Þjóðviljinn - 29.12.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 29.12.1988, Page 4
Stöðupróf í Menntaskól- anum við Hamrahlíð Sööupróf veröa haldin dagana 4.-6. janúar. Prófaö er í eftirtöldum greinum: Ensku, frönsku, dönsku, þýsku, spænsku, tölvufræði og stærð- fræði. Prófdagar: Enska og franska ....miðvikud. 4. jan. kl. 18.00 Danska og þýska....fimmtud. 5. jan. kl. 18.00 Spænska, tölvufræði og stærðfræði ..........föstud. 6. jan. kl. 18.00 Stöðuprófin eru einungis ætluð þeim sem hyggj- ast stunda nám í skólanum á vorönn 1989 og hafa aflað sér kunnáttu umfram grunnskólapróf. Þátttöku í prófunum ber að tilkynna til skólans 3. janúar á skrifstofutíma. Rektor Sjómannafélag Reykjavíkur Fiskimenn Fundur verður haldinn í A-sal Hótel Sögu fimmtudaginn 29. desember kl. 14. Á fundinn koma HalldórÁsgrímsson, sjávarútvegsráðherra og dr. Jakob Magnússon, aðstoðarforstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar. Farmenn Fundur verður haldinn í A-sal Hótel Sögu fimmtudaginn 29. desember kl. 17. Fundarefni: kjara- og atvinnumál. Sjómenn fjölmennið Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur Laus staða Staða skattstjóra Austurlandsumdæmis er laus til umsóknar. Umsækjendurskulu hafa lokið prófi í lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu í endurskoðun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneyt- inu fyrir 29. desember 1988. Fjármálaráðuneytið, 21. nóvember 1988 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Starf aðstoðarmanns á Röntgendeild er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir yfirröntgentæknir. Umsóknir sendist skrifstofustjóra FSA fyrir 6. jan- úar 1989. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími22100 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Kristjáns Elíassonar stjórnarráðsfulltrúa frá Elliða, Staðarsveit Kleppsvegi 6, Reykjavík Guðný Jónsdóttir Edda Sigurðardóttir Guðný Einarsdóttir Elías Kristjánsson Bára Bjarnadóttir Hörður Kristjánsson Ester Valtýsdóttir barnabörn og barnabarnabarn FRÉTTIR Kvóti Skerðing miðist við veið Landssamband smábátaeigenda: Varar við að lögmál eftirspurnar verði látið hafa áhrifá veiðar. Hættulegt vistkerfinu ísjónum. Allur afli verður nýttur en ekki hluta hans kastaðfyrir borð eins og nú ergert Skerðing á kvóta vegna sölu á erlendum mörkuðum skal miðast við söluverð þannig að því hærra sem söluverðið er því minni skerðing á kvóta. Verði verðfall við sölu á erlendum markaði skuli skerðing á kvóta aukast því meir sem verðfall er meira. Þessi tillaga kom fram á stjórnarfundi Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var 17. desember sl. þegar rætt var um ferskfisksölu á erlendum mörkuðum og hvað hægt væri að gera til þess að hindra offramboð á fiski. Hlaut hún góðar undir- tektir annarra stjórnarmanna. Á fundinum kom fram sú skoðun að ef lögmál eftirspurnar yrði látið hafa áhrif á veiðar gæti það orðið vistkerfinu í sjónum hættulegt. Með öðrum orðum að þegar verð væri hátt væri meira veitt en æskilegt væri vegna hins háa verðs. Stjórn Landssam- bands smábátaeigenda bendir á að ef sú staða kemur upp að skortur verður á einni ákveðinni fisktegund og í kjölfar þess aukist eftirspurn og hækki verð þá sé viðkomandi tegund í enn meiri hættu en ella. Þá var rætt um hvort takmarka eigi fjölgun á frystiskipum og að auka fullvinnslu um borð í fiski- skipum. Smábátaeigendum þykir ljóst að miklum hlu'ta af veiddum fiski er kastað fyrir borð, lifur, slóg, hausar og önnur bein og er hér um mikil verðmæti að ræða. Miðað við þurran fisk er verð á hausum og beinagarði um 70-93 krónur hvert kíló. Á stjórnarfundinum var því samþykkt tillaga þess efnis að stjórn LS gerir þá kröfu til stjórnvalda að eftirleiðis verði hart gengið eftir því að allur fisk- ur sem veiddur er verði nýttur og færður í land. Þetta á við um allar nýtilegar tegundir, einnig þar sem vinnsla á sér stað um borð, að allur fiskurinn sé hirtur en ekki hluta hans kastað. - grh Tónlist Samleikur í kirkjunni Bryndís Halla og Roglit Ishay halda tónleika í Bústaðakirkju í kvöld Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Roglit Ishay píanó- leikari halda tónleika í Bústaða- kirkju í kvöld kl.20.30. Á efnis- skránni eru sónata fyrir selló og píano eftir Debussy, Suite Popu- laire Espagnole eftir Manuel de- Falla, Sónata í A-dúr eftir Cesar Franck og Sónata fyrir ein- leiksselló eftir Kodály. Bryndís Halla hefur komið fram sem einleikari hér á landi, í Kanada og í Bandaríkjunum og tekið þátt í tónleikahaldi, meðal annars með kammersveitum af ýmsum stærðum. Hún er fædd 1964 og hóf sellónám sjö ára gömul. Árið 1976 fluttist hún til Kanada og nam þá sellóleik hjá Adam Mueller í Halifax í Nova Scotia, en sneri aftur til íslands 1981, stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk það- an einleikaraprófi vorið 1984. Sama haust hóf hún framhalds- nám við New England Conser- vatory í Bandaríkjunum og væntir þess að ljúka þaðan meistaragráðu næsta vor. Rogit Ishay hefur víða komið fram sem einleikari, auk þess sem hún hefur víðtæka reynslu af kammertónlist. Hún er fædd í ís- rael 1965, stundaði tónlistarnám í Tel Aviv til ársins 1985 og hóf þá nám við New England Conser- vatory. Eins og Bryndís mun Is- hay ljúka meistaragráðu frá skólanum næsta vor. LG Bryndís Halla Gylfadóttir Menntaskólinn við Hamrahlíð Öldungadeild Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð er fyrsta öldungadeild við framhaldsskóla hérlendis, stofnuð 1972. Við höfum því langa reynslu og þjálfað kennaralið. Nútímaþjóðfélag gerir kröfur um menntun og nú um áramótin er rétti tíminn til að hefja nám hjá okkur - hvort sem þú vilt rifja upp, bæta við eldri menntun eða hefja nýtt nám. Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð býður framhaldsskólanám á 6 brautum: eðlisfræðibraut, náttúrufræðibraut, nýmálabraut, forn- málabraut, félagsfræðabraut (hún skiptist í fjölmiðlalínu, sálfræðilínu og félagsfræðalínu) og tónlistarbraut. Hægt er að stunda nám í mörgum eða fáum námsgreinum. Á vorönn 1989 býður skólinn eftirtaldar greinar: Tungumál: Danska Enska Franska ítalska Kínverska Latína Spænska Þýska Raungreinar: Stærðfræði Eðlisfræði Efnafræði Jarðfræði Líffræði Samfélagsgreinar: Félagsfræði Þjóðhagfræði Bókfærsla Listasaga Lögfræði Stjórnmálafræði Fieimspeki Saga Mannfræði Auk þessa er boðið upp á nám í tölvufræðum, bæði grunn- nám og forritun. Notaðar eru tölvur af PC og BBC-gerðum. Boðið er fjölbreytt nám í íslensku, bæði ritþjálfun og munnleg tjáning, bokmenntir og málfræði. Einnig eru myndlist og leiklist kenndar við öldungadeildina. Innritun og val í öldungadeild MH fer fram á skrifstofu skóians frá 9.00-18.00 dagana 3.-6. janúar. Skólagjald er aðeins 7.400 krónur óháð fjölda námsgreina sem þið leggið stund á.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.