Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 5
Christian Roth, forstjóri afhenti fulltrúum Félags einstæðra for- eldra peningaupphæð og eru Edda Ragnarsdóttir, form. FEF og Jóhanna Kristjónsdóttir form. húsnefndar með Roth á mynd- inni. ' lr,. . „ Alfelagið Styrkir í stað gjafa Fulltrúar Félags einstæðra for- eldra veittu á dögunum móttöku peningaupphæð frá íslenska álfé- laginu, en þar til á síðasta ári hef- ur það verið venja hjá fyrirtæk- inu að senda jólagjafir til við- skiptavina og stofnana. Nú var ákveðið að breyta til og svipaðri fjárupphæð og áður var varið til gjafa og að styrkja samtök hér- lendis sem hafa að markamiði að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum. * Fyrir valinu við þessa fyrstu út- hlutun varð Félag einstæðra for- eldra. Edda Ragnarsdóttir, form. FEF og Jóhanna Kristjónsdóttir form. húsnefndar þágu boð fé- lagsins um að skoða verksmiðj- una og síðan hádegisverð í boði þess. Þar sögðu þær stöllur frá starfsemi Félags einstæðra for- eldra og svöruðu spurningum stjórnarmanna. Stjarnfrœði Áhugamenn í félagi Á dögunum var stofnað í Reykjavík Stjarnvísindafélag ís- lands. Markmið félagsins er að efla stjarnvísindi á Islandi. I þeim tilgangi mun félagið meðal ann- ars stuðla að vexti og viðgangi rannsókna í stjörnufræði og stjarneðlisfræði hér á landi og leitast við að efla kynni íslenskra stjarnvísindamanna innbyrðis og við aðra áhugamenn um stjarnvísindi í landinu. Félaginu er ætlað að vera vett- vangur fræðslu og skoðanaskipta um stjarnvísindaleg efni og mun það fyrst í stað gegna því hlut- verki sínu með því að halda umræðu- og fyrirlestrafundi. Síð- ar, þegar félaginu hefur vaxið fiskur um hrygg, er reiknað með að það gefi út fréttabréf og standi fyrir ráðstefnum á sviði stjarnvísinda, annað hvort eitt sér eða í samvinnu við önnur fé- lög. Eitt af meginverkefnum félags- ins er að beita sér fyrir auknum samskiptum íslenskra og er- lendra stjarnvísindamanna. Það mun koma fram fyrir hönd félags- manna á erlendum vettvangi og vera aðili að alþjóðasamtökum og alþjóðas'amvinnu á sviði stjarnvísinda. Félagið mun fylgjast með kennslu í stjörnufræði í íslensk- um skólum og vinna að framför- um á því sviði. Jafnframt mun það beita sér fyrir aukinni al- menningsfræðslu um stjarnvís- indin og sögu þeirra. Formaður félagsins er Einar H. Guðmundsson stjarneðlisfræð- ingur, en auk hans sitja í stjórn- inni stjarneðlisfræðingarnir Ein- ar Júlíusson og Karl Jósafatsson. — Grœnfriðungar Vilja samstarf við íslendinga 5700 kjarnorkusprengjur og282 kjarnakljúfar á sveimi íhöfunum umhverfis Norðurlönd. ísland gœti gegntforystu í baráttufyrir kjarnorkulausum höfum að eru fleiri umhverfisvand- amál en útrýmingarhætta hvalastofnanna sem við sinnum hjá Greenpeace, sagði Jakob Lagerkranz, starfsmaður sam- takanna í Gautaborg í samtali við Þjóðviljann. Eitt alvarlegasta umhverfisvandamálið sem steðj- ar að okkur hér á norðurslóðum er losun eiturefna og geislavirkra úrgangsefna í hafíð og síaukin kjarnorkuvígvæðing á höfunum. Baráttan gegn þessari hættu verður ekki háð nema með víð- tæku samstarfi, og við hjá Green- peace teljum að Island geti gegnt forystuhlutverki í slíkri baráttu á alþjóðavettvangi. Lagerkranz sagði að sam- kvæmt þeim athugunum sem Greenpeace hefði gert með að- stoð færustu sérfræðinga mætti ætla að að j afnaði séu um 500 skip og kafbátar með um það bil 5700 kjarnorkusprengjuhleðslur um borð á sveimi í höfunum um- hverfis Norðurlöndin að Eystra- saltinu meðtöldu. Hluti þessara skipa er kjarnorkuknúinn og hafa um borð samtals 282 kjarn- akljúfa, eða 80 kjarnakljúfum meira en starfræktir eru á landi í allri Evrópu vestan Úralfjalla. Hættan af kjarnorkukljúfum um borð í skipum er sú hin sama og í landi, nema hvar þar við bætist að þessi skip geta sokkið eins og önnur skip. Þannig gerðist það í október 1986 að sprenging varð um borð í sovéskum kafbát í Atl- antshafi, um 2000 km suðaustur af New York. Sprengingin olli því að kafbáturinn sökk 2 dögum síð- ar með a.m.k. 17 kjarnorku- sprengjur og kjarnakljúf sem hef- ur að geyma geislavirk efni sem eru að magni til 20 sinnum meiri en losaðist út í andrúmsloftið í Tsjernobyl. Enginn veit hvernig báturinn kom niður á hafsbotn- inn eða hvernig hann laskaðist, en það er bara tímaspurning hve- nær þessi geislavirku efni fara að streyma út í hafið. Það getur ver- ið spurning um áratugi eða aldir, en það sjá allir að þetta er vitfirr- ing. Allt frá því að framleiðsla kjarnorkuvopna hófst hafa kjarnorkuveldin tapað a.rn.k. tveim kjarnorkusprengjum í haf- ið á ári hverju að meðaltali. Við hjá Greenpeace trúum því að fs- lendingar skilji þá hættu sem í þessu er fólgin betur en aðrir, og við erum reiðubúnir að taka upp samstarf við íslendinga um að skipuleggja alþjóðlega baráttu gegn kjarnorkuvígvæðingu á höfunum. Ólík afstaða í hval- amálinu má ekki koma í veg fyrir það og við teljum einnig að til- lögur þær sem komið hafa fram á Alþingi um 3 ára hlé á hval- veiðum sé viðunandi málamiðl- un. Jakob Lagerkranz hitti Jón Baldvin Hannibalsson að máli í heimsókn sinni hér og sagði að það væri upphafið að beinum samskiptum Greenpeace við ís- lensk stjómvöld. - ólg. Bókin og platan - með lögum sem heita m.a. Hryggð Nonna og Horft til hafsins. Nonni og Manni A þýska bók og plötu Mikið stáss er nú gert í Þýska- landi í tiiefni þess að um jól verður byrjað að sýna sjónvarps- myndaflokkinn um Nonna og Manna. í því tilefni er kvik- myndasagan út komin á bók og kvikmyndamúsíkin á plötu. Georg Telemann er skrifaður fyrir bókinni ásamt Jóni Sveinssyni. En eins og fram hefur komið af fréttum, þá er sögu- þráðurinn spunninn sérstaklega fyrir sjónvarpsmyndina og á sér ekki nema að litlu leyti hliðstæðu í Nonnabókunum. Þangað eru hinsvegar sóttar persónurnar og einstök minni (slagur við hvíta- birni og fleira). Þegar Joachim G. Staab lýsir því í eftirmála bókar- innar „hvernig Nonni breyttist úr bók í kvikmynd“ þá segir hann m.a.: „Ég held það hafi tekist að gera myndaflokk, sem sýnir evrópskt mannlíf í villtri náttúru upp úr umbrotatímanum um 1870, og um leið taka menn sér frjálsar hendur til að sýna þroskaferil tveggja drengja, sem verða sjálfir að leita sér fyrirmyndar í lífinu." Tónlistin á Nonnaplötunni er eftir Klaus Doldinger. Bæði bók og plötu prýða myndir af drengj- unum íslensku sem fara með hlut- verk Nonna og Manna - þeim Garðari Thor Cortes og Einari Erni Einarssyni. En þeir hafa reyndar haft meira en nógan starfa við að svara blaðamönnum og sinna öðru kynningarstarfi að undanförnu. Miðvikudagur 7. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 i Bokaklubbur Þjódvilþns Tilboö vikunnar: Sjómenn og sauðabændur eftir Tryggva Emilsson. Útgef- andi Mál og menning. Verð kr. 2.500,- Venjulegt verð kr. 2.875,- Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur. Útgef- andi Forlagið. Verð kr. 1.950 Venjulegt verð 2.188,- Móðir, kona, meyja fyrsta skáldsaga Nínu Bjarkar Arnadóttur. Útgefandi Forlagið. Verö kr. 1.750,- Venjulegt verð 1.988.- Himinn og hel Eftir Swedenborg. Útgefandi Örn og Örlygur. Verð kr. 1.930.- Venjulegt verð 2.450,- Sturlunga Þriggja binda glæsiútgáfa frá Svörtu og hvítu. Verð kr. 11.900 Venjulegt verð 14.980,- Leitin að dýragarðinum Nýtt smásagnasafn eftir Einar Má Guðmundsson. Verð kr. 2.150,- Venjulegt verð 2.670,- Að lokum Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndir eftir Jón Reykdal. Verð kr. 1.850,- Venjulegt verð 2.175.- Þrjár sólir svartar Skáldsaga af Axlar-Birni eftir Úlf- ar Þormóðsson. Verð kr. 1.900,- Venjulegt verð 2.632,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.