Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN—
Ætlar þú að eyða miklum
peningum í flugelda í ár?
Hilmar Hallvarðsson
Nei, ég ætla ekki að eyða
krónu. Það er langt síðan ég
hætti því.
Hrefna Gunnarsdóttir
Ég ætla ekki að eyða neinu í
flugelda. Ég á afmæli á gamlárs-
dag og fékk svo mikið af flugeld-
um í afmælisgjöf þegar ég var
yngri að ég er búin að fá mig
fullsadda af þeim.
Magnús Harðarson
Ætli ég kaupi ekki fjölskyldu-
pakka eins og venjulega, og
hann ætla ég að kaupa hjá Iþrótt-
afélagi Kópavogs.
Inga Huld Slgurgeirsdóttir
Við ætlum okkur að kaupa
svona meðalstóran fjölskyldu-
pakka. Við höfum alltaf keypt
flugelda.hjá skátunum og ætlum
að gera það núna líka.
Jakobína Sígurðardóttlr ,
Sáralítið., Ég kaupi þá þar sem
ég rekst á þá.
þJÓÐVILIINN
Fimmtudagur 29. desember 1988 278. tölublað 53. órgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
ÁLAUGARDÖGUM
681663
íþróttamaður ársins
Einar vann í þriðja sinn
Bjarni Friðriksson og Haukur Gunnarsson voru honum skammtað
baki. Þrír handknattleiksmenn ogþrír knattspyrnumenn á topp-10
Einar Vilhjálmsson, spjótkast-
ari, var í gær útnefndur
íþróttamaður ársins á íslandi
1988. Þetta er í þriðja skipti sem
Einar hlýtur þessa nafnbót en
hann sigraði einnig í þessu kjöri
árin 1983 og 1985. Bjarni Sig-
urðsson, júdókappi, varð annar í
kjörinu og Haukur Gunnarsson,
iþróttum fatlaðra, þriðji.
Þessir þrír stóðu uppúr í kjör-
inu. Einar hlaut 130 stig af 190
mögulegum, Bjarni aðeins fimm
stigum minna og Haukur hlaut
110 stig. Kjörið fór þannig fram
að íþróttafréttamenn, 19 að tölu,
völdu 10 mestu afreksmenn
íþrótta að þeirra mati og fékk sá
efsti á listanum 10 stig, og þannig
koll af kolli niður í 1 stig.
Fjórða í röðinni varð Fjóla Ól-
afsdóttir, fimleikastúlka úr Ár-
manni, hlaut 85 stig, en hún varð
fyrst íslendinga til að hljóta
Norðurlandameistartitil. Þeim
árangri náði hún á móti unglinga í
Finnlandi. í fimmta sæti varð
Úlfar Jónsson, golfari, með 80
stig, handknattleiksmaðurinn
Kristján Arason varð sjötti með
74 stig og félagi hans í landslið-
inu, Alfreð Gíslason, sjöundi
með 73 stig. í næstu þremur sæt-
um höfnuðu knattspyrnukapp-
arnir Arnór Guðjohnsen, 64 stig,
Ásgeir Sigurvinsson, 33 stig, og
Atli Eðvaldsson, 32 stig, en jafn
Atla að stigum varð landsliðs-
markvörður okkar í handknatt-
leik, Einar Þorvarðarson.
Einar Vilhjálmsson er vel að
titlinum kominn. Hann vann
sigur á 12 mótum á árinu, 6 al-
þjóðlegum, 2 landskeppnum, 2
meistaramótum hérlendis og 2
innanlandsmótum. Hann setti
tvö íslandsmet á árinu, fyrst
83,36 metra í Texas í maí og síðan
84,66 metra á Meistaramóti ís-
lands í júní sem er fjórða lengsta
kast í heiminum í ár. Um mán-
aðamótin júní-júlí keppti Einar á
tveimur stigamótum alþjóða-
sambandsins og voru þar mættir
til keppni allir fremstu spjótka-
starar heims. Einar sigraði í þeim
báðum og voru menn farnir að
gera sér giæstar vonir um árangur
hans á Ólympíuleikunum í Seoul.
Þar var gæfan honum hins vegar
ekki hliðholl því hann var aðeins
átta sentímetrum frá úrslitum
keppninnar, kastaði 78,92 metra.
Einar hefur sennilega aldrei unn-
ið eins glæsilega sigra á sínum
ferli eins og í ár og því hljóta von-
brigðin í Seoul að vera gífurleg.
Júdókappinn Bjarni Friðriks-
son státar af hliðstæðum árangri
og Einar en hann keppti á sjö
stórmótum á árinu og vann til
verðlauna á fjórum þeirra. Hann
var hins vegar óheppinn með
mótherja í Seoul en þar glímdi
hann við verðandi gullverðlauna-
Einar Vilhjálmsson tók við styttunni glæsilegu í þriðja sinni í gær og hefur hann alla burði til að vinna hana
aftur í framtíðinni. Mynd:Þóm.
hafa og tapaði naumlega. Síðan
glímdi Bjarni við bronsverð-
launahafann og tapaði einnig
þannig að Ólympíudraumur hans
var úti.
Árangur Hauks Gunnarssonar
er ekki síður glæsilegur en þeirra
Einars og Bjarna. Hann er mjög
fjölhæfur keppnismaður en hann
keppir í boccia og borðtennis auk
spretthlaupanna sem hann er
frægastur fyrir. Hann vann til
verðlauna í öllum keppnisgrein-
um sínum í sínum flokki á
Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul.
Hann hlaut gullverðlaun í 100 m
hlaupi, hljóp á 12,88 sekúndum
og fékk að auki bronsverðlaun í
200 og 400 m hlaupum. Hann sig-
raði í öllum þessum greinum á
alþjóðlegu móti í V-Þýskalandi í
júlí og setti þá heimsmet í sínum
flokki í 400 m hlaupi.
Þess má geta að Einar Vil-
hjálmsson er annar íslendingur-
inn til að hljóta þessa nafnbót þrí-
vegis en Hreini Halldórssyni
tókst hið sama á áttunda áratugn-
um. Aðeins einn maður hefur
hlotið titilinn oftar en Vilhjálmur
Einarsson, faðir Einars, var fimm
sinnum útnefndur íþróttamaður
ársins á aðeins sex ára tímabili.
Þá hafa fjórir íþróttamenn hlotið
titilinn tvisvar, þeir Valbjörn
Þorláksson, Guðmundur Gísla-
son, Ásgeir Sigurvinsson og Skúli
Óskarsson.
-þóm