Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Stórfurðulegur bæklingur Sigurður Björgvinsson skrifar Lífeyrissjóðakerfið á íslandi hefur löngum verið hrikalegt dæmi um glundroða og öng- þveiti. En þegar það er haft í huga að við Islendingar höfum undangengna áratugi búið við sjúkt efnahagskerfi með til- heyrandi verðbólgu og óðstöðug- leika í gengis- og vaxtamálum, og fjármálunum hefur verið stjórn- að í takt við lögmál frumskógar- ins, þá er ekki að undra þótt öll sjóðakerfi eigi erfitt uppdráttar. Lífeyrissjóðimir hafa þá sér- stöðu að þeir snerta hag vel flestra íslendinga, enda teygja þeir fingur sína í launaumslög allra launamanna. Fjöldi lífeyrissjóðanna er um 90 á öllu landinu (voru 90 í árslok 1981) og sjóðsfélagar eru rúm- lega 170 þúsund (171 þús. í árslok 1984). Margir sjóðanna eru litlir, með félagsmannatal frá nokkrum tugum upp í nokkur hundruð. En í þeim stærri skipta félagar þús- undum. 1984 voru stærstu sjóð- irnir þessir: Dagsbrúnar og Framsóknar tæp 43 þús., vers- lunarmanna tæp 34 þús., ríkis- starfsmanna tæp 29 þús., sjó- manna 28 þús., Söfnunarsjóður rúm 20 þús., verksmiðjufólks tæp 19 þús., Sóknar rúm 17 þús. Al- gengt er að einn og sami maður hafi borgað í allt að 10 lífeyris- sjóði, jafnvel 13 til 14. Sjóðirnir, þó ekki allir, hafa myndað með sér tvenn sambönd, Landssamband iífeyrissjóða (LL) og Samband almennra líf- eyrissjóða (SAL). í LL er mikill meirihluti þeirra sjóða, sem stofnaðir voru fyrir 1969, samtals 41 sjóður. f SAL eru nær allir sjóðir sem stofnaðir hafa verið eftir 1969, samtals 24 sjóðir. Einn sjóður er í báðum samböndun- um, og svo eru 24 sjóðir utan þessara sambanda. Má þar nefna lífeyrissjóð starfsmanna rfkisins, sjómanna, bænda ýmsa sjóði bankamanna, Eimskips, lækna o.fl. Höfuðmarkmið lífeyrissjóða er að greiða mönnum lífeyri vegna elli, örorku eða andláts. Af því sem hér hefur verið lýst má ljóst vera, að það skiptir allan almenning miklu máli að kynna sér sem gerst störf og skipulag þessara sjóða. Það er að sjálf- sögðu fyrst og fremst (skyldi maður ætla) nauðsynlegt til þess að menn viti um sinn rétt sem lífeyrisþegi. En það er iangt frá því að vera einfalt mál, og getur kostað mikla vinnu, t.d. ef launa- maðurinn hefur greitt í marga líf- eyrissjóði, því vegna sambands- leysis og misgengis milli margra lífeyrissjóða, þá getur verið óger- legt að tína alla þá hagalagða saman í einn bing. Og hingaðtil hefur bókhald ýmsra sjóðanna verið í slíkum ólestri, að sé knúið þar dyra til að leita þar upplýs- inga, þá verður fátt um skýr svör. I öðru lagi er nauðsynlegt fyrir þá sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið og hafa fengið lán eða hyggjast fá lán úr lífeyrissjóði að kynna sér lánakjör sjóðanna, en lífeyrissjóðimir ávaxta fé sitt m.a. með því að veita húsbyggj- endum verðtryggð lán til langs tíma. Stórfróðlegur bæklingur Sjálfsagt hefði það getað glætt áhuga aimennings fyrir málefn- um lífeyrissjóða og aukið skilning á starfsemi þeirra ef sjóðimir sjálfir, einstakir eða sjóðasam- böndin, hefðu gert meira í því en raun ber vitni að kynna sjóðsfé- lögunum starfsemi sína í ræðu og riti. Sem þakkarvert spor í þá átt verður að teljast bæklingur, sem Landssamband lífeyrissjóða (LL) gaf nýlega út. Hann ber nafnið - LÁN - og undirtitil: Verðtrygging, vísitala, vextir, verðbætur, lánstími. Ég sá vitnað í þennan bækling í DV mánudag- inn 12. þ.m. Þar er smá tilsögn í því hvernig megi tapa eða græða á húsabraski. Dagblaðið-Vísir er hrifinn og kallar ritið hinn „stór- fróðlega bækling". Við skulum líta í hinn stórfróð- lega bækling. Efni hans skiptist í 14 töiusetta kafla sem heita: 1. Hvað þýðir verðtrygging? 2. Hvað er vísitala? 3. Skiptir vaxtaprósenta höfuð- máli? 4. Hvaða þýðingu hefur lánstím- inn? 5. Hvernig eru verðbætur reiknaðar? 6. Misgengi launa og lánskjara. 7. Er sama hvenær íbúðakaup eru gerð? 8. Greiðast verðtryggð lán nokkm sinni upp? 9. Helsti munur verðtryggðra og óverðtryggðra lána. 10. Býr maður ókeypis í skuld- lausu húsi? 11. Má alltaf greiða upp verð- tryggð lán? 12. Borgar sig að spara? 13. Borgar sig að kaupa á gamla verðinu? 14. Er veðleyfi sjálfsagður vinar- greiði? Eins og sjá má, er varpað hér fram mörgum spurningum sem bæði gagnlegt og fróðlegt væri að fá svör við. Og ekki ætti það að draga úr væntingum lesandans að vera sér meðvitaður um það, að hér halda á penna fagmenn, sér- fræðingar í kerfinu. - En takið eftir því að engin af kaflafyrir- sögnunum ber með sér að rætt sé um málefni lífeyrissjóða. Enda er hvergi á slíkt minnst í þessum bæklingi. Hann gæti þess vegna eins komið frá Húsnæðisstofnun ríkisins, nú eða einhverju ávöxt- unarfélagi. En bæklingurinn er fróðlegur. Athugull lesandi getur orðið þar margs vísari, ef hann gætir þess að flækjast ekki í neti rökvillupúkanna né lætur blekkj- ast af villandi reikningskúnstum. Víða er komist vel að orði, eins og t.d. þessi látlausa setning: „Sá sem greitt getur afborganir af ein- hverjum hlut eftir á, getur alveg eins sparað fyrir honum fyrir- fram, - á skemmri tírna." Ég minntist áðan á pistilinn sem DV vitnaði í. Það var kafli nr. 7. Þareru rakin um það dæmi, hvernig hægt hafi verið á árabil- inu 80-82 og aftur 86-87 að kaupa íbúð, eiga hana í eitt og hálft ár og selja hana þá á nærri þreföldu því verði sem gefið var fyrir hana. Kúnstin er bara að kaupa og selja á réttum tíma. Annars gæti dæm- ið snúist við. Stórfróðlegt. Blessaðir vextirnir í kafla 10 er lýst raunum þeirra sem búa í eigin, skuldlausu húsi. „Gróflega reiknað kostar hver milljón bundin í íbúðarhúsnæði allt að 8.500 kr. á mánuði miðað við algenga vexti sem buðust á sparifé 1988." Og „Af 4 milljónum bundnum í íbúð má reikna með um 380 þúsund króna vaxtatapi á ári“ ... og (með fastei.gj ./viðhaldi/tryggingum) „Samtals þýðir þetta 35-40 þús- und kr. á mánuði í útlögðum kostnaði og/eða glötuðum vaxta- tekjum." - Stórfróðlegt fyrir þá sem eru að leita sér að leiguhús- næði. Þarna geta þeir séð það al- veg pottþétt, að það viðgengst alls ekkert okur á leigumarkaðin- um. Aumingja húseigendurnir þurfa að létta af sér „vaxtatap- inu“, eins þótt þeir eigi húsið skuldlaust, já bara enn frekar, ef svo er. - Blessaðir vextirnir. Vonandi að þeir lækki ekki. Og þó. Ef vextirnir tækju nú upp á því að hækka svo mikið að enginn leigjandi fengist að íbúðinni, þá gæti „vaxtatapið“ orðið óbæri- legt, og þá yrði skuldlausi eigand- inn að flytja út úr íbúðinni sinni og tjalda á lóðinni. Eða hvað? - Stórfróðlegt. Og svo er það blessuð lánskjar- avísitalan. Það er mikið tundur í henni ekki síður en vöxtunum. - Kafli 13: „En hækki lánskjaravís- italan t.d. um 2,5% á mánuði þarf 4ra milljóna íbúð líka að hækka um 100.000 kr. á mánuði, aðeins til þess að halda verðgildi sínu.“ - Stórfróðlegt. - Og svo eru „ábyrgir“ stjórnmálamenn að tala um að afnema lánskjaravís- itöluna. Hvað þá? Myndi þá ekki íbúðaverð detta niður í núll? Ja ég bara spyr. í kafla 8 skreppum við og heimsækjum „landsbyggðar- menn“: „Landsbyggðarmenn verða auk þess að hafa í huga að söluverð notaðra húsa er víða að- eins helmingur af byggingar- kostnaði. Sá sem fjármagnar hús- byggingu á slíkum stað með verðtryggðum langtímalánum gæti vaknað upp við þann vonda draum að hann skuldi meira en líklegt söluverð hússins. Hann hefði því tapað öllu eigin fé sínu.“ - Þá vitum við það. Þessir „lands- byggðarmenn" (hverjir sem það nú annars eru) geta alveg gleymt að taka þátt í hinum háþróuðu fimleikum markaðskerfisins. En nú allt í einu man ég eftir setningu sem ég rakst á í kafla 7: „Fyrir þá sem ekki eru í söluhug- leiðingum, en ætla að búa í íbúð- inni, eru þessar verðhækkanir/ lækkanir og tapið/gróðinn aftur á móti aðeins reiknaðar tölur á blaði.“ Ja hver skrambinn. Reikningkúnstir En lítum nú á nokkrar reikningskúnstir. LL ætlar að sýna okkur hvernig á að reikna verðbætur af lánum. Kafli 5. (sjá ljósrit): Kaflinn hefst á nokkrum skýr- ingum almenns eðlis, auðskildum og rétt fram settum. Svo kemur: „Fjármálastofnanir hér á landi nota tvær aðferðir við að reikna verðbætur, sem báðar gefa ná- kvæmlega sömu niðurstöðu." Þessi staðhæfing er ósönn, eins og brátt mun koma í ljós. En áður en við fylgjumst með skýringum fræðarans á þessum tveim „að- ferðum við að reikna verðbætur" ætla ég að líta á nokkur hugtök og tölur og gefa þeim nöfn: 1463/690 = 2,1203 = hækkunar- hlutfall frá grunnvísitölu = 112,03%. (Ath. að tölurnar eiga við árið 1986, sjá miðlínu töfl- unnar). En = (fyrra árs) eftirstöðvar á nafnv. = 120.000 Eu = En uppfærð m/vísitölu = 120.000 x 2,1203 = 254.436 An = afborgun á nafnv. = En : 3 = 40.000 Au = An uppfærð með vísitölu = 40.000 x 2,1203 = 84.812 V = vextir = Eux 0.05 = 12.722 Fylgjum nú leiðsögn fræðar- ans. Finnum verðbætur með að- ferð I með því að „uppreikna fyrst höfuðstólinn" - Höfum það, hann á við Eu = 254.436 „og reikna svo AFBORGUN og VEXTl út frá þeirri upphæð: Afborgun: Au = Eu : 3 = 84.812 (hann kallar þetta víst afborgun. Látum það gott heita). Vextir : V = Eu x 0,05 = 12.722 Þar höfum við það. En lengra nær tilsögnin ekki, og ennþá eru verðbæturnar ófundnar. Við verðum því að glíma við þá gátu tilsagnarlaust. Og nú dettur mér í hug að finna mismuninn á Au og An: 84.812 mínus 40.000 sem er = 44.812. Og mikið rétt, þar fundum við verðbæturnar, næst- um því hjálparlaust. Og þá getum við lagt saman þessar greiðslur til að finna Greiðslu Samtals af lán- inu: Afb. 40.000 + vextir 12.722 + verðb. 44.812. Og summan af þessu er Samtals Greiðsla kr. 97.533. Þá snúum við okkur að hinni aðferðinni, sem kennari okkar og þeir hjá LL virðast hafa miklar mætur á: Fyrst afborgun og vextir reiknaðir af nafnv.: E„ : 3 + En x 0.05 = 46.000. Og næst reiknar hann svo verðbætur á þessa upp- hæð: 46.000 x 2.1203 = 97.534. Hvar eru verðbæturnar? En hvar eru verðbæturnar? Jú, hann segir að nú finnist þær með því að finna mismun þessara talna. Drífum í því: 97.534 mínus 46.000 = 51.533. Sniðugt. Nema hvað? Þetta er ekki sama talan og við fengum með hinni aðferðinni sem verðbætur, sú tala var 44.812. Önnurhvor talan hlýtur að vera skökk, nema báðar séu það. Ég sé að mismunurinn á þessum verðbótatölum er 6.722. Og það er einmitt nákvæmlega talan sem mig vantar að bæta við vaxtatöluna 6000 sem hann var að fela inni í tölunni 46.000:6.000 + 6.722 = 12.722. Galdurinn liggur í því að með „LL-aðferðinni“ er vöxtunum af uppfærslu eftirstöðvanna bætt við verðbæturnar og það svo kall- að „verðbætur", þ.e. (120.000 x 1,1203 x 0,05)+ 44.812; 6.722 + 44.812 = 51.534, og er þar aftur komin skritna verðbótatalan, sem kennari okkar var að leita að, en var svo feiminn við að sýna á blaði, að hann lét nægja að full- yrða að báðar „aðferðirnar" gæfu „nákvæmlega sömu niðurstöðu." Ég læt þetta nægja að sinni. En eftir lestur þessa „stórfróðlega bæklings" verð ég að játa það að þegar ég talaði um að kynna þyrfti betur fyrir almenningi starfsemi lífeyrissjóðanna, þá var það ekki efni af þessu tagi sem ég hafði í huga. Reykjavík, 14. des. 1988 Sigurður Björgvinsson. Sigurður er fyrrverandi bóndi og sjómaður og býr nú í Reykjavík. En bæklingurinn erfróðlegur. Athugull lesandi getur orðið þar margs vísari, efhann gætirþess að flækjast ekki í neti rökvillupúkanna né lætur blekkjast afvillandi reikningskúnstum. Víða er komist vel að orði, eins og t. d. þessi látlausa setning: „Sá sem greitt getur afborganir af einhverjum hlut eftir á, getur alveg eins sparað fyrir honumfyrirfram, á skemmri tíma. “ 6. Misgengi iauna 09 iánskjara. „AI riverju er ver ðtrygging iano ekkt ftemut miðuð viö laun riöídur ert lánskjaravisitólu (Lkv.) sem haikkat oftast miklu meira en launin?". Þessart spumingo hefur svo oft verió varpað fram að frðð- legf er að lita á teynsiu “verðirygg»ngaráranna' 1980-19S7. sem spanna bafiói öatndráflar - -Tg þenslutimab'i. Tafian sýnit Lkv. og visdðiu grt’iddra dagvinnu'aunn ASI á hverju árí fró 1980, og hvað hvor' þeirra riækkað' hvotju sinni frá næsía ári á unrian (aæflun f. .átið lS88j. Tvö a< þessom á»a árum (1Ö83 og 1984) royrtd- ist Lkv, haskka melra en laur.in. náð „mtsgangi' leic'di fil þess ab greiðsíubytði af verðtryggöum iánum, teknum 1983 oða fytr. varð mem en eiia !ii ársins 1986. Greiðsluhyróin og eftirstóðvar lán- anna vtróu aitut muri tægn miðaö við Lkv. rieldut en iaunaviðmiðun 1987 og 1988. Frá 198-1 hafa laun ar hvert haekkað meira en Lkv. A'iir som tektð haía lán fra 1983 hefðu þurf! aó gre:öa meira miðað við launaverðttyggingu hoidur en Lkv. og sku'dað hærri uppreiknaðar efiitslððvar i lok hvors árs. l.kv % ASllnun % 1980 164 j.. ' 164 1S81 249 S2% 249 52% 1082 373 S0% 387 55% 1M3 669 79% 580 52% tsw 895 j 34% 723 23% 1085 1189 31% 879 35% 1906 14S7 25% 1294 32% 1987 1711 17*. 185S 43% >988 (2140) | 25% (2340) 26% DÆMi: f-rá riOv. 1983*87 hækkað* 200.Í»X) kr. upphæö i um 448.900 kr. m.v. iánskjaravisitolu e.n hefð' hækkað i um 65S.000 kv. m.v. meðaital. graiddra daovinnulaunít AS!-!•>- iagatsjá linurit). Síða úr bæklingi Landssambands lífeyrissjóða. Fimmtudagur 22. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.