Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 3
Lœknar Á Hkis- spenanum Ríkisendurskoðun: 50 læknarfengu yfir 5 miljónir. Dœmi um lœknalaunfrá 6- 8 miljónum króna. Allt að 50 læknar fengu f fyrra yfir 5 miljónir króna í laun frá rfkinu og dæmi eru um að rfkið hafí greitt læknum allt að 8 milj- ónir króna f árslaun. Sumir lækn- ar hafa þá haft frá 400 - 660 þús- und krónur í mánaðarlaun á síð- asta ári hjá hinu opinbera. Þessar upplýsingar koma fram í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoð- unar um launakostnað ríkisins til lækna í þjónustu þess í fyrra og var skýrslan tekin saman að frumkvæði heilbrigðisráðherra. En um þessar mundir standa yfir samningaviðræður á milli ríkisins og Læknafélagsins um kaup og kjör sem sagðar eru á afar við- kvæmu stigi. Ríkisendurskoðun segir í skýrslu sinni að þessi launakostn- aður sé með ólíkindum og þurfi sérstaka rannsókn við. Skýringar á þessum mikla launakostnaði til lækna hjá hinu opinbera eru skýrðar á þann veg að margir þeirra vinni hlutastörf á mörgum stöðum og eða reki eigin stofu samhliða því að vera í fullu starfi hjá ríkinu. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra sagði í Ríkisút- varpinu í gærkvöld að þessi hái launakostnaður lækna vekti upp spurningar hvað væru eðlileg laun og hvað ekki en vildi ekki halda því fram að læknarnir hefðu misnotað ríkissjóð. Það kom fram hjá ráðherra að launa- kostnaður yfir heilt ár í heilbrigð- iskerfinu væri frá 2 - 2,5 miljón króna og ráðherra varpaði fram þeirri spurningu hvort laun á bil- inu 6- 8 miljónir á sama tíma væru eðlileg laun hjá hinu opinbera? Formaður Læknafélagsins vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þar sem samningar á milli félagsins og ríkisins væru á afar viðkvæmu stigi. -grh FRÉTTIR Það eru ýmis efnasambönd sem eyða ósonlaginu að áliti sér- fræðinga, sérstaklega er þó talið að svokölluð klórflúorkolefni eigi þar stóran hlut að máli. Þau efni eru einkum notuð í úðabrús- um, kæli- frystikerfum, einangr- un og til framleiðslu á ýmsum iðnaðarvarningi úr plasti ss. fiski- kössum. Efnasamböndin eru einnig notuð til að hreinsa föt í fatahreinsunum og í rafeindaiðn- aði. Einnig koma við sögu svo- kallaðir halonar sem innihalda efnið bróm sem einkum er notað í slökkvitækjum og brunavarnar- kerfum. Halonar eru taldir mun skaðlegri fyrir óson en klórflúor- kolefni en notkun þeirra er hins vegar tiltölulega lítil. - Ríkisstjórinn ákvað á fundi sínum fyrir jól að grípa til að- gerða til að draga úr notkun þess- ara efna hér á landi. í fyrsta lagi hefur verið ákveðið að allir úða- brúsar sem innihalda skaðleg efni verið merktir og gildir það frá 1 júní á næsta ári, og að sala á þeim verið óheimil eftir 1. júní 1990, og með því er gert ráð fyrir að draga megi úr notkun um 25%, sagði Jón. og bætti við að allt yrði gert til að leita leiða til að draga úr notkun ósoneyðandi efna í kæli- og frystibúnaði, til iðnað- arframleiðslu, einangrunarefn- um, efnalaugum og slökkvitækj- um. Jón upplýsti að skipuð yrði þriggja manna nefnd til að annast eftirlit með að áætluninni verði fylgt eftir, einnig mun nefndin veita ráðgjöf hvernig draga megi úr notkun þeirra. - Markmiðið er að við íslend- ingar drögum úr notkun þessara skaðlegu efna um 50% fyrir árið 1994 sagði Jón og ef við gerðum það, gerum við gott betur en kveðið er á um í fyrrnefndum al- þjóðasáttmálum. -sg Snjór á snjó ofan. Það snjóaði duglega á suðvesturhominu í gær, og ekkert því til fyrirstöðu að sleðar, skíði, snjóþotur og þoturassar séu tekin fram. En þeirfyrir norðan og austan láta sérfátt um finnast. (Mynd: Jim). Ósonlagið Freonúðinn blásinn burt Jón Sigurðsson: Stefnum að því að minnka notkun á ósoneyðandiefnum um helmingfyrir árið 1994. Allirúðabrúsarseminnihalda ósoneyðandi efna á að merkja þegar á nœsta ári Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gerast aðili að tveim alþjóða- sáttmálum sem koma eiga i veg fyrir eyðingu ósonlagsins. Til þess að fullnægja þessum samningum hafa verið ákveðnar sérstakar að- gerðir til að draga úr notkun ós- oneyðandi efna hér á landi, sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra er hann kynnti skýrslu nefndar sem kannað hefur notkun á óson- eyðandi efnum hér á landi. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að árið 1986 notuðu íslend- ingar 200 tonn af þessum efnum, eða 0,8 kg. á mann. 70 tonn af þessum efnum hafa verið flutt inn til landsins sem hráefni til iðnað- arframleiðslu en 130 tonn hafa komið inn í landið í formi full- unninna vara. Heilbrigði Tólf þúsund sjúklega fælnir Fœlni virðist vera nœst algengasti geðrœni kvillinn hérlendis. Aðeins ofdrykkjuvandamál er algengara. Mestur er óttinn við krabbamein en því nœst við eyðni. Meðal niðurstaðna úrfyrstu könnun áfœlni hérlendis Talið er allt að 12 þúsund Is- lendingar séu haldnir alvar- legri fælni þe. yfirþyrmandi ótta og það að hliðra hjá sér fremur meinlausum hlutum, atferli og aðstæðum. Fælni er því næst al- gengasti geðræni kvillinn, aðeins ofdrykkjuvandamál er algengari. Þetta eru ma. niðurstöður úr fyrstu könnun sinnar tegundar hér á landi á fælni og algengi hennar sem birt er í 4 tbl. Heilbrigðismála. Þau Eiríkur Örn Amarsson yfirsálfræðingur á Geðdeild Landsspítalans og Ása Guðmundsdóttir deildarsálfræð- ingur stóðu að könnuninni á síð- asta ári á vegum Geðrannsókna- stofnunar Háskóla íslands. Send- ir voru út ýtarlegir spurningalist- ar til þúsund manna úrtaks úr þjóðskrá og bámst svör frá 776 körlum og konum á aldrinum frá 16 til 75 ára. Fælni eða fóbía er til í ýmsum myndum og má sem dæmi nefna myrkfælni, innlokunarkennd, sjúkdómsótta og flughræðslu. 7% þátttakenda, hlutfallslega fleiri konur en karlar sögðu að fælni háði þeim verulega í lífi og starfi sem gæti bent til að um 12 þúsund íslendingar séu haldnir alvarlegri fælni samkvæmt þess- um mælikvarða. Þess má geta að margir hinna fælnu gátu rakið ótta sinn til ákveðins atburðar. Samkvæmt könnuninni virðist fólk fælast mest dýr þe. flugur, kóngulær, rottur, mýs, fugla eða ketti. Næst kom ótti við að tala við ókunnuga eða hitta fólk í fyrsta sinn. Síðan kom ótti við að tala fyrir framan lítinn hóp af fólki sem maður þekkti. Þá var lofthræðsla oft nefnd og loks má geta ótta fólks við að vera í mann- fjölda, til dæmis í stórmörkuðum eða á veitingahúsum. Sérstaklega var í könnuninni spurt um flughræðslu og virðist sem fjórða hver kona sé flug- hrædd og tíundi hver karl. Sumir finna fyrir ótta þegar við skrán- ingu til brottfarar. Af einstökum sjúkdómum óttast menn krabba- mein mest, þá eyðni, hjarta- og æðasjúkdóma, gigtsjúkdóma, geðsjúkdóma og sykursýki. Af krabbameini óttast karl- menn mest lungnakrabbamein, þá heilaæxli, hvítblæði, maga- krabbamein og loks blöðruháls- kirtilskrabbamein. Konur hins vegar óttast mest krabbamein í brjósti, þá leghálskrabbamein, heilaæxli, hvítblæði en sístur var ótti þeirra við lungnakrabbam- ein. -grh Sovétríkin Þakkir fyrir sýnda samúð Sendiráð Sovétríkjanna á ís- landi hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem látið er í ljós innilegt þakklæti til allra þeirra sem lýst hafa yfir samúð vegna hinna hörmulegu náttúruhamfara í Armeníu. Einnig til allra þeirra stofnana og einstaklinga sem hafa á ýmsan hátt hjálpað nauðstöddum íbúum Armeníu. Fimmtudagur 29. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Kristskirkja Hljómeyki á Nýárstónleik- um Tónlistarfélag Kristskirkju mun fagna nýju ári með tón- leikum á Nýjársdag, 1. janúar, kl. 16.30. Þar mun sönghópurinn Hljómeyki ásamt Úlrik Olasyni organleikara og Moniku Abend- roth hörpuleikara flytja verk eftir Þorkel Sigurbjömsson. Þetta er í þriðja sinn sem Tón- listarfélag Kristskirkju helgar heila tónleika verkum eins ís- lensks tónskálds, í fyrra voru sungin í kirkjunni verk eftir Hjálmar Ragnarsson og fyrir rúmum tveim ámm léku Snorri S. Birgisson og Anna Guðný Guð- mundsdóttir verk eftir Snorra. Er það ætlun félagsins að halda á hverju ári kynningartónleika eins íslensks tónskálds og þá á Nýjárs- dag, helsta Maríudegi ársins. Oll þau verk Þorkels Sigur- bjömssonar sem flutt verða á þessum tónleikum em kirkjulegs eðlis. Þeirra á meðal em Maríu- ljóð og bænir, Te Deum og Da- víðssálmar og hafa sum þeirra heyrst áður á tónleikum, önnur ekki. í hléi verða kaffiveitingar í Safnaðarheimili kaþólskra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.