Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN— Ertu farin(n) að kynna þér jólabækurnar? Steinunn Hansen, sölumaður: Já, ég var að lesa krítík um bók Kosinskis og leist vel á. Mig lang- ar líka í bók Jóhönnu Kristjóns- dóttur, Fíladans og framandi fólk, en ekkert (Bryndísi. Hlynur Guðmundsson, verslunarmaður: Ég er nú satt að segja lítið farinn til þess. En svona almennt er ég hrifnari af bókum sem byggja á heimildum en t.d. skáldsögum, og ein slík sem er nýkomin út er Öldin okkar. Daníel Pálsson, ellilífeyrisþegi: Svolítið hef ég kynnt mér þær, já. Ég hef trú á að bókin um Sigur- björn biskup sé góð, og eins ævi- sagaséra Arelíusarog bók Huldu Jakobsdóttur um Kópavog: Við byggðum nýjan bæ. Hlynur Þór Sigurjónsson, rafvirki: Nei, ekki ennþá. Bara þetta sem maður hefur séð í auglýsingun- um. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, ritari: Nei, ég er ekkert byrjuð, enda alltaf sein í því fyrir jólin. En helst langar mig til að lesa eitthvað af skáldsögunum eftir þessa yngri íslensku rithöfunda. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN Á LAUGARDÖGUM 681663 Bedúínakrakkar kunningjar bókarhöfundar; Arabalöndin höfða mjög sterkt til mín, segir Jóhanna. Ferðalög Ráðherrakjóll og reynsla í flugvél hfnna0 KristjSsdótv,r!öhöfundu'r , Áferð með augnablikinu umfjarlæg lönd: Úlfaldakapphlaup, bókarinnar Fíiadans og framandi fíladans, trjáœtutré enfyrst og síðastframandi fólk til staðar í nýrri bók folk Jóhönnu Kristjónsdóttur Og svo lenti ég í ferðalögum! Ég get ekki hugsað mcr ljúfara hlutskipti,“ segir Jóhanna Krist- jónsdóttir í formála bókar sinnar, Fíladans og framandi fólk, mcð laufléttri vísan til Brekkukots- annáls Laxness, en að vísu er fras- inn með öfugum formerkjum í þeirri bók og notaður um flandrið á Garðari Hólm: Hvurnin fór ekki fyrir honum Gorg litla henn- ar Kristínar aumingjans sem hefði getað orðið hringjari eftir hann stjúpa sinn: hann lenti í ferðalögum. Og klukkan komst í hendurnar á öðru fólki. Það var að vísu ekkert í að lenda fyrir mig, sagði Jóhanna er blaðamaður spjallaði við hana á dögunum; þetta gerðist svona smátt og smátt eins og kemur fram í bókinni, en mér fannst frasinn hjá Laxness ágætur og sjálfsagt að stela honum. Ferðir þær sem Jóhanna grein- ir frá í bók sinni voru farnar á síðustu átta árum. Að hennar sögn er hér ekki um ferðasögur að ræða í viðteknum skilningi, heldur fyrst og fremst upplifun hennar sjálfrar af fólki og stöð- um. „Ákveðin lönd urðu áleitn- ari en önnur þegar ég fór að vinna að bókinni, einkum Arabaríkin og Austurlönd fjær, án þess þó að þar sé um að ræða einhver sér- stök uppáhaldslönd. En altént hafa Arabalöndin höfðað mjög mikið til mín eftir að ég fór að fara þangað, enda er ég búin að sjá að ég hlýt að hafa verið bedú- íni í fyrra lífi,“ sagði hún. í gegnum árin hefur Jóhanna oft fj allað um ferðir sínar og frétt- næma atburði þeim tengdum á síðum Morgunblaðsins þar sem hún er blaðamaður, en hér er skyggnst á bakvið fréttirnar og ferðagreinarnar. Hún sagðist gera ráð fyrir að maður standi sig að því að horfa öðruvísi í kringum sig á ferðalögum og skynja um- hverfið á annan hátt ef meiningin sé að koma þessum áhrifum til skila, og að það sé einmitt í þess- um punkti sem samvinna blaða- mannsins og ferðalangsins sé afar æskilég og eftir því skemmtileg. Ekki beint innpökkuð fjölda- ferðalög sem hér er sagt frá, og eru fyrirbæri á borð við fíladans, úlfaldakappreiðar, trjáætutré, ráðherrakjóla og flugvélauppá- komur til marks um það. En fyrst og síðast er það framandi fólk og staðir sem eru til umfjöllunar og lesandinn öðlast hlutdeild í. HS Frá markaðnum í Sana'a í Norður-Yemen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.