Þjóðviljinn - 29.12.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 29.12.1988, Síða 7
HEIMURINN Börn í þorpinu La Colonia í Jinotegahéraði í N- Nicaragua, einu stríðshrjáðasta héraði landsins. Ekkert vonleysi hér. 9 árfráfalli Sómózafjöl- skyldunnar Reagan að fara, byltingin stendur enn. Brottför Ronalds Reagans úr Hvfta húsinu er tekið af fögnuði í Nicaragua, hvort sem arftaki hans verður harðskeyttari eða ekki. Ronald Reagan, ímynd gagnbyltingarinnar og fjárhalds- manni kontraskæruliða, hefur mistekist það ætlunarverk sitt að koma Sandinistum frá völdum. Á þessu ári hafa vinnubrögð Reag- anstjórnarinnar í stríðinu gegn Nicaragua einkennst af tíma- hraki. Tilraunir til að tortryggja Sandinista og einangra á alþjóða- vettvangi, grafa undan stjórninni innanlands og finna sannfærandi átyllur til innrásar, hafa mistek- ist. í greininni segir m.a. frá til- raunum af þessu tagi (dularfull- um ferðum George Shultz utan- ríkisráðherra og óróleika hægri stjórnarandstöðunnar í Nicarag- ua), sem benda til þess að Reag- an hafi aldrei viljað semja við sandinista um frið. Byltingin í Nicaragua festist í sessi En hvers vegna ekki? Vegna þess að um leið og undirritun slíks samnings færi fram, þá væri Bandaríkjastjórn raunverulega búin að viðurkenna byltinguna. Það vill hún ekki-. Hún vill aðeins koma henni frá. Og það með valdi, efnahagsþvingunum og áróðri, því byltingin ógnar hags- munum og kúgunarpólitík Bandaríkjastjórnar í Latnesku Ameríku, sem hefur viðgengist í meira en öld. Bandaríkjastjórn lætur sig ekkert varða niðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag, sem dæmdi hana í biljón dollara sekt fyrir árásir sínar á Nicaragua. í kosningunum til þjóðþings í Nicaragua 1984 fékk FSLN (Frente Sandinista de Liberación Nacional) 67% atkvæða. Stjórn- arandstaðan hafði um 33% at- kvæða á bakvið sig og féll bróð- urparturinn af þeim á hægriflokk- ana. Vinstriflokkarnir þrír, kommúnistar, sósíalistar og marx-lenínistar fengu samanlagt um 5%, en gagnrýni þeirra hefur helst beinst að efnahagspólitík Sandinista, sem er blandað hag- kerfi. í mörgum málum, sérstak- lega félagsmálum eru vinstri flokkarnir samstíga Sandinistum og eiga þeir gott samstarf. Öflin á hægrivængnum, hægri flokkarnir, COSEP samtök at- vinnurekenda og verkalýðsfélög þeirra, dagblaðið La Prensa og kaþólska útvarpsstöðin samein- uðust í eitt bákn, Coordinadora. Málflutningur þeirra er í anda rússagrýlunnar og kalda stríðsins og á oftast litið skylt við raun- veruleikann í landinu. Bandaríkjastjórn og CIA líta á Coordinadora sem stjómarand- stöðuna í Nicaragua og fjár- magna hana. Það var Jim Wright demókrati og talsmaður banda- rísku fulltrúádeildarinnar sem sagði frá því sl. sumar, en Sandin- istar vissu það alltaf. Þeir vissu líka að það átti að leika sama leikinn og í Chile 1970-73. Þegar CIA fjármagnaði og stóð fyrir verkföllum og aðgerðum sem enduðu með „kaos“ og heppi- legum jarðvegi fyrir vopnað vald- arán og morði á Alliende kjörn- um forseta landsins. Melton kemur og fer Það má segja að „Chileaðgerð- irnar“ hafi hafist með komu nýs sendiherra Bandaríkjanna, Ric- hard Meltons, til Nicaragua um miðjan apríl sl. (vel var fylgst með kauða og tók sjónvarp Sand- inista seinna upp „leynifundi" hans og leiðtoga Coordinadora og sýndi í fréttatíma sjónvarpsins með miklu háði). í apríl ríkti bjartsýni í landinu. Fáeinum vik- um áður, í byrjun mars, hafði her Sandinista hafið stórsókn og hrakið kontraskæruliða yfir land- amærin til Honduras. í kjölfarið sendi Bandaríkjastjórn 3200 manna herlið að landamærunum með þeim orðum að Sandinistar hefðu farið yfir landamærin til Honduras (ráðist inn landið). Bandaríska herliðið fór aftur heim án sannana um „innrásina“, en margir leiðtogar og Íiðsfor- ingjar kontranna gerðu sér þá ljóst að hernaðarlega var stríðið tapað. Þess vegna neyddust þeir til að ganga til viðræðna við Sand- inista og semja m.a. um vopna- hlé. Viðræður sem lofuðu góðu stóðu yfir við vopnaða hópa ind- jána á Atlantshafsströndinni sem barist höfðu með kontrum. í þessu andrúmslofti kom Ric- hard Melton, hóf strax að makka við Coordinadora og braut flestar diplómatískar reglur. Leiðtogar Coordinadora sem gengu nú með það í maganum að komast til valda með fulltingi CIA og höfðu beðið lengi eftir aukinni aðstoð, tóku nú fegins hendi við hug- myndum Meltons og fjármagni sem þeim fylgdi, til að skapa upp- lausnarástand í landinu eða „grafa undan stjórninni" einsog Jim Wright orðaði það. Á næstu vikum og mánuðum var planið skipulagt og útfært á pappírum og mátti greina harðari tón frá hægri flokkunum og COSEP. Og í júní birtir La Prensa myndir af so- véskum kafbátum sem áttu að vera á sveimi í landhelgi landsins. Bandarísk hermálayfirvöld létu dagblaðinu þær upplýsingar vins- amlegast í té. Opinberlega hófust aðgerðirn- ar með fundi Coordinadora í borginni Esteli 3. júlí sl. þar sem Melton var sérstaklega „boð- inn“. Þá ríkti ekki eins mikil bjartsýni í landinu og í apríl, kontrar höfðu þá í júní slitið við- ræðum við Sandinista og „mjúku“ leiðtogarnir á þeim bæ áttu undir högg að sækja. Einnig virtust hryðjuverk þeirra vera að færast í aukana. Fundurinn í Est- eii sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sett er fram krafan um ríkis- stjórn þjóðarsáttar. Sú krafa er jafn gömul byltingunni og var fyrst sett fram 1979 til að reyna að finna skammlausa leið fyrir ein- ræðisherrann Sómóza og Jimmy Carter útúr óförunum. í samþykkt fundarins segir m.a. að vegna alþjóðlegs þrýst- ings og óánægju og öngþveitis í efnahagsmálum innanlands neyðist FSLN til að afsala sér völdum til ríkisstjórnar hægri flokkanna, vopnaðra andstöðu- afla (kontra), annarra stjómar- andstöðuafla til vinstri og „ein- Fjölskyldupakkarnir okkar fást ekkí annars staðar Þú getur valið um þrjár stærðir. Sá minnsti kostar millistærðin kostar ■Kintfai krónur og sá stærsti kostar Þú borgar minna en I fyrra! 1200 2500— krónur, krónur. OPIÐ: flmmtudag 8-18:30, föstudag 8-21:00 og gamlársdag 9-12:00. VERIÐ VARKÁR UM ÁRAMÓTIN Auðvitað tökum við greiðslukort. aitLaaosaGi Grandagarði 2, sími 28855, Rvík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.