Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 11
Nýjar bækur Islensk spennu- saga Dagar hefndarinnar heitir sjötta skáldsaga Birgittu H. Hall- dórsdóttur sem Skjaldborg gefur út. Birgitta er viðurkennd sem einn helsti spennubókahöfundur landsins, segir í kynningu forlags og þar með fylgir þessi ívitnun: „Hvað gat ég gert? Hverjum gat ég treyst? Hver gat komist inn á skrifstofuna til mín? Það voru að- eins tvær manneskjur aðrar en ég, sem áttu greiða leið þangað. Mér fannst ég vera eins og lamb Ieitt til slátrunar. Ég gat ekkert farið, ekkert gert og engum treyst, ekki nokkurri sál.... Ingibjörg Sigurðardóttir Snæbjöig í Sólgörðum Astarsaga eftir Ingibjörgu Snæbjörg í Sólgörðum heitir skáldsaga eftir Ingibjörgu Sig- urðardóttur sem Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út. Snæbjörg í Sólgörðum er 28. bók Ingibjargar Sigurðardóttur og í þessari nýjustu skáldsögu sinni leiðir hún lesandann í spennandi atburðarás, þar sem skiptast á skin og skúrir í lífi vina og elskenda. Bryndísar og Jóns Bryndfs. Lifssaga Bryndisar Schram rituð af Ólínu Þorvarðardóttur. Vaka-Helgafell 1988. Vissulega hefur þessi bók sér- stöðu í flokki þeirra samtalsbóka sem til verða á hverri vertíð. í fyrsta lagi er það sjaldgæft að rétt fimmtug manneskja sem á vafa- laust margt ógert og óráðið, ráð- ist í að láta gera um sig slíka bók. í öðru lagi er það líklega einsdæmi að einkamálaþátturinn sé jafn augljós og gildur og raun ber vitni í þessari bók: með öðrum orðum - hve margt er sagt frá ástum samlyndra en stríðlyndra hjóna, Bryndísar og Jóns Baldvins. Hvorugt er sjálfsagt mál og því kannski ekki nema von að menn opni bókina með nokkurri tor- tryggni. Það fer nú samt betur en á horfðist. Ég leyfi mér að vitna í reynda bókakonu um þetta mál og ætla að vera henni sammála. En hún sagði: „Fyrst verið var að þessu, þá sluppu þær nokkuð vel frá þessu stelpurnar“. Það er að segja Ólína skrásetjari og Bryn- dís. Með þeim hefur tekist góður trúnaður til samvinnu. Þó er ekki að neita því að sjálf nálægðin spillir fyrir bókinni. Þá er blátt áfram átt við það, að það gengur betur að segja frá því sem lengra er í burtu í tíma - kaflarnir t.d. um dansferil Bryndísar og fegurðardrottningarævintýri eru miklu heillegri og bragðmeiri en sitt af hverju um leiðsögu- mennsku, sjónvarpsþáttagerð og pólitík síðustu ára. Það þarf vissa fjarlægð á hlutina eða virka út- sjónarsemi til að úr þeim verði meira en sem svarar framleng- ingu á venjulegu blaðaviðtali. Bryndís Schram: í hverja heima skal halda? GC 3 * m ÁRNI BERGMANN Höfuðgalli bókarinnar er líkast til þessi: skrásetjari og sögukona hafa of lítið hugann við að tengja persónu bókarinnar við sinn tíma, umhugsun um hann, við hræringar í samfélaginu, „losa um fjötra persónuleikans" eins og menn hefðu einhverntímann komist að orði. Tökum það til dæmis að vitanlega eru íslensk stjórnmál mikill þáttur í ævi Bryndísar og hennar ektamanns. En sá þáttur er mjög rýr í reynd í bókinni, Bryndís kemst ekki langt út fyrir það að búa til eins- konar flokk úr fjöískyldunni og meta menn og hreyfingar eftir því hvort þessi eða hinn er á móti Okkur. Umfjöllunin verður ann- aðhvort upptalning á vinsam- legum mönnum og stuðnings- mönnum eða beiskja í garð söku- dólga: kommarnir hötúðu Jón Baldvin, Vilmundur snerist gegn honum ómaklega - og þar fram eftir götum. í upphafi bókar og í lok hennar er spurt að þessu hér: hver er þessi kona? Og það er væntan- lega það sem mestu á að skipta. Eftir lestur bókarinnar svarar þessi lesandi hér á þessa leið: Bryndís Schram er lík mörgum öðrum íslendingum sem hafa fengið ýmsa góða hæfileika í vöggugjöf en lengst af átt í óvissu um það hvað við þá átti að gera. Sú staðreynd að hún er kona af tiltekinni kynslóð gerir vanda hennar enn stærri. Því verður hún ansi tvístruð milli starfs og heim- ilis, sjálfstæðis og eiginkonuhlut- verks, milli danslistar, leiklistar, kennslu, blaðamennsku, sjón- varpsvinnu, stjórnmála og þar fram eftir götum. Útkoman verð- ur tilvera sem er nokkuð flöktkennd en lumar um leið á nokkru af galdri hins óvænta. Þessu er vel til skila haldið í bók- inni. Bókin minnir á ánnað: hve valt er að treysta á minnið eitt þegar svona samtalsbók verður til. Sú staðreynd, að hægt er að vitna í gömul bréf lyftir ýmsum köflum hennar giska vel - því fátt getur komið í staðinn fyrir þann andblæ tímans, aldurskeiðsins sem leynist í slíkum gögnum (hvort sem menn nú kjósa að vitna til þeirra orðrétt eða ekki). Til dæmis skal nefna hlýlegt bréf frá Ragnari í Smára til ungrar lista- konu sem birt er í bókinni og svo bráðskemmtilegt og hrikalegt skammarbréf frá Jóni Baldvin til elskunnar sinnar, þegar hún hef- ur fallið í þá freistni að taka þátt í fegurðarsamkeppni og vinna hana. Þar segir m.a.: „ Þú setur á fegurðina soramark auglýsingar og ágirndar. Þú leiðir hana fram á torgum og gatnamótum, leggur hana á mæli og vog andlegrar lág- kúru þinnar og siðleysis...“ Svona töluðu ungir menn og róttækir áður en hin hlandvolga bylgja takmarkalausrar aðlög- unarviðleitni þvoði burt pólitísk- ar ástríður landsins barna. Árni Bergmann É OGÖNNURKONA Ungar ástir í sveit Æskuást og önnur kona nefnist skáldsaga eftir Jón Gísla Högna- son, sem Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út. í þessari bók segir frá æsku og uppvaxtarárum ungs manns í sveit á íslandi á öndverðri þessari öld. Þetta er saga um ást og lífs- baráttu, þolgæði og drengskap. Áður hafa eftirtaldar bækur komið út eftir Jón Gísla: Vinir í varpa, Ysjur og austræna, Gengnar leiðir og á sl. hausti kom út barnabókinn Urðarbúinn. Skáldsaga eftir Jóhamar Smekkleysa hefur sent frá sér skáldsöguna Byggingin eftir Jó- hamar. Þetta er a.m.k. fjórða bók höfundar, uppundir 140 blaðsíður að stærð, innbundin og prentuð í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar. Byggingin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Þetta er þriðja bókin sem Smekk- leysa sendir frá sér á árinu. Ný- lega kom út Óskiljanleg kúla eftir Einar Melax og Kristberg Péturs- son og á liðnu sumri litu dagsins ljós Kráarljóð níu höfunda. Blásarakvintett Reykjavíkur kemur fram með liðsauka. Aðventutónleikar í Kristskirkju Tónlistarfélag Kristskirkju efnir til aðventutónleika í kirkjunni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl 20.30. Þar koma fram félagar úr Blásar- akvintett Reykjavíkur ásamt fimm blásurum úr Sinfóníu- hljómsveitinni. Þessi stóri hópur nokkurra fremstu blásara 1, nds- ins mun leika verk eftir Mozart, Beethoven og Fiala. Eftir Mozart eru leikin tvö Adagio fyrir þrjú bassethorn og tvær klarinettur og aðalverk tónleikanna Serenaðan stóra og fallega í Es-dúr KV 375. Eftir Beethoven er leikið æskuverk létt og lipurt, Sextett op 71. Fiala er bæheimskt tón- skáld, samtímamaður Mozarts - eftir hann er flutt Divertimento, ljúf og aðgengileg tónsmíð. Fleira er á döfinni hjá Tónlist- arfélagi Kristskirkju, m.a. tón- leikar á nýjársdag: þá mun söng- hópurinn Hljómeyki og Hörður Áskelsson organleikari flytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. 12. febrúar verður Manuela Wi- esler með alíslenska flaututón- leika í kirkjunni og mun sú dag- skrá síðar koma út á geisladisk. Þriðjudagur 13. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.