Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Avöxtun Búnir að vara menn við Þórður Ólafsson: Niðurstöður skilanefndar koma mér ekki á óvart. Pétur Björnsson annar eigandi Á vöxtunar taldi íhaust eignir sjóðanna nœgar til að standa undir kröfum kröfuhafa. I dag er Ijóst aðþað vantar 340 miljónir til þess Niðurstöður skilanefndar, sem hún kynnti í gær koma mér ekkert á óvart. Það lá fyrir þegar þetta mál kom upp sl. haust að syona myndi fara, sagði Þórður Ólafsson, forstöðumaður Banka- eftirlitsins, um álit sitt á niður- stöðum skilanefndar sem unnið hefur að uppgjöri sjóða Ávöxtun- ar sf. Eins og kom fram í Þjóðviljan- um í gær er ljóst að þeir sem ætl- uðu að ávaxta fé sitt í þessum sjóðum hafa tapað umtalsverð- um fjárhæðum. Þórður sagði það sína skoðun að þegar Bankaeftir- litið hefði kært Ávöxtun sf. til ríkissaksóknara fyrir nokkrum árum, þar sem eftirlitið taldi að starfsemi fyrirtækisins bryti í bága við lög, hefði átt að halda þeirri rannsókn áfram. Þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi áföll núna, sagði hann. Niðurstaða ríkissaksóknara- embættisins á þeim tíma var sú að í stað þess að ákæra þá Pétur Björnsson og Ármann Reynisson gerði ríkissaksóknarembættið samkomulag við þá um breyting- ar á rekstri fyrirtækisins þannig að hann samrýmdist lögum. I kjölfar þessa samkomulags var ákæran felld niður. Þórður sagði að við athugun á rekstri Ávöxt- unar sf., sem gerð var í haust, hafði komið í ljós að fyrirtækið hefði að hluta til starfað áfram í sama farvegi þrátt fyrir samkomulagið við ríkissaksókn- araembættið. Eins og kunnugt er kærði Bankaeftirlitið þá Pétur og Ár- mann öðru sinni fyrir brot á lögum um verðbréfamiðlun, eftir að Ijóst varð að fyrirtækið gat ekki staðið við þær innlausnar- Kaupmannahöfn Fjórír landar handteknir Danska lögreglan handtók í gær þrjá íslendinga og einn Hol- lending í Kaupmannahöfn sem eru sakaðir um umfangsmikið smygl og sölu á fíkniefnum. Fólkið sem er á aldrinum 26-33 ára hefur verið búsett í Kaup- mannahöfn um nokkurt skeið. Það hefur verið úrskurðað í 27 daga gæsluvarðhald. Lögreglan hafði fylgst með ferðum fólksins um nokkurt skeið áður en það var handtekið og m.a. hlerað símtöl þess. Þá handtók lögregian ungan mann sem talinn er viðriðinn málið. Hefur verið krafist gæslu- varðhalds í 4 daga yfir mannin- Sjóslys Happ í óhappi Sjómann tók út af netabátnum Ágústi Guðmundssyni laust fyrir kl. 19 í gærkveldi. í 5 mfnútur tróð hann marvaðann í ísköldum sjónum skammt undan Garð- skagavita áður en honum varð bjargað um borð í gúmbjörgun- arbát Stafnessins. Þyrla flutti sjómanninn kaldan mjög og þrekaðan á Borgar- spítalann. Er hann úr lífshættu og þykir mesta mildi að ekki skyldi fara verr. beiðnir sem bárust í kjölfar mikil- la umræðna um fjárfestingarsjóð- ina sl. haust. Ríkissaksóknari sendi málið til rannsóknarlög- reglunnar í byrjuri september. - Rannsóknarlögreglan lauk sinni rannsókn á málum Ávöx- tunar sf. í fyrradag. Við erum að byrja að skoða þetta mál hér. Niðurstöður ættu að liggja fyrir um miðjan febrúar, sagði Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Hann sagði að auk sín myndi Bragi Steinarsson fara í þetta mál, en þeir hafa að sögn Hallvarðs fylgst náið með rann- sókn RLR. Pétur Björnsson, annar eigenda Ávöxtunar sf., sagði í haust þegar hann var sviptur leyfi til verðbréfaviðskipta, að hann teldi að eignir sjóðanna myndu standa undir öllum kröfum spar- ifjáreigendanna sem ættu inni h]á sjóðunum. Annað hefur nú kom- ið á daginn. Samkvæmt niður- stöðum skilanefndarinnar vantar um 340 miljónir upp á til þess að það fólk sem treysti Pétri og Ár- manni fyrir sparifé sínu fái sína peninga til baka. -sg Kátir bæjarfulltrúar í Neskaupstað á afmælisfundinum ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra. Mynd-hb. Neskaupstaður Bæjarsagan í afmælisgjöf Þrjár afmælisgjafir á hátíðarfundi. Söguskráning, varðveiðsla gam- alla kvikmynda og átak í umhverfismálum Bæjarstjórn Neskaupstaður samþykkti á sérstökum hátíð- arfundi sínum á dögunum í tilefni 60 ára afmælis kaupstaðarins á nýársdag, að láta hefja þegar skráningu á sögu bæjarins. Stefnt skal að því að fyrsta bindi af sögu Neskaupstaðar komi út í lok þessa árs eða á því næsta. Þá ákvað bæjarstjórn að láta varðveita og endurvinna gamlar kvikmyndir frá Neskaup- stað og Norðfirði. Einnig var gerð samþykkt á hátfðarfundinum um sérstakt átak í umhverfismálum og mun bæjarstjórn leita samstarfs við fyrirtæki og einstaklinga til að tryggja sem bestan árangur í þessu átaki. Umhverfisráði verð- ur jafnframt falið að láta sérfróða menn gera úttekt á stöðu um- hverfismála í bænum og vinna að framkvæmdaáætlun til nokkurra ára. Skal verja 1% útsvarstekna bæjarins til þessa verkefnis ár- lega. Þá hefur verið ákveðið að halda afmælishátíð bæjarins dag- ana 16.-18. júní í sumar. Verður haldin sérstök samkeppni skóla- barna um gerð veggspjalds fyrir afmælishátíðina. -Ig/hb. Neskaupstað Kvikmyndir Meffí w I Á œtlaður kostnaður um 200 miljónir króna. Þekktar stjörnur í aðal- hlutverkum Síðari hluta maí mánaðar hefj- ast væntanlega tökur á kvik- myndinni Meffí sem er önnur mynd Hilmars Oddssonar í fullri lengd. Áætiaður kostnaður við gerð myndarinnar er um 200 mifiónir króna sem er meira en þekkst hefur á Norðurlöndum. Það er kvikmyndafélagið Bíó hf. sem framleiðir myndina en stjórnarformaður þess er Jón Ól- afsson. í samtali við Þjóðviljann sagðist Jón hafa þegar gert samn- ing við Columbia Pictures um dreifingu á Meffí í kvikmyrida- hús, sjónvarpsstöðvar og mynd- bandafyrirtæki utan Bandaríkj- anna og Kanada. Samningurinn tryggir framleiðendum nærri hundrað miljónum króna í lág- markstekjur sem er einsdæmi um norræna kvikmynd. Um þessar mundir standa yfir samningarvið- ræður við nokkur fyrirtæki um dreifingu myndarinnar í Banda- ríkjunum og Kanada. Aðalhlutverkið í myndinni er í höndum ekki ófrægari manns en Erics Robberts sem kunnastur er fyrir leik sinn í The Runaway Train, en tveir aðrir samlandar hans hafa látið í ljós áhuga á þátt- töku í myndinni. Að sögn Hilm- ars Oddssonar eru þessir leikarar ekki síður þekktir hér á landi en Robberts, en þar sem samning- um er ekki lokið vildi hann ekki tjá sig um nöfn þeirra. Helgi Björnsson, Ylfa Edelstein, Þröstur Leó Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson leika einn- ig stór hlutverk í myndinni. Kvikmyndin Meffí hafði hlotið 10 miljón króna styrk úr kvik- . myndasjóði en þar sem handrit- inu var breytt töluvert dró sjóð- urinn styrkinn til baka. Því sóttu þeir hjá Bíói hf. um styrkinn á ný og er umsóknin nú til afgreiðslu. Núverandi umsókn hljóðar upp á eina miljón dollara, eða tæpar 50 miljónir króna, en sú upphæð verður borguð til baka verði næg- ur hagnaður af myndinni. -þóm Ólafsfjörður 475 metra inn í Múlann BjörnA. Harðarson staðarverkfrœðingur: Alltsam- kvœmt áœtlun og áfallalaust. Göngin verða þau stœrstu hérlendis, um 3.130 metrar, og mikil sam- göngubót. Tilbúin í árslok 1990 Jarðgangagerðin í gegnum Mú- lann gengur samkvæmt áætl- un og í dag erum við komnir um 475 metra inn í fjallið en alls verða göngin um 3.130 metra löng og þau stærstu hér á landi. Hingað til hefur vinnan gengið áfallalaust fyrir sig og gott að eiga við bergið,“ sagði Björn A. Harð- arson staðarverkfræðingur á Ól- afsfirði. Björn sagði að vel væri fylgst með jarðgangagerðinni jafrit af heimamönnum sem öðrum og þá ekki síst af stjórnmálamönnum enda væri hér að mörgu leyti um prófmál að ræða í vegagerð sem tekið yrði mið af í gerð ganga í öðrum landsfjórðungum ss. á Vestfjörðum og Austurlandi. Kostnaður við Ólafsfjarðar- göngin er áætlaður 600 miljónir króna og sagðist Björn ekki sjá fram á annað en að sú áætlun mundi standa. Með þessum framkvæmdum Teikningar af staðsetningu jarðganganna í Múlanum úr kynningarriti Vegagerðarinnar. sjá Ólafsfirðingar sem og aðrir vegfarendur nyrðra loksins fram á varanlega samgöngubót. Ve- gurinn um Múlann hefur löngum þótt erfiður og varasamur vegna snjóþyngsla og ofanflóða. Að meðaltali fara um 180 bflar um veginn daglega yfir allt árið en 250 að sumri til. Jarðgöngin verða með einni akrein og útskot með um 160 m bili. Þau verða upplýst og með bundnu slitlagi. Við gangamunna verða steyptir vegskálar með tveimur akreinum, 165 m að lengd Ólafsfjarðarmegin og 100 m Dalvíkurmegin. Framkvæmdir hófust í sept- ember 1988 og áætlað er að þeim verði að mestu lokið í árslok 1990. Yfirstjórn verksins er í höndum Vegagerðar ríkisins en verktaki er Kraftverk sf. -grh Fimmtudagur 19. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.