Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Japansmarkaður Arsneysla í birgðum Engin sala á heilfrystum karfa íJapan. Markaðurinnfullur. Heildar- innflutningur 60þúsund tonn á móti 30þúsund ífyrra. SH ogSÍS: Drögum úr karfavinnslu. Snertir einnig afkomu frystitogara Engin sala hefur verið á heil- frystum karfa í Japan vegna offramboðs og veikinda keisarans sem hefur dregið verulega úr fisk- neyslu landsmanna að undan- förnu. Taliðerað birgðir afkarfa í Japan séu um 30 þúsund tonn. Þessi staða á Japansmarkaði kemur sér afar illa fyrir frystihús landsins sem ekki hafa þegar hætt starfsemi þar sem karfavinnsla er aðaluppistaðan í vinnslu húsanna þegar þorskkvótar eru að mestu uppurnir. Þegar hafa komið fram óbein tilmæli frá stjórn SH og SÍS til félagsmanna sinna að þeir dragi úr karfaframleiðslu vegna söluerfiðleika. Þá kemur þessi staða sér einnig illa fyrir rekstur frystitogara en þeir hafa eins og kunnugt er selt grimmt á Japans- markað. Verða afurðasölumálin ma. rædd á sameiginlegum fundi þeirra nú í vikunni. Nýverið voru sölufulltrúar frá Sölumiðstöðinni á ferð í Japan og að sögn Helga Þórhallssonar er gert ráð fyrir að heildarinnflutn- íngur á heilfrystum karfa þangað verði um 60 þúsund tonn í ár en var í fyrra eitthvað um 30 þúsund tonn. Ársneysla mun vera um 20 þúsund tonn. Ástæðuna fyrir slæmri stöðu Japansmarkaðar sagði Helgi vera einkum mikið framboð héðan og frá Rússum og öðrum austantjaldslöndum. Þá hefðu Japanir sjálfir veitt tölu- vert af fiski upp á síðkastið og síðast en ekki síst drægju veikindi keisarans úr fiskneyslu lands- manna. Helgi sagði að búast mætti við söluerfiðleikum á Japansmarkaði eitthvað fram á næsta ár vegna birgðastöðunnar. Hann sagði að þeir bjartsýnustu vonuðust eftir að markaðurinn yrði búinn að jafna sig í mars á næsta ári en þeir svartsýnustu að söluerfiðleikar yrðu allt næsta ár. „í þessari stöðu verðum við að leita nýrra markaða og bæta gæði karfans sem við flytjum út til Jap- ans frá því sem nú er,“ sagði Helgi Þórhallsson. -grh Útvarpsnefnd Lausna leitað Útvarpsnefnd skilar tillögum um bráðan vanda RÚV til ráð- herra í vikulok, ekki í dag einsog fyrirhugað var. Sagði Ögmundur Jónasson nefndarformaður að enn væru lausir endar, en stefnt að því að finna afgerandi lausn á ijárhagsvandanum. Fyrirsögn í Þjóðviljanum í gær misritaðist. Þar stóð að RUV væri „á barmi gjaldþrots" en átti að vera „greiðsluþrots“ einsog sést í fréttinni. Hörður Vil- hjálmsson fjármálastjóri RÚV og einn nefndarmanna sagði í gær að þetta væri uppsafnaður vandi frá 1986 og 1987. í ár hefði verið gripið til mikilla aðhaldsaðgerða og væri ástandið miklu skárra en árin á undan. Vanskil eru aðal- lega við launadeild fjármálaráðu- neytisins, og einnig væri yfir- dráttarheimild hjá Landsbanka fullnýtt. Hörður sagði að ef ekk- ert yrði að gert stæði fyrir dyrurn stórfelldur niðurskurður. -phh Borgarstjórn Davíð blæs á reglur Á borgarstjórnarfundi á fimmtudag lýsti borgarstjóri því ítrekað yfir þegar mál bygging- arnefndar komu til umræðu að byggingarreglugerð þyrfti ekki að hlíta þegar „heilbrigð skyn- semi“ segði annað. Davíð gerði slíkar athuga- semdir í þremur málum. Um gluggana á Vesturgötu 7 sagði Davíð að reglugerðin væri gam- aldags og því ætti ekki að fara eftir henni. Dró Davíð því til sönnunar upp úr pússi sínu nýja og fullkomna hönnun loftræsti- búnaðar sem gert hefði reglu- gerðina úrelta, en þar er krafist opnanlegra glugga á hverju íver- uherbergi, væri úrelt. -phh Bjór Hlynnt Islandsbjómum 5-6 tegundir verða í boði. Hægt að sérpanta aðrar tegundir. Viking bjór of sterkur. Sérstakt skilagjald á dósir Afengis- og tóbaksverslun ríkis- ins verður skuldbundin til að kaupa 2 miljónir lítra af íslensk- um bjór árin 1989 og 1990. Fjár- málaráðherra hefur upplýst að 5- 6 tegundir af bjór, í styrkleika 2,26-5,6%, verði til sölu hjá ÁTVR, og einnig verður hægt að sérpanta aðrar tegundir í að minnsta kosti einni verslun áfeng- isútsölunnar. Bjórinn verður flokkaður í 3 flokka þegar hann verður verð- Iagður. í fyrsta lagi er það bjór sem er algerlega bruggaður hér á landi. Hann verður ódýrastur, 115 krónur hver 33 sentilítra dós. Bjór sem fluttur verður inn í ámum en átappaður hér verður 12,5% dýrari, og bjór sem fluttur verður inn í neytendaumbúðum Happdrætti Þjóðviljans 1988 VINNINGSNÚMERIN Vinningar í happdrætti Þjóðviljans komu á þessi númer: 1. Nissan Micra, frá Ingvari Helgasyni hf., að verðmæti kr. 475.000 kom á miða nr. 18135. 2. -4. Island PC tölvurfrá Aco hf., að verðmæti kr. 70.000 hver, komu á miða nr. 2280, nr. 9662 og nr. 28577. 5.-7. Ferðavinningar frá Samvinnuferðum-Landsýn, að verðmæti 55.000 hver, komu á miða nr. 11332, nr. 22808 og nr. 27199. 8.-9. Húsbúnaður frá Borgarhúsgögnum hf., að verðmæti 40.000 hvor, kom á miða nr. 9519 og nr. 13307. 10. Sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf., að verðmæti kr. 32.000 kom á miða nr. 1472. 11. Videó frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf., að verðmæti kr. 30.000 kom á miða nr. 17515. 12. Uppþvottavél frá E. Farestveit & Co hf., að verðmæti kr. 27.000 kom á miða nr. 6913. 13. Örbylgjuofn frá E. Farestveit & Co hf., að verðmæti kr. 26.000 kom á miða nr. 22044. 14. -15. Ritvélar frá Borgarfelli hf., að verðmæti kr. 25.000 hvor, kom á miða nr. 8674 og nr. 20897. 16.-25. Bókaúttekt frá bókaforlagi Máls og menningar, að verömæti kr. 7.000 hver, kom á miða nr. 1589, nr. 2092, nr. 3694, nr. 4027, nr. 18492, nr. 18639, nr. 19348, nr. 20506, nr. 27534, og nr. 29622. 26.-30. Bókaúttekt frá Svörtu og hvítu að verðmæti kr. 6.000 hver, kom á miða nr. 7953, nr. 17644, nr. 23714, nr. 24718 og nr. 29650. 31 .-33. Vöruúttekt frá Hagkaupum að verðmæti kr. 10.000 hver, kom á miða nr. 16117, nr. 22726 og nr. 26983. 34.-39. Vöruúttekt frá Hagkaupum að verðmæti kr. 5.000 hver, kom á miða nr. 127, nr. 3995, nr. 8834, nr. 10296 og 22056. Vinningshafar geta snúið sér til skrifstofu Þjóðviljans, Síðumúla 6, til að vitja vinninga sinna. Þjóðviljinn þakkar stuöningsmönnum sín- um fyrir góð viðbrögð við sölu happdrættis- miðanna og umboðsmönnum happdrættis- ins um land allt fyrir þeirra framlag. verður 30% dýrari en íslenski bjórinn. Erlendur bjór sem er að öllu leyti bruggaður hér á landi telst vera íslenskur bjór og getur hann því keppt við alíslenska bjórinn um tveggja miljón lítra kvótann. Neytendur munu að sögn Höskuldar Jónssonar for- stjóra ÁTVR, ráða því hvernig þetta deilist niður. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að nú myndi ÁTVR leita eftir tilboðum frá nokkrum þekktustu fram- leiðendum heimsins og bestu til- boðunum yrði síðan tekið. Það kom frant hjá Höskuldi að Viking bjórinn, sem Sanitas framleiðir, sé of sterkur miðað við settar reglur. Viking er 6,7% en má ekki vera sterkari en 5,6% miðað við rúmmál. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í gær að reglur um verðlagningu og trygging á kaupum ákveðins magns fyrstu 2 árin, væri viðleitni til að efla íslenskan iðnað. Hann sagðist ekki vilja leggja mat á það hvort 2 miljónir lítra væru mikið magn eða lítið, en í fjárlagafrum- varpinu væri gert ráð fyrir að 7 miljónir lítra seldust á næsta ári, sem gæfi af sér 1 miljarð í auknum tekjum. Að sögn Ólafs er einnig mikilvægt að víðtækt forvarnarstarf færi í gang fyrir og samhliða bjórsölunni. Fjármagni hefði verið veitt og yrði veitt í þetta forvarnarstarf. Það bíða sjálfsagt margir eftir því að kreppa fingur um bjórkrús. Áætlað erað fslendingar drekki 7 miljónir lítra af bjór á næsta ári. Mynd: Jim framleiðendur og Veitingahús geta keypt bjór í dósum, flöskum og tunnum. En hinn almenni neytandi verður að kaupa 6 dósir í einu í verslunum ÁTVR. Ákveðið hefur verið út frá umhverfissjónarmiðum, að setja sérstakt skilagjald á dósirn- ar, 5-10 krónur. Þetta sagði Ólafur vera upphafið að því að taka upp ákveðið endurvinnslu- kerfi á áldósum, unnið væri að þessu máli í iðnaðarráðuneytinu í samvinnu við fleiri aðila. Höskuldur sagði nefnd þá sem mótaði reglur varðandi bjórsöl- una hafa nokkrar áhygjur af auglýsingum sem ekki tengdust áfengu öli, en auðveldlega mætti tengja ákveðnum vörumerkjum á bjór. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðu þeirra umræðna að svo stöddu. -hmp Fiskmarkaðir Hagkvæmir fyrir vinnsluna Fiskmarkaðir neita ábyrgð á tapi vinnslunnar Að sjálfsögðu mótmæium við því kröftuglega að fisk- vinnslan hafi þurft að greiða hærra hráefnisverð en ella vegna tilkomu fiskmarkaða og út í hött að kenna okkur um tapið á fisk- vinnslunni. Blórabögglana er að finna annars staðar en hjá fisk- mörkuðunum, sagði Ólafur Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði á blaða- mannafundi á föstudag þegar skýrsla Þjóðhagsstofnunar um stöðu atvinnuveganna var birt að skýringin á taprekstri fiskvinnsl- unnar væri meðal annars að hún hefði þurft að greiða hærra hrá- efnisverð en oft áður og rakti það meðal annars til fiskmarkað- anna. Ólafur Þór sagði að sér virtust þeir aðilar sem hefðu skipt við fiskmarkaðinn standa mun betur að vígi en þeir sem ekki hefðu gert það. Ólafur sagði að bæði Hraðfrystihúsið í Keflavík og Miðnes hf. í Sandgerði sem hafa sagt upp öllu sínu starfsfólki hefðu aldrei keypt fisk af mark- aðnum. Aftur á móti hefðu fyrir- tæki eins og Valbjörn hf. og frystihús Jóns Erlingssonar f Sandgerði, sem mikið versluðu við markaðinn, ekki þurft að segia upp sínu starfsfólki. Ólafur sagði það glórulaust að ætla sér að hegna fiskmörkuðun- um fyrir tapið á fiskvinnslunni og það væri ekki fiskmarkaðanna að ákveða verðið á fisknum heldur kaupenda. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Miðvikudagur 7. desember 1988 Rótin Nýttlandnám f þætti Alþýðubandalagsins á Útvarpi Rót í kvöld kl. 22.30 ræðir Jón Gunnar Ottósson líf- fræðingur við Steingrím J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra um landgræðslumál og sérstaklega samþykkt síðasta miðstjórnar- fundarflokksinsþar sem m.a. var samþykkt ítarleg stefnuályktun í umhverfismálum undir heitinu Nýtt landnám.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.