Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 13
Lítið glasnost í Tíbet Tveir voru drepnir er kínversk lögregla skautáfólker krafðist sjálfstœðis Að minnsta kosti tveir menn munu hafa verið drepnir og margir særðir á iaugardag í Lhasa, höfuðborg Tíbets, er kín- versk lögregla skaut á kröfu- göngu fólks, sem krafðist sjálf- stæðis fyrir Tíbet. Er svo að heyra á frásögn sjónarvotts, að lögreglan hafi hafið skothríðina án viðvörunar og einnig skotið á fólk, sem ekki hafðist annað að en að horfa á gönguna. 26 ára gömul hollensk stúlka, sem starfar í Tíbet sem túlkur við lækningastofu, fékk við þetta tækifæri skot í handlegginn. Hún sagði í símaviðtali frá Lhasa í gær að í sjálfri kröfugöngunni hefðu ekki verið nema um 50 munkar, og hefði lögreglan ekkert síður skotið á áhorfendur en þá. í til- kynningu frá hinni opinberu kín- versku fréttastofu í gær segir að kröfugöngumenn hafi hegðað sér illa og ekki sinnt viðvörunum lög- reglu, sem hafi þá neyðst til að grípa til vopna. Einn munkur hafi látið lífið, en Vesturlandamenn í Lhasa segja að tveir menn að minnsta kosti hafi verið drepnir og margir særðir. Kínverjar sendu í snarheitum mikinn fjölda vopnaðs lögregluliðs til Lhasa fyrir helgina, af því að þeir höfðu veður af því að Tíbetar myndu halda upp á 40 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna, sem bar upp á laugardag, með því að bera fram kröfur um endurheimt sjálfstæðis síns, sem Kínverjar sviptu þá með innrás 1950. Reuter/-dþ. ___________ERLENDAR FRETTIR_________ Armenía Hjálp frá tugum landa Mesta bandaríska hjálpin til Sovétríkjanna síðan íheimsstyrjöldinni síðari Tugir ríkja hafa sent matvæli, lyf, fatnað, útbúnað ætlaðan til nota í neyðartilfellum og reiðufé til bjargar og hjálpar því fólki, sem varð fyrir barðinu á jarðskjálftanum í norðurhluta Armeníu 7. des. s.I. Talið er að nú séu síðustu forvöð að ná fleira fólki lifandi úr rústunum eftir jarðskjálfann, enda leggja nú sovéskir og erlendir björgunar- menn allt kapp á það. Síðan 9. des. hafa 38 flugvélar frá 23 ríkjum komið til Armeníu með hjálpargögn ýmiskonar og björgunarlið, þar á meðal sex frá Frakklandi, fjórar frá Bandaríkj- unum og jafnmargar frá Svíþjóð, samkvæmt frásögn Tassfrétta- stofunnar. Samfara stóraukinni flugumferð yfir landinu af þessari ástæðu hafa þegar orðið tvö flug- slys. Á sunnudag fórst sovésk flugvél með hermenn á leið til björgunarstarfa á jarðskjálfta- svæðinu og fórust með henni 78 manns. í gær fórust sjö menn er júgóslavnesk flutningaflugvél fórst nærri Érivan, höfuðborg Armeníu. Það ríki, sem mest hefur lagt af mörkum til björgunar- og hjálp- arstarfsins til þessa er Japan. Þaðan hefur komið hjálp upp á yfir 400 miljónir króna, aðallega í reiðufé. í Bandaríkjunum hafa ríkisstjórnin, ýmis samtök og ein- staklingar lagt fram meira til hjálpar en Bandaríkin hafa nokkru sinni veitt Sovétríkjunum frá því í heimsstyrjöldinni síðari, er stórveldi þessi voru í bandalagi gegn Hitlers-Þýskalandi. Meðal annars náðust þrjár miljónir döll- ara inn í söfnun, sem bandarískar sjónvarpsstöðvar efndu til um helgina. Vestur-Þýskaland hefur lofað 70 stórvirkum tækjum til að færa burt ruðning. Austurríki hefur sent 20 smálestir af ýmsum út- búnaði auk björgunarmanna og hunda, þjálfaðra í að leita fólks sem grefst undir skriðum og snjóflóðum. Kúba sendir lækna og mikið af blóðplasma og borg- arstjórinn í Marseille flaug í gær sjálfur til Armeníu með 50 smá- lestir birgða, 20 lækna og 60 slökkviliðsmenn. í Marseille, sem og víðar í Frakklandi, býr margt manna af armenskum upp- runa. Þar að auki hafa m.a. Evr- ópubandalagið, Holland, Níger- ía, Bretland, írland, ísrael og Saúdi-Arabía ýmist sent eða heitið hjálp. Reuter/-dþ. Jarðskjálftinn í Armeníu Raddir úr rústum þagna Hrópin á hjálp úr rústunum eftir jarðskjáiftann í Norður- Armeníu eru nú næstum þögnuð og rotnunarþefur fyllir loftið í hinum hrundu borgum. Af hálfu hins opinbera er nú talið, að 40.000-45.000 hafi farist, en tekið er fram að þar sé aðeins um að ræða fyrstu bráðabirgðatölur og halda sumir því fram, að dánar- talan sé yfir 100.000. Um hálf miljón manna er heimilislaus eftir jarðskjálftann. Yfir 1500 manns hafa náðst lif- andi úr rústunum, og hefur erlent björgunarlið með hunda, sér- þjálfaða til að þefa uppi fólk undir rústum og ruðningi, komið við það að góðu gagni. Ur rústum eins háhýsis hafa 23 menn náðst lifandi á fimm sólarhringum, en í byggingunni voru alls um 280 manns er hún hrundi. Vonir um að margir fleiri finnist lifandi í rústunum eftir jarðskjálftann fara nú dvínandi. Einn starfsmanna Sameinuðu þjóðanna á svæðinu segir að mikið vanti á að björgunarstarfið Armenskar konur við hrunin heimili sín - vonir dvína um að margir fleiri náist lifandi úr rústunum. hafi verið nógu vel skipulagt, en bætir því við að varla sé við öðru að búast eftir svo hrikalegar nátt- úruhamfarir, sem tættu í sundur allt almannavarnakerfi. Reuter/-dþ. S Amnesty um Iran Lundúnir Fjöldaaftökur hafnar á ný Fleiri líflátnir nú en nokkru sinni frá í byrjun áratugarins Khomeini - „rennur blóð eftir slóð...“ Hin kunnu baráttusamtök fyrir mannréttindum. Amnesty International, halda því fram að aftökum á pólitískum andófs- mönnum hafi undanfarið hrað- fjölgað í íran. Telja samtökin, að síðari hluta þessa árs hafl þar- lendir valdhafar látið af lífi taka fleiri menn en nokkru sinni á jafn- skömmum tíma frá því á fyrstu árum áratugarins. Amnesty segjast hafa óhrekj- anlegar sannanir fyrir lífláti fjölda manna, bæði frá aðstand- endum hinna líflátnu og írön- skum yfirvöldum sjálfum. Hafa samtökin heimildir fyrir því að yfir 300 íranir hafi verið líflátnir af pólitískum ástæðum frá því í júlí s.l., en telja hugsanlegt að tala líflátinna þarlendis á þessum tíma skipti þúsundum. Ennfrem- ur bendi ekkert til þess ennþá að aftökuhryðju þessari sé að linna. Að sögn Amnesty höfðu marg- ir þeirra, sem undanfarið hafa verið líflátnir í íran, verið fang- elsaðir án réttarhalda, en aðrir höfðu verið dæmdir til langrar fangelsisvistar eftir hæpin réttar- höld. Þeirra á meðal hafi verið vinstrisinnar ýmsir, kúrdneskir sjálfstæðissinnar, skólanemar sem setið hafi í fangelsi frá 1981 og 1982, læknar, félagsfræðingar og múllar grunaðir um stuðning við ajatolla einn að nafni Hussein Ali Montazeri, sem talinn hefur verið koma til greina sem eftir- maður Khomeinis höfuðklerks. Valdabarátta meðal íranskra ráðamanna virðist sem sé vera hér með í spilinu. Reuter/-dþ. Skoskir fiskimenn Óánægðir með kvóta Skoskir fískimenn eru gramir út af mikilli minnkun veiði- kvóta fyrir næsta ár, sem Evrópu- bandalagið hefur ákveðið. Telur Samband skoskra fiskimanna að þeir muni á næsta ári sæta tekjur- ýrnun um 3360 miljónir króna af þessum sökum. Evrópubandalagið skar ýsu- veiðikvóta Skota niður um 65 af hundraði og makrílkvótann um 13 af hundraði. Fiskifræðingar telja þessa kvótaskerðingu nauðsynlega vegna undangeng- innar ofveiði, sem þeir segja hafa komið svo illa niður á sumum fiskistofnum að þeir séu nú minni en nokkru sinni fyrr í um 20 ár. Hinsvegar kemur kvótaskerðing- in Skotum einkar illa, sökum þess að hjá þeim eru fiskveiðar mikil- væg atvinnugrein. Atvinnuleysi er meira í Skotlandi en annars- staðar í Bretlandi, og hafa bág- indi landsmanna í atvinnu- og efnahagsmálum orðið til þess að Skoski þjóðarflokkurinn, sem vill Skotland sjálfstætt, hefur undanfarið mjög eflst að fylgi. Flokkurinn sakar nú bresku stjórnina um að hafa fórnað hags- munum skoskra fiskimanna á alt- ari samlyndis innan Evrópubandalagsins. Reuter/-dþ. Þriðjudagur 13. desember 1988 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 13 42fómst í jám- brautarslysi í London Að minnsta kosti 42 menn fór- ust og um 150 slösuðust er þrjár járnbrautarlestir lentu í árekstri við Clapham-brautamótin í Lundúnum í gærmorgun. Brautamót þessi eru þau fjölförn- ustu í öllu landinu og slysið átti sér stað á einhverjum mesta umferðartíma sólarhringsins, er fjöldi fólks var á leið í vinnu. Þetta er eitt versta járnbrautarsl- ysið í Bretlandi síðustu áratugi. Slysið varð er lest frá Poole í Suðvestur-Englandi ók á fullri ferð aftan á lest, sem stóð kyrr á teinunum. Voru báðar lestirnar troðfullar af fólki. Við árekstur- inn krömdust saman tveir öftustu vagnar lestarinnar, sem keyrt var á, en aðrir vagnar í henni köstuð- ust yfir á annað spor, þar sem tóm lest á leið út úr Lundúnum ók á þá. Ekki er talið útilokað að bilun í merkjakerfi eða mistök lestar- stjóra hafi valdið slysinu. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.