Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR
Formaður Alþýðubandalagsins
Efaðist aldrei
styrk stjómarinnar
Ólafur Ragnar Grímsson: Gengur ekki að
Kvennalistinn skipi sér á bekk með
Sjálfstœðisflokknum. Takaþarfá innheimtukerfi
ríkisins og stöðva söluskattsþjófnað
Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra hefur haft í
mörgu að snúast síðustu vikur.
Hann varð að koma fjárlögum
saman á stuttum tíma eftir mynd-
un ríkisstjórnarinnar, og koma
þeim síðan í gegnum þingið, þar
sem stjórnin er með jafn marga
fulltrúa í annarri deildinni og
stj ór nar andstöð uilokkar nir.
Þessu verki er lokið. Þjóðviljinn
ræddi við ráðherrann þegar ljóst
var að mál ríkisstjórnarinnar
voru komin í höfn.
Hvernig metur þú stöðuna þeg-
ar ríkisstjórnin hefur komið
öllum fjáröflunarfrumvörpunum
í gegnum neðri deild, sem margir
töldu að myndi ekki takast?
Ég er mjög ánægður með þessa
niðurstöðu. Það er mikilvægt að
við afgreiddum öll tekjuöflunar-
frumvörpin hér fyrir jól, þannig
að sá grundvöllur er skýr og af-
dráttarlaus við upphaf nýs árs.
Það sögðu ýmsir að það myndi
ekki takast, ríkisstjórnin myndi
ekki hafa þetta í gegn. En ég var
ætíð bjartsýnn á að okkur myndi
takast þetta og treysti á að ein-
stakir þingmenn í stjórnarand-
stöðunni myndu sýna skilning í
þeim efnum.
Það var auðvitað mjög stór-
brotin afstaða hjá Aðalheiði
Bjamfreðsdóttur, sem kom fram
hér í atkvæðagreiðslum þegar
hún studdi með sínu atkvæði
vöragjaldið og tekju- og eigna-
skattinn, þrátt fyrir þann and-
róður sem verið hefur gegn
þessu, og þann áróður sem
Vinnuveitendasambandið og
jafnvel einstakir forustumenn
launafólks hafa tekið þátt í. Af-
staða Aðalheiðar var skýr. Hún
sagði að allir vissu að það þyrfti
að gera hér ráðstafanir til að auka
tekjur ríkissjóðs, til að hægt væri
að halda hér uppi heilbrigðis-
kerfi, menntaþjónustu, félags-
legri umönnun og öðrum þeim
verkefnum sem við viljum sinna í
okkar þjóðfélagi. Til þess að gera
þetta þyrfti peninga, sagði Aðal-
heiður, -það væri ekki hægt að
gera þetta áfram með erlendum
lánum, og það hefðu engar til-
lögur komið, hvorki frá stjórnar-
andstöðunni né öðrum um hvern-
ig ætti að gera þetta öðruvísi.
Þannig að síðustu dagar í þinginu
hafa verið bæði sögulegir og
mikilvægir og hafa treyst ríkis-
stjórnina mjög í sessi og gert það
að verkum að við höfum núna
traustan grundvöll til að halda
inn í nýtt ár.
Kvennalisti í
íhaldsörmum
En voruð þið ráðherrarnir það
öruggir að þið efuðust aldrei um
að ríkisstjórnin kæmist í gegnum
þessa afgreiðslu?
Ég efaðist aldrei um það. Ég
hafði álltaf þá trú að það myndi
takast, en gerði mér hins vegar
ljóst að það yrði erfitt. En ég hélt
kannski að aðrir í stjórnarand-
stöðunni yrðu reiðubúnari til að
fara í alvarlegar viðræður um
þessi mál, og ég leyni því ekki að
það eru mér vonbrigði að
Kvennalistinn skyldi ekki vera
fúsari til þess að ræða þessi mál.
Þær hafa auðvitað sínar ástæður,
sem við skulum láta liggja á milli
hluta á þessu stigi, en ég held að
við ættum að halda áfram að
reyna að fá þær til viðræðna um
framtíðarstefnumótunina. Því
auðvitað gengur það ekki að
Kvennalistinn sé að skipa sér við
hliðina á Sjálfstæðisflokknum
mánuð eftir mánuð og kannski ár
eftir ár. Hann á ekkert heima í
þessum íhaldsherbúðum, hann á
heima með okkur jafnréttissinn-
um og félagshyggjufólki. Og ég
vona að það takist á næstu vikum
að skapa aukinn skilning á milli
okkar og þeirra, þó ekki hafi unn-
ist nægilegur tími til þess á þess-
um síðustu dögum.
En ef þú lítur yfir þessi fjáröfl-
unarfrumvörp sem nú eru að
verða að lögum, með nokkrum
breytingum, eru þær miklar?
Nei, alls ekki. Ég tel að þær séu
fullkomlega eðlilegar og ég lagði
þessi mál þannig fyrir hér í þing-
inu að ég óskaði eftir því að þing-
ið tæki þátt í að ræða þau og
breyta þeim. Ég efndi til kynn-
ingarfunda með öllum fulltrúum
stjórnarandstöðuflokkanna. Við
efndum líka til formlegra við-
ræðufunda með þeim, vildum af-
nema þessi gömlu vinnubrögð,
að ríkisstjórnin undirbyggi bara
einhver mál í ráðuneytunum og
síðan væri þetta bara formleg af-
greiðslahéríþinginu. Við buðum
til raunverulegs, efnislegs sam-
starfs um þessi mál, og höfum
tekið tillit til ýmissa sjónarmiða
sem hafa komið frá stjórnarand-
stöðunni, þótt sumir þar hafi síð-
an kosið að greiða atkvæði gegn
þessu.
Kvennalistinn hélt því t.d.
fram varðandi vörugjaldið að það
myndi hafa í för með sér of mikla
hækkun á heimilistækjum. Við
breyttum því þannig að heimilis-
tæki munu lækka í verði á næst-
unni. Aðrir héldu því fram að
þetta væri lagt á afmarkaða vöru-
flokka og prósentan þyrfti að
vera lægri og vöruflokkarnir
breiðari,- og við gerðum það.
Þannig getum við nefnt ýmislegt
annað. Það komu fram athuga-
semdir varðandi tekju- og
eignaskattinn sem við tókum tillit
til, við hækkuðum prósentutöl-
una um 0,3% en notuðum þá
hækkun'eingöngu til að hækka
persónuafsláttinn og barnabæt-
urnar. Þannig að ríkissjóður fær
ekki krónu til sín af þeirri hækk-
un, heldur verður hún eingöngu
notuð sem tekjujöfnunartæki.
Við breyttum líka aðeins viðmið-
uninni varðandi stóreignaskatt-
inn og þannig er hægt að sýna
ýmis dæmi um að við höfum verið
reiðubúin til samstarfs.
Ég vil ítreka það að ég hefði
kosið að Kvennalistinn hefði ver-
ið reiðubúnari til þessa efnislega
samstarfs, vegna þess að þær hafa
verið sammála okkur í Alþýðu-
bandalaginu um það að við ætlum
að byggja hérna upp velferðar-
þjóðfélag, ætlum að hafa hér
góða heilsugæslu og
menntakerfi. Þær vilja einsetinn
skóla og margvíslegar aðrar fé-
lagslegar umbætur. Þetta er dýrt,
kostar mikla peninga og verður
ekki gert nema með því að hækka
skatta í landinu. Ekki er hægt að
reka velferðarkerfið með frekari
erlendum lánum. Þess vegna
finnst mér það pínulítið napurt
þegar Kvennalistinn er farinn að
standa við hliðina á gamla íhald-
inu, og segja: á móti sköttum, á
móti sköttum, á móti sköttum.
Án þess að horfast í augu við
þann veruleika að það að byggja
upp það jafnréttis- og velferðis-
þjóðfélag sem þær og við viljum
byggja upp, kostar mikla pen-
inga, kostar háa skatta, þetta
verður ekki gert fyrir ekki neitt.
Ekki hægt að vera
hvorugu megin
Það verður aldrei hægt að
standa við hliðina á íhaldinu í
þeirri uppbyggingu. Ég tel þess
vegna, að þegar ríkisstjórnin fer
inn í nýjar viðræður á næsta ári
um breiðari grundvöll og meiri
traustleika stjórnarsamstarfsins,
komi auðvitað að því að Kvenna-
listinn og aðrir jafnréttissinnar í
landinu verði að gera það upp við
sig, hvort þeir vilja vera með í
þeirri för eða hvort þeir ætli að
vera með íhaldinu. Þetta er bara
svona einfalt. Það er ekki hægt að
vera hvorugu megin, það verður
að vera annaðhvort með íhaldinu
eða okkur. Það eru þessar skýru
línur sem eru að koma fram í ís-
lenskri pólitík. Og það sýnir
auðvitað stórkostlegan pólitískan
þroska og mikla reynslu og hug-
sjónir manneskju eins og Aðal-
heiðar Bjarnfreðsdóttur sem hef-
ur sennilega verið meiri baráttu-
maður fyrir hagsmunum lág-
launakvenna hér í langan tíma en
nokkur annar í landinu,- að þetta
val skyldi ekki vefjast fyrir henni.
En hvað viltu segja um þá
gagnrýni sem hefur komið fram
hjá Sjálfstæðisflokknum, að
stjórnin hafi enga efnahags-
stefnu. Líturðu þannig á að fjár-
lögin, sem verða væntanlega sam-
þykkt á Alþingi eftir áramótin,
séu traustur grunnur undir þá
efnashagsstefnu sem á að reka á
næsta ári?
Sj álfstæðismenn segj a í sumum
ræðum að við höfum enga efna-
hagsstefnu. í næstu ræðu segir
kannski sami maður að efnahags-
stefna ríkisstjórnarinnar sé að
leggja hér allt í rúst. Svo kemur
þriðji Sjálfstæðismaðurinn, eins
og gerðist hérj efri deild, og segir
Ég horfi með bjartýni til næsta árs, segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra. Mynd: Jim Smart
að það sé okkar stefna að leggja
allt í rúst, vegna þess að við vilj-
um færa allt yfir á ríkið og svo
framvegis. Þannig að það fer bara
eftir því hvenær þú dettur inn í
þingið, klukkan þrjú, fjögur eða
fimm. Hvort þú ert að hlusta á
mann í efri deild eða neðri deild,
hvort þeir halda því fram að ríkis-
stjórnin hafi stefnu, sé með vit-
lausa stefnu eða sé með svo
markvissa stefnu að hún umbylti
þjóðfélaginu.
Staðreyndin er auðvitað sú að
stefnan sem ríkisstjórnin lagði
upp með er í fyrsta lagi að byggja
upp atvinnulífíð í landinu, í öðru
lagi að reyna að jafna byrðunum
út að rétta þjóðfélagið við, og í
þriðja lagi að sinna ýmsum fé-
lagslegum réttindamálum á sama
tíma og í fjórða lagi að treysta
grundvöll byggðarinnar allt í
kringum landið. Að þessu erum
við að vinna. Fjárlagafrumvarpið
er í framhaldi af fyrstu aðgerðun-
um, annar megináfanginn á þess-
ari braut. Næsti áfangi mun síðan
felast í þeim aðgerðum sem ríkis-
stjórnin mun beita sér fyrir á fyrri
hluta næsta árs, ásamt áfram-
haldandi breytingum á peningak-
erfinu, vaxtastefnunni og öðru
því sem nauðsynlegt var að taka
til uppstokkunar frá fyrri tímum.
Grunnurinn treystur
Þess vegna er fjárlagafrum-
varpið og tekjuöflunarfrumvörp-
in nákvæmlega í ætt við það sem
við töldum að þyrfti að verða
annar megináfanginn í framhaldi
af fyrstu aðgerðum, og gerir það
að verkum að við höfum í árs-
byrjun bæði traustari efnislegan
grundvöll til að taka á erfiðleik-
unum og sterkari pólitíska stöðu.
Við megum ekki gleyma því, að
ef við förum þrjá mánuði aftur í
tímann þá sögðu ýmsir að verðs-
töðvunin myndi ekki takast, hér
yrði áfram bullandi verðbólga.
En hvað hefur gerst? Hún hefur
tekist það vel að verðbólgan mæ-
list hér í hverjum mánuði núll
komma eitthvað. Fyrirtækin eru
farin að breyta rekstrarformum
sínum og stokka upp hjá sér.
Ýmsir forstöðumenn í sjávarút-
veginum eru farnir að sjá að það
borgar sig að sameina fyrirtæki,
það eru byrjaðar viðræður um
það um allt land. Menn eru að
fara í gegnum þá nauðsynlegu
endumýjun sem þarf að gerast í
okkar hagkerfi.
Við höfum verið að þoka vöxt-
unum niður, og þó miðað hafi
hægar í því en við ætluðum okk-
ur, er engu að síður búið að ná
nafnvöxtunum niður á það sem er
í nágrannalöndum okkar, og
raunvextirnir þokast jafnt og þétt
niður að 6% stiginu sem við ætl-
uðum að ná. Meðal stórra verk-
efna á næsta ári er að taka á
nauðsynlegri uppstokkun banka-
kerfisins. Bankakerfið á íslandi
kostar um það bil tveimur milj-
örðum meira á ári en það ætti að
kosta í samanburði við nágranna-
löndin. Það er illa rekið, það er
rekið á óhagkvæman hátt, það er
satt að segja miklu óhagkvæmara
en sjávarútvegurinn í sinni rek-
strarlegu uppbyggingu. Bankast-
jórarnir ættu þess vegna að tala
varlega þegar þeir eru að dæma
óhagkvæman rekstur hjá öðrum.
Söluskattsþjófnaður
stoppaður
Síðan þurfum við að taka stór-
kostlega á innheimtumálum
ríkisins varðandi söluskatt og
annað. Það er auðvitað ekki líð-
andi að á sama tíma og launafólk
og aðrir standa í skilum með sitt,
að menn leiki það hvað eftir ann-
að að borga ekki söluskatt og geri
síðan fyrirtækið gjaldþrota og
stofni nýtt, og steli þannig beint
því vörslufé sem þeim hefur verið
falið að koma áleiðis frá viðskipt-
avinunum til ríkissjóðs. Eitt af
stóru verkefnunum hjá mér upp
úr áramótunum, ásamt því að
stýra framkvæmd fjárlaganna,
verður að taka á þessu inn-
heimtukerfi söluskattsins, og
koma í veg fyrir að menn geti spil-
að með þetta kerfi á þann hátt
sem menn hafa gert, og nemur
2-3 miljörðum. Með því að taka
til sín söluskattinn, nota hann
sjálfir og skila honum ekki. Þessu
ætlum við að breyta. Hér þarf að
grípa til harðra aðgerða, bæði
varðandi tryggingar sem menn
þurfa að setja, bann við því að
menn sem svona leika 'sér með
vörslufé almennings, geti haldið
áfram rekstri, því þetta er ekkert
annað en beinn þjófnaður.
Ólafur Ragnar segist líta til
næsta árs með bjartsýni og vera
þakklátur fyrir það traust sem
fólkið í landinu hafi sýnt ríkis-
stjórninni. Ríkisstjórnin væri
staðráðin í að láta verk sín takast.
-hmp
Laugardagur 24. dasamber 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5