Þjóðviljinn - 29.12.1988, Side 1
Fimmtudagur 29. desember 1988 278. tölublað 53. órgangur
Hagvaxtarspár
Kerfisbundnar villur
BHMR:Erum hœttað taka mark á samdráttarspám Þjóðhagsstofnunar semgjarnan birtast þegar dregur að
kjarasamningum. Stjórnmálamenn segjastofnuninnifyrirverkum.ÞórðurFriðjónsson.'Leggjumfagleganmetnað í að
gera spárnar eins vel úr garði og við getum
-Þegar dregur að kjarasamn-
ingum versna spár Þjóðhags-
stofnunar, en birtir yflr þegar
samningar hafa tekist. Núna hef-
ur enn ein samdráttarspáin birst -
fyrir árið 1989 - og lagt er að okk-
ur að miða kjarakröfur við það,
en við erum hætt að taka þetta
alvarlega; spár Þjóðhagsstofnun-
ar geta ekki orðið okkur til
leiðbeiningar þegar við undirbú-
um okkar kröfugerð, sagði Páll
Halldórsson, formaður Banda-
lags háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna, á fundi með frétta-
mönnum í gær. Að áliti BHMR
vanmetur Þjóðhagsstofnun kerf-
isbundið likurnar á hagvexti á ís-
landi.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, mótmælti
þessu áliti er það var borið undir
hann: Spár okkar eru alveg óháð-
ar því hvenær samningagerð
stendur yfir. Við leitumst við að
gera þær eins vel úr garði og okk-
ur er unnt, og ég tel að Þjóð-
hagsstofnun geri mest gagn með
því að spárnar séu heiðarlega
unnar, sagði hann.
Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn-
unar frá í nóvember verður lands-
framleiðslan á næsta ári um 1,6%
minni en í ár, en í desemberhefti
Kjarafrétta BHMR segir að hana
beri ekki að taka alvarlega:
„Reynslan frá fyrri árum sýnir
okkur að óþarft er að taka nokk-
urt mark á slíkri spá. Miðað við
að skekkjutilhneigingin sé sú
sama og á fyrri árum má reikna
með að landsframleiðslan vaxi
um rúmlega 3%!“
Mikið hefur borið á milli fyrstu
og síðustu spáa Þjóðhagsstofiiun-
ar um landsframleiðsluna gegn-
um árin. Tafla sem BHMR-arar
hafa unnið upp úr hagtíðindum
stofnunarinnar og birta í desemb-
erhefti sínu leiðir þetta berlega í
ljós. Þannig gerði spá frá því í
janúar 1984 ráð fyrir 3,6% sam-
drætti það ár, en í júlí 1987 lá fyrir
að þarna hafði orðið vöxtur upp á
3,6%. Og sé tekið dæmi af árinu í
hittifyrra, 1986, hljóðaði spá
Þjóðhagsstofnunar frá því í des-
ember 1985 upp á 2% vöxt, en
samkvæmt júlítölum stofnunar-
innar frá þvi í fyrra hafði hann
orðið 6,3%
BHMR-arar leita skýringa á
því kerfisbundna vanmati hag-
vaxtar landsframleiðslunnar sem
þeim virðist innbyggt í spár Þjóð-
hagsstofnunar, og benda á að
þrjár hugsanlegar: léleg spálík-
ön; forsendur þjóðarhags
breytist með snöggum og tilvilj-
anakenndum hætti; og í þriðja
lagi að stjórnmálamenn segi
stofnuninni fyrir verkum. Birgir
Björn Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri BHMR, taldi að
síðasttalda skýringin væri nær-
tækust og formaður samtakanna,
Páll Halldórsson, sagði að fram
hjá því yrði ekki litið að Þjóð-
hagsstofnun mætti heita deild í
forsætisráðuneytinu. „Sú spurn-
ing hlýtur að vakna hvort stofn-
unin er tæki einhverra sem eru að
senda blekkingaskilaboð. Það er
stórmál ef svo er,“ sagði hann.
HS
Kvikmyndasjóður
Sótt um
sex langar
Það hafa borist 64 umsóknir
um styrk úr Kvikmyndasjóði.
Flestir hafa sótt um styrk til hand-
ritagerðar, sagði Guðbrandur
Gíslason forstöðumaður Kvik-
myndasjóðs, aðspurður um hve
sjóðnum hefði borist margar um-
sóknir að þessu sinni.
Sótt hefur verið um styrk til að
framleiða sex leiknar kvikmyndir
í fullri lengd, 18 hafa sótt um
vegna gerðar heimildamynda.
Þrír ætla að ráðast í gerð teikni-
mynda, fimm hyggjast gera svo-
kallaðar stuttmyndir. Langflestir
hafa sótt um styrk til handrita-
gerðar eða 23. Tveir óska eftir
undirbúningstyrk, og fimm eftir
framhaldsstyrk.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu er gert ráð fyrir að sjóðurinn
fái 71 miljón kr. til ráðstöfunar,
en það er nokkur hækkun að
raungildi frá því í ár.
- Það hefur enginn sótt um
styrk til að framleiða bamamynd,
en kvikmyndasjóður stendur nú
fyrir samkeppni um handrit eða
tillögu að bamamynd. Það hafa
verið nokkuð góðar viðtökur en
skilafrestur rennur út 15 janúar
svo við vitum ekki enn hvað á
eftir að koma, sagði Guðbrandur
en hann vonast til að sem flestir
taki þátt í þessu því mikið skorti á
að þessari grein kvikmyndalistar
sé nægilega mikill sómi sýndur
hér á landi.
Guðbrandur fagnaði því að
margir sóttu nú um styrk til hand-
ritagerðar en hann sagði að
ástæður þess mæti rekja til nám-
skeiðs sem kvikmyndasjóður og
endurmenntunardeild Háskólans
stóðu fyrir um handritagerð.
Aðalstjóm Borgaraflokksins á fundi sínum í gærkvöldi. Yfir gnæfir skilirí af leiðtoganum. Mynd: ÞÓM.
Borgaraflokkurinn
Mánuður í varaformanninn
Stórauknar skattaálögur áþjóðina harmaðar íályktun fundar aðalstjórnarflokksins ígœrkvöldi
- Umsögn laganefndar flokks-
ins varðandi ráðstöfun eða til-
nefningu í varaformannsembætti
og önnur trúnaðarstörf var kynnt
á fundinum, og ég á von á því að
frá þeim málum verði gengið á
næsta fundi aðalstjórnar sem
væntanlega verður haldinn á Sel-
fossi í lok janúar, sagði Július
Sólnes, en á fundi aðalstjórnar
Borgaraflokksins í gærkvöldi tók
hann við formennsku af Albert
Guðmundssyni. Júlíus sagðist
reikna með að landsfundur yrði
haldinn með hefðbundnum hætti
næsta haust.
í ályktun fundarins er sú stefna
flokksins ítrekuð að grundvöllur
heilbrigðs efnahagslífs sé að ein-
staklingar haldi eftir sem mestu
af sjálfsaflafé sínu, og að ríkis-
sjóður verði að sýna gott fordæmi
með því að stilla kröfum sínum
umtekjuöfluníhóf. „Aðalstjórn-
in harmar því þær stórauknu
skattaálögur á þjóðina sem sam-
þykktar voru á Alþingi fyrir jól,“
segir í ályktuninni. I lj ósi þessa
var Júlíus spurður um líkindi á
því að Borgaraflokkurinn væri á
leið inn í skattaglaða ríkisstjóm
Steingríms Hermannssonar.
Hann sagði að slíkri spurningu
væri ómögulegt að svara á þessari
stundu. Flokkurinn væri reiðubú-
inn til viðræðna, en að ljóst væri
að alla áherslu yrði að leggja á að
stokka upp ríkisfjármálin og
draga úr skattaálögum.
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir,
sá þingmaður flokksins sem
studdi tekjuöflunarfmmvörp
ríkisstjórnarinnar fyrir jól, var
forfölluð frá fundarsetu aðalst-
jórnarinnar í gærkvöldi. Slíkt hið
sama fráfarandi formaður flokks-
ins, Albert Guðmundsson.
HS
-«g '____
\