Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.12.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Finnst þér 115. kr. sann- gjarnt verö fyrir bjórdós- ina? Pálmi Aðalbjörnsson Já og nei. Ég sætti mig við 80 kr. fyrir hana. Vegna áfengissjúkl- inga mætti hún vera dýrari. Unnur Malmkvist Nei, ég vil borga 50-60 kr. fyrir hana í mesta lagi. Ásbjörn Björgvinsson Mín vegna má hún vera hærri. Jafnvel 150 kr. Magnús Árnason Mér finnst það vera eðlilegt verð, en mætti vera lægra svo sem 50 - kr. Auður Guðmundsdóttir Mér finnst það ekkert of mikið. Hún mætti vera dýrari. þlÓÐVIUINN SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Dansinn stiginn á aðventuhátíðinni í Æfingaskólanum Soffía Vagnsdóttir tónmenntakennari stjórnar fjölda- söng. Ljósm. ólg. Æfingaskólinn Þjóðdansar og jólasögur Foreldrafélag Æfinga- og tilraunaskóla Kennarahá- skólans við Háteigsveg gekkst fyrir fjölsóttri aðventu- hátíð í skólanum síðastliðinn sunnudag. Margt var þar til skemmtunar og komust færri að en vildu í hátíðarsalnum þar sem Soffía Vagnsdóttir tón- menntakennari stjórnaði fjöldasöng, börnin sýndu þjóðdansa og Pálmi Gunnarsson leikari las upp jóla- sögu. Þá kom Ragnar Bjarnason söngvari á staðinn og söng jólalög með börnunum. Að lokum var slegið upp veislu í anddyri skólans þar sem foreldrar, skólabörn og kennarar komu saman og neyttu veitinga sem for- eldrar og nemendur höfðu lagt til. Samkomur sem þessar eru vel til þess fallnar að treysta samstöðu fólksins hér í hverfinu um skólann sinn og efla tengslin á milli skólans og heimilanna sagði eitt foreldrið við blaðamann Þjóðviljans sem mætti á staðinn. -ólg Séð yfir þéttsetinn hátíðarsalinn í Æfingaskólanum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.