Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 24. desember 1988 276. tðlublað 53. árgangur Fiskveiðar Aflaverðmæti aldrei meira Heildarfiskaflinn stefnir (1,7'miljón tonn. Aldrei verið meiri ísögu landsins. Benedikt Valsson hagfrœðingur:Erumekkiíkreppuídag. Tímabundin greiðsluvandrœði í sjávarútvegi Allt útlit er fyrir að heildarafli landsmanna verði rúmlega 1,7 miljónír tonna og hefur hann aldrei fyrr verið jafn mikill. Verðmæti upp úr sjó eykst einnig verulega á milli áranna 1987 óg 1988 þrátt fyrir verðlækkanir á frystum fiski á erlendum mðrku- ðum. Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða er áætlað að verði um 42 miljarðar króna og hefur aldrei fyrr verið meira en nú. í bráðabirgðauppgjöri um fisk- afla landsmanna í ár sem verið er að leggja lokahönd á hjá Fiskifé- lagi íslands kemur fram að bol- fiskaflinn er áætlaður 685 þúsund tonn sem er svipað og var á síð- asta ári. Af því eru um 365 þús- und tonn þorskur og hefur þorskaflinn dregist saman um 25 þúsund tonn frá því sem hann var 1987. En þá reyndist þorskaflinn vera 390 þúsund tonn. Afli annarra botnfisktegunda eykst nokkuð en þó langmest í ýsuafla eða um 13 þúsund tonn. Síldveiði er áæltuð að verði ná- lægt 100 þúsund tonnum á móti 75 þúsund tonnum 1987 og líkur benda til að loðnuafli ársins verði um 900 þúsund tonn á árinu. Skelfiskafli dregst saman um 13 þúsund tonn, falli úr 55 þúsund tonnum í 42 þúsund. Áætlað er að humarafli verði 2.200 tonn, rækjuafli 29 þúsund tonn og hörpudiskur 11 þúsund tonn. Á haustdögum hafði heildar- verðmæti aflans aukist um 14% og var þá orðið um 20, 4 miljarð- ar á móti 17,8 miljörðum 1987., Verðmæti þorsks upp úr sjó hafði þá aukist um 11% miðað við sama tíma í fyrra, verðmæti ýsu aukist um hvorki meira né minna en 64%, loðnu um 61%. Með aukningu heildarafla um Landsmálin Kvennalistinn í Sjálfstæðisömuim ÓlafurRagnar Grímsson: Kvenna- listinn á samleið meðfélagshyggju- öflunum. AfstaðaAðalheiðarstór- brotin. Fjárlögin góður efnahags- grunnur Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir í viðtali við Þjóðviljann, að það hafi verið sér von- brigði, að Kvennalistinn skyldi ekki vera fúsari til viðræðna við ríkisstjórnina um afgreiðslu fjárlaga og tekjuöflunarfrumvarpa. Það gangi ekki að Kvenna- listinn skipi sér á bekk með Sjálfstæðisftokknum, það verði aldrei hægt að standa við hliðina á íhaldinu í uppbyggingu velferðarkerfisins í landinu. f viðtalinu segir Ólafur einnig að afstaða Aðal- heiðar Bjarnfreðsdóttur þingmanns Borgaraflokks- ins hafi verið stórbrotin. Hún sýndi pólitískan þroska og hugsjónir konu með mikla reynslu af baráttu fyrir kjörum láglaunakvenna. Ólafur sagði að eftir ára- mótin yrði farið út í það að kanna afstöðu Kvennalist- ans frekar, hann ætti samleið með félagshyggjuöflu- num. Ólafur er ánægður með afgreiðsu fjáröflunarf- rumvarpanna og segir þau og fjárlagafrumvarpið vera góðan grunn undir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. -hmp Sjá bls. 5 iWi Veður Útlitið gott í slæmt á morgun Það verður hæg austan eða norð-austan átt í dag um allt land, úrkomulaust að mestu og útlit fyrir bjart veður víðast hvar, en það verður kalt á norðanvcrðu landinu svona 10-15 stiga frost, en sunnanlands 5-10 stiga frost, sagði Bragi Jónsson veðurfræðingur að- spurður um veðurhorfurnar yfir jólahelgina. Hann sagði að ef spáin stenst mætti búast við að drægi til tíðinda á jóladag. Þá gerir hann ráð fyrir hvassri austanátt um allt land, snjókomu austanlands og norðan, en slyddu og eða rigningu sunnanlands og draga mun úr frosti. Annan í jólum er gert ráð fyrir áframhaldandi snjó- komu á austur og norðurlandi, eri gert er ráð fyrir hægari vindi og kólnandi veðri. -sg Gieðileg jól. Hann Símon, stamsköttur á Hverfisgötunni hringir inn jólin. Þaö er vissara að allir fái mjúka pakka í kvöld því annars er Símoni að mæta. Þjóðviljinn sendir öllum lesendum sínum nær og fjær bestu jólakveðjur. Mynd - Þóm. 100 þúsund tonn sem er aðallega loðna og sfld og verðhækkun á loðnuafurðum er reiknað með að heildarverðmæti útfluttra sjávar- afurða verði um 42 miljarðar króna. Reiknað á verðlagi hvers árs fyrir sig hefur verðmætið því aldrei verið meira. Þrátt fyrir þetta mikla góðæri sem hefur verið í aflabrögðum landsmanna í ár ásamt verðmæta- aukningu á flestum fisktegund- um, lepur fiskvinnsla og útgerð dauðann úr skel og fiskvinnslu- fólki verið sagt upp í þúsunda vís og alls óvíst að mörg hús hefji starfsemi að nýju eftir áramótin vegna rekstrarerfiðleika. Á árs- grundvelli er sagt að tap á fisk- vinnslu nemi um 2 miljörðum króna og forsætisráðherra talar um að aldrei fyrr hafi þjóðin stað- ið nær þjóðargjaldþroti en ein- mitt um þessar mundir. Að sögn Benedikts Valssonar hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun hefur samdrátturinn í þorskaflan- um um 25 þúsund tonn sín marg- földunaráhrif á afkomuna en engu að síður séum við ekki í neinni kreppu þó svo að sjávarút- vegsfyrirtæki eigi í tímabundum greiðsluvandræðum um þessar mundir. Ástæðan fyrir þeim staf- ar fyrst og fremst af hárri raun- vaxtabyrði ásamt því að verð- lækkun hefur orðið á dýrstu afur- ðum okkar á erlendum mörku- ðum. -grh Aðfangadagur Þrettándi var Kertasníkir, þá var tíðin köld. Þá er hann Kertasníkir loksins kominn í bæinn og í kvöld ganga jólin í garð. Þessa fínu mynd af honum Kertasníki með logandi kerti í sitt hvorri hendi, teiknaði hann Helgi Jónasson, 5 ára, Kringlumýri 33 á Akureyri. Þjóðviljinn þakkar öllum þeim fjölda barna og unglinga sem sent hafa blaðinu teikningar af jólasveinunum. í blaðinu í dag eru birtar fleiri teikningar sem ekki komust á forsíðuna að þessu sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.