Þjóðviljinn - 10.12.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 10.12.1988, Side 9
Ólafur Ragnar Grímsson Kaldastríðstal úrelt Sýnistþetta vera upphafið að einhliða afvopnunarstefnu. Menn œttu að vara sig á þvíað daga uppi með hernaðarvaraflugvöll á gömlum teikniborðum Þetta er auðvitað mjög mikil- vægt skref. Það hefur löngum verið hefðbundin kenning hjá vígbúnaðarsinnum að það geti aldrei átt sér stað nein afvopnun nema eftir langdregna tvíhliða samninga, segir Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins. Nú ákveði Gorbat- sjov að stíga það skref að tilkynna einhliða stóran áfanga í átt til af- vopnunar og fækkunar her- manna í Evrópu. Ólafur sagðist hafa átt við- ræður fyrir um tveimur árum síð- an við ýmsa menn sem síðan hefðu orðið nánustu ráðgjafar Gorbatsjovs, meðal annarra Vel- ikov, sem er nánasti vísindaráð- gjafi sovéska forsetans í vísindum og afvopnunarmálum. Þessir menn hefðu á þeim tíma verið þeirrar skoðunar, að ef þeim tæk- ist að ná samkomulagi um fækk- un kjarnorkuvopna í Evrópu, og stíga fyrstu mikilvægu skrefin á kjarnorkuafvopnunarbrautinni, myndu fylgja í kjölfarið mjög stór skref í afvopnun á öðrum sviðum, sem þeir myndu jafnvel stíga sjálfir og einir og láta Nató og vesturveldin standa frammi fyrir því að fylgja þeim og elta þá. „Mér sýnist að þessi ákvörðun sé upphafið að framkvæmd þessarar stefnu og því ber auðvitað að fagna,“ sagði Ólafur. Hann telur að þetta muni hafa mikil áhrif á alla vígbúnaðarum- ræðu, einnig hér á landi. „Ég sagði nú í gamni, en af nokkurri alvöru þó, við einn af vinum mín- um úr forustu Alþýðuflokksins, af því að mikið hefur verið rætt um hernaðarvaraflugvöll, að áhugamenn um slíkan flugvöll ættu að vara sig á því að það gæti farið svo að fækkun í herafla og afvopnun í Evrópu yrði svo hröð, að það yrði enginn hermaður eftir þegar varaflugvöllurinn yrði tilbúinn,“ sagði Ólafur. Þessi ákvörðun hefði auðvitað áhrif á alla umræðu um herstöðvar og herafla NATO og Varsjárband- alagsins í Evrópuríkjum, hér sem annarsstaðar. Svo kallaðir stuðn- ingsmenn vestrænnar samvinnu Hvað þýðir yfirlýsing Gorbatsjovs? Þjóðviljinn leitaði tilfjögurra kunnáttumanna um erlend málefni og hernaðarmál á norðurslóðum og kannaði viðbrögð við yfirlýsingu Gorbatsjovs um verulegan samdráttíhefðbundnum herafla,-en hértil hliðar erfjallað um viðbrögðytra hefðu oft beitt fyrir sér sovéskri ógnun. Það hefði hins vegar kom- ið fram á undanförnum mánuð- um, að það væri gífurlegur sam- dráttur í sovéska sjóhernum í þessum heimshluta, og hernað- artæknin hefði breyst þannig að Sovétmenn byggðu aðallega á vörn en ekki sókn. Þetta segir Ólafur að sýni ásamt ákvörðun Gorbatsjovs um fækkun herafla í Evrópu, að það væru að verða stórfelldar breytingar í þessum efnum. Og auðvitað væri nauðsynlegt að þeir sem hefðu forræði í íslensk- um utanríkismálum áttuðu sig á því að gömlu kaldastríðskenning- arnar um aukinn vígbúnað væru ósköp einfaldlega úreltar. Ýmsir ágætir menn yrðu að vara sig á því að daga uppi með gömul og úrelt viðhorf, og lenda kannski í því þegar síðasti hermaðurinn færi burt, að vera enn að skoða ein- hverjar varaflugvallarhugmyndir á gömlum teikniborðum. -hmp Hvatning til íslenskra ráðamanna Vigfús Geirdal: Jákvœð ákvörðun. Ætti að hvetja íslenska ráðamenn tilþess aðfarafram á að viðrœður um niðurskurð vígbúnaðar á höfunum verði teknar inn í viðræður um herafla ílandi. Ábendingum að samþykkja ekki varaflugvöll fyrir herinn Eyjólfur Konráð Jónsson Leiðir til betri samskipta Eyjólfur Konráð Jónsson full- trúi Sjálfstæðisflokksins í utan- ríkismálanefnd, telur að ákvörð- un Gorbatsjofs forseta Sovétríkj- anna um 500 þúsund manna fækkun í herafla, muni hafa áhrif á stefnumótun Vesturlanda, og stefnan hljóti öll að verða tekin til endurskoðunar. Hver maður geti sagt sér það sjálfur, að þessi ákvörðun sé stórtíðindi sem hljóti að leiða af sér betra samband á milli austurs og vesturs. í samtali við Þjóðviljann sagði Eyjólfur að menn vonuðu auðvit- að að ekkert óvænt komi upp sem breytti jákvæðum áhrifum þess- arar ákvörðunar. En sumir spáðu því að það kynni að fara eins fyrir Gorbatsjof og Krúsjof, en von- andi gerðist það ekki. Eyjólfur telur allt of snemmt að segja til um það hvort þessi nýja staða muni hafa einhver áhrif á veru bandaríska hersins á íslandi. ís- lendingar hljóti að fylgjast mjög náið með allri framvindu hernað- armála á Norðurhöfum. En það yrði að játa það, hvort sem mönnum líkaði það betur eða ver, að þessi mál væru meira og minna í höndum stórveldanna og leiðtoga þeirra. „Það er ekki mikið sem við get- um gert, annað en að fylgjast með málum og verið virkir þátt- takendur í starfi innan NATO, eins og er áreiðanlega skoðun meirihluta þjóðarinnar," sagði Eyjólfur. Hann telur að fslend- ingar eigi ekki að taka neinar skyndiákvarðanir varðandi eigin varnir, heldur með hliðsjón af vörnum nágrannanna, eins og til dæmis Noregs. -hmp Það að Gorbatsjov skuli taka sjálfstæða einhliða ákvörðun um fækkun í hefðbundnum her- afla Sovétríkjanna í Evrópu er mjög jákvætt, sagði Vigfús Geir- dal þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á ræðu Gorbatsjovs á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. „Sem slík er ákvörðunin mjög tii þess fallin að draga úr spennunni í heiminum.“ Vigfús taldi það lofsvert að So- vétmenn skuli lýsa sérstaklega yfir niðurskurði á vopnum sem flokka má undir sóknarvopn, sem notuð yrðu til sóknar inn í Evrópu. „Það er skemmtileg tilviljun að þessar hugmyndir koma vel heim við ályktun sem miðstjórn Al- þýðubandalagsins samþykkti ný- verið, þar sem Alþýðubandalag- ið tók undir Prag-ávarp Carta 77 og hvatti til þess að Sovétmenn drægju heri sína til baka úr löndum Austur-Evrópu og að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama í Vestur-Evrópu. Við hljót- um því að hvetja Bandaríkja- menn og Atlantshafsbandalagið til þess að svara þessu jákvætt með því að vera tilbúin til þess að skera niður vígbúnað í Vestur- Evrópu." Vigfús sagði að þrátt fyrir þennan niðurskurð raskaðist valdajafnvægið í Evrópu ekkert og væri það dæmi um þá ofgnótt vígbúnaðar sem er í Evrópu. Þetta endurspeglar það að Austurblokkin hefur mætt tækni- legum yfirburðum Vesturveld- anna með tölulega fleiri vopnum, en í því hefur falist að þeir hafa haldið gangandi skriðdrekum allt frá seinni heimsstyrjöldinni. Þá viðurkenna Sovétmenn með þessu að þeir verða að fækka um fleiri vopn gegn hverju hátækni- vopni NATO-ríkjanna. Hernaðarlegt hlutverk íslands í Atlantshafi hefur fyrst og fremst legið í því að tryggja Bandaríkj- unum og NATO yfirráð yfir flutningaleiðum á Atlantshafi, þannig að Bandaríkjamenn geti á skömmum tíma flutt birgðir og liðsauka til Evrópu komi til átaka, til að mæta meintum yfir- burðum Sovétmanna. Það að So- vétmenn eru tilbúnir að skera niður hefðbundin vopn í Evrópu taldi Vigfús að skapaði forsendur til þess að draga úr umsvifum hersins hér á íslandi og á N- Atlantshafi. „Þessi ákvörðun Sovétmanna um niðurskurð í hefðbundnum herafla ætti að vera íslenskum ráðamönnum hvatning til þess að inn í umræður um afvopnum og fækkun vígbúnaðar á landi verði teknar viðræður um almennan niðurskurð og fækkun vopna í Norður-Atlantshafi og reyndar á heimshöfunum öllum. Nú ætti að vera lag til þess vegna þess að bæði risaveldin eru efnahagslega knúin til þess að skera niður fjár- veitingar til vígbúnaðar. Þessi ákvörðun ætti einnig að vera þeim ábending um að þeir fari ekki að samþykkja hér auknar framkvæmdir hersins, einsog t.d. byggingu varaflugvall- ar hersins á NorðurIandi.“ -Sáf Enn langt í land AlbertJónsson: Hefur jákvæð áhrifá viðræður umfœkkun hefðbund- inna vopna á landi. Mikilvœg opnun Þessi yfirlýsing hlýtur að hafa jákvæð áhrif á undirbúnings- viðræður hernaðarbandalag- anna fyrir hinar raunverulegu viðræður um fækkun hcfðbund- inna vopna í landi, sagði Albert Jónsson, starfsmaður öryggis- málanefndar. Að sögn hans eru í gangi undir- búningsvíðræður um hvernig haga skuli viðræðum um fækkun í hcfðbundnum hcrafla hcrnaðar- bandalaganna allt frá Atlantshafi til Úralfjalla. „Menn eru að semja um það hvað viðræðurnar eigi að snúast um. í grundvallaratriðum eru menn sammála um það, t.d. að það eigi ekki að ræða sjóherinn heldur einangra viðræðurnar við landherinn. Sú ákvörðun tak- markar strax áhrif þessarar yfir- lýsingar á herinn hér.“ Albert sagðist ekki hafa gefið sér tíma til þess að skoða þessa yfirlýsingu nákvæmlega og því ætti hann erfitt með að dæma um hana. „En þetta er viðurkenning á borði á því að Sovétmenn séu til- búnir til þess að samþykkja þá túlkun Atlantshafsbandalagsins að það sé ekki jafnvægi í herafla hernaðarbandalaganna og að þeir séu tilbúnir aða ræða þessi mál út frá því misvægi einsog Atl- antshafsbandalagið hefur krafist og því hlýtur yfirlýsing Gorbat- sjovs að hafa jákvæð áhrif á undirbúningsviðræðurnar.“ Hann sagði að talið væri að Varsjárbandalagið hefði um 50- 60 þúsund skridreka, en "að NATO krefðist þess að þeim yrði fækkað í 20 þúsund. „Það er því enn langt í land, en eftir sem áður er þessi ákvörðun mikilvæg opnun og sýnir í verki að Sovétmertn eru tilbúnir að viðurkenna þessa kröfu NATO.“ -Sáf Laugardagur 10. desember 1988 ÞJÓÐVIUINN - S(ÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.