið flokkadrætti á þingi og í samfélaginu og kom- ist til valda stór og sterkur. Það reynir hinsvegar meira á þá nýju þingflokka sem boðað hafa ný vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum, Borgaraflokk og - sérstaklega - Kvennalista. Þeir hafa nú tækifæri til að slá í einu höggi tvær flugur: hrekja annarsvegar það hald almennings að ekki fari mjög fyrir ábyrgð á þeim bæjum, hafa hinsvegar áhrif bæði á stjórnarstefnu og starfshætti alþingis. Það reynir líka á stjórnlist leiðtoga ríkisstjórnarflokk- anna, og það reynir ekki síður á einstaka þingmenn þar innanstokks. Það er vís vegur niðrávið að menn séu í krafti hins knappa meirihluta að reyna að fleyta gælu- verkefnum sínum áfram með hótunum. Næstu vikur ganga þingmenn því undir próf með ýmsum hætti, skriflegt próf í þingræði og munnlegt próf í pólitískri átDyrgð, leikfimipróf í samskiptalipurð og verklegt í ökuleikni, samviskupróf um hentugleik og stefnufestu. Sá er munurinn á þessum prófum og í skólunum að hin samanlagða aðaleinkunn er ekki próftakanna held- ur samfélagsins. Falleinkunn mundi hinsvegar gilda bæði fyrir þjóðfélagið og þingmennina. -m KLIPPT OG SKORIÐ Hvað eru frjálslyndir jafnaðarmenn? Á þingi Alþýðuflokksins á dögunum var meðal annars rætt um það á „hliðarfundi" hvers vegna það væru svona margir vinstriflokkar í landinu. Og hvort nú væri ekki lag til að sameina flokka og búa til stóran jafnaðar- mannaflokk? Pessi umræða kemur upp öðru hvoru og byrjar þá venjulega á staðhæfingum um að flokkakerf- ið sé úrelt og mál til komið að stokka það upp. Um þetta talaði t.d. Óskar Guðmundsson, rit- stjóri Þjóðlífs, á fyrrnefndum hliðarfundi. Hann var á samein- ingarbuxum og sagði að í raun- inni væri hópur sem hann kallaði „frjálsynda jafnaðarmenn" stær- sti flokkurinn íþjóðfélaginu. Þeir ættu skoðanasystkin ekki aðeins í Alþýðubandalaginu og Alþýðu- flokknum, heldur og meðal fylgismanna Kvennalistans, Framsóknarflokksins. Borgara- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Ef að við megum skilja það svo að „frjálsyndir jafnaðarmenn" séu þeir sem aðhyllast blandað hagkerfi, séu ekki á neinum þjóðnýtingarbuxum en vilji beita pólitískum ráðum til meiri tekju- dreifingar og eflingar félagslegs öryggiskerfis, þá er þetta vafa- laust rétt hjá Óskari. Þessi sam- nefnari nær yfir mikinn fjölda fólks sem dreift er um allt flokka- kerfið. Vandinn er barasta sá að slík samstaða um óbreytt ástand, mildað með ögn meiri félags- hyggju, er í tímans rás orðin svo sjálfsögð að það eru ekki nema hörðustu nýfrjálshyggjumenn sem nenna að deila á hana. Manni finnst einhvernveginn sem það sé ekki nógu mikið púður í samstöðu hinna „frjálslyndu jafnaðarmanna" til að það dugi til að skjóta þeim inn í nýja og sameinaða og öfluga hreyfingu. Lífseigla pólitískra flokka Þetta er ekki sagt til að réttlæta þá flokka sem til eru og eru, eðli sínu samkvæmt, allir á þeim bux- um að efla sjálfa sig til að styrkja stöðu sína gagnvart öðrum. En reynslan, bæði hér á landi og ann- arsstaðar, sýnir það, að það þarf eitthvað mikið til að flokkar gef- ist upp á sinni sjálfsverndarvið- leitni. Það gerist í rauninni ótrú- lega sjaldan að flokkar renni saman. Það er hinsvegar ekkert algengara en að nýir flokkar verði til: byltingaróþreyjuflokkar út úr krataflokkum, græningja- flokkar og kvennaflokkar út úr „gömlum" vinstriflokkum, Gli- strupflokkar eða Le Pen flokkar út úr virðulegum borgaraflokk- um og þar fram eftir götum. Eitt sérstætt dæmi: á Ítalíu eru ekki barasta til stórir og sögufrægir flokkar kommúnista og sósíal- ista, PCI og PSI. Þar er enn við lýði lítill flokkur hægrikrata, PSDI, sem ekki getur með nokkru móti hætt að vera til, eins þótt vafasöm tengsl sumra for- ystumanna hans við mafíuna hafi leikið hann grátt. Það kemur reyndar fyrir að flokkar detta upp fyrir, en það er ekki vegna þess að þeir sameinist öðrum, heldur vegna þess að kjósendurnir eru horfnir og ekkert við að vera lengur. Hvers vegna eru flokkar svona lífseigir? Því verður náttúrlega ekki svarað í fljótheitum. En ein ástæðan er vafalaust sú, að hver um sig kom sér upp vissri „póli- tískri menningu" á grundvelli þess sem hann kýs að kalla sínar hugsjónir. Þessi „pólitíska menn- ing“ (blanda af hugmyndum um hið æskilegasta þjóðfélag, við- brögðum við „óvinum“, að ó- gleymdu vissu helgisiðahaldi) verður síðan eins og andleg heimkynni manna, partur af þeirra sjálfsskilningi. Og honum vilja þeir ekki fórna fyrir ein- hverja andlega óvissu. Að vísu hefur mjög dregið úr því að menn líti á pólitíska flokka og hreyfing- ar sem sitt athvarf, einskonar stórfjölskyldu. Og því hefur flokkum yfirleitt hnignað sem samtökum. Vegna þess að ekkert hefur komið í staðinn til að blása í þá lífi. Og það - að nýr lífsandi berst ekki - er ekki síður áfellis- dómur um þjóðfélag, sem mjög er þrúgað af einstaklingshyggju, en um flokkana sjálfa. Að leita sér næringar Hér skulu engir spádómar uppi hafðir um sameiningarmöguleika flokka sem halla sér á vinstri væng í íslenskum stjórnmálum. En vinstrimenn geta samt gert ýmislegt til að bæta sambúðar- hætti sína. Það væri til dæmis strax mikill munur ef þeir gætu komið sér upp viðræðusiðum sem væru í anda þeirrar kurteisi og málefnabúnaðar, sem ítalskir flokkar hafa einatt sýnt hver öðr- um og þá ekki síst kommúnistar og sósíalistar. í annan stað er það alveg rétt sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á margnefndum hliðarfundi út frá Alþýðuflokks- þingi: það skiptir meiru að félags- hyggjuöfl sameinist um „að leita sér næringar" en að þau sameinist um að stjórna „einhverju" (við gætum bætt við: til dæmis kreppu fjárfestingarglaðra frjálshyggu- manna). Höfuðvandi þeirra sem á vinstri væng standa kristallast einmitt í því hvernig núverandi ríkisstjórn varð til. Menn þurfa að bregðast við einhverjum upp- ákomum. Venda þjóðarskútunni snarlega. Og hafa þeim mun minna svigrúm til að hugsa sitt ráð um það, hvert menn vilja halda með þetta skrýtna þjóðfé- lag okkar, sem langar mest til að segja sig til sveitar með 48 fer- metra húsnæði á hvert nef og svo gott sem bíl að auki. Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsímí 681348 Útgofandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:DagurÞorleifsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, HeimirMár Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri.-HállurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétúrsdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Siqríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýaingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Askriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 7. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.