Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 6
þj ÓÐ VI Lll N N Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Stjómin stóðst prófið „Ég held aö þessi ríkisstjórn geti vel átt langa lífdaga ef viljinn til samstarfs er í lagi“ sagöi Guörún Helgadóttir fyrir skömmu ísamtali við Þjóðviljann. „Ef ríkisstjórnin siturtil jóla þá situr hún held ég út kjörtímabiliö" sagði Guðrún. Nú er komið í Ijós að ríkisstjórnin situr til jóla og er þá að sjá hvort Guðrún er svo áhrínsgóð að stjórnin sitji frammá vor 1991. Atkvæðagreiðslan í neðri deild í gærmorgun var söguleg, ekki síst vegna þess að Þorsteinn Pálsson og fleiri foringjar stjórnarandstöðunnar höfðu borið á það brigður að ríkis- stjórnin fengi tilskilinn meirihluta fyrir helstu málum sínum á þinginu. í þingstöðunni kom aðeins tvennt til greina, að einhverjir utanstjórnarmenn gengju til liðs við stjórnina eða að stjórn- arliðar kæmu sínum málum ekki í gegn sem fyrr eða síðar kallar á kosningar. Þessi staða kallaði líka á þingræðisleg vinnubrögð sem hér eiga sér litla sögu, vinnubrögð sem verða brýn í beinu samhengi við miklar breytingar á flokkakerfinu undanfarin ár. Hin skarpa hefðbundna skipting í stjórn og stjórnarand- stöðu sem hér hefur viðgengist er ekki eini hugsanlegi far- vegur þingstarfa, einsog dæmi granna okkar, Norðmanna, Svía og Dana sýnir best. Þar verða ríkisstjórnir að afla sér skilyrts stuðnings hjá þingflokkum eða einstökum þing- mönnum sem ekki standa að stjórninni, og þeir fá þá í staðinn ákveðin áhrif á landstjórnina í stað þess vonlausa andófs sem hér er yfirleitt hlutskipti stjórnarandstöðuþing- manna. Það er ekkert launungarmál að þegar ríkisstjórnin var mynduð bundu margir stuðningsmenn hennar vonir við að nýju þingflokkarnir tveir, Borgaraflokkur og Kvennalisti, mundu helst geta tamið sér ný vinnubrögð, og að þeir stæðu stjómarstefnunni svo nærri að auðvelt ætti að reynast að semja sig saman. í Alþýðubandalaginu voru sérstakar vonir bundnar við að Kvennalistinn kynni með þessum hætti að auka veg ýmissa félagslegra baráttumála innan stjórnar sem að ýmsu leyti hlaut að verða mörkuð af fyrri samvinnu Framsóknar- og Alþýðuflokks við frjálshyggjugaurana í Valhöll. Það eru vonbrigði að sjá að af einhverjum sökum hefur Kvennalistinn engan hug á slíkum áhrifum, ekki frekar en hann vildi taka á sig ábyrgð við stjórnarmyndunina í haust. Það sem meira er: Stjórnarandstaða Kvennalistans verð- ur þessar vikur ekki greind frá stjórnarandstöðu Sjálfstæðis- flokksins. Þess er skemmst að minnast að Kvennalistinn neitaði fyrir viku að ræða einn og sjálfur við fulltrúa stjórnar- flokkanna. Það yrði að gerast í samfloti við hina stjórnarand- stöðuflokkana, það er að segja: undir forystu Þorsteins Pálssonar. Þess er líka skammt að minnast að Kvennalistinn hefur tekið undir kröfur Sjálfstæðisflokksins og atvinnurekenda um gengisfellingu, þótt ætlun íhaldsins sé ekki síst að fram- kalla með henni umtalsverða kjaraskerðingu. Það er satt að segja einsog hinir dugmiklu og hæfu for- ystumenn Kvennalistans séu heillum horfnir þessa dagana. En kannski hressist Eyjólfur með hækkandi sól og minnkandi fylgi. Meirihluti þingmanna Borgaraflokksins -nýja hægri- flokksins -, ákvað hinsvegar að staðan í þjóðfélaginu og þinginu væri þannig að það væri fullkomlega ábyrgðarlaust að koma ekki til móts við vinstristjórn Steingríms Hermanns- sonar. Einmitt þessi afstaða Borgaraflokksmanna gæti reynst þeim styrkur í pólitískri orrahríð næstu misseri, aukið þeim bæði áhrif á landstjórnina og traust meðal almennings. Það er ef til vill dæmigert fyrir stjórnina að stuðningurinn kom fram í persónunum Óla Þ. Guðbjartssyni og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Óli er þingmaður landsbyggðarkjördæmis sem hefur átt um mjög sárt að binda í frjálshyggjukreppu síðustu ára, og Aðalheiður er reykvísk verkakona sem hefur í félagsmálum og pólitík helgað sig baráttu í þeirra hag sem verst hafa kjörin og standa höllustum fæti í höfuðborginni og landinu öllu. Stjórnin hefur með þeirra-rijálp staðist sitt fyrsta próf. Nú liggur fyrir henni að sýna að hún sé traustsins verð. -m KLIPPT OG SKORIÐ Pólitískar ástríður fyrr og nú Það er ákaflega margt sem menn eru minntir á í bókaflóð- inu, beint og óbeint. Meðal ann- ars er það rifjað upp fyrir okkur rækilega að fyrir nokkrum ára- tugum voru menn miklu heitari í skoðunum ( ástríðumeiri eða of- stopafyllri eftir því hverjum augum menn líta á silfrið) en nú gerist. Við opnum til dæmis bók sem Gunnar Finnbogason hefur sam- an tekið um bróður sinn Pétur, sem lést úr berklum á Kristneshæli skömmu fyrir stríð. Og ekkert athvarf, þær hvolfa sér yfir hvað sem er: Róttækir sjúk- lingar á Kristneshæli höfðu stofn- að með sér Jafnaðarmannafélag en Jónas Rafnar hælislæknir svar- aði þeirri uppákomu með því að senda félagsmönnum bréf þar sem hann bannar pólitískan fé- lagsskap á staðnum. Félagsmenn svara síðan með samþykkt sem hefst á þessum orðum hér: „Við undirritaðir meðlimir í Jafnaðarmannafélaginu í Krist- nesi leysum hér með upp félags- skap vorn eftir kröfu hælis- nefndar þar sem við liggur ella brottrekstur af hælinu. Við ger- um þetta tilneyddir af ofbeldi sem beitt er við varnarlausa sjúkliiiga, og lýsum því opinber- lega yfir, að við álítum þetta bann gjörsamlega ólöglegt, beina árás á mannréttindi vor og aðeins einn lið þeirra ofsókna sem hafnar eru hér á landi af hendi ríkisvaldsins móti verkalýðshreyfingunni og kommúnisma.“ Heitt í kolum í kirkjupólitík Petta voru dagar roðans í austri og Þriðja ríkisins, og harðvítugra verkfalla og tvískiptingar þjóðar- innar í fylgismenn Sturlu í Vog- um og Bjarts í Sumarhúsum. Og víðar var heitt í kolum en í hinni eiginlegu pólitík. Presta- bækur þær margar sem nú koma út greina frá því, að höfuðklerkar okkar voru á sínum mótunarár- um ( á fjórða og fimmta áratugn- um eða þar um bil) mjög teygðir milli flokkadrátta í þjóðkirkj- unni, milli „frjálslyndra" og „rétttrúaðra": Þessir fáu guð- fræðistúdentar sem þá voru við nám gátu ekki einu sinni setið sömum megin í Háskólakapell- unni, segir séra Sigurður Haukur Guðjónsson í sinni bók. Og það var glímt hart um embætti í há- skólanum og hin veigamestu brauð og útgáfumál og biskups- kjör og eftir á að hyggja: líklega hefur almenningur aldrei gert sér grein fyrir því hve hörð þessi glíma var. Svo hörð reyndar að enn logar furðu glatt í glóðunum: prestabækur jólavertíðar eru öðrum þræði deilurit. Og staða íslands í heiminum Þetta var líka sá áratugur þegar menn tókust hart á um framtíð íslands í heiminum. Þegar margir menn ágætir risu gegn Keflavík- ursamningi sem reyndist áfangi í því að draga okkur inn í Nató og reisa hér herstöðvar til lang- frama. En fengu ekki rök gegn sínum málflutningi heldur þá lágkúrulegu meðferð, að öflug- ustu fjölmiðlum (Morgunblaðinu helst) var beitt miskunnarlaust til þess að gera allt sem sagt var til þjóðyarnar að fláttskaparkom- múnisma. Og beindist sú hríð ekki síst gegn Sigurbirni Ein- arssyni, síðar biskupi, svo sem frá segir í bók fróðlegri sem Sigurður A. Magnússon hefur saman skrif- að. Þetta voru um leið ár Atóm- stöðvarinnar eftir Halldór Lax- ness, og í spánnýrri bók er einn þeirra sem mest hamaðist gegn þeirri bók, Kristján Albertsson, enn við sitt heygarðshorn, trúr þeirri hugsjón að allt skuli Nó- belsskáldi fyrirgefið nema þessi skelfilega bók um Iandsöluna. Kristján segir í formála að pólit- ískum skrifum sínum í ritgerða- safninu „Menn og málavextir“: „Það næði engri átt að kalla heimska alla þá menn sem hafa þolað eða hossað og vegsamað landsölusögu Halldórs Laxness. Um hitt er þar kemur fram að hinar pólitísku hitabylgjur risu gegn Keflavíkursamningi sem reyndist áfangi í því að draga okkur inn ég sannfærður að allt dálæti á sögunni er yfirnáttúru- legt fyrirbæri, eitthvað sem hvorki heilbrigð skynsemi né nein vísindaleg þekking gæti með nokkru móti skýrt.“ Umburðarlyndi eða skoðanaleysi Þegar menn rifja upp ill- skeyttar deilur um pólitík, trúmál og menningarmál, dæsa menn venjulega með nokkrum yfir- burðasvip og segja sem svo: það er eins gott að ofstækið hefur hopað á hæli. Nú lifum við á skikkanlegri tímum. Og enginn getur neitað því að umburðar- lyndi er verðmætt. Ekki síst það umburðarlyndi sem skoðar hvern hlut eftir málavöxtum en æpir ekki fúkyrðum fáfræðinnar. Hitt er svo annað mál að umburðar- lyndi okkar tíma hefur leiðinlega bakhlið: letina andlegu, skoð- analeysið. Stundum finnst manni að enginn nenni að hafa fyrir því að koma sér upp skoðun á neinu nema því að skattar skuli lækka en félagsleg þjónusta batna um leið, ekki hneykslast á neinu nema kannski því (í smátíma) að sumir menn fái brennivín á lygi- legum kjörum. Og svo haldið sé áfram að leggja út af bókaflóð- inu: manni dettur það í hug þegar fréttir berast af miklum vinsæld- um bóka, sem með einum hætti eða öðrum fjalla um nasismann og íslensk örlög honum tengd, að í þeim áhuga speglist með skrýtn- um hætti eftirsjá eftir þeim tíma þegar eitthvað var þó að gerast: - betra er illt að gera en ekki neitt.... ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. RitstJórariÁrni Bergmann, MörðurÁrnason. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:DagurÞorleifsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mónuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.