Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 13
BÆKUR Hinsvegar hefði að skaðlausu mátt sleppa þeim kenjum í prent- verkinu frá 1540 að hafa yfirleitt allar tölur í svigum. Þetta lýtir nýja textann og segir ekkert um málfar Odds. Það þarf ekki að draga úr trú manns á að textinn sjálfur sé vandlega unninn, - en óttalega er klaufalegt að sjá alltíeinu fræði- ngaorðið sic! í hornklofa við kafl- aheiti: „Þriðja_sic!_kapítuli“ (s. 323). Þetta „sic!“ er latína fyrir svo, og stundum sett í afritum þegar villa eða yfirskyggður staður virðist í frumtexta. Ég hef ekki fundið fleiri „sic!“ í nýja Oddi, - og lítil ástæða til að hafa það þama. Orðið „kapítuli“ virðist líka hvorugkynsorð á síðu 351 og síðu 30, - kannski er skýringin svo fólgin í „sétti kapítulum“ á síðu 247. Og þegar ég fór að velta þessu fyrir mér sá ég að í nýja Oddi er stundum (sw. 184, 225, 348) hafður punktur aftanvið kaflafyr- irsögn. Þama er sumsé misræmi, sem ekki speglar Hróarskeldu- bók. Þar era nefnilega engir slíkir punktar. Fyrir Jón Aöalstein Við ófullkominn lestur sýnast engar prentvillur vera í texta Odds. I inngöngum málfræðing- anna og biskupsins má hinsvegar finna prentvillur, og eina á síðu gegnt efnisyfirliti. I svona bók eiga engar slíkar að vera. Af því Jón Aðalsteinn Jónson er kunnur að mikilli áherslu á fullkominn frágang verður að stríða honum með því að bæta við að furðulegt misræmi er í inn- gangi þeirra málfræðinganna um það alvarlega mál hvort kosið er að hafa bindistrik eða þankastrik milli talna, 1526 - 9, en 1516- 1535! Las Jón Aðaisteinn ekki síðustu próförk? Inngangarnir tveir em settir á undan texta Hróarskeldubókar, og þar em líka skemmtileg og þörf sýnishom úr gömlu bókinni. í öðmm innganginum gera þau Guðrún, Gunnlaugur og Jón Að- alsteinn grein fyrir vinnslu verks- ins og að nokkm fyrir heimiidum Odds og aðstæðum með vísun til ritgerðar Jóns Helgasonar. í hm- um ræðir Sigurbjörn Einarsson um Odd sjálfan, öld hans og áhrif verksins á mál, bókmenntir og sögu, sérstaklega trúarsögu. Að lesnum inngöngum, sem báðir em fróðlegir og gagnlegir, vill maður fá meira að heyra, og hefðu Sigurbjörn og málfræðing- arnir ef til vill átt að skipta með sér verkum. Eitt af því sem manni finnst til dæmis vanta í bókina er sæmileg heimildaskrá þarsem getið væri helstu rita um Odd, biblíuþýðingu hans og annarra, siðskiptin á íslandi. Slík er engin nema í skötulíki aftanvið inngang biskups. Á hitt verður svo auðvit- að að líta að bókin er þegar 570 síður og yrði óhentug mikið lengri. Biskup við goðsagnagerð Sá fyrirvari kemur þó ekki í veg fyrir að á það sé litið sem slys að í hvorugum inngangnum er lesara úr leikmannsstétt sagt nema mjög óbeint frá því að formálar og eftirmálar inní testamentinu eru að einum undanskildum eftir meistara Lúter. Þetta er sérlega bagalegt vegna þess að Oddur segir aldrei frá því sjálfur, heldur talar um meistara, doctores og svo framvegis, - til að særa ekki kaþólska samtíð sína um of. Skemmtun er að því að lesa inngang Sigurbjamar. Þótt hér standi engar frumrannsóknir að baki stendur texti biskupsins gamla alltaf fyrir sínu, og hann er óhræddur við að viðra eigin skoð- anir um menn og málefni á horfn- um öldum. Þetta gengur raunar of langt á köflum. Til dæmis er engu líkara en Sigurbjörn telji sér skylt að standa í einhverskonar goðsagna- gerð. Maður fær það stundum á tilfinninguna að andlegur leiðtogi þjóðkirkjunnar vilji gylla sem mest þá öld þarsem lútersk kirkja blandast saman við erlenda ásókn og vondsleg illvirki - og af þeim frægast morð Hólabiskups og sona hans 7. nóvember 1550, sem íslendingar em enn ekki búnir að fyrirgefa. Þessi goðsagnagerð eða aldar- gylling er saklaus og skaðlaus þegar hún birtist í því að kalla siðskiptin siðbót, og sveina Lút- ers - suma illræmda - siðbótar- menn. Þetta verður hinsvegar neyðarlegra þegar sagt er með heitri tilfinningu að Oddur og aðrir talsmenn hins nýja siðar hafi skilið að nú var „bylting orð- in í bókagerð. Prentað mál hafði sýnt áhrifamátt sinn í þeirri öflugu trúarhreyfingu, sem myndi knýja dyra á íslandi hvað af hverju“. Prenttæknin var svo lítið einkamál Lútersmanna á ís- landi að fyrsta prentsmiðjan var hafin hér áður en Oddur kom í Skálholt, - og nokkrar líkur standa meira að segja til þess að Jón Arason hafi látið prenta fyrstu íslensku þýðingu guð- spjallanna, en sú bók er nú glötuð. Það er líka svolítið undirfurðu- legt hvað Sigurbjörn gerir ráð fyrir mikilli þjóðerniskennd hjá siðskiptamanninum sem kóngur- inn í Kaupmannahöfn kallaði Odd norska. Sigurbjörn segir að Oddur og félagar hans hafi talið að til að þjóðin gæti tileinkað sér nýjungar aldarfarsins „sem and- lega myndug þjóð“ yrði hún „að hugsa á íslensku“. Síðan segir Sigurbjörn í orðastað Odds: „Is- lensk tunga var það líf af hennar lífi, sem hún mátti ekki týna ef hún ætlaði ekki að farga sjálfri sér. Og umfram allt: Sáluhjálp hennar var í veði. Guð hafði talað á skiljanlegu, mennsku máli. Hann ætlaðist til, að íslenskur al- múgi skildi það, sem hann hafði talað til sáluhjálpar.“ íslensk tunga og byltingin að innan Án þess að gera lítið úr Oddi eða siðskiptamönnum öðram er erfitt að eigna þeim svona há- leitar hvatir við íslenskun trúar- rita, enda verður eiginlegrar ást- ar á íslenskri tungu varla vart fyrren mun síðar, hjá Arngrími lærða og öðmm húmanistum 17. aldar. Þetta verður sérstaklega erfitt fyrir þá sök að ljóð og laust mál fyrstu áratuganna eftir siðskipti Gauragangur... hamagangur og læti Skáldsagan Gauragangur sem Mál og menning gefur út ber nafn með rentu. Höfundur hennar, Ólafur Haukur Símonarson, hef- ur áreiðanlega skemmt sér vel við að setja saman Orms sögu Óðins- sonar. í öllu falli hefur ekkert fyrri verka Ólafs vakið mér jafn- mikla kátínu. Maður flissar sig í gegnum bókina og hlýtúr það að vera af hinu góða ef það er rétt að hláturinn lengi lífið. Gauragangur er fyrstu persónu frásögn Orms af umbrotaskeiði í lífi hans, þegar þeir félagar, Orm- ur og Ranúr (Rúnar afturábak), eru í níunda bekk. Þeir standa sig ekki sem skyldi í námi. Margt er það sem glepur. Þeir félagar em karlar í krapinu og úrræði þeirra eru sjaldnast til fyrirmyndar. Að- stæður þeirra eru heldur ekki neitt öfundsverðar. Móðir Orms er fráskilin og hefur átt í basli með sig og sína. Hún hefur svo sambúð við Magga sem ekki virð- ist mikill bógur í augum Orms. Ranúr býr hjá einstæðri móður sinni sem vinnur hörðum hönd- um við ormatínslu. Báðir þeir fé- lagar eru sífellt blankir og frekir á t féð. Spamaðaraðferðir Orms eru bráðsmellnar. Dæmi um slíkt er jólatréð sem er sótt í Öskjuhlíð frekar en á jólatrésölu. Drauma- dís Orms er Linda. Hún er af efnafólki og hefur útlitið með sér. Aftur á móti er hjálparhellan Halla sú sem aldrei bregst þegar á reynir. Hún er feitlagin og þaraf- leiðandi ekki gjaldgeng sem draumadís. Viðhorf Orms til kvenna taka þó stakkaskiptum þegar á líður, eftir því sem hon- um eykst þroski. Aukinn þroski birtist einnig í breyttri afstöðu til Magga. Fyrsti túr Orms á bát Magga verður eins konar mann- dómsvígsla. Þetta er að sönnu þroskasaga, þar sem bæði er fjall- að um ærsl og sorg, leiki og átök. Höfundur lætur sér ekki nægja að leika sér að orðum. Hann sprellar með þau og er útkoman stórskemmtileg - einhvers konar gígantískt grín, stöðug loftárás orða með hvissi, hvellum og gneistaflugi. Þegar á líður dregur heldur úr gassagangnum, enda er eðli frásögunnar að breytast. Ódæll tossinn er að verða að sjálfstæðum sjómanni og full- gildu ljóðskáldi. Ormur er, þrátt fyrir stórkarla- lega tilburði, afar elskuleg sögu- persóna. Það eru aðrar persónur líka. Ási litli, hafragrautsætan Hreiðar, skólastjórinn ljóðelski, Sigga frænka, Gunnfríður syst- ir... allt eru þetta lifandi og skemmtilegar persónur, hver með sína eiginleika og sitt tungu- tak. Atburðarásin er ótrúlega hröð, hver uppákoman rekur aðra leifturhratt, en þó er sagan heilsteypt og söguþráðurinn vel spunninn og hvergi gisinn. Ein- hver kann að finna að því að börnin skvetta helst til duglega í sig, en það er einhvern veginn í samræmi við stórbokkabraginn á Ormi. Sama gildir um dálítið gróft orðfæri á stundum. Það er sjálfsagt og við hæfi í frásögn þar sem píkareskur andi svífur yfir vötnum. Þetta er ekkert frekar svoköll- uð unglingabók, enda eiga góðar bækur enndi við alla, samanber Njála. Þetta er bók handa öllum þeim sem geta hlegið og vilja það. Kápumynd Guðjóns Ketils- sonar hæfir efninu vel, og sýnir sem betur fer ekki Ijósmynd af einhverjum krökkum út í bláinn, eins og svo margar unglingabæk- ur nú um stundir. Þessi bók er að sönnu „öðruvísi en allar hinar!“ og það sem meira er, bara asskoti góð. Lesið hana og sannfærist! Ólöf Pctursdóttir þykja með því allra klúðraðasta og fordanskaðasta í íslenskri bók- menntasögu. Ef til vill getur samanburður við siðskiptaöldina í Noregi glöggvað okkur á aðstæðum og ástæðum Odds og félaga hér á íslandi. En í Noregi varð einmitt aldrei þýtt nýjatestamenti og aldrei gef- in út Guðbrandsbiblía, kirkju- málið varð danska og ritmálið líka. í Noregi bar siðskiptin að með þeim hætti að við átökin brotnaði hvorttveggja í spón, leifarnar af norska ríkinu og hin stönduga norska kirkja. Bakgrunnurinn var ekki síst sá að norsk yfirstétt var nánast horfin þegar hér kom sögu, - lénsherrar og fógetar vom nær allir danskir, og dönsk tunga var þegar orðin mjög ágeng í stjómkerfinu. Siðskipti í Noregi miðast við þann atburð að Ólafur Engil- brektsson flýr land 1536, og næstu ár liðast í sundur kaþólska kirkjan norska, enda var það hagsmunum bæði lúterstrúboða og konungsveldis hagstætt að láta hverfa þann síðasta vott um sjálf- stætt ríki í Noregi. í stað kaþólsku kirkjunnar kom smám saman hin evangelísk- lúterska danska kirkja, og hún þurfti hreinlega ekki á öðm að halda en sínum eigin dönsku trú- arbókum. Siðskiptahreyfingin á íslandi kom að allt öðm samfélagi. Yfir- stéttin var nær öll íslensk, þjóðin vön ísiensku í stjómskipun og bjó að sínum fomu bókum, - og ís- lenska kirkjan var svo sterk og öflug að það hefði kostað meiri- háttar borgarastyrjöld að reyna að brjóta hana niður með valdi einsog í Noregi. Bylting siðskiptanna og kon- ungvaldsins varð því að gerast innanfrá, og ekki með herförum útlendinga einsog í Niðarósi. Dönsk biblía hefði einfaldlega verið fráleit sem vopn í þessari baráttu, - og raunar líklegast að nýjatestamentisþýðing Odds hafi verið ákveðin á fundi í litla lút- erska leynifélaginu í Skálholti og nágrenni um miðjan fjórða ára- tug sextándu aldar. Hvað svo sem reynist sannast í því efni er að lokum full ástæða til að þakka aðstandendum hinnar nýju bókar fyrir verkin, og sér- staklega Sverri Kristinssyni, sem ekki þreytist á að finna fasteigna- hagnaði sínum stað í útgáfu góðra bóka. Lögbergsútgáfan af nýjatest- amenti Odds á heima í hverjum íslenskum bókaskáp. FYRIR ÞIG OG ELSKUNA ÞINA. Bjóddu henni í heimsókn, settu ljúfa tónlist á fóninn, dempaðu ljósin og leyfðu rómantíkinni að blómstra. Á rétta augnablikinu skaltu bjóða henni PARÍS. PARÍS er rjómaís með banana- og súkkulaðisósu og hnetum. í einum pakka: Tveir ísbikarar með loki sem jafnft'amt er fótur og tvær langar skeiðar. Fimmtudagur 22. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 AUK/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.