Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 5
Samgönguráðuneytið Áhættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll Slysa- og mengunarhætta metin Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hefur skipað nefnd sem skal vinna að gerð áhættumats fyrir Reykjavíkur- flugvöll. Slfkt áhættumat á að segja fyrir um líkur þess að slys verði í tengslum við flug til og frá vellinum og vegna reksturs hans. Einnig á að meta áhrif af rekstri vallarins á mannlíf og dýralíf í ná- grenni, svo scm loftmengun og hávaðamörk. Að sögn Steingríms J. Sigfús- sonar er þessi vinna unnin nú vegna þeirrar umræðu sem að spannst út frá flugslysi því sem átti sér stað í ágúst sl. þegar kanadísk flugvél hrapaði til jarð- ar aðeins 50 metra frá Hringb- rautinni. Sú umræða hafi farið fram meðal almennings og í fjöl- miðlum, auk þess sem málið hafi verið tekið til umræðu í borgarr- áði, flugráði og almannavernd Reykjavíkur. 1 nefndinni eru Þórður Þ. Þor- bjarnarson, borgarverkfræðing- ur og Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannvarna sem tilnefndir eru af borgarstjóranum í Reykjavík, Pétur Einarsson, flugmálastjóri og Jóhann H. Jónsson frícvst. tilnefndir af flug- ráði og Álfheiður Ingadóttir, líf- fræðingur sem verður formaður nefndarinnar og tilnefnd af ráð- herra. phh BOKAKLUBBUR áskrifenda Þjóðviljans Tilboð vikuna 13.-20. desember Skuggabox eftir Þórarin Eldjárn Tilboð okkar að þessu sinni er ný skáldsaga eftir Þórarin Eld- járn, Skuggabox. Útgefnadi er Gullbringa. Þórarinn hefur um langt skeið verið einn vinsælasti höfundur þjóðarinnar, allt frá því hann ung- ur tók upp á því að róa gegn straumi í kveðskap með því að nýta sér kveðskaparhefðina á skopvísan hátt til ádrepu og ann- arrar skemmtunar. Hann orti meira að segja rímur - um Walt Disney og son hans Mikka mús. Þórarinn hefur og gefið út tvö smásagnasöfn - og var í öðru þeirra hin sérstæða ástands- þjóðsaga um Tilbury, sem breytt hefur verið í sjónvarpsmynd. í skáldsögunni Kyrr kjör dró Þórar- inn upp eftirminnilega mynd af kramarmanni og allsleysingja sem ræður galdri skáldskapar- ins. Skuggabox greinir frá íslend- ingi sem gerir sig líklegan til að verða eilífðarstúdent í Svíþjóð yfir fáránlegri kenningu um tungu- málið og skrýtnum uppfinning- um. En fær boð um að hann hafi fengið arf og heldur heim svam- landi á sel sem Sæmundur forð- um og byrja þá ýmsar uppákom- ur undarlegar með margskonar undirfurðulegum skeytum á siði, hugsunarhátt, kenningasmíð og tungutak í samtímanum. Okkar verð kr 2200 Venjulegt verð kr 2480. JOLAUMFERÐ I REYKJAVIK - engin gjöld í stöðumæla á laugardögum í desember né á Þorláksmessu - * Fjölgað verður um 640 gjaldfrjáls bílastæði frá 10.-24. des. 1. í bílakjallara á horni Vesturgötu og Garðastrætis (ekið inn frá Vesturgötu) 4. Á lóðinni við Skúlagötu 4 5. Á svæði miili Skúiagötu og Sætúns, vestan bensínst. Olís 6. Á lóðum Eimskips við Vitastíg/Skúlagötu 7. Á opnu svæði norðan Vitatorgs 8. Á svæði við Mjölnisholt/Brautarholt 80 stæði 60 stæði 150 stæði 150 stæði 100 stæði 100 stæði * Bakkastæði (ekið inn frá Kalkofnsvegi) og Kolaport (nr. 2 og 3), frítt á laugardögum 450 stæði * Á laugardögum í desember og á Þorláksmessu verður ókeypis í stöðu- mæla, bílastæði og bílastæðahús á vegum Reykjavíkurborgar. * Ökumenn, sýnið lipurð og tillitssemi í umferðinni. Akið varlega og fækkið þannig umferðarslysum. BÍLASTÆÐASJÓÐUR REYKJAVÍKURBORGAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.