Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 9
MENNING Gullkálfurinn, 1954 Skissa að Vorgleði, 1949 Frá kynningu bókarinnar. Mynd - Jim Smart Jón Engilberts í tilefni að útgáfu bókarinnar um Jón stendur nú yfir sýning á verkum hans í Listasafni ASÍ, en Listasafnið og bókaforlagið Lög- berg gefa bókina út. Stendur sýn- ingin til 18. desember, og er opin virka daga kl. 16-20, og kl. 14-20 um helgar. LG byggði á grein Ólafs Kvaran um Jón Engilberts. Myndlist Jón Engilberts Áttunda bindið í ritröðinni Islensk myndlist um ævistarf Jóns Engilberts listmálara Áttunda bindið í ritröðinni íslensk myndlist kom út þann fyrsta desember og fjallar um Jón Engilberts listmálara, en Jón hefði orðið áttræður á þessu ári. í bókinni er leitast við að draga upp sem gleggsta mynd af ævistarfi Jóns, birtar litprentanir af 56 verka hans frá ýmsum tíma- bilum, auk teikninga og Ijós- mynda úr lífi hans og starfi. Ólafur Kvaran listfræðingur fjallar um listferil Jóns og það sem helst einkennir verk hans á hverju tímabili þróunar hans sem málara, og Baldur Ósk- arsson skáld skrifar um kynni sín af Jóni og lífinu í Engla- borg, heimili hans við Flókag- ötuna. Jón var Sigurjónsson, fæddur í Reykjavík 1908. Hann fékk sína fyrstu tilsögn í myndlist þrettán ára, í listaskóla Muggs, í Galta- felli við Laufásveg. Nafnið Engil- berts tók hann upp þegar hann hóf myndlistarnám í Kaup- mannahöfn haustið 1927, en þar var hann fyrstu mánuðina við Teknisk Selskabs Skole, og síðan við Listaháskólann. Á árunum 1931-33 var Jón við nám í Listaháskólanum í Osló. Hann þótti þá þegar í hópi efni- legustu málara hér á landi, og höfðu þeir Jón Stefánsson og Finnbogi Rútur Valdimarsson forgöngu um að Jón var styrktur til námsins með mánaðarlegum framlögum frá nokkrum einstak- lingum í Reykjavík. Jón var bú- settur í Kaupmannahöfn næstu sex árin á eftir Oslóardvölinni, en flutti hingað til lands í stríðsbyrj- un. í bókinni rekur Ólafur Kvaran listferil Jóns frá unglingsárunum, þegar myndefni hans var Reykja- vík og landslagið í Kleppsholtinu, sem þá var óbyggt. Hann bendir á megineinkennin í málverkum Jóns á fjórða áratugnum, þau kaflaskil sem verða í list hans við komuna til íslands, og loks þau straumhvörf sem verða í verkum hans á sjöunda áratugnum. Kona og fiskur, 1957. Jón lét til sín taka í stéttabarátt- unni á fjórða áratugnum. Hann var einn af stofnendum Komm- únistaflokks íslands árið 1930, og í var félagi í sýningahópnum Kammeraterne í Kaupmanna- höfn frá árinu 1936. Félagarnir áttu það helst sameiginlegt að vilja setja manneskjuna í öndvegi í verkum sínum, og átti Jón þá stefnu sameiginlega með íslensk- um starfsbræðrum sínum, sem kvöddu sér hljóðs á fjórða ára- tugnum (meðal annarra Gunn- laugur Scheving, Þorvaldur Skúlason, Snorri Arinbjarnar og Jóhann Briem). Telur Ölafur að þó að verk þeirra séu ólík hvað varðar form og litrænan skilning, hafi þeir átt sameiginlega form- gerð sem hægt sé að lýsa sem ex- pressionískri „hvað varðar við- leitni til huglægrar túlkunar, sem felst meðal annars í einföldun og samþjöppun myndefnisins". Sérstaða Jóns Engilberts bygg- ist á notkun andstæðuríks litrófs, auk þess sem sú breyting verður á list hans um miðjan áratuginn að hann einfaldar myndefnið, fólk og hlutir eru dregnir upp með þykkum og afmarkandi útlínum. A árunum 1930-40 var Jón einnig afkastamikill við gerð grafík- verka, en hann er talinn brautryðjandi á því sviði í ís- lenskri listasögu. Við flutninginn til íslands verður sú breyting á list Jóns „að landslagið verður forsenda eða svið nýrra verka, þar sem fjallað er um fólk í náttúrunni, eða nátt- úran sjálf er skynjuð sem líking fyrir tilfinningalegri reynslu". Þar að auki hefur liturinn fengið annað hlutverk, og athyglin beinist að möguleikum efnisins. Enn verður breyting á list Jóns í byrjun sjöunda áratugarins, en þá tekur „Formleysismálverkið" við (abstrakt expressionismi), þar sem ákveðna myndefnislega forsendu er ekki lengur að finna í verkunum. Telur Ólafur það tímabil, sem er það stysta á list- ferli Jóns, ekki síður mikilvægt en þau fyrri, þó því hafi lokið að mestu árið 1968 vegna veikinda hans, en Jón lést í Reykjavík árið 1972. m Miðvikudagur 7. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.