Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 14
—7* DAGr—
Gamla
laugin
Ég var aö lesa það í jólablaði
Feykis að í haust hefðu 20 bæir
norðan Varmahlíðar í Skagafirði
verið tengdir Hitaveitu Seylu-
hrepps. Þetta eru góð tíðindi og
þessvegna hefur kannski minna
farið fyrir þeim í blöðum en ef um
ótíðindi hefði verið að ræða. En
þau rifja upp fyrir mér minningar
frá því er ég kom fyrst á þær slóðir
þarsem þau hjón, Pálmi Þor-
steinsson og Sigrún Guðmunds-
dóttir, reistu síðar nýbýlið Varma-
hlíð í landi Reykjahóls, en út f rá
því hefur svo vaxið myndarlegt
þorp, þar sem margháttuð starf-
semiferfram.
Ekki man ég nú fyrir víst hvaða
ár þetta var en þó allnokkru áður
en sr. Guðbrandi í Viðvík tókst að
koma mér í kristinna manna tölu.
Neðan við Reykjarhólinn austan-
verðan varsundlaug. Hún var
gerð úrtorfiog maðuróð aurinn í
miðjan legg þar sem botninn var
gljúpastur. Þarna hafði sund-
kennsla farið fram í fjöldamörg
ár. Um þetta leyti var Pálmi Þor-
steinsson sundkennari. Hann bjó
þá enn á Reykjarhóli með
tengdaforeldrum sínum. Ég var
alinn upp á bökkum Héraðsvatn-
anna. Ut af túninu varð ekki kom-
ist nema fara yfir einhverja kvís-
lina úr þeim. Það þótti því sjálf-
sagt mál að við bræður lærðum
sem allra fyrst að synda ef út af
bæri í viðskiptunum við Vötnin.
Pabbi fylgdi mér á hestum fram í
Reykjahól seinni part dags en
þartóku þau við mér Pálmi og
Sigrún.
Morguninn eftir byrjaði sund-
kennslan, í norðan kalsa veðri.
Aðeins einn nemandi mætti
þennan fyrsta dag auk mín. Skýli
höfðum við ekkert nema striga-
tjald, sem hvorki hélt vatni né
vindi. Nokkru seinna fengum við
stærra og betra tjald en þá voru
væntanlegir sundkappar líka
orðnir 16. Pálmi var mikill félagi
okkar strákanna og ágætur
sundkennari. Ég var þarna í viku
og að henni lokinni var ég orðinn
vel fleytingsfær.
Nú sér gömlu sundlaugarinnar
lítinn sem engan stað.
Steinsteypt sundlaug var vígð í
Varmahlíð 1939. Það voru mikil
oggóð umskipti.
Allstórt þorp hefur nú myndast
í Varmahlíð. Þar er félagsheimili,
skóli, verslanir, ýmsar þjónust-
ustofnanirog einhverjirtugir
íbúðarhúsa. Allareru þessar
byggingar hitaðar upp með jarð-
varmanum í Reykjarhólnum. Og
nú hafa 20 sveitabýli bæst við.
Það heita vatn sem öldum saman
bullaði upp úr hveraaugunum í
Reykjarhólnum, engum til nota,
hefur nú verið tekið í þjónustu
mannlífsins þarna í Seyluhreppn-
um. Enalltafséégeftirgömlu
torflauginni, með sínum mjúka og
voðfellda botni, - þar sem ég tók
fyrstu sundtökin. .
ÍDAG
er 29. desember, f immtudagur í
tíundu viku vetrar, níundi dagur
mörsugs, 364. dagurársins. Sól
kemur upp í Reykjavík kl. 11.21
en sest kl. 15.39. Tungl
minnkandi á þriðja kvartili.
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR50ÁRUM
ítalir ráðast inn í franska
Sómalíland. Frakkarsenda mikið
herlið á móts við þá. Þýzka
stjórnin styður landránapólitík
Mússolinis.
Landssíminn segir upp
nauðsynlegu starfsfólki. Á sama
tíma kaupir landsímastjóri jarð-
streng, sem engin þörf er fyrir í
bráð.
Lesendur! Skiptið við þá sem
auglýsa í Þjóðviljanum.
UM UTVARP & SJONVARP
Sálmar frá Qumran
Sjónvarp kl. 23.55
A síðasta ári hélt norskur
mótettukór í tónleikaferð til ísra-
el. Hélt þar marga tónleika ásamt
Kibbutz-hljómsveit ísraela. Há-
punktur ferðarinnar voru tón-
leikar í Dormition Abbey dóm-
kirkju á Síonsfjalli í Jerúsalem,
þar sem María mey á að hafa
fengið hvfldina eilífu. Tónleik-
arnir þóttu takast mjög vel hjá
kór og hljómsveit og ekki hlaut
stjórnandinn, Bjarne Slögedal,
minnst lof. Norska Sjónvarpið
tók upp þátt frá tónleikunum og
sögustöðum í ísrael. -mhg
Guðmundur Kamban
Sjónvarp kl. 21.30
Þetta er heimildarmynd eftir
Viðar Víkingsson, sem Sjónvarp-
ið lét gera í tilefni aldarafmælis
skáldsins. Myndin lýsir æviferli
Kambans sem um margt var
óvenjulegur og atburðaríkur.
Kamban hóf rithöfundarferil sinn
ungur að árum og fluttist utan í
því augnamiði að gerast rithöf-
undur erlendis. Eftir hann liggur
fjöldi verka: leikrit, skáldsögur
og auk þess var hann ágætt ljóð-
skáld. JJann fékkst við leikstjórn
og gerði fyrstu leiknar kvikmynd-
ir Islendings. - Hallgrímur H.
Helgason samdi þulartexta.
-mhg
Tónlistarkvöld
Guðmundur Kamban
Rás 1 kl. 20.15
Á Tónlistarkvöldinu verður að
þessu sinni eingöngu flutt íslensk
tónlist, hljóðritanir, sem Útvarp-
ið hefur látið gera á þessu ári.
Fyrst eru það upptökur með Jón-
asi Ingimundarsyni píanóleikara
frá því í maí í vor. Jónas hljóðrit-
aði þá tvö verk eftir Þorkel Sigur-
bjömsson: Tónleikaferðir frá
1971 og Chaconette frá 1985.
Auk þess lék hann nýtt verk eftir
Gunnar Reyni Sveinsson, Dagur
vonar, samið 1987. Síðan verðá
leikin sex stutt kammerverk eftir
Atla Heimi Sveinsson, sem
hljóðrituð voru nú í sept. og nóv.:
Donna nobis pacem við ljóð eftir
Pablo Neruda, í íslenskri þýðingu
Jóns Óskars og Sigfúsar Daða-
sonar, flutt af Sigurði I. Snorras-
yni, Gunnari Eyjólfssyni og fjór-
um ungum söngkonum. - Eidola,
fyrir klarinettu, kontrabassa og
slagverk, leikið af Sigurði I.
Snorrasyni. Jóni Sigurðssyni og
Pétri Grétarssyni. - Klif fyrir
flautu, klarinettu og selló, leikið
af Kolbeini Bjamasyni, Guðna
Franzsyni og Sigurði Hall-
dórssyni. - Together with you,
frá árinu 1970, tileinkað Þorkeli
Sigurbjömssyni og konu hans,
Barböru, leikið af þeim sömu,
auk Þorsteins Gauta Sigurðs-
sonar píanóleikara. - Mysterium
Jónas Ingimundarson
tremendum við ljóð eftir Hó
Sung, í þýðingu Helga Hálfdan-
arsonar, en Gunnar Guðbjörns-
son syngur tenórhlutverk verks-
ins. - Ljómur, verk fyrir streng-
jakvartett og klarinettu, samið
1978 en frumflutt á tónleikum í
Gerðubergi 18. nóv. sl., af Sig-
urði I. Snorrasyni, Gerði Gunn-
arsdóttur, Sean Bradley, Helgu
Þórarinsdóttur og Nora Kronb-
lueh.
-mhg
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
Því ekki?
Viö vorum
hræddir viö,
^ hann
Já en viö eru
venjulegir
Jarðarbúar, el
viðundur frá
annarri plánel
eins og hann
■9-27
FOLDA
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. desember 1988