Þjóðviljinn - 22.12.1988, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 22.12.1988, Qupperneq 12
BÆKUR Nýr Oddur í hvem bókaskáp i-t* $ þttd ® nra 3Eef*4menf/3*|u Cím|W cigertíigojö t ®uangelia bu« fjart (talpr pieOtfaöi t t þ«> me/Qícrn b/ta pðfluUtt ©’ko »fp; öIU mcn noan ft'ripiiöo. þau eru nu bíer vtlógö a >7oe ro>nu/©uOt tít lopo « OyrOat/ c/T «fmug4t ttú ett f^mOat'r Oíalu þía!part Titilsíða Hróarskeldubókar: Þetta er hiö nýja testament. Kápa nýja Odds, mynd Jóns Reykdals uppúr íslensku teiknibókinni, handriti frá 14. öld. Kannski full kaþólsk myndskreyting á svo lúterska bók? Nýja Testamenti Odds Gottskálkssonar. Frágangur texta: Árni Óskars- son, Guðrún Kvaran, Gunn- laugur Ingólfsson, Jón Aðalsteinn Jónsson. Inngangar: Sigurbjörn Einars- son; Guðrún Kvaran, Gunn- laugur Ingólfsson, Jón Aðalsteinn Jónsson. Prentað í Odda. Lögberg - Sverrir Kristinsson, 1988. Hér er komin bók sem víst er að vekur mörgum forvitni: endurprentað eftir 448 ár það verk sem hafið var við kýrylinn í fjósi Skálholtsbiskups haustið 1536 og lokið 12. apríl fjórum árum síðar f félagi við hinn þýska prentara Hans Barth „útí ícon- unglegum stað, Roskyld“: hin prentaða þýðing Odds Gott- skálkssonar á nýjatestamentinu. Það er margt stórkostlegt um þetta verk. Þetta er fyrsta þekkt þýðing nýjatestamentisins á ís- lensku, og fyrsta prentbók sem vitað er um á íslenska tungu. Hún er líka fyrsta lúterska trúarrit á íslandi, og vegna þess að á 16. öld verða trúarbrögð ekki greind frá stjórnmálum er ekkert úr vegi að kalla prentbókina frá Hróars- keldu líka fyrsta pólitíska dreifir- itið á íslensku. í mörgum öðrum löndum hér nyrðra urðu fyrstu biblíuþýðing- arnar grundvöllur að ritmáli og sú vogarstöng sem lyfti þjóðtungum í það hásæti sem latínan hafði áður vermt ein saman. Þýðing- arnar voru iðulega fyrstu prent- aðar bækur og sigrar mótmæl- endatrúar í félagi við landsfursta komu heimamáli á legg sem tungumáli kirkjunnar, stjórnsýsl- unnar, bókmenntanna og - í minna mæli - vísinda og fræða. Fyrirmyndin að réttu tungumáli var þá auðvitað sótt í bók bóka- nna. Skýrasta dæmið er háþýska biblíuþýðingin eftir Lúter sem í sögu þýskrar tungu og bók- mennta hefur svipaðan stað og Dantekviður á ftalíu. Líkt er um þýðingarnar í Skandinavíu og á Niðurlöndum, og einnig má minna á Jakobsbiblíuna ensku, - King's Bible - sem átti mikinn þátt í að samræma enskt ritmál (en ensk þýðingarsaga biblíunnar er raunar nokkuð flókin). Hljómandi málmur og hvellandi bjalla Þennan sess öðlaðist ekki þýð- ing Odds og sporgöngumanna hans, vegna þess að við áttum okkur gullnar töflur í túni áður en þeir Gutenberg og Lúter breyttu heimsmyndinni: sjálfar íslend- ingasögurnar. Málfar tólftu og þrettándu aldar er því haft til fyr- irmyndar á okkar tímum, og eícki málfar Odds og félaga hans á sið- skiptaöld. Sem betur fer. Annars mundi eitt íslenskt kvinnunar afspringi jafnsnart meðtaka og forláta, lík- aso bíginna og hantéra allt hvað eð sker, og þarmeð blífa í platt- þýskri fordj arfan. En þegar við seint á tuttugustu öld virðum fyrir okkur þennan íslenska nýjatesta- mentistexta í nýrri og fallegri út- gáfu skiptir okkur þó mestu sá sess sem Oddur Gottskálksson skipar í sögu tungunnar og sögu bókmenntanna. Hann Iagði með þýðingu sinni grunninn að öllum síðari biblíuþýðingum og er þarmeð einn af upsprettu- mönnum í íslenskum bók- menntum, og margir hafa eignað smekkvísi hans sinn þátt í lífs- þrótti íslenskunnar næstu aldir eftir þýðinguna. Meðal annars vegna þess að í hérumbil hálfa aðra öld áður en Oddur settist með pennann aftanvið kýrrass- ana höfðu prósaskrif næstum því lagst af á Islandi, önnur en bréf og skýrslur. Margir þeir biblíustaðir sem frægastir eru hafa ennþá íslensk- an búning Odds. Það er ekkert gefið að öðrum þýðanda hefði hugkvæmst að tala um hljómandi málm og hvellandi bjöllu í l.Kor.13, - eða að tefja sig á að finna fjórar sagnir þarsem Lúther Pt 3 2 MÖRÐU R ÁRNASON lætur nægja eina (aufhören) í sama kafla: „Kærleikurinn hann doðnar aldri þótt spádómurinn hjaðni og tungumálunum sloti og skynseminni linni.“ Enda segir Sigurbjöm biskup í inngangi sínum að Oddur eigi meira en nokkur einn maður ann- ar í nýjatestamentishluta íslensku biblíunnar frá 1981, þeirrar sem nú er opinber trúartexti hinnar lútersk-evangelísku ríkistrúar ís- lendinga. „Eigi aö síöur...“ Margir hafa lofað þýðingu Odds, og vekjast enn fleiri upp við þessa útgáfu. Nokkrir þeirra eru tilgreindir í inngöngum henn- ar, aðrir í auglýsingum á bóka- markaðnum. Ætli hrósið mesta komi þó ekki frá þeim sem best þekki, Jóni Helgasyni, sem samdi mikið verk um málið á þýðing- unni og telur þar bæði kost og löst, birtir einnig sýnishorn af umsögnum annarra, og segir síð- an þetta hálfþyrrkingslegur: „Raunar má segja sem svo, að yfírleitt er þakklátt verk að snúa guðspjöllunum, þar sem háleit sannindi birtast jafnan í búningi einfaldra orða, og að hætt er við að ef ekkert væri til af NT nema síðari helmingurinn, myndi dóm- ar um þýðinguna hafa hljómað á annan veg. Líkur eru og til þess, að Oddur hafi fremur notið þess en goldið, að hann hafði dvalið langdvölum erlendis í æsku.“ Síðan kemur það sem þessi árin gengur undir heitinu fjórar stjörnur: „Eigi að síður hyggjum vjer, að jafnvel hinn strangasti dómari muni viðurkenna, að stíll hans sje maklegur þeirra lofs- yrða, sem tilgreind voru, ef litið er á þá kafla, sem bezt hafa tek- izt.“ Oddur hefur gengið að verki sínu með aðdáunarverðri vand- virkni miðað við aðstæður allar. Hann kunni ekki grísku og óvíst að hann hefði haft aðgang að gríska frumtextanum, en það þykir sýnt að hann hefur þýtt úr að minnsta kosti þremur bókum - latnesku Vulgötu og þýðingum þeirra Lúters og Erasmusar. Að auki sjá fræðimenn skyldleika í textanum við þá fáu kafla helgrar bókar sem þýddir höfðu verið í pápísku. Hann hóf verkið í Skálholti sem áður er sagt, á laun, og virð- ist síðan hafa sjálfur haft veg og vanda af prentun þess, - með ein- hverjum liðstyrk Kristjáns kon- ungs þriðja, og fylgir því gegnum prentsmiðjuna hjá Hans í Hró- arskeldu. Menn vita að Guðbrandsbib- lían frá 1584 er enn talin eitt mesta stórvirki í ísienskri bókaút- gáfu, kostaði kýrverð á sínum tíma og er í endurprentun notuð til að gefa þjóðhöfðingjum. Það segir þessvegna sitt um þann ilm sem leggur bæði af tungutaki í þýðingu Odds og af sögulegum aðstæðum verksins að Jón Helga- son skuli þráttfyrir alla sína fyrir- vara segja að þýðing Odds og prentun þýðingarinnar sé: „meira afrek, þegar á allt er litið, heldur en fyrir Guðbrand biskup tæpum aldarhelmingi síð- ar að auka við því, sem vantaði á fullkomna þýðingu ritningarinn- ar, og koma henni allri á prent.“ Vandaverk Það er sumsé mjög gott verk og þakkarvert að koma þýðingunni til okkar aftur milliliðalaust, með okkar stafsetningu og stafagerð. Ekki var til nema Ijósrituð útgáfa af frumbókinni, frá 1933, fágæt og varla við hæfí annarra en fræðinga og sérstakra áhuga- manna. Af sjálfri Hróarskeldu- bók eru aðeins örfá heil eintök. Textinn frá 1540 hefur verið unninn til útgáfu í tvennu lagi. Árni Óskarsson byrjaði að vélrita áður en tölvur urðu almennar, og bjó sér vinnureglur í samráði við þá Jón Samsonarson og Ólaf Pálmason. Þessu vélriti var síðar komið á tölvu hjá Orðabók Há- skólans, og þaðan voru svo feng- in þau Guðrún, Gunnlaugur og Jón Aðalsteinn, sem bera loka- ábyrgð á frágangi textans. Það er við hæfi að Orðabókin og Orðabókarfólk skuli eiga hér hlut að máli. Tímamörk í söfnun og rannsóknum við Orðabók Há- skólans eru nefnilega einmitt við árið 1540 vegna þess að þá kemur út Nýjatestamenti Odds. Nú kynnu menn að halda að til slíkrar útgáfu þyrfti fyrst og fremst nákvæman prófarkales- ara. Er ekki verið að prenta eina bók uppúr annarri bók? En málin flækjast fljótt. Hér er ekki verið að prenta stafréttan texta heldur með nútímastafsetn- ingu, þar sem þörf er samræming- ar sem ekki var tíðkuð á sextándu öld. Og þó ekki væri ennað en að leysa úr böndum og ýmsum tákn- um öðrum sem fyrstu prentbækur tóku í arf frá handritum væri um meira en nákvæmnisverk að ræða. Útgefendur hafa tekið þá eðlilegu stefnu að halda sem verða má í beygingar- og orð- myndir þýðandans þótt stafsetn- ingu sé breytt, og segja sjálfir í inngangi að „þessi sjónarmið rekast oftlega á og stafar af því margs konar ósamræmi." Þeir hafa þó haft góðan leiðar- vísi um verk Odds, þarsem er til- vitnuð ritgerð sjálfs Jóns Helga- sonar, og af stuttri skoðun verður ekki.felldur annar dómur en að þau Guðrún, Gunnlaugur og Jón hafí ásamt öðrum sem við sögu komu staðið sig með prýði. Það væri til dæmis hálfgerð fölsun og eiginlega illvirki að ræna þýðingu Odds þeim ein- kennum aldar sinnar sem við leyfum okkur nú að kalla máivill- ur, og auðvitað er í bókinni hald- ið myndum einsog eignarfallinu „bróðurs" eða miðmyndinni „komunst". Það er líka til ilm- auka að halda inni augljósum framburðarsérkennum einsog eignarfallinu „vats“ (af ,,vatn“) °g fylgja Oddi í ósamræmi milli „hefur“ og „hefir“ eða „vér“ og „vær“. Eins er skynsamlegt að breyta ,,-r“ í ,,-ur“, akr“ gömlu bókarinnar í „akur“, því að forn framburður er löngu horfínn á tímum Odds, og aðeins rithefð þama á bakvið. Kvikindi og kvikvendi Síðan lenda menn auðvitað í vandræðum. Til dæmis um þau er að orð sem enda einsog „bind- indi“ eru öll prentuð í Hróars- keldubók með ,,-indi“, nema kvikindi, sem af einhverjum ástæðum hefur alltaf ,,-endi“. Hér taka þremenningarnir ákvörðun um að samræma með ,,-indi“, og ekkert við því að segja. Fyrren kvikindið dúkkar alltíeinu upp með vaffi milli stofns og viðskeytis: „kvik- vendi“. Hvað á að gera? Er eitthvað hér á seyði? Þremenn- ingarnir halda e-inu í þessu eina orði, og hafa sjálfsagt fómað höndum, - lái þeim hver sem vill. Mér hefði til dæmis prívat og persónulega fundist skemmti- legra ef útgefendur hefðu haldið myndum einsog „eingill“ og „þeig“ (boðháttur af þegja), -sérstaklega fyrst þau sleppa í gegn styttum endingum sagna undan persónufomöfnum: vilji þið, skulu þér. Um smekk má lengi ræða. En ekki deila. Það eykur svo gildi þessa verks að reynt er að ganga frá sem næst því einsog Oddur í Hróarskeldu, tilvitnanir og skýringar hafðar á spássíu og formálar allir og eftir- málar á sínum stað. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 22. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.