Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR
Arnarflug
Þvinguð iaunalækkun?
ASÍ: Fulltrúarfjögurra stéttarfélaga œtla að athuga hvort starfsmenn Arnarflugs
hafi veriðþvingaðir til að lœkka við sig laun um 10%. Arnarflug: Kemur á óvart
Það heldur enginn því fram að
starfsmenn Arnarflugs hafi
verið að brjóta landslög með
þessari 10% launalækkun. Það er
öllum frjálst að lækka við sig í
launum af fúsum og frjálsum
vilja. Á fundinum var ákveðið að
viðkomandi stéttarfélög athugi
hvort starfsmennirnir hafi verið
þvingaðir til að samþykkja þessa
10% iaunalækkun“, sagði Lára
V. Júlíusdóttir framkvæmdastjóri
Alþýðusambands íslands.
I gær komu saman til fundar í
húsakynnum ASÍ fulltrúar frá
stéttarfélagi flugvirkja, Verslun-
armannafélagi Reykjavíkur,
Verslunarmannafélagi Suður-
nesja, Verkakvennafélaginu
Framsókn en flugfreyjur afboð-
uðu komu sína þar sem formaður
þeirra var á leið í flug á sama
tíma. Á fundinum var fjallað um
fyrirhugaða launalækkun starfs-
manna Arnarflugs og hvort hún
samrýmdist landslögum og hvort
eðlilega hafi verið að henni stað-
ið.
í fréttatilkynningu frá fundin-
um segir orðrétt: „Dómstólar
hafa komist að þeirri niðurstöðu
að yfirborguð laun megi ekki
lækka öðru vísi en að segja fyrst
upp ráðningarsamningi starfs-
mannsins með löglegum upp-
sagnarfresti. Launalækkun
starfsfólks Arnarflugs nú um ára-
mótin var ekki ákveðin með
uppsagnarfresti".
Anna Sverrisdóttir hjá starfs-
mannafélagi Arnarflugs sagði að
haft hefði verið samband við
framkvæmdastjóra ASÍ þegar
launalækkunin var til umræðu
meðal starfsfólksins og þá hefði
Lára V. Júlíusdóttir aðeins talað
um að lækkun taxta varðaði við
landslög en ekki minnst á yfir-
borganimar.
Anna sagði þessar athuganir
stéttarfélaganna koma sér á óvart
en auðvitað væri þeim frjálst að
skoða framgang málsins því
hvorki starfsfólkið né Arnarflug
hefði neitt að fela í þessu sam-
bandi. -grh
Grásleppa
30% sölu-
aukning
ákaviar
Á þessu ári hefur orðið 30%
aukning á sölu grásleppukavíars
og má því ætla að hægt verði að
selja meira magn heldur en eftir
sl. vertíð. Fyrstu 8 mánuði ársins
voru flutt út 242 tonn af kavíar,
503,4 tonn af söltuðum hrognum
samtais að verðmæti 235 miljón
króna.
Landssamband smábáta-
eigenda telur að grásleppuveiðin
í ár muni verða um 10.000 til
10.500 tunnur af hrognum en
óljóst er hvað verksmiðjur eiga
mikið af birgðum. Verðmismun-
ur á hrognum hefur aukist á milli
íslendinga annars vegar og
Kanada- og Norðmanna hins
vegar. Fljótlega eftir áramótin í
janúar er fyrirhugaður fundur
milli íslendinga og Kanada-
manna til að koma á vináttu-
tengslum og gagnkvæmu trausti á
milli þjóðanna, en öðru fremur til
að vinna að stöðugleika á fram-
boði hrogna ma. með upplýsinga-
streymi milli þjóðanna um verð
og veiði. Á þessum fundi fulltrúa
grásleppuveiðimanna með Kan-
adamönnum verður einnig reynt
að vinna að nánum tengslum
meðal grásleppuvísindamanna
og koma sögu grásleppuveiða á
íslandsmiðum á framfæri við
Kanadamenn.
Við lok grásleppuvertíðarinn-
ar í ár kom í ljós að veiðimenn
hafa skilið eftir all nokkuð af net-
um í sjó. Stjórn Landssambands
smábátaeigenda ítrekar fyrri
samþykktir sínar um að þeir sem
uppvísir verða að skilja net sín
eftir í sjó fái ekki veiðileyfi á
næstu vertíð.
-grh
Flying Tiger
með fraktleyfi
Samgönguráðuneytið hefur
veitt bandaríska flugfélaginu
Flying Tiger réttindi til frakt-
flutninga til og frá Keflavíkur-
flugvelli.
Leyfið gildir til og frá Frank-
furt og öðrum stöðum í Evrópu
og til og frá Tokyo, Seoul, Taipel
og öðrum stoðum í Asíu handan
Anchorage. Gildistími réttind-
anna er til ársloka 1989 á Evrópu-
leiðum en til ársloka 1990 á Asíu-
leiðum.
Þrátt fyrir að mikli umferð hafi verið á Laugaveginum í gær er Ijóst að verslunareigendur eru ekki allir mjög kátir þessa
dagana mynd Jim Smart.
Reykjavík
Jólaverslun til stórmarkaða
Árni Einarsson: Ljóstað bóksalan erminnifyrirþessijól. Úlfur
Reynisson: Hangikjötstendurfyrirsínu. Ólafur Sveinsson: Allt
bendir til að verslun við Laugavegin sé á undanhaldi
Því ekki að neita að okkur leist
ekkert á ástandið í lok síðustu
viku. En það sannaðist nú að þeg-
ar aðfangadag ber upp á laugar-
dag er verslunin sein í gang. Þetta
gerist á sjö ára fresti og það ættu
kaupmenn að hafa í huga fram-
vegis, sagði Árni Einarsson fram-
kvæmdastjóri Máls og menning-
ar, þegar hann var spurður um
hvernig jólaverslunin hefði
gengið.
Ami sagði ljóst að miðað við
bókasölu fyrir jólin í fyrra væri
um einhvern samdrátt að ræða,.
trúlega um 5%. Ekki þyrfti að
kvarta yfir útkomu verslunarinn-
ar við Laugaveginn, þar hefði
verið jöfn og góð sala. Hins vegar
væri Ijóst að bókaverslun væri
mikið að færast frá hverfabúðun-
um til stórmarkaðanna. Þannig
hefði það sýnt sig nú fyrir jólin að
sumar verslanir í úthverfum sem
hefðu haft góða bókasölu, seldu
lítið að þessu sinni.
- Salan á hangikjöti hefur verið
mjög góð. Það borða allir hangi-
kjöt á jólunum. En okkur sýnist
að nokkur samdráttur verði á
sölu svínakjöts. Það er greinilegt
að það er ívið minni sala að þessu
sinni á kjötvörum, sem á sér eðli-
legar skýringar það sem jólahelg-
in er stutt í ár, sagði Úlfur
Reynisson forstöðumaður hjá
Búvörudeild sambandsins. Hann
sagði að kaupmenn hefðu einnig
kvartað yfir því hvað jólaverslun-
in byrjaði seint. Einnig kvörtuðu
kaupmenn undan skorti á græn-
meti. Sumar tegundir væru upp-
seldar fyrir nokkru.
- Það er borðliggjandi að versi-
un við Laugaveginn hefur dregist
saman eins og sést best á því að
sumir kaupmenn þar, eru byrjað-
ir að auglýsa allt að 30% afslátt á
sínum vörum fyrir þessi jól. Það
er nýmæli sem sýnir að verslunin
gengur ekki vel hjá öllum. Við
hjá KRON erum þokkalega
ánægðir með útkomuna það sýnir
sig að fólk sækir í auknum mæli
stóru verslunarmiðstöðvarnar,
td. hefur verði mjög góð aðsókn í
Mjóddina og Miklagarð, sagði
Olafur Sveinsson rekstrarstjóri
hjá KRON, og bætti við að það
myndi ekki koma honum á óvart
þótt yfirstandandi jólavertíð væri
sú síðasta sem verslanir við
Laugaveg taka þátt í af alvöru.
-
Búseti
Gjörbreytl
aðstaða
Alþingi samþykkir rétt
Búseta til lána úr
Byggingasjóði
verkamanna. Reynir
Ingibjartsson: Álitlegur
kostur fyrir ýmsa aðila
- Þessi samþykkt Alþingis opn-
ar allt aðra og nýja möguleika
fyrir okkur í Búseta og um leið
gerir þetta kaupleigukerfið að
mjög álitlegum kosti fyrir bæði
sveitarfélögin og ýmis félaga-
samtök, segir Reynir Ingibjarts-
son framkvæmdastjóri Búseta.
Alþingi samþykkti í vikunni þá
breytingu kaupleiguíbúðalögun-
um að hlutareignarformið sé
einnig lánshæft úr Byggingasjóði
verkamanna, en áður hafði Bús-
eti eingöngu lánsrétt úr Bygg-
ingasjóði ríkisins.
- Við höfum verið að ýta á eftir
þessu í eitt og hálft ár og þessi
samþykkt Alþingis er mjög stór
áfangi og gjörbreytir okkar
stöðu, sagði Reynir.
Búseti hefur lagt fyrir Hús-
næðisstofnun umsóknir um bygg-
ingu 180 íbúða á næsta ári og
verða þær umsóknir afgreiddar
fljótlega eftir áramótin. Reynir
sagðist í gær eiga von á því eftir
þessa ákvörðun Alþingis að hægt
yrði að hefjast handa við stór-
framkvæmdir á vegum Búseta
fljótlega á næsta ári.
Útvegsbankinn
Áriegt
jólaskákmót
Á annan dag jóla heldur Út-
vegsbanki íslands hf. sitt árlega
jólahraðskákmót og er það nú
haldið f 8. sinn. Að venju taka
allir bestu skákmenn landsins
þátt í mótinu og ma. stórmeistar-
arnir Jóhann Hjartarsson og
Friðrik Ólafsson.
Mótið hefst klukkan 14 og
áætlað er að því ljúki kl. 18,30.1
fyrra vann Jóhann Hjartarsson
jólahraðskákmótið og hefur
hann því titil að verja. Þetta mun
verða síðasta tækifæri skák-
áhugamanna að sjá Jóhann að
tafli fýrir einvígi hans við Anatoly
Karpov sem hefst í Seattle í næsta
mánuði.
Vegna mótsins verður aðal-
bankinn í Austurstræti opinn
fyrir skákáhugamenn en góð að-
staða er fyrir áhorfendur til að
fylgjast með keppninni. Skák-
stjóri verður Ólafur Ásgrímsson
alþjóðlegur skákdómari.
-grh
Lindupassinn
Engin beiðni borist
Eg sé um útgáfuna á þessum
pössum og Linda er ekki kom-
inn á neinn svona passa hjá okk-
ur, mér vitanlega. Það hefur eng-
in beiðni borist um slíkan passa
fyrir Lindu Pétursdóttur. En út-
gáfa þessara rauðu passa er ætluð
sendimönnum íslands á erlendri
grund og þeir eru taldir upp í
reglugerðinni. Það er ekki ætlast
til að aðrir en þeir sem eru í opin-
berum erindagerðum fái slíkan
passa þannig að passi fyrir Lindu
væri andstæður reglugerðinni.
En ég býst við að utanríkisráð-
herra hafi vald til að veita svona
passa þó það sé ekki samkvæmt
reglugerðinni,“ sagði Sveinn
Björnsson, prótokollmeistari
utanríkisráðuneytisins í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Rauðir passar utanríkisráðu-
neytisins eru kallaðir diplómata-
passar og fá allir embættismenn
utanríkisþj ónustunnar slíkan
passa. Áðrir sem hafa slíkan
passa eru forseti íslands, fyrrver-
andi forsetar íslands, nánustu
fylgdarmenn forseta á ferðum
hans erlendis ráðherrar, forsetar
Alþingis, hæstaréttardómarar,
ríkissaksóknari, umboðsmaður
Alþingis, ráðuneytisstjórar, rík-
isendurskoðandi, biskupinn yfir
íslandi, ríkissáttasemjari, aðal-
bankastjórar Seðlabanka og þeir
sem gegna meiriháttar trúnaðar-
störfum fyrir ísland í fjölþjóð-
legum ríkjasamtökum, sbr. Sam-
einuðu þjóðirnar. Við þennan
lista bætti Jón Baldvin síðan
Lindu Pétursdóttur fegurðar-
drottningu í hófi á Hótel íslandi
um síðustu helgi, þó svo virðist að
enn hafi hann ekki sent umsókn
fyrir hennar hönd til prótókolls-
meistara utanríkisráðuneytisins.
-phh
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN