Þjóðviljinn - 29.12.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Landsframleiðslan
Fjáimagnið þurftafrekt
BHMR: Launin duga ekkifyrir einkaneyslunni. Birgir Björn
Sigurjónsson: Hlutur innlendra og erlendra fjármagnseigenda œ stærri
Islenskt launafólk fær nálægt
helmingi landsframleiðslunnar
í sinn hlut og er það fremur Iftið
miðað við hlutdeild launafólks
annars staðar, sagði formaður
BHMR, Páll Halldórsson, á fundi
með fréttamönnum í gær. Hann
sagði að skýrsla Þjóðhagsstofn-
unar um hlutdeild launa og
tengdra gjalda í innlendum þátt-
atekjum væri villandi, þar sem
þessi hlutdeild virtist óvenju
mikii.
Samkvæmt tölum frá reikni-
stofu BHMR hefur hlutfall launa
og launatengdra gjalda ekki náð
55% hlutfalli landsframleiðsl-
unnar síðustu fimmtán árin, og
hrapaði jafnvel niður fyrir 45%
árin 1983 og 1984. Sé hugað að
því hve stóran hluta einka-
neyslunnar sé hægt að kaupa fyrir
launin í landinu kemur í ljós að
fyrir þau mátti kaupa 90% einka-
neyslunnar árið 1973, en aðeins
rúmlega 70% árið 1984. Þrátt
fyrir mikla hækkun launa í fyrra
og hittifyrra getur launasumman
1987 aðeins greitt rúmlega 80%
einkaneyslunnar það árið.
í Kjarafréttum BHMR fyrir
desember er vikið að sérstökum
samanburði í skýrslum Þjóðhags-
stofnunar á hlutdeild launafólks á
íslandi og á Norðurlöndunum, en
samkvæmt honum er hlutur
launafólks í fyrra og hittifyrra hér
meiri en almennt þekkist. Þetta
telur BHMR villandi, og að rétt
sé að bera saman hlutdeild launa-
manna í landsframleiðslunni og
einkaneyslunni. Þá komi í ljós að
launamenn annars staðar en á ís-
landi geti yfirleitt keypt alla
einkaneysluna og samt sparað
hluta af laununum. Hjá okkur
Trillukarlar
Birgir Björn Sigurjónsson og Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri og formaður BHMR: Lítið mark tak-
andi á samdráttarspám þjóðhagsstofnunar. Mynd Jim Smart.
vantar hins vegar 10% til 30%
upp á að launasumman dugi fyrir
einkaneyslunni, og er sá mismun-
ur annað tveggja keyptur fyrir
innlendar fjármagnstekjur eða
með erlendum lánum.
Birgir Björn Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri BHMR, sagði
um þetta að tekjuskiptingin á ís-
landi væri alröng. Hlutur launa-
manna hefði farið minnkandi á
undanförnum árum og að inn-
lendir og erlendir fjármagns-
eigendur fengju æ stærri sneið.
Samkvæmt yfírliti fjármálaráðu-
neytisins um þróun kaupmáttar
dagvinnulauna væri ljóst að hann
hefði verið á hreinni niðurleið
síðan á 4. ársfjórðungi 1987.
Laun hefðu þurft að aukast um
73% 1988 til að halda í við stöðu
mála á Norðurlöndunum í stað
þeirra 25% sem hækkunin nam.
Með sama áframhaldi mætti bú-
ast við að sagan frá því fyrir
tveimur áratugum færi að endur-
taka sig hér á landi, er launafólk
flúði land í stórhópum vegna
launamisræmis samanborið við
nágrannalöndin. HS
Ferskfiskur
Krabbamein
Heldur
aukning
Tœplega 800 ný
krabbamein greind í
fyrra. Lungnakrabbinn
kominn í annað sœti
bœði hjá konum og
körlum
798 ný krabbamein voru greind
á síðasta ári, 407 í konum og 391 í
körlum. Þetta er heldur aukning
frá árinu á undan.
f tilkynningu frá Krabba-
meinsfélaginu segir að nýgengi
krabbameina hafi aukist um 1% á
ári að meðaltali frá árinu 1955. Á
þessu tímabili hefur dregið úr
sumum tegundum, s.s. maga- og
leghálskrabbameini, en tíðni
annarra aukist. Til dæmis er
Iungnakrabbamein nú þrefalt al-
gengara en fyrir þremur ára-
tugum.
Meðal karla er krabbamein í
blöðruhálskirtli algengast, þá
lungnakrabbamein og maga-
krabbamein í þriðja sæti. Meðal
kvenna er brjóstakrabbamein al-
gengast, síðan lungnakrabba-
mein, en krabbamein í eggja-
stokkum þar næst.
Árið 1987 fóru nýgreind
brjóstakrabbamein í fyrsta skipti
yfir eitt hundrað, urðu 116. Þá
hafa lungnakrabbamein hjá
körlum aldrei orðið fleiri á einu
ári, eða 54. Tilsvarandi tala hjá
konum var 37. uc
Úlfur í Homi
Úlfar Eysteinsson veitinga-
maður hefur tekið veitingastað-
inn Hauk í Horni á leigu en hann
rak áður Úlfar & Ljón á Grensá-
sveginum. Nýir eigendur hafa
tekið við þeim stað undir kjör-
orðinu Svangir inn - ánægðir út.
-grh
An atvinnu-
Vemlegur samdráttur í útflutningi
Samdráttur fyrstu 8 mánuði ársins miðað við sama tímabil 1987í
ferskfiskútflutningi. Skipfrá Reykjavíkseldu mestytra en
sunnlendingar iðnaðstir við gámaútflutning
leysisbóta
Atvinnulausir frá 10.
desember til 16.
janúar vegna
banndagakerfisins.
Einnig í erfiðu
tíðarfari
Smábátaeigendur sem stunda
róðra samkvæmt banndagakerf-
inu og eru því án atvinnu á tíma-
bilinu 10. desember til 16. janúar
eiga ekki rétt á atvinnuleysisbót-
um frá Tryggingastofnun ríkis-
ins.
í viðræðum sem stjórn Lands-
sambands smábátaeigenda hefur
haft við Eyjólf Jónsson hjá
Tryggingastofnun ríkisins um
þetta mál kom fram að hafi við-
komandi hins vegar unnið hjá
öðrum aðila sem hafi greitt til
Atvinnuleysisbótasjóðs fyrir
hann þá öðlist hann rétt til bóta,
en ekki fyrir vinnu við útgerð.
Stjórn LS er á einu máli um að
viðurkenna beri rétt smábáta-
eigandans til atvinnuleysisbóta.
Smábátasjómönnum finnst
þetta vera heldur klént þar sem
banndagakerfið meinar þeim að
sækja sjó vegna ákvæða í lögum
um stjórn fískveiða. Þá eiga smá-
bátaeigendur á smærri bátum
ekki möguleika að sækja sjó um
hávetur í slæmu tíðarfari og missa
því atvinnu sína á umræddum
tíma og ættu með réttu að njóta
atvinnuleysisbóta á þeim tíma.
-grh
Astæðan fyrir þessum mikla
samdrætti í gámaútflutningi
frá Vestfjörðum á tímabilinu er
aðallega vegna þess að verð hefur
ekki verið hagstætt, vel hefur
gengið að manna vinnsluna og svo
hefur Páll Pálsson togari Hnífs-
dælinga ekki verið með í ár
sökum gagngerra breytinga sem
gerðar voru á togaranum í Pól-
landi“, sagði Ólafur B. Halidórs-
son framkvæmdastjóri Sandfells
hf. á ísafirði.
í svari utanríkisráðherra fyrir
nokkrum vikum við fyrirspurn
Páls Péturssonar þingmanns um
ísfískútflutning og fískútflutning í
gámum 1988 kemur fram að
verulegur samdráttur hefur orðið
átímabilinu 1. janúar til 31. ágúst
1988 samanborið við það magn
sem flutt var út á sama tíma 1987.
Nemur samdrátturinn í sölu skipa
á tímabilinu 11.627 tonnum, úr
39.117 tonnum í 27.490 tonn. At-
hygli vekur í gámaútflutningnum
hefur mestur samdrátturinn orð-
ið í útflutningi þorsks frá Vest-
fjörðum úr 10.617 tonnum í 5.487
tonn.
Þar sem ekki lágu fyrir útflutn-
ingstölur frá Fiskifélagi íslands
nema til loka ágústmánaðar mið-
ast svarið við fyrstu 8 mánuði árs-
ins og var sá háttur hafður á í
samráði við fyrirspyrjenda þó svo
að fyrirspurnin næði til ferskfísk-
sölu og gámaútflutning til októ-
berloka 1988.
Þegar litið er á tölur um sölu
skipa erlendis kemur í ljós að sem
fyrr selja skip frá Reykjavík mest
erlendis eða 9.481 tonn á móti
15.705 tonnum á sama tímabili í
fyrra. Allar tölur innan sviga hér
á eftir eru tölur frá fyrra ári yfír
sama tímabil. Næst mest seldu
skip frá Austurlandi eða 6.399
(9.356). Skip frá Reykjanesi
seldu 4.319 tonn (5.286), 3.436
tonn frá Suðurlandi (3.465),
1.167 tonn frá Vestfjörðum
(2.382), Norðurland eystra 1.145
Bæjarstjórn Akraness hefur
skorað á stjórn Bifreiðaskoð-
unar íslands að sjá til þess að
skoðun bifreiða fari fram á þeim
stöðum utan Reykjavíkur, þar
sem heimaaðilar geta annast
þessa þjónustu.
Bæjarstjórn bendir á „að með
því að fara um landið með skoð-
unargáma, er enn verið að flytja
tonn (1.524), Vesturland 1.128
tonn (1.013) og minnst hafði ver-
ið selt úr skipum frá Norðurlandi
vestra eða 415 tonn (386).
Útflutningur á ferskum fiski í
gámum í tonnum talið var sem
hér segir og eru tölur innan sviga
frá sama tímabili fyrir ári og verð-
ur einungis greint frá útflutningi
þorsks og ýsu.
Frá Suðurlandi 6.469 tonn af
þorski (8.292) og 5.507 tonn af
ýsu (5.180). Reykjanes 2.212
þjónustu og störf frá stöðum úti á
landi auk þess sem ekki kemur til
greina að bjóða eigendum stórra
bifreiða á Vesturlandi að aka
suður til Reykjavíkur til þess að
fá þar bifreiðar sínar skoðaðar."
„Þá er á það bent að allmargir
aðilar utan Reykjavíkur eru hlut-
hafar í Bifreiðaskoðun íslands og
margir þeirra keyptu hlutafé sitt í
tonn af þorski (2.258) og 1.317 af
ýsu (839). Reykjavík 984 tonn af
þorski (1.545) og 590 tonn af ýsu
(795). Vesturland 1.065 tonn
þorskur (1.187) og 392 tonn af
ýsu (327). Vestfirðir 5.487 tonn
af þorski (10.617) og 961 tonn af
ýsu (743). Norðurland vestra 112
tonn af þorski (259) og 42 tonn af
ýsu (46). Norðurland eystra 665
tonn af þorski (1.218) og 239 tonn
af ýsu (353). Austurland 1.591
tonn af þorski (1.128) og 752 tonn
af ýsu (357). _grj,
þeirri trú að þjónustan yrði aukin
utan Reykjavíkur. Fyrirliggjandi
hugmyndir Bifreiðaskoðunar ís-
lands hf. virðast ganga í öfuga átt
miðað við fyrri hugmyndir
manna um starfsemi fyrirtækisins
og er skorað á stjórn þess að
endurskoða þær hugmyndir án
tafar,“ segir í samþykkt bæjar-
stjórnar Akraness.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. desember 1988
Akranes
Vilja bflaskoðun
á heimaslóðir