Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Launakostnaður Sitt sýnist hverjum Samtökfiskvinnslustöðva og Hagdeild ASÍgreinir á umhækkun launakostnaðar sem hlutfall aftekjum ífiskvinnslu á milli áranna 1987 ogl988. ASIsegir 4% enfiskvinnslumenn 16,5%. Báðar niðurstöðurnar sóttar í gögn Þjóðhagsstofnunar Frá plastverksmiðju SÍBS að Reykjalundi. Happdrœtti SÍBS 40 ára afmæli á komandi ári lOmiljón króna afmælisvinningur dreginn út í október Happdrætti SÍBS verður 40 ára á næsta ári en það hóf göngu sína í október árið 1949. Af þessu tilefni verður dreginn út sérstak- ur „afmælisvinningur“ í október, 10 miljónir til kaupa á húsi eða íbúð. Sá vinningur verður dreg- inn úr seldum miðum eingöngu. Happdrættið gefur út eina miðas- eríu samtals 75000 númer, en á næsta ári verða dregin út 25000 vinningsnúmer, auk afmæli- svinningsins. Miðaverð verður 400 kr. á mánuði. Happdrættið er eina tekjulind SÍBS og hagnaði af því hefur ver- ið varið til að koma á fót stofnun- um sem SÍBS rekur. Er þar fyrst að nefna Vinnuheimili SÍBS að Reykjalundi, sem tók til starfa við frumstæð ytri skilyrði árið 1945, en er nú orðið fullkomnasta endurhæfingarstöð hér á landi. Þangað koma árlega um 1000 manns hvaðanæva af landinu í sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Sjúkdómar þeirra sem til með- ferðar koma eru margvíslegir. Flestir koma vegna hjarta- og æð- asjúkdóma, gigtar, lungnasjúk- dóma, bæklunar eftir slys og sjúkdóma í miðtaugakerfi. Múlalundur, vinnustofur SÍBS, er verndaður vinnustaður, sem komið var á fót fyrir 30 árum. Þar eru nú yfir eitthundrað manns sem þörf hafa fyrir vernd- aða vinnu og vinnuþjálfun. Múla- lundur er langstærsti verndaði vinnustaður landsins og er rekinn án nokkurra styrkja frá ríkinu. SÍBS rekur einnig tvær aðrar stofnanir í samvinnu við Rauða krossinn og Samtök aldraðra. Þær eru Múlabær, dagvistun fyrir aldraða, og Hlíðabær, sem er dagvistun fyrir Alzheimer-sjúkl- inga. SÍBS hefur á liðnum árum lagt fram mikið fé til þessara stofnana, og það fé hefur nær ein- göngu komið frá happdrætti SÍBS. Samtök fiskvinnslustöðva mót- mæla þeirri staðhæfingu Hag- deildar Alþýðusambands íslands að laun í fiskvinnslu hafi aðeins hækkað um 4% sem hlutfall af tekjum á milli áranna 1987 og 1988 heldur um 16,5%. Jafn- framt sé ekki hægt að sjá í gögnum Þjóðhagsstofnunar neitt um 150% hækkun fjármagns- kostnaðar á tímabUinu, eins og Hagdeild ASÍ heldur fram en þó viðurkennt að hann sé umtals- verður og sé að sliga fyrirtækin. Að undanförnu hafa þær radd- ir heyrst meðal einstakra ráð- 125 nemendur luku prófum frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti nú fyrir jólin. Þar af voru 84 í dagskóla og 41 í kvöldskóla. 2240 nemendur stunduðu nám við skólann á haustönn, 1390 í dag- skóla og 850 í kvöldskóla. Kenn- arar voru 137 talsins. Á eins árs námsbrautum luku 7 nemendur prófi. Á tveggja ára námsbrautum lauk 31 nemandi prófi, 5 herra og talsmanna atvinnurek- enda að laukakostnaður fyrir- tækja sé of hár og hann verði að lækka, að öðrum kosti blasi við stórfellt atvinnuleysi á næsta ári. í því sambandi hefur verið talað um að allt að 6 þúsund manns muni missa atvinnuna. Þessum áróðri hefur Alþýðusambandið mótmælt kröftuglega og hefur Hagdeild þess sýnt fram á að það sé ekki hár launakostnaður sem er að sliga fiskvinnslufyrirtækin heldur fyrst og fremst hár fjár- magnskostnaður. Því sé það út í hött að launahækkun breyti grunnnámsbraut II matvælasviðs og 26 almennu verslunarprófi. Á þriggja ára brautum luku 30 nemendur prófum, 4 sjúkraliða- námi, 15 sérhæfðu verslunarprófi og 11 sveinsprófi í bóklegum og verklegum greinum. 56 nemendur luku fjögurra ára brautum, stúdentsprófi. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Kristján Þór Guðmundsson, eðlisfræðibraut almenns bók- eitthvað rekstrarstöðu fyrirtækj- anna heldur þurfi að lækka fjár- magnskostnaðinn til að breyta rekstrarstöðunni til hins betra frá því sem nú er. Báðir aðilar hafa sótt rök fyrir sínum útreikningum til gagna Þjóðhagsstofnunar og virðast þau búin þeim eiginleikum að hægt sé að túlka þau eftir því hvaða niðurstöðum viðkomandi leitar að hverju sinni. Svo er í þessu tilviki hver sé launa- kostnaðurinn í fiskvinnslunni og sýnist sitt hverjum hver hann raunverulega er. námssviðs. Fyrir 10 árum útskrifuðust fyrstu stúdentarnir frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, 21 talsins, og voru margir þeirra við- staddir skólaslitin. En alls hafa 1405 stúdentar útskrifast frá skólanum, 1229 úr dagskóla og 176 úr kvöldskóla. Skólameistari Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti er Kristín Arn- alds. Samkvæmt útreikningum Sam- taka fiskvinslustöðva hafa út- flutningstekjur og kostnaðarliðir frystingarinnar hækkað milli áranna 1987 og 1988 sem hér segir: Útflutningstekjur um l, 6%, hráefni um 4,1%, launa- kostnaður við framleiðsluna um 16,5% og annar rekstrar- kostnaður um 12,4%. Þá vitna fiskvinnslumenn til upplýsinga frá Kjararannsóknanefnd um að dagvinnukaup fiskvinnslufólks hafi hækkað um 22% milli ára samkvæmt launum þess á fyrstu þrem ársfjórðungum þessa árs. Munurinn á hækkun dagvinnu- launa annars vegar og launa- kostnaður hins vegar er skýrður m. a. af minni yfirvinnu á þessu ári en í fyrra og þeirri hagræðingu sem átt hefur sér stað í greininni á þessu tímabili. Samtök fisk- vinnslustöðva halda því fram að þegar á heildina er litið sé launa- kostnaður frystingarinnar rúm 50% af útflutningstekjum þeirra. Röksemdin fyrir því er að launa- kostnaður sé verulegur þáttur í hráefnisverðinu. - grh Efta Styricir til rannsókna Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) hafa auglýst eftir um- sóknum um nokkra styrki, sem samtökin munu veita þeim, sem lokið hafa háskólaprófi til rannsókna á hlutverki EFTA í evrópsku samstarfi, t.d. á sviði efnahags- og fjármála, lagalegra málefna og stefnu stjórnvalda í viðskiptamálum, með sérstakri áherslu á samskipti EFTA og Evr- ópubandalagsins. Styrkirnir eru að upphæð um 150-300 þúsund krónur (5.000- 10.000 svissneskir frankar). Við úthlutun styrkjanna njóta þau verkefni forgangs sem annað hvort varða EFTA sem stofnun, tengjast fleiri en einu EFTA-ríki eða fjalla um verkefni EFTA nú á tímum frekar en í sögulegu sam- hengi. Umsóknum um styrkina ber að skila t:l viðskiptaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, sem veitir all- ar nánari upplýsingar, eigi síðar en 31. janúar 1989. Norrœnt samstarf Réttarstaða Þau hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur á 2ja og 3ja ára námsbrautum við FB. Lengst til vinstri er Elín Einarsdóttir, matartæknir, sem hlaut hæstu einkunn sem gefin hefur verið hingað til á þeirri námsbraut. Elín stundaði nám sitt í kvöldskólanum. Fjölbraut Breiðholti 125 brautskraðir Blaðamannafélagið Áskorun beint til utanríkisraðhena Ólögmœtum handtökum palestínskra blaða- ogfréttamanna verði þegar mótmœlt Blaðamannafélagið hefur sent bréf til ráðherra þar sem vak- in er athygli hans á því, að á síð- ustu mánuðum hafa ísraclsk stjórnvöld handtekið og fangels- að nær 40 palestínska blaða- og fréttamenn, sem starfað hafa við fréttaöflun á hernumdu svæðun- um á Vesturbakkanum og Gasa- svæðinu. „Umræddir blaða- og frétta- menn hafa setið í fangelsi, flestir mánuðum saman, og í dag sitja yfir 20 slíkir í fangelsum í Israel. Þessar fangelsanir hafa í nær öllum tilvikum verið án dóms og laga. Þær hafa verið fordæmdar af Alþjóða blaðamannasam- bandinu IFJ og öðrum alþjóða- samtökum sem láta mannrétt- indamál til sín taka. Blaðamannafélagið skorar á þig, hæstvirtur utanríkisráð- herra, að þrýsta alvarlega á við ísraelsk stjórnvöld, svo ólög- mætum handtökum blaða- og fréttamanna verði þegar hætt. Jafnframt verði öllum þeim pal- estínsku blaða- og fréttamönnum sem enn eru í haldi þegar veitt frelsi. Það er skylda stjórnvalda að beita sér fyrir og standa vörð um frelsi fjölmiðla til upplýsingaöfl- unar og fréttamiðlunar, ekki ein- ungis hérlendis, heldur hvar- vetna í heiminum,“ segir í áskorun Blaðamannafélagsins. stofnanaog starfsfólks Jón Sigurðsson, samstarfsráð- herra hefur undirritað fyrir ís- lands hönd samning milli Dan- merkur, Finnlands, Islands, Nor- egs og Svíþjóðar um réttarstöðu stofnana og starfsfólks þeirra. Samningurinn leysir af hólmi Norðurlandasamning um réttar- stöðu starfsfólks við norrænar stofnanir, sem undirritaður var í Reykjavík 31. janúar 1974. Samningurinn nær til 43 nor- rænna stofnana. Tvær þeirra starfa á íslandi, þ.e. Norræna húsið og Norræna eldfjallastöð- tn. Fimmtudagur 29. desember 1988 ÞJÚÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.