Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 14
í DAG Dósaskógar? Þá hefur fjármálaráðherra til- kynnt þjóðinni hvað bjórdósin mun kosta með fullri skattaálagn- ingu út úr verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 115 kr. dósin, og þykir víst sjálfsagt flest- um sanngjarnt verð. Margir spekingar hafa í haust talað um að dósin yrði ekki seld á minna en 150 kr. Það þýddi að verð á einum kassa, 24 dósum, yrði ekki undir 3.600 kr. Það er allt of hátt verð og greinilegt að spekingar fjármálaráðuneytisins hafa viljað reikna þetta dæmi þannig að frjáls sala á bjór hér- lendis stöðvaði í það minnsta smygl á slíkum drykkjarvörum til landsins. Heimildir undirritaðs herma að í dag sé kassi af smygluðum eða ósmygluðum bjór seldur á 3.000 til 3.500 kr. Miðáð við tillögur fjár- málaráðherrafæst kassinn í rík- inu á 2.760 kr. sem liggur nokkuð undir núverandi söluverði. En það var ekki útsöluverð og innflutningur sem mér lá á hjarta, heldur þau ummæli Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra í sjónvarpsþætti um „Mann vik- unnar", sl. laugardag, að því mið- ur værum við komin of langt í dósamenningu, eðaöllu heldur ómenningu, svo að ekki yrði aftur snúið. Hversu mjög sem menn vildu fara að dæmi Dana fænda okkar og banna allar ál- og blikkdósir, þágengi þaðekki. Mér finnst illt í efni, þegar iðnvæðingin í dósa- druslumerorðin meðslíkum hraða aö stjórnvöld sitja þegjandi og horfa aðgerðarlaus á. Allir eru sammála um mengunina og sóðaskapinn, en því miður, of seint að stöðva dósadelluna og taka glerið upp aftur. Hagsmunir iðnaðarinsíhúfi. Ég spyr, hvað um hagsmuni lands og þjóðar? Hvað um þá sem landið erfa? Ætlum við að skila því aftur þöktu dósaskógi eða gróðurlendi? Það er ekki of seint að velja. -ig- ÍDAG er7. desember, miðvikudagurí sjöundu viku vetrar, sautjándi dagurýlis, 342. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 11.01 en sest kl. 15.37. T ungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Ambrósíusmessa. Dáinn Jón Sigurðsson 1879. Þjóðhátíðar- dagur Fílabeinsstrandarinnar. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM „Vináttusamningur" Þjóðverja og Frakka undirritaður í París í gær af ráðherrunum Bonnet og von Ribbentrop. Frakkar kvíða- fullir. Fögnuður í Þýzkalandi. 8 verkalýðsfélög hafa bundizt samtökum um undirbúning óháðs fagsambands. Félögin munu ekki skiljast viö þetta mál fyr en takmarkinu er náð. UM UTVARP & SJONVARP # Almál Rás 1 kl. 22.30 í kvöld klukkan 22.30 er á dag- skrá Rásar 1 fyrri þáttur af tveimur um aukinn áliðnað á ís- landi. Umsjónarmenn eru Páll' Heiðar Jónsson og Guðrún Eyjólfsdóttir. I þættinum í kvöld verður fjall- að um ýmsar efnislegar forsendur málsins, hagkvæmni, væntanlega orkusölu, gjaldeyristekjur og fleira í þeim dúr, en í síðari þætt- inum verður leitað eftir pólitísk- um viðhorfum fulltrúa þingflokk- anna til málsins og afstöðu þeirra. Þátturinn verður endurtekinn á morgun kl. 15.03. Islenskur matur Stöð 2 kl. 22.10 Síðari hluti þýsku spennu- myndarinnar Gambit, eða Ref- skák, er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 22.10 í kvöld. Myndin segir frá ungri blaðakonu sem fær hóp ný- nasista til aö hóta stjórnvöldum að unnin verði skemmdarverk í kjarnorkuveri. En ýmislegt fer öðruvísi en ætlað er og víst að mikið á eftir að ganga á áður en yfir lýkur. Ragnar Sveinsson matreiðslumaður við þjóðlegan þorrabakka. til með söfnun þessara heimilda. Það er Þjóðháttadeild Þjóð- minjasafns Islands, Kvenfélaga- samband íslands og Klúbbur matreiðslumeistara, sem standa að þessari söfnun í samvinnu við Ríkisútvarpið og er ætlunin að koma þessum upplýsingum út á bók, auk þess sem heimildir verða afhentar Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins til varðveislu og nánari rannsókna. í þættinum í dag verður fyrst og fremst fjallað um mat og matar- gerð á jólaföstu og jólum, lesið verður úr svörum hlustenda um þau mál og leitað nýrra svara hjá þeim. Aðstandendur þáttarins eru hið svokallaða matráð, en í því eru Hallgerður Gísladóttir safnvörður, Steinunn Ingimund- ardóttir hússtjórnarkennari og Sigurvin Gunnarsson matreiðslu- meistari. Umsjónarmaður þátt- arins er Sigrún Björnsdóttir. Rás 1 kl. 9.30 í þættinum íslenskur matur eru kynntar gamlar íslenskar matar- uppskriftir og matarhefðir, sem safnað hefur verið í samvinnu við hlustendur, enda er varpað fram spurningum til hlustenda í hverj- um þætti um gamla matargerð. Hefur þátttaka verið geysigóð og útlit er fyrir að vel ætli að takast Refskák lýkur GARPURINN KALLI OG KOBBI Ertu viss um að við náum nógum hraða til að sigrast á aðdráttaraflinu? Nú auðvitaðll Og þá líka ^ði Ég hugsaði fyrir því eins og öllu öðru. hvað við étum á leiðinni? FOLDA . ^ ---------------—... — .... , . . ................ i . i . , ----- , , i 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.