Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 6
þlÓDVIUINN^n sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Alþýðublaðið,
Stefán
Valgeirsson og
samtökin
Alþýðublaðið og Tíminn hafa þá sérstöðu meðal
helstu fjölmiðla íslenskra að vera beinlínis og milliliða-
laust málgögn stjórnmálaflokka. Aðrir fjölmiðlar reyna
annaðhvort að vera alls óháðir eða hafa lýst yfir sjálf-
stæði sínu þráttfyrir viðurkennd tengsl eða skyldleika
við flokka og hreyfingar.
Ritstjóri Alþýðublaðsins situr reglulega þingflokks-
fundi Alþýðuflokksins og greiðir þar atkvæði um af-
stöðu flokksins í landsmálunum einsog kjörnir þing-
menn.
Þeim mun undarlegra er að sjá í ritstjórnargrein Al-
þýðublaðins hugleiðingar um það að ef tryggður yrði
stuðningur einhverra Borgaraflokksmanna við ríkis-
stjórnina gæti hún sem hægast kastað Stefáni Valg-
eirssyni fyrir borð.
Þessar hugleiðingar lýsa svo megnu skilningsleysi á
grundvallarreglum í samstarfi að menn setur hljóða.
Hugurinn reikar óneitanlega til Glæsivallabragsins á
síðustu ríkisstjórn.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem nú situr
er mynduð af fernum stjórnmálasamtökum, - Alþýðu-
bandalagi, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sam-
tökum um jafnrétti og félagshyggju. Stuðningur frá fullt-
rúum þessara flokka tryggir ráðuneyti Steingríms til-
skilinn þingstyrk til að verjast vantrausti og koma í gegn
fjárlögum.
Þessir fjórir stjórnmálaflokkar hafa allir sett sitt mark
á stjórnarstefnuna, og Samtök þau sem Stefán er full-
trúi fyrir hafa hingaðtil í engu brugðist samstarfsaðilum
sínum við landstjórnina.
Eitt af því sem forystumenn núverandi ríkisstjórnar
sögðu í upphafi samstarfs var að innan hennar mundu
menn reyna að vinna saman af fullum heilindum. Rit-
stjórnargrein Alþýðublaðsins lýsir ekki slíkum hei-
lindum í garð Samtaka um jafnrétti og félagshyggju. Sé
þar á ferð afstaða Alþýðuflokksforystunnar hljóta aðrir
samstarfsmenn krata en þeir Stefán að fara að hugsa
sinn gang.
Hitt er auðvitað hugsanleg skýring að Alþýðublaðið
sé ekki búið að ná sér eftir heilt erfitt ár í sókn og vörn
fyrir ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Ef til vill hafa um-
skiptin verið of harkaleg fyrir ritstjóra Alþýðublaðsins
og aðra áhrifamenn á þingflokksfundunum. Mætti
framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins kannski athuga
hvort ekki er unnt að koma upp einhverskonar stofnun
þarsem gamlirviðreisnardraumarog úrelt íhaldsvinnu-
brögð yrðu sápuþvegin af krötum með strangri með-
ferð.
Slík meðferð gæti hafist með afvötnunarsniði, þar-
sem óhollir vessar yrðu hreinsaðir út með gömlum
þingræðum og sjónvarpsviðtölum við Þorstein Páls-
son. Meginhluta meðferðarinnar mætti síðan verja til
að rifja upp helstu grundvallaratriði jafnaðarstefnunn-
ar. Að lokum tæki svo við námskeið um kurteisi í sam-
starfi manna. Það væri svo við hæfi að útskriftar-
ræðuna héldi einmitt félagshyggju- og jafnréttismaður-
inn Stefán Valgeirsson.
Eftir slíka meðferð mætti síðan fara að athuga um
einhverskonar AA-fundi. -m
Þjóðviljinn
Síðumúla 6 -108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rit«tjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
HeimirMárPótursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, ólafur
Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs
Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: JimSmart, Þorfinnurómarsson.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson
Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Augiýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýaingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóöir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 70 kr.
Nýtthelgarblað: 100kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
KLIPPT OG SKORIÐ
SPJALL
Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri
HVERGI HVIKA
Paö blœs ekki byrlega fyrir ein-
búanum i Atlantshafí, þjóðinni
sem við cigum þó allt undir að nái
sér á strik og heppnist að hristá af
sér slenið.
Þvert á móti hrannast óveður-
skýin upp og eftir því sem flokkum
fjölgar og stjómleysi magnast geng-
ur crfiðlcgar að leysa jafnvel Qár-
lagagerð og önnur minni háttar
verkefni.
Þeir sem lesa þessar línur skulu
ekki halda að með þessu sé spjót-
um beint gegn ákveðnum flokki
eða tilteknum stjómmálaöflum.
Þeim er beint til okkar allra og
allra flokka.
Staðreyndin er sú að allt bendir
til að íslcndingum sé að mistakast
að stjóma eigin málum og muni
mistakast það þar til þeir koma sér
saman um vfðtækar cndurbætur á
núverandi stjómkcrfi.
Til bráðabirgða
Til bráðabrigða gildir auðvitað
mestu að sú stjóm sem situr reyni
að halda fyrirtækinu á floti, sinni
þeim fmmskyldum sem henni ber
og rcyni að vera við öllum áföllum
búin.
Hún þarf jafnframt að gera sér
Ijóst að vandinn er auðvitað ekki
fyrst og fremst kreppa í efnahags-
málum, hún væri viðráðanleg ef
hér væri við lýði stjóm sem hefði
haldbæran mcirihluta.
Aðalorsök kreppunnar er sú að
stjómkerfíð cr orðið svo vcikt eftir
áratuga vanrækslu að engin ríkis-
stjóm ræður lcngur við vandamál
scm meðal annarra þjóða mundu
teljast fremur smávægileg.
Til lengri tíma
Jafnframt þurfa þcssir flokkar,
allir aðrir flokkar og þjóðin öll, að
hefja umræður um úrbætur sem
duga tii að við komumst einhvem
tíma upp úr þessu fari sem allt er
sokkið f.
Forsendan er að hér verði ekki
fleiri en 3 öflugir Dokkar og helst
aðeins tveir. Þessir Dokkar geta þá
skipst um að stjóma landinu og
hafa þá Ifka til þess starfhæfan
mcirihluta.
Einungis þegar þessu markmiði
er náð verður hægt að ráðast að
rótum annarra vandamála sem cru
afleiöingar af þeirri óráðsíu sem
ríkt hefur í stjórnkerfinu allt frá ár-
inu 1918.
Efst á lista er auðvitað útþensla
ríkisins. Það er löngu orðið aug-
ljóst að þar verður að draga saman
scglin um 20 til 30 % mcð sölu
óþarfra ríkisfyrirtækja og með því
að trimma reksturinn.
Skynsemisstefna
Sú var tíð að aðgerðir af þessu
tagi vöktu meiri úlfúð en einingu.
Áður cn nokkuð var hægt að gera
þurftu menn að vita hvort aðgerð-
imar ættu að kallast fijálshyggja,
félagshyggja eða annað í þeim dúr.
íslenskir stjómmálamenn hljóta
að vera farnir að átta sig á því að
þetta er það sem starfssystkin
• þcirra cm að framkvæma um allan
heim. hvort sem þau em fhaldskur-
far eða samcignarsinnar.
Það em einfaldlega búhyggindi
að draga saman seglin f ríkisgeiran-
um þegar atvinnufyrirtæki í hönd-
um einstaklinga, samvinnufélaga
og annarra óopinberra aðilja dafna
dag frá dcgi.
Með þessu er ekki gert lítið úr
ríkisfyrirtækjum. Þvert á móti er
þetta viðurkenning á þvf að hið op-
inbera eigi aðeins að gera það allra
mikilvægasta sem aðrir geta ekki
gert betur.
Nútímaþjódfélag
Þessar aðgerðir em þó ekki ann-
að en upphafið. Þá er ótalið allt
það sem cftir er að gera til þess að
breyta þjóðfélaginu úr steinmnnu
skrifræði yfir f fjölbreytt og frjáls-
iynt nútfmasamfélag.
Við þurfum t.d. miklu betri lög-
gjöf um rekstur fyrirtækja. Við
þurfum að verðlauna fyrirtæki
dyggilcga scm á cigin spýtur ná ár-
angri f útflutningi cða ná að efla
i vemlega íslenska menningu.
Við þurfum að auðvelda íslend-
! ingum aðgang - ekki að þessu
| endalausa erlenda lánsfjármagni -
! heldur hlutafé erlendis frá til þess
að bæta eiginfjárstöðu sinna eigin
! fyrirtækja.
j Og að sjálfsögðu eigum við að
I koma á laggimar þrautskipulögðu
Hvergi hvika
Sjónvarpsstjórinn á Stöð 2,
Jón Óttar Ragnarsson er ófeim-
inn við að viðra skoðanir sínar og
heldur þeim frammi á fjölmörg-
um vígstöðvum. Ekki síst hefur
nýja sjónvarpsstöðin komið hon-
um vel að notum, hvort heldur
hann flytur boðskap sinn í töluðu
eða rituðu máli, í skjóli rabb-
þátta, skemmtiþátta, umræðu-
þátta, kynningarþátta, háalvar-
legra þátta og ekki alvarlegra
þátta og einhverra fleiri þátta
sem engin leið er að skilgreina.
Eitt er víst að ekki skortir sjón-
varpsstjórann tækifæri til að
koma boðskap sínum á framfæri í
sjónvarpsstöðinni sinni og til við-
bótar sér hann um leiðaraskrif í
sjónvarpsvísi stöðvarinnar sem
dreift er í 40 þús. eintökum til
áskrifenda stöðvarinnar.
í nýútkomnum sjónvarpsvísi
fer Jón Óttar mikinn í áramóta-
uppgjöri undir fyrirsögninni,
„Hvergi hvika“, þar sem hann
segist ekki beina spjótum sínum
„gegn ákveðnum flokki eða til-
teknum stjórnmálaöflum. Þeim
er beint til okkar allra og allra
flokka. Staðreyndin er sú að allt
bendir til að Islendingum sé að
mistakast að stjórna eigin málum
og muni mistakast það þar til þeir
koma sér saman um endurbætur
á núverandi stjórnkerfi,“ segir
sjónvarpsstjórinn.
Sem aðrir gera
ekki betur
„Aðalorsök kreppunnar er sú
að stjórnkerfið er orðið svo veikt
eftir áratuga vanrækslu að engin
ríkisstjóm ræður lengur við
vandamál sem meðal annarra
þjóða mundu teljast fremur smá-
vægileg“, segir Jón Óttar og
lausnarorðið er fækkun
stjórnmálaflokka landsins í tvo til
þrjá og samdráttur í ríkisrekstrin-
um.
„Það er einfaldlega búhyggindi
að draga saman seglin í ríkisgeir-
anum þegar atvinnufyrirtæki í
höndum einstaklinga, samvinnu-
félaga og annarra óopinberra að-
ilja dafna dag frá degi. (sic!) Með
þessu er ekki gert lítið úr ríkis-
fyrirtækjum. Þvert á móti er
þetta viðurkenning á því að hið
opinbera eigi aðeins að gera það
allra mikilvægasta sem aðrir geta
ekki gert betur.“
Þessi ræða sjónvarpsstjórans
hljómar dálftið undarlega svo
ekki sé meira sagt. Það er engu
líkara en hann fylgist hvorki með
daglegum fréttum á sinni eigin
sjónvarpsstöð eða öðmm fjöl-
miðlum, sem em uppfullir dags
daglega af gjaldþrotafréttum úr
einka- og samvinnugeiranum.
Það em undarleg öfugmæli að
halda því fram að einkageirinn
-dafni frá degi til dags-, á sama
tíma og meira að segja einkafyrir-
tæki Jóns Óttars og félaga, boðar
uppstokkun og samdrátt upp á
tugi prósenta vegna erfiðrar
lausafjársstöðu og annarra
efnhags- og peningalegra hrell-
inga sem hrjáir ekki síst þjón-
ustugreinar kapítalismans eftir
að rekstrargmndvelli hefur verið
kippt undan undirstöðuatvinnu-
greinum þjóðarinnar, kannski
ekki síst fyrir tilstilli gegndar-
lausrar eyðslu og hömlulausrar
fjárfestingar í þjónustu og versl-
un á liðnum árum. Líti hver sjálf-
um sér nær.
Vandinn leystur!
En lausnirnar em fleiri í
leiðara sjónvarpsstjórans. „Þess-
ar aðgerðir em þó ekki annað en
upphafið. Þá er ótalið allt það
sem eftir er að gera til að breyta
þjóðfélaginu úr steinrunnu skrif-
ræði yfir í fjölbreytt og frjálslynt
nútímasamfélag. Við þurfum til
dæmis miklu betri löggjöf um
rekstur fyrirtækja. Við þurfum
að verðlauna fyrirtæki dyggilega
sem á eigin spýtur ná árangri í
útflutningi eða ná að efla vem-
lega íslenska menningu. Við
þurfum að auðvelda íslendingum
aðgang - ekki að þessu endalausa
erlenda lánsfjármagni - heldur
hlutafé erlendis frá til þess að
bæta eiginfjárstöðu sinna eigin
fyrirtækja."
Þama hefur dr. Jón sjálfsagt
fundið lausnina á sinni eigin
kreppu, en erfitt er að sjá sam-
hengið í eflingu íslenskrar menn-
ingar og erlendu hlutafé. í það
minnsta telur klippari að flestum
sjónvarpsáhorfendum
samkeppnisstöðvar Jóns Óttars,
þyki lítið koma til þeirrar „ís-
lensku“ menningu sem kynnt er í
þeirri þýsku hasarmynd um þá
bræður Nonna og Manna sem
sýnd er nú yfir jólahátíðina.
Orrustan um
ísland
En þetta var útúrdúr því dr.
Jón hefur enn ekki ausið að fullu
úr lausnarbmnnum sínum. „Orr-
ustan um ísland er að hefjast og
víglínan verður milli innlendra og
erlendra sjónvarps- og gervi-
hnattastöðva og sá vígvöllur
verður blóðvöllur á komandi
árum. Þeir einfeldningar sem
halda að íslendingar muni
nokkm sinni leyfa hér ótextuðum
gervihnattasendingum á erlendu
efni að flæða yfir þjóðina ættu að
lesa íslandssöguna sína betur.
Þvert á móti munum við efla sam-
vinnu útvarps- og sjónvarps-
stöðva í samvinnu við ríki og at-
vinnulíf í því skyni að koma á fót
öflugum sjónvarps- og kvik-
myndaútflutningsiðnaði. Lykill-
inn að þessu er að ríkið felli niður
söluskatt á auglýsingum í sjón-
varpi og hljóðvarpi -(þá fyrst sitja
þessi fyrirtæki við sama borð og
Mogginn og DV) -til að efla inn-
lenda dagskrárgerð.“
Hér fer Jón mikinn enda um líf
og dauða fyrirtækisins að tefla.
Þá dugir ekki annað ráð, en gott
samstarf við „ríkið“, (sem áður
átti auðvitað ekki að vera að
skipta sér af því sem aðrir geta og
gera betur), og fella niður auglýs-
ingaskattinn, allt til viðreisnar ís-
lenskri menningu og þar er til
mikils að vinna eins og dr. Jón
segir réttilega undir lok þessarar
athyglisverðu greinar sinnar:
„Þeir sem halda að íslendingar
verði einhvern tíma stjama í
bandaríska fánanum eða
útkjálkahérað í sameinaðri Evr-
ópu ættu einnig að lesa íslands-
söguna sína betur. íslendingar
eru og verða víkingar og kon-
ungsskáld sem börðust í 650 ár
fyrir endurheimt sjálfstæðisins.
Sú lexía mun duga okkur öllum í
nokkrar aldir, ef ekki um ók-
omna tíð.“
-Jg-
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. desember 1988