Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 9
HEIMURINN hverra" Sandinista. þessi ríkis- stjórn stæði síðan fyrir kosning- um. Estelifundurinn og Melton vissu mæta vel að þetta gengi aldrei eftir. í framhaldi af fundin- um og „neitun“ frá FSLN áttu að koma verkföll, útifundir, mót- mæli og annað í þeim dúr. Þannig tækist að sýna Bandaríkjaþingi fram á „ógnarstjórn og kommún- ískt einræði" í Nicaragua, styrkja stöðu Reagans, gefa ferðum Ge- orge Shultz til Mið- og Suður- Ameríku slagkraft, og ef vel tæk- ist til mátti reyna valdarán. Viku eftir fundinn 10. júlí, stóð Coordinadora fyrir mótmælaað- gerðum í bænum Nadaime, að fengnu leyfi hjá lögreglu Sandin- ista fyrir útifundi. 3000 manns mættu á fundinn, þar á meðal bandarískir sendiráðsstarfs- menn. í stuttu máli hleyptu fund- argestir sjálfir upp fundinum vopnaðir hnífum og kylfum og særðust 10 lögreglumenn. 40 manns voru handteknir, þ. á m. 4 leiðtogar Coordinadora og þeir dæmdir í hálfs árs fangelsi fyrir að æsa til upplausnar. Daginn eftir 11. júlí, kallaði Miquel D’Escoto utanríkisráðherra Richard Melt- on á sinn fund og tjáði honum að hann hefði 72 klst. til að fara úr landi ásamt 6 öðrum starfsmönn- um sendiráðsins. 13. júlíersendi- herra Nicaragua í Washington Carlos Tunnermann og 7 sendir- áðsstarfsmönnum gefinn sami frestur til að fara heim fyrir að brjóta ótiltekin diplómatísk lög. La Prensa og kaþólska út- varpsstöðin túlkuðu atburðina sem vitnisburð um óþolandi harðræði Sandinista í von um að þeim sjálfum yrði lokað til að kóróna málflutninginn. La Prensa var lokað í tvær vikur og útvarpsstöðinni í óákveðinn tíma. Tomas Borge innanríkis- ráðherra sagði m.a. um þetta: „Við getum ekki leyft þeim að brjóta lög einsog hér sé engin lög- lega sett ríkisstjórn... þetta er gert skv. lögum, en ekki vegna þess að byltingin hræðist flugna- bit þessara fjölmiðla.“ í þessum júlímánuði gerðu kontraskæruliðarnir 78 árásir. Árásunum var aðallega beint gegn óbreyttum borgurum og bændum og til að valda efnahags- legu tjóni, oft fyrirsátir eða árásir á óvarin samyrkjubú. Samtals féllu 33 óbreyttir borgarar, þar af 6 börn en 29 særðust. Úr her Sandinista og af starfsliði innan- ríkisráðuneytisins féllu 39 og 127 kontrar létu lffið. í sama mánuði rændu kontrasveitirnar 39 manns, bændum og borgurum. Esquipulas Mið-Ameríkuríkin fimm, Gu- atemala, E1 Salvador, Honduras, Nicaragua og Costa Rica undir- rituðu Esquipulas II friðarsátt- málann í Guatemala 7.ágúst 1987. í sáttmálanum er m.a. kveðið á um Iausn pólitískra fanga, eflingu lýðræðis, frelsi fjölmiðla, viðræður rfkisstjómar í hverju ríki við víðkomandi stjórnarandstöðu, og skrifuðu ríkin einnig uppá að ljá ekki er- Iendum hersveitum afnot af sínu landi til árásar á annað aðildar- ríki. Andi samningsins varþrung- inn friðarvilja og batt ríkisstjóm Sandinista vonir við að með hon- um tækist að enda kontrastríðið við samningaborðið og að banda- ríkjastjórn féllist á milliliðalausar viðræður. Af hálfu E1 Salvador og Honduras hefur framkvæmd samningsins verið loðin og oft engin. Bandaríkjastjórn sem frá upphafi hundsaði samninginn hefur leynt og ljóst beitt löndin tvö efnahagslegum þrýstingi til að svíkja samkomulagið. Hún hefur haft f hótunum við ríkis- stjórn Guatemala og dregið úr fjárstuðningi við Costa Rica, í Esquipulas samkomulaginu biðja ríkisstjórnirnar fimm einnig aðr- ar ríkisstjórnir í álfunni, sem fjár- magna og styðja skæruliðasveitir og vopnaða hópa á svæðinu með vopnum, áróðri, vistum o.fl. að hætta þeirri aðstoð. Pað telja þær eitt gmndvallaratriði svo friður Frá samyrkjubúinu Ernesto Azuna í Jinotegahéraði. Bóndi flettir ofan af nýjustu fjárfestingunni, kontrar allt um kring. Ekkert vonleysi hér. Frá fataverksmiðju í Managua. Viðskiptabann og þvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Nicaragua hafa m.a. þau áhrif á að varahlutir í vélar verksmiðjunnar fást aðeins á 8-10-földu verði frá nágrannaríkjunum eða V-Evrópu. náist í M-Ameríku. Bandaríkja- stjórn sá ekki ástæðu til að taka mark á þessu. Stuttu eftir undirritun Esqu- ipulas átti Reagan fund með leið- togum kontranna í Washington og lofaði þeim áframhaldandi stuðningi. í september 1987 sam- þykkir fulltrúadeild bandaríkja- þings 3.5 milj. dollara fjárhags- aðstoð til kontranna. í október segist Reagan ætla að fara fram á 270 milj. dollara. í nóvember halda 15.500 bandarískir her- menn til heræfinga í Honduras. í desember samþykkir Bandaríkj- aþing 17.3 milj. dollara til kontra og í janúar 1988 biður Reagan um 36 miij. til viðbótar. í mars fara 3200 bandarískir hermenn til Honduras að landamærum Nic- aragua vegna sóknar Sandinista gegn kontrum, og flugvélar Honduras vaipa sprengjum við landamærin. I apríl samþykkir Bandaríkjaþing 17.7 milj. til handa kontrum. í júnflok sl. heldur George Shultz til M- Ameríku í stutta opinbera heim- sókn og aftur í ágústbyrjun, án. viðkomu í Nicaragua. I ágúst sl. samþykkir Öldungadeildin í Washington 27. milj. dollara handa kontrum og frystingu á aðrar 16. milj. Ferðir Shultz Ferðalög Shultz sýna ekki síður en hrokafull hundsun Reag- ans á Esquipulas, hve málefni M- Ameríku vega þungt hjá Reag- anstjóminni. Tilgangur ferða Shultz var fyrst og fremst að fá sem flest Amerík- uríki til að sameinast gegn og ein- angra Nicaragua. Hann tók skýrt ffarn í upphafí reisunnar í júní að bandaríska þjóðin gæti ekki liðið ógnun Nicaragua við lýðræðisríki M-Ameríku, sakaði Sandinista 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. desember 1988 Einar Þór Gunnlaugsson höfundur greinarinnar dvaldi í Nicaragua um tveggja og hálfs mánaðar skeið, frá júií sl. fram í októ- ber. Hann fór sem skiptinemi á vegum AUS (Alþjóðleg ungmennaskipti) og starfaði við byggingarvinnu í norður- hluta Nicaragua, heimsótti m.a. verksmiðjur og fang- elsi, sat fundi með fulltrúum frá Sandinistum, frá hægri stjórnarandstöðunni, frá FMLN í El Salvador og fleirum. Alþýðan hefur vopnast. Á förnum vegi í norðurhluta Nicaragua þar sem kontrasveitirnar halda enn uppi hryðj- uverkum af verstu gerð. um brot á Esquipulas og minnti á útbreiðslu kommúnismans. Síð- an tók hann upp budduna. í Guatemala skildi hann eftir efnahagsaðstoð uppá 75 milj. dollara, í E1 Salvador framlag uppá 125 milj. dollara í Honduras 57 milj. (hluti af því framlagi vegna uppsetningar ratsjár handa Bandaríkjamönnum vegna bar- áttunnar gegn eiturlyfjum, en ekki tekið fram hvaða eiturlyfj- um), og í Costa Rica létti hann undir vaxtagreiðslur af erlendum lánum með 85 milj. dollara fram- lagi. Refurinn Richard Melton sendi 4 vel valda leiðtoga Coor- dinadora til Costa Rica á fund Shultz til skrafs og ráðagerða og Sandinistar ekki óslyngari sendu þessa orðsendingu: „Við verðum að minna hr. Shultz á það að hann er ekkert annað en talsmaður sakfelldrar ríkisstjórnar sem hefur verið dæmd af heimsins æðsta dóm- stól.“ Shultz fékk utanríkisráðherra ríkjanna fjögurra til að hitta sig aftur í Gutatemala 1. ágúst. Og í Guatemala mætir Shultz með til- búið plagg til undirskriftar þar sem farið er almennum orðum um nauðsyn þess að efla lýðræðið og treysta grundvöll þess svo friður komist á í álfunni, og þar er Nicaragua fordæmt fyrir brot á Esquipulas, andlýðræði og fleira í þá áttina sem var vitaskuld aðal- atriðið fyrir Shultz. En Costa Rica og Guatemala vildu í þetta sinn ekki fá utanríkispólitík sína tilbúna frá Washington og neituðu að skrifa uppá fordæm- ingu gegn Nicaragua og sökuðu þá Honduras og E1 Salvador ríkin um að að kljúfa samstöðu lýð- ræðisríkja í M-Ameríku. Utan- ríkisráðherra Costa Rica svaraði því svo, að á næsta fundi af þessu tagi óskaði hann eftir fulltrúa frá Nicaragua. Þegar Shultz yfírgaf samkom- una voru ráðherrarnir komnir í hár saman og famir að skjóta á hvee annan fyrir svik og pretti og brot á Esquipulas. Næsti við- komustaður Schultz var Argent- ína þar sem utanríkisráðherrann Dante Caputo neitaði að gefa yfirlýsingu eftir fund með hon- um, þá Uruguay, þar minnti Shultz brúnaþungur á að Nicar- agua væri krabbameinið sem við (USA) þurfum að fjarlæga. í Brasilíu var Robert A. Sodre utanríkisráðherra alveg sammála Shultz í öllu, en í Bolivíu gerði í lok júlímánaðar komu bandariskir uppgjafarhermenn úr Víetnamstríðinu á bílalest frá Kalifomíu til Nicaragua með vistir handa fórnarlömbum stríðsins. „Almenningur í Bandaríkjunum veit ekki hvað er að gerast í Nicaragua." Daniel Ortegaforseti talar við móttökuathöfn í Managua. „Reagan hefur alltaf verið sómózaisti." ___________ I áróðusstriðinu er rakalausri lygi slegið upp á forsíðum La Prensa, lygi um pyntingar og harðræði Sandinista og að í landinu séu a.m.k. 1000 pólitískir fangar. Frá smíðaverkstæði í fangelsi í Matagalpa, þar er einnig kvöldskóli og öflugt félagslíf. Fangarnir sjálfir kannast ekki við fréttir La Prensa. einhver misheppnaða tilraun til að sprðngja ráðherrann í loft upp. Tilraunir Shultz voru æ fálmkenndari og klaufalegri eftir því sem á flakk hans leið og runnu á endanum í vaskinn. Má hann þakka fyrir að hafa komist á lífi heim aftur, þótt það hafí algjör- lega misheppnast að einangra Nicaragua. Nýr foringi kontranna Eftir tímamótasigur Sandinista á vígvellinum og hrakfarir kontrasveitanna í mars sl. gengu leiðtogar kontranna til viðræðna í veikri stöðu. Viðræðurnar hófust í bænum Sapoá í suðurhluta Nic- aragua og lauk með undirskrift Sapoásamningsins 23. mars. f Sapoá var m.a. samþykkt að halda viðræðum áfram og áttu aðilar 5 samningalotur á næstu mánuðum, þá síðustu í júní þegar kontrarnir (þá búnir að jafna sig eftir mars-ósigurinn) lögðu fram kröfur sem fólu nánast í sér að Sandinistar hættu við byltinguna. í Sapoá var einig samið um 60 daga vopnahlé. En Sapoá þýddi öðru fremur: 1. Byrjunin á endi Kontra- strfðsins. 2. Einangrun Reaganstefnunn- ar. 3. Vitnisburður um hernaðar- lega hnignun kontrasveitanna. 4. Fyrsta opinbera „tillaga“ kontranna til friðar. 5. Mesti sigur byltingarinnar yfir gagnbyltingaröflunum. Undir Sapoá skrifuðu fyrir hönd kontranna. Adolfo Calero, helsti tengiliður þeirra við CIA, Alfredo César, kunnur fyrir tengsl sín við kólumbíska kóka- ínsmyglara, Aristides Sanches og 5 liðsforingjar til að tryggja sam- þykki heraflans. Tveir þessara liðsforingja, Fernando og Tono, sneru strax aftur til Honduras eftir undirskrift. Þar lét Enrique Bermúdes yfirmaður herafla kontrasveitanna og fyrrum þjóð- varðliði Sómóza til sín taka og lét stinga þeim í fangelsi fyrir svik. (Þeir segj a sj álfir að ef þeim hefði ekki tekist að leka örlögum sín- um til blaðamanna væru þeir lík- lega á skrá yfir fallna.) Það kom strax í ljós að Sapoá- samkomulagið olli klofningi innan kontraforystunnar. O- breyttir liðsforingjar lengst til hægri (af Bermúdesvængnum) neituðu að viðurkenna það og hófu hryðjuverkastarfsemi þrátt fyrir vopnahlé. Bermúdes gerðist æ háværari í gagnrýni sinni á Sap- oá í takt við Reaganstjórnina, sem sagði samninginn vera mis- tök og tryggði ekki lýðræði i Nic- aragua. Menn Reagans vildu nú koma „mjúku“ Ieiðtogunum frá og undirstrikuðu að einmitt nú væri brýn þörf á ábyrgri og harðri forystu. í raun voru þeir óhress- astir með að kontraforystan skyldi ekki láta betur að stjórn og leituðu nú að strengjabrúðufor- ingja, Enrique Bermúdes. Berm- údes var treystandi til að semja ekki um frið, vopnahlé eða annað sem tryggði byltingunni sigur. Skyldi nú kosin ný forysta og komu leiðtogar kontranna saman í Dóminíkanska lýðveldinu 18.- 19. júlí sl. Þar tryggði hægrivæng- urinn sér undirtökin innan foryst- unnar með stuðningi Reagans, og Bermúdes varð leiðtogi kontr- anna. Tveim dögum fyrir fundinn sagði hann: „Stríðið á eftir að taka á sig breytta mynd, það verða unnin skemmdarverk, jafnvel persónu- legar árásir á sandinista - og hvers vegna ekki - hryðjuverk (terrorism).“ Dyggur skósveinn Sómóza Með kosningu Enriques Berm- údes var það endanlega viður- kennt að kontraskæruliðarnir eru afsprengi hins hataða þjóðvarð- liðs Sómóza. Reagan, CIA og kontrarnir sjálfir hafa alltaf reynt að fela þau tengsl. Flmmtudagur 29. desember 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9 HEIMURINN Afrekaskrá Bermúdes er væg- ast sagt subbuð út af spillingu og glæpaverkum. Sem yfirmaður þjóðvarðliðsins í bænum Tipit- apa 1964, var hann oftar en einu sinni sakaður um að stinga undan fé og vistum og var vikið úr emb- ætti með vitnisburðinum „frekar óþroskaður". Hann komst fyrst í samband við CIA þegar Banda- ríkjamenn réðust inn í Dóminík- anska lýðveldið þar sem Sómóza lagði til lið. í janúar 1967 stóð stjórnarandstaðan í Nicaragua fyrir fjöldamótmælum í höfuð- borginni Managua þar sem þjóð- varðliðið myrti fjölda mótmæl- enda og var Bermúdes hernaðar- legur sjálfboðaliði við að bæla niður uppreisnina. Bermúdes hannaði öryggiskerfið fyrir leyni- þjónustu þjóðvarðliðsins þegar Anastasio Sómóza Debayle var settur í embætti forseta í stað bróður síns 1. maí 1967. í framhaldi af því var hann hækkaður í tign til foringja innan þjóðvarðliðsins með vitnisburð- inn „traustur og trúr stofnun- inni“. Árið 1968 lagði jarðskjálfti mörg hverfi Managua í rúst. Bermúdes og Fausto Zelaya bankastjóri Húsnæðisbankans sáu í því skjótfenginn gróða, of- reiknuðu kostnað við endurbygg- ingu og tjón, létu hrófla upp hreysum sem voru íbúðarhæf á pappírum og högnuðust um milj. cordoba. Sama svindlið fór í gang eftir jarðskjálftann 1972 sem lagði miðbæ Managua í rúst, en þá var Bermúdes kominn í stöðu tengiliðs þjóðvarðliðsins við bandaríska hernaðarráðgjafa og fjarri góðu gamni. í þeirri stöðu bætti hann þó kynni sín við CIA og árið 1975 fór hann í hópi undirforingja til Washington á námskeið í Inter American Col- lege. Ári síðar var hann ráðinn sem sendiráðsritari Sómóza í Washington og þá skrifar hann „doctors“ritgerð sína „Félags- legar og geðrænar orsakir niður- rifsstarfsemi“ (The psycho-social causes of subversion). Árin 1980-81 er Bermúdes innsti koppur í búri við endur- skipulagningu þjóðvarðliðsins sem fékk nafnið kontraskærulið- ar, með aðstoð kunningja sinna frá CIA og argentínskra hernað- arráðgjafa. Hann varð fljótt kunnur fyrir hörku gagnvart vin- um sem óvinum. Og í júlí sl. kemst hann í stöðu helsta leið- toga kontrasveitanna. Enriques Bermúdes er með- sekur um morð á fjölda saklauss fólks frá því fyrir byltingu og um pyntingar og nauðganir á fólki sem enn lifir. Með kosningu Bermúdes kom eðli kontraskær- uliðanna endanlega uppá yfir- borðið. Árásir þeirra bitna fyrst og fremst á bændum og fjöl- skyldum þeirra, læknum og hjúkrunarfólki, kennurum og nemendum og ekki síst bömum. Sjálfur er Bermúdes vitaskuld kunnur „terroristi" í Nicaragua. — Dregið á morgun, íbstudag! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.