Þjóðviljinn - 29.12.1988, Síða 12
MINNING
Hún amma Ingi er dáin. Þessi
tíðindi eru staðreynd sem erfitt er
að horfast í augu við. Dauðinn,
þetta dularfulla afl, hefur tekið
hana til sín. Dauðinn sem vekur
hjá manni sorg, vanmátt og
óvissu. Hún Ingibjörg hefði átt
skilið að njóta lífsins mikið
lengur, því hún kunni öðrum
fremur vel að lifa.
Ingibjörg Vestmann var lang-
amma dóttur minnar, Erlu Elías-
dóttur. Þegar Erla fæddist, í júní
1984, varð ég móðir og hún lang-
amma í fyrsta sinn, aðeins 65 ára
gömul. Amma Ingi tók heils hug-
ar þátt í ævintýrinu sem fylgdi
Erlu og allt til þessa hefur hlýja
hennar og umhyggja fylgt okkur
mæðgum. Hún var ætíð reiðubú-
in að gæta stúlkunnar og gerði
það æði oft. Það var unun að sjá
hve vel fór á með þeim tveimur
og er ég afar þakklát fyrir þann
velvilja sem hún sýndi okkur.
Ingibjörg amma hafði unun af
öllu því besta sem til er hér í
heimi. Hún elskaði blóm, börn,
fallega tónlist, góðar bók-
menntir, fallega listmuni og
auðvitað lífið sjálft. Heimili
hennar og persónuleiki báru
þessu glöggt vitni.
Ingibjörg sagði mér oft frá
æskuárum sínum og uppvexti, og
ósjaldan ræddum við um lífið og
tilveruna. Hún hafði ung misst
móður sína og alist upp í stórum
hópi systkina. Hún hafði þráð að
fá að menntast en ekki fengið
tækifæri til þess. Hún hafði ung
orðið einstæð móðir og þurft að
vinna hörðum höndum við ein-
hæf og lýjandi störf sem voru
greind hennar ósamboðin. Ég gat
ekki annað en dáðst az hugrekki
hennar, æðruleysi og dugnaði,
sem birtust í því að alltaf var hún
glaðlynd og gefandi öðrum af
birtu sinni og yl. Skapgerð henn-
ar var einstaklega falleg.
Amma Ingi lagði umfram allt
rækt við að hlúa að lífinu í kring-
um sig. Veit ég að hún var mikið
elskuð manneskja. Ég votta
öllum ættingjum hennar og vin-
um innilega samúð. Blessuð sé
minning hennar.
Vala S. Valdimarsdóttir
Ingibjörg Vestmann
F. 25. 12. 1919 - D. 22. 12. 1988
Einu sinni stóð ung kona á
Austurvelli með stúlkubarn sér
við hönd. Það var á sumardegi og
sólin skein á marglit blóm á vell-
inum. Þá spyr stúlkan, fjögurra
ára: „Hver á þennan fallega
garð?“ Móðir hennar svarar að
bragði: „Við eigum hann, þú og
ég.“ Og barnið var hamingjusamt
allan þann dag yfir að eiga svona
fallegan garð með mömmu sinni.
Þetta var Ingibjörg E. Vestmann
og Elsa, dóttir hennar. Ingibjörg
var þá ung kona, einstæð móðir
og fátæk á veraldarvísu en dóttir
hennar skyldi þó vita að þær ættu
þennan stóra og fallega garð. Um
það var engu logið því þær voru
Reykvíkingar og garðurinn góði
þar af leiðandi þeirra eign.
Öðru sinni sat Ingibjörg að
kvöldi dags yfir dóttur sinni sem
þá var lasin og lítið eldri en þegar
jjær stóðu á Austurvelli. Ingi-
björg ræddi við hana um Jónas
Hallgrímsson, las fyrir hana ljóð
eftir hann og tókst svo vel lestur-
inn að morguninn eftir sagði
stúlkan um leið og hún lauk upp
augum: „Ég elska Jónas Hall-
grímsson." - Hvoru tveggja þessi
atvik eru ógleymanlegar minn-
ingar dóttur hennar en þau eru
meira en það: í þeim felst vís-
bending um eiginleika Ingibjarg-
ar sem settu ekki aðeins svip á
samskipti hennar við dóttur sína
heldur líka við fólk almennt.
Fyrra tilvikið sýnir einstaka fund-
visi hennar á svör sem voru líkleg
til að gera aðra lukkulega, hið
síðara sýnir hve auðvelt hún átti
með að koma til skila því sem
henni fannst dýrmætt, þannig að
gagn væri að. Ég hygg að þessir
hæfileikar hennar ásamt eðlis-
borinni hlýju, fórnfýsi og ósvikn-
um áhuga á velferð annarra, hafi
Fóstrur athugið
Staða forstöðumanns við dagvistarheimilið Holt í
Innri-Njarðvík er laus til umsóknar. Fóstru-
menntun áskilin. Umsóknarfrestur hefur verið
framlengdur til 13. janúar nk. Upplýsingar veitir
undirritaður.
Félagsmálastjórinn í Njarðvík
Sími 92-16200
VINNINGSNÚMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
-Dregið 24. desember 1988-
AUDI80: 34324
MITSUBISHI LANCER 1500 GLX:
9456
24972
582
614
661
5801
5898
6918
9283
11086
11490
17163
18951
19421
20652
25010
26179
26553
32746
33073
VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 100.000 KR.:
3350 11613 47651 105447 170551
7357 11841 49787 110492 172046
8632 45037 72399 112079 173542
8696 45712 88681 159035 175799
VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 50.000 KR.:
33968 59044 86699 97586 118057
35562 61510 86971 102209 118961
36043 62611 87112 103516 120138
37131 65969 87851 107148 124131
37758 65975 92584 107430 124594
38267 71392 93520 107765 126207
46225 73869 93629 110897 126286
56800 75950 95675 111841 126380
58932 85240 96194 114950 129103
133461
135872
138594
146225
147770
151039
152758
157716
158679
159406
164014
164777
170357
177356
177384
183966
184620
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
að Skógarhlíð 8, sími 621414.
Krabbameinsfélagið
þakkar landsmönnum
veittan stuðning.
4
t Krabbameinsfélagið
laðað fólk meira að henni en yfir-
leitt gerist meðal manna. Svo
mikið er víst að enginn verður í
sannleika vinmargur nema af því
sem hann er af sjálfum sér og
veitir öðrum. Margur átti sinn
besta, og sumir sinn eina, trúnað-
arvin f henni. Kannski ekki síst
vegna þess að ásamt hjartahlýju
sinni og dómgirnislausu innsæi í
mannlega breytni átti hún til að
bera það sem við stundum
köllum heilbrigða skynsemi og
flest okkar eru fátæk af. Þess
vegna var auðvelt að leggja vand-
asöm mál í dóm hennar og eiga
þó ekki von á úrskurði í véfréttar-
stíl. Ekki heldur svo að skilja að
hún tæki svo varlega á málum að
hún segði mönnum aðeins það
sem þeir vildu heyra; góðvild
hennar var dýpri en svo. Hún gat
þvert á móti verið óvægin og sagt
mönnum það sem þeir vildu síst
heyra. En hún sagði það fordilda-
rlaust og með þeirra eigin hag að
leiðarljósi, tók þá áhættu að vin-
skapurinn brysti fremur en að
segja ekki það sem henni bjó í
brjósti. Mér er þó ekki kunnugt
um að neinn hafi hrokkið frá
henni af þeim sökum. Það var
miklu fremur að hreinskiptni
hennar og einurð laðaði fólk að
henni og enginn sem hafði
eignast vin sinn í henni gat hugs-
að sér að verða af vináttu hennar.
Svo gott og hollt var að tala við
hana að jafnvel þeim sem höfðu
ekki getað hlegið lengi var orðinn
hlátur í hug er þeir fóru af hennar
fundi.
Nú má ekki ætla að hún sjálf
hafi verið svo þrekmikil að hún
hafi aldrei þurft huggunar við eða
góðvild hennar svo hrein að
henni hafi aldrei orðið á. Hún var
manneskja með ríkar og sterkar
tilfinningar og líf hennar að sama
skapi brothætt. Svo sannnarlega
kynntist hún því að „mennirnir
elska, missa, gráta og sakna“. En
glöggsýni á mannlegan breisk-
leika, óvenjulegt þrek og staðföst
siðferðisvitund, sem átti sér upp-
sprettu í trúarlegri lífstilfinningu,
gaf henni mannlega reisn í öllu
sem hún gerði. Þessi lífssýn
auðveldaði henni að umbera
ófullkomleika sjálfrar sín og ann-
arra og ræktaði með henni djúp-
stæðan skilning á gildi fyrirgefn-
ingar og umburðarlyndis, kenndi
henni að bera hamingju annarra
meira fyrir brjósti en sína eigin,
svo mjög að þeim sem þótti vænst
um hana varð um og ó og reyndu
stundum að koma fyrir hana vit-
inu. En í því efni var ómögulegt
að koma fyrir hana „vitinu“. Hún
hélt áfram að vera jafn ósíngjörn
á hverju sem dundi. Hún var
óvenju sjálfstæður einstaklingur
og varð ekki haggað frá því sem
hún vissi með sjálfri sér að var
rétt og skylt. Undansláttur var
ekki til á hennar orðabók. Hún
hikaði hvergi ef réttlætistilfinn-
ingu hennar var misboðið og gat
þá verið þungorð. En mildin og
mýktin voru alltaf á næsta leiti og
hún kunni listina að gleðjast.
Hún tók lífið alvarlega en kímnin
var alltaf innan um og saman við.
Jafnvel þegar hún lá banaleguna
og svo þjáð að hún gat vart hrært
sinn minnsta fingur laumaði hún
út úr sér óvæntum og fyndnum
setningum svo þeir sem voru hjá
gátu ekki annað en hlegið með
henni, og voru þó gráti nær.
Ingibjörg var hamhleypa til
vinnu og hlífði sér aldrei þótt
heilsa hennar væri svo lítilfjörleg
um árabil að flestir hefðu í henn-
ar sporum látið hendur fallast.
En samviskusemi hennar og ótrú-
legur sjálfsagi héldu henni að
vinnu löngu eftir að vinnuþrek
hennar var í raun farið. Um það
bera síðustu ár hennar sem starfs-
maður við sjúkraskráningu á
Landsspítalanum vitni. Ingibjörg
var svo listfeng manneskja að trú-
verðugt fólk og vel að sér sagði
um fatahönnun hennar og
saumaskap fyrr á árum að tí-
skuhús heimsins hefðu mátt
hrósa happi að fá hana til starfa.
Hún hannaði og saumaði kjóla og
fatnað á dóttur sína svo fagurlega
að margir héldu að þeir væru
beint frá helstu tískuhönnuðum
veraldar. Til eru eftir hana
nokkrir hlutir sem vitna ótvírætt
um þetta listfengi. Framavonir á
því sviði voru þó engar sökum
fátæktar enda var þetta á þeim
árum þegar fátækt lá í landi eins
og illviðráðanleg pest. En hún
var alla tíð mikill listunnandi og
gott að tala við hana um skáld-
skap. Og hún var nákomin fegurð
náttúrunnar eins og sá einn er
sem þykir vænt um að vera til og
vill að öðrum þyki það líka.
Á þeim árum sem Ingibjörg
vann við saumaskap var staða
verkalýðs veik og vald atvinnu-
rekenda mikið og þorðu sumir lítt
að æmta þótt á þá væri hallað af
ótta við að missa vinnuna. En
Ingibjörg hikaði ekki við að taka
málstað þeirra sem minna máttu
sín, hvort sem var á hennar eigin
vinnustað eða annars staðar.
Hún var róttæk og stjórnmála-
skoðanir hennar samofnar sið-
ferðiskennd hennar og réttlætis-
tilfinningu svo ekki varð sundur
skilið. Pólitískur skollaleikur var
henni viðurstyggð. Hugsjónir um
frelsi, jafnrétti og bræðralag,
voru sígildar og í hennar augum
þær einu sem voru samboðnar
mannlífinu. Hún gat verið mikill
stríðsmaður í þessu efni ef svo bar
undir. Var hún þá ekki veifiskata
meðfæri, svo skarpgreind, einörð
og skapmikil sem hún var. En þó
voru pólitískar hugmyndir henn-
ar bornar uppi af svo miklum
húmanisma að hún hefði í öllum
tilfellum lagt meira upp úr að
líkna föllnum andstæðingi en
fella hann.
Ingibjörg hefði orðið sextíu og
níu ára á jóladag. Það er ekki hár
aldur. En þótt hún hefði lifað
lengur hefði hún vart orðið
gömul í venjulegum skilningi
þess orðs nema þá sökum heilsu-
brests því sál hennar var aldurs-
laus. Ég tel það mikið happ fyrir
mig að hafa orðið tengdasonur
hennar. Hún var ekki aðeins
móðir, tengdamóðir, ástvinur,
systir, amma, langamma. Hún
var sú sem við öll sóttumst eftir
að hitta, tala við og eiga athvarf
hjá. Öll bárum við með einhverj-
um hætti sorgir okkar, áhyggjur
og gleði til hennar. Á unglingsár-
um sínum, þegar erfitt var að
vera til, áttu barnabörn hennar í
henni fordómalausan og traustan
vin. Hún varð aldrei ömmu-
stofnun; afsíðis og utanveltu við
þá sem yngri voru. Hún stóð í
lífsstraumnum meðal þeirra. Og
samband hennar og Elsu, dóttur
hennar, var náið og djúpt.
Endur fyrir löngu stóðu þær á
Austurvelli og áttu saman fal-
legan og stóran garð. Síðan urðu
mörg tíðindi. En þær áttu alltaf
hvor aðra að eins og þá. Elsa hef-
urmisst mikið. FaðirEIsu, Stefán
Bjarnason, hefur einnig misst
mikið; barnabörn hennar og
barnabarnabörn, systkini henn-
ar, vinir. Öll söknum við hennar.
Hún var fágæt og ógleymanleg
manneskja. Guð blessi hana.
Birgir Sigurðsson
Hún kom f jólasokkinn pabba
síns, eins og hann sagði sjálfur,
og hún kvaddi um jól. Ingibjörg
fæddist í Gimli í Kanada, fimmta
í röð átta barna foreldra sinna,
þeirra Einars Vestmann og Guð-
ríðar Nikulásdóttur, sem ung og
nýgift fluttu vestur um haf og
hófu búskap.
Einar missti Guðríði frá börn-
unum ungum en kvæntist aftur
vestur-íslenskri konu og átti með
henni eina dóttur. Alþingishátíð-
arárið 1930 seldi hann vélsmiðju
sína og fluttist til íslands, og fjöl-
skyldan settist að á Akranesi.
Ingibjörg var þá ellefu ára gömul.
Þetta var á krepputímum.
Kona Einars undi ekki hag sínum
hér, rúmlega tvítug stjúpmóðir
átta barna og hennar eigið á öðru
ári, hún sneri aftur til Kanada. Þá
kom á heimilið sem ráðskona
María Einarsdóttir ásamt dóttur
sinni og í sameiningu ólu þau upp
þennan stóra barnahóp. Hjá Ein-
ari og Maríu átti síðar Ingibjörg
og hennar dóttir sitt annað heim-
ili.
Börnin fóru snemma að vinna
fyrir sér og fimmtán ára gömul
réðst Ingibjörg í vist til Reykja-
víkur og vann á ýmsum heimilum
svo sem þá var siður. Fljótlega
snéri hún sér að saumaskap sem
varð ævistarf hennar. Ingibjörg
vann lengi hjá Vinnufatagerð-
inni, hún veitti forstöðu sauma-
verkstæði L. H. Muller um árabil
og rak um tíma saumaverkstæði á
heimili sínu. En síðustu fjórtán
árin starfaði hún við sjúkraskrán-
ingu á Landsspítalanum.
Ung að árum kynntist Ingi-
björg Stefáni Bjarnasyni og átti
með honum eina dóttur, Elsu.
Örlögin höguðu því svo að þau
giftust ekki, en vinátta þeirra
hélst ævilangt og á dánarbeði
sýndi Stefán henni einstaka um-
hyggju.
Elsa dóttir þeirra ólst upp hjá
móður sinni við ástríki, þær voru
vinkonur og þær studdu hvor
aðra alla tíð. Engu síður reyndist
Ingibjörg barnabörnunum fjór-
um sem mátu ömmu sína mikils.
Ég kynntist Elsu ellefu ára
gömul þegar þær mæðgur fluttust
í nágrennið og kom þá fyrst á
þeirra heimili. í mínum augum
var Ingibjörg öðruvísi en mömm-
ur okkar hinna: hún var sjálf-
stæð, hún vann utan heimilis og
sá sjálf fyrir sér og dóttur sinni,
enda með fádæmum dugleg. En
hún var ekki bara dugleg, heldur
var hún listamaður, eins og öll
hennar verk bera vitni. Ingibjörg
hafði mjög sterka réttlætiskennd
og samúð með þeim sem minna
mega sín, hún var róttæk og
ákveðin og fór ekki dult með
skoðanir sínar, en jafnframt trú-
uð og kærleiksrík og mikill vinur
vina sinna.
Mér sýndi hún ávallt mikla
hlýju og kom það ekki síst í ljós
fyrir tveim árum þegar ég lá á
Landsspítalanum um hríð, að
hún leit til mín daglega. Fyrir þær
stundir er ég þakklát, svo og alla
hennar tryggð.
Elsku Elsa mín. Lífið veitir
mörg sár, með tímanum mildast
sársaukinn þó örin hverfi ekki.
En minningin um góða konu og
góða móður lifir. Eg sendi þér,
börnum þínum og Birgi og Stef-
áni samúðarkveðjur.
Anna Einarsdóttir
12 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 29. desember 1988